Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 25
mig sjálfur til náms. Fríið er orðið býsna langt. Ég reyndi fyrst fyrir mér í smíðanámi, seinna tók ég skíðakennarapróf í Geilo í Noregi. Þegar heim kom stofnaði ég skíða- skólann í Skálafelli og sá um skíða- kennslu fyrir KR.“ Einhverjir muna eflaust eftir Thor, þá Þorgeiri Daníel, í sjón- varpsþáttunum Skíðastjörnur á Stöð 2 kringum 1991. „Ég átti frumkvæði að gerð þessara þátta og var í hlutverki skíðakennara, sem kenndi m.a. Lindu Péturs- dóttur, Hermanni Gunnarssyni, Ómari Ragnarssyni og Rósu Ing- ólfsdóttur. Ég vann þættina með Maríönnu Friðjónsdóttur og mér fannst það algert kraftaverk að fá allar þessar frægu manneskjur til að vera með,“ segir Thor. Ef Thor er „gúgglaður“ kemur í ljós að hann er höfundur lags og texta Sumarástar, ásamt Iðunni Steinsdóttur, en lagið söng Jó- hanna Linnet í undankeppni Evr- óvisjón 1987. En nóg um það. Thor hverfur enn lengra aftur í fortíðina, eða til ársins 1980. „Ég er maðurinn sem breytti brauð- og samlokukúlt- úrnum á Íslandi …“ upplýsir hann. „Ég stofnaði Trölla, sem fram- leiddi samnefndar „gourmet“- samlokur. Við einfaldlega stækk- uðum brauðin og jukum gæðin, en ég fékk hugmyndina þegar Brauð- bær fyllti rækjusamlokur sínar með makkarónum og eggjum.“ Hann er á því að fátæktin forð- um daga og frelsið, sem hann fékk í uppeldinu, ásamt víðáttumiklu at- hafnasvæðinu, sem var leikvöllur hans í æsku, hafi mótað sig öðru fremur sem frumkvöðul og eflt sjálfsbjargarviðleitnina. „Ég og Kristinn bróðir minn ólumst upp hjá móður okkar, Þórunni Júl- íusdóttur, sem var einstæð móðir og vann hörðum höndum fyrir fjöl- skyldunni sem verkakona. Hálf- systkini okkar, sammæðra, þau Kristín og Róbert, ólust upp hjá afa og ömmu. Mömmu var mjög annt um að við bræðurnir borð- uðum hollan mat, værum heið- arlegir, segðum sannleikann og hjálpuðum þeim sem minna máttu sín. Aðeins fjögurra ára var ég oft kominn út og niður í fjöru klukkan sex á morgnana, enginn á ferli nema ég,“ rifjar Thor upp. „Við strákarnir lékum okkur í fjörunni, veiddum kola við höfnina og „teik- uðum“ stundum strætó frá Skerja- firði, alla Hringbrautina austur og upp í Ártúnsbrekku. Við lifðum á rifsberjum, rabarbara, hundasúr- um, grænmeti úr kálgörðum Reykjavíkur og eplum, sem við og fékk einkaleyfi á og hefur æ síð- an verið notuð í auglýsingaskilti um allan heim. Hann fluttist til Svíþjóðar og þaðan til Noregs og Danmerkur til að þróa hugmyndina, sem fékk nafnið Zignlite og Neox, og stofn- aði samnefnd fyrirtæki með Guðna Erlendssyni. Norska fyrirtækið, sem var stofnað með norskum fjár- festum, komst, að sögn Thors, á lista yfir mestu uppgangsfyrirtæki í Noregi. Fyrirtæki á borð við IKEA, Hennes & Mauritz, Carls- berg og fleiri notfærðu sér tæknina. Viðkomustaðir í öllu þessu brölti Thors í hönnun og þróun upplýstra auglýsingaskilta, markaðssetningu og löndun einkaleyfis voru m.a. Danmörk, Þýskaland og Bretland. Hann segir fyrrnefnda Artlite- prentaðferð mikilvægustu uppfinn- ingu sína og vísar í að ekki hafi lið- ið á löngu þar til mörg stærstu vörumerki heims; Coca Cola, Sony, Lancome, Miller, Philip Morris, hófu að nota tæknina í auglýs- ingaskiltum sínum og sölu- herferðum. Fyrsta Artlite®- einkaleyfið var veitt í Bandaríkj- unum 1995, en síðan fengu fyrirtæki víðsvegar leyfi til að nota aðferðina. Thor stofnaði Artlite- fyrirtækin í London með Ásgeiri Bjarnasyni og síðan stofnuðu þeir, ásamt fjárfestum, Novamedia LP í Dallas, og hófu framleiðslu og sölu á Artlite um allan heim. Novamedia LP hefur nú verið selt til AVATAR-fjárfesta í Dallas og sameinað fyrirtækinu May Ad- vertising. Þar vinnur Thor sem ráðgjafi í markaðssetningu og hönnun á Artlite-vörum. „Sala fyr- irtækjanna samanlagt er í ár áætl- uð um 23 milljónir dollara, eða um þrír milljarðar króna. Artlite hefur selst í milljónavís um allan heim og gefin hafa verið út einkaleyfi á uppfinningunni í 35 löndum,“ segir hann. Verðlaun og viðurkenningar Framangreind samantekt úr símtalinu við Thor um tilurð og uppgang Artlite er langt frá því að vera tæmandi, en alltént ákvað hann að flytjast vestur um haf 1995. Spurður hvort hann hafi farið með ameríska drauminn í fartesk- inu og dollaraglimt í augum svarar hann neitandi. „Ég sá einfaldlega meiri markaðsmöguleika í Banda- ríkjunum en Evrópu, því þar þyrfti ég ekki að vera með skrifstofur út um allar trissur og starfsfólk sem talaði mörg tungumál.“ Í Bandaríkjunum varð honum kannski ekki strax allt að gulli, en þar átti hann auðveldara upp- dráttar og hönnun hans og hugvit fékk fljótlega töluverða athygli í fjölmiðlum og annars staðar. Upp- finningar hans á sviði ljósatækni hafa til að mynda tvisvar ratað á forsíðu tímaritsins POP Design Times og hann og fyrirtæki hans hafa hampað allmörgum verðlaun- um og viðurkenningum í áranna rás. Peningar og ríkidæmi … Og þá er komið að síðustu spurn- ingunni, sem er að vísu hálfhallær- isleg … en samt: Er hann orðinn ríkur? „Vel stæður,“ svarar hann. Innt- ur nánar eftir hversu vel stæður: „Að kallast ríkur í Bandaríkjunum er meira en svo á íslenskan mæli- kvarða, þá er maður virkilega auð- ugur. Á Íslandi eða Norðurlönd- unum teldist ég milljónamæringur þar sem húseignir okkar hjóna eru metnar samanlagt á hálfa milljón dollara. Síðustu árin hef ég fjárfest hundruð þúsunda dollara í fjöl- mörgum fyrirtækjum og nýjum einkaleyfum, t.d. á ég 10% í mu- nax.com, sem býður upp á vef- lausnir, og margmiðlunarleitarvél- inni playaudiovideo.com, sem metin er á 25 milljónir dollara og keyrir leit.is. Ég hef fjárfest í frumkvöðlum og tekið að mér að stýra markaðssetningu og aðstoða við einkaleyfi. Hins vegar hef ég passað mig á að fjárfesta ekki í hlutabréfamarkaðnum eins og allir mínir vinir, sem töpuðu öllu. Þótt ég eigi ekki milljónir dollara á bankareikningi eru peningar mínir og hagnaður af fyrirtækjum bundnir í fyrirtækjum og fast- eignum. Allt erfiðið hefur því síður en svo verið til einskis,“ svarar Thor spurningunni samvisku- samlega. Hann segist alltaf sakna Íslands, fjallanna, útsýnisins, sjávarins, kalda loftsins og meira að segja rigningarinnar. „Ég stefni að því að koma til Íslands í næsta mánuði og vera viðstaddur þegar börnin mín útskrifast, Þórunn sem stúd- ent og Tómas úr Listaháskól- anum,“ segir Thor. Upp úr dúrnum kemur að þrátt fyrir umsvif og athafnasemi á ní- unda áratugnum átti hann sér líka einkalíf. Um það vitna þrjú upp- komin börn á Íslandi. Auk Þór- unnar og Tómasar á hann Kolbein, sem er elstur og í flugnámi. listrænu ljósi Fjölskyldan í Texas Thor, Laura og Thorina fyrir framan heimili sitt í Dallas í Texas. ‘‘HUGMYNDIN BYGGIST ÁGRÆNU HUGVITI, SEMEKKI AÐ ÓSEKJU ER SVOVINSÆLT UM ÞESSAR MUNDIR. stálum úr búðum,“ heldur hann áfram. Símasamtalið hefur farið út um víðan völl og dregur að því leytinu dám af viðmælandanum. Þótt svo- lítið erfitt sé að henda reiður á í hvaða röð Thor fékkst við þetta eða hitt blasir við að níundi áratug- urinn markaði þáttaskil í lífi hans. Hann framkvæmdi hugmyndir sín- ar, sem sumar báru hann um lönd og strönd og færðu hann sífellt fjær heimalandinu, þótt framan af hafi hann verið hér með annan fót- inn. Frumkvöðull sér ljósið Árið 1982 sá hann ljósið. Hann fann upp sérstaka aðferð til að lýsa upp auglýsingaskilti með út- fjólubláum flúorljósum. Uppfinn- ingin var undanfari Artlite, prent- ljósatækni, sem hann síðar þróaði 25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Fix Töframassinn Hreinsar, fægir og verndar samtímis Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Tengi - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Eyjatölvur Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárkróki - Áfangar Keflavík Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Verslanir Rönning Litabúðin Ólafsvík - Tengi - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði - Núpur Ísafirði Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf. Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, áli, kopar, messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni o.fl. Svampur fylgir með - Fitu- og kýsilleysandi - Húðvænt - Náttúrulegt - Mjög drjúgt AUSTURSÍÐA 2 – LAGER/VERSLUNARHÚSNÆÐI Um er að ræða 5400 fm húsnæði að Austursíðu 2 á Akureyri. Húsnæðið er gott lager- og iðnaðarhúsnæði, en hefur mikla möguleika sem verslunarhúsnæði. Á húsinu eru innkeyrsluhurðir og næg bílastæði eru við húsið. Mögulegt að leigja hluta af húsnæðinu eða allt frá um 1000 fm. Húsnæðið er laust til afhendingar í sumar. TIL LEIGU Á AKUREYRI Nánari upplýsingar fást hjá Erni Kjartanssyni, ovk@landicproperty.is, í síma 825-9000 eða hjá Ingu Rut Jónsdóttur, irj@landicproperty.is, í síma 660-6828. Kringlunni 4–12 103 Reykjavík www.landic.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.