Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009
’
Hvers á þjóðin skilið af
okkur, nýju þingi og nýj-
um þingmönnum?
Sigmundur Ernir Rún-
arsson, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, í jómfrú-
ræðu sinni á Alþingi.
Fyrst og fremst lít ég á þessar nið-
urstöður sem enn eitt skrefið í áttina að
því að við förum að skilja hver við erum.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfða-
greiningar, en vísindamenn hér hafa í sam-
starfi við danska og hollenska vís-
indamenn fundið breytur í erfðamengi
mannsins sem segja til um hvort konur
muni byrja ungar eða eldri að fá blæðingar.
Á Íslandi eru einnig tækifæri til að sjá
ýmsa fugla í skrautlegum sumarbúningi
sem Evrópubúar þekkja einungis í dauf-
legri vetrarbúningi.
Pétur Rafnsson, formaður Ferðamála-
samtaka Íslands, í grein í Morgunblaðinu.
Þetta er náttúrlega bara frábært fyrir
mig sem söngkonu, að koma mér að-
eins aftur á kortið.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem hafnaði í
öðru sæti í Evróvisjón.
Þótt það hljómi kaldhæðið þá er stað-
reyndin sú að erfiðar efnahagsaðstæð-
ur geta verið aflvaki nauðsynlegra
breytinga.
Ómar H. Kristmundsson, dósent í opin-
berri stjórnsýslu í stjórnmálafræðideild
Háskóla Íslands.
Við fórum bara á völlinn og vorum til-
búnir að deyja fyrir málstaðinn og þess
vegna náðum við þessu jafntefli.
Haukur Páll Sigurðsson, miðvallarleik-
maður Þróttar, sem gerði jafntefli 0:0 við
KR.
Það er eins og einn allsherjar ríkis-
sósíalismi sé tekinn við.
Einar Sveinsson, fráfarandi varaformaður
stjórnar Icelandair Group, sem ásamt
fjölskyldu sinni átti stóran hlut í fyrir-
tækinu.
Það þarf svo sem enga vísindamenn til
þess að átta sig á að sólin bætir og
kætir.
Andrés Magnússon, geðlæknir.
Þurfi að grípa til frekari aðgerða til að
tryggja húsnæðisöryggi fjölskyldna
þessa lands, þá munum við grípa til
slíkra aðgerða.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra,
í stefnuræðu sinni á Alþingi.
Ég vona að það fylgi því ekki flís- og
lopapeysur, en ég er mjög hræddur um
það.
Karl Berndsen, stílisti og umsjónarmaður
Nýs útlits, um nýlegt afnám bindisskyldu
alþingismanna.
Athygli umheimsins beinist að Íslandi
nú um stundir og þið hafið því einstakt
tækifæri til þess að koma ykkur á fram-
færi.
David Hoskin hjá Eye-for-Image, sem var
meðal fyrirlesara á málþingi sem Útflutn-
ingsráð, Almannatengslafélag Íslands,
Ferðamálastofa o.fl. stóðu fyrir.
Ummæli
Bræðraborgarstíg 9
Lærðu að spara
með bros á vör
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Það þarf ekki að vera erfitt eða leiðinlegt að spara í heimilishaldinu
heldur getur það verið gleðilegt og gefandi! Allt sem þarf er að
temja sér breytt hugarfar. Lára Ómarsdóttir tókst á við atvinnu-
missi og efnahagslegt hrun heimilisins og reis upp á ný, sterkari en
nokkru sinni. Hér miðlar hún af dýrmætri reynslu í aðgengilegri og áhugaverðri bók
sem á erindi inn á hvert heimili.
„Láru hefur tekist að skrifa persónulega og áhugaverða bók um sparnað. Hún
hefur reynt á eigin skinni að það eru ekki aðstæður sem stjórna líðan okkar
heldur hugarfarið.“ – Ásdís Olsen
D
Y
N
A
M
O
D
Y
N
A
M
O
D
Y
N
A
M
O
Y
N
A
M
OO
M
O
Y
N
A
Y
R
E
Y
K
JA
V
R
E
Y
K
JA
V
R
E
Y
K
JA
V
Y
K
JA
V
R
E
Y
K
JA
V
ÍKÍKKÍKÍ
Amy Johnson var 27 ára gömulþegar hún flaug tvíþekjusinni frá Bretlandi til Ástr-
alíu í maí 1930. Hún var fyrsta konan
til að afreka slíkt langflug og lét það
ekki stöðva sig að hafa aðeins flogið
vél sinni í 85 stundir fram að ferðinni
miklu.
Amy Johnson fæddist 1. júlí árið
1903 og lauk háskólaprófi í fjármál-
um. Hún starfaði sem ritari mála-
færslumanns í London og fékk mik-
inn áhuga á flugi. Hún gekk í Flug-
vélaklúbb Lundúna árið 1928 og í júlí
1929 fékk hún flugmannsréttindi.
Sama ár fékk hún réttindi sem flug-
virki, fyrst breskra kvenna.
Faðir Amy hjálpaði henni að kaupa
tvíþekju, De Havilland Gipsy Moth,
sem hún kallaði Jason. Hún fór strax
að leggja grunn að fluginu mikla til
Ástralíu og var óþreytandi að leita
eftir stuðningi og fá umfjöllun. Lord
Wakefield, sem stýrði Castrol-olíu-
fyrirtækinu, féllst á að tryggja henni
eldsneyti á leiðinni og Amy lagði af
stað frá London 5. maí 1930.
Jason var lítil flugvél, flugmanns-
klefinn var opinn, vélin var fjögurra
strokka og loftkæld og gaf alls um
100 hestöfl. Amy hafði komið auka-
eldsneytistönkum fyrir í vélinni, til að
auka flugþolið.
Frá London flaug Amy til Vínar í
Austurríki, þaðan til Istanbúl í Tyrk-
landi, Aleppo í Sýrlandi, Bagdad í
Írak, Bandar Abbas í Íran og Karachi
í Pakistan. Ferðin sóttist mjög vel og
hún var mun fljótari í förum en Bert
Hinkler, sem hafði flogið frá Eng-
landi til Ástralíu á 15 og hálfum degi
árið 1928. Amy var tveimur dögum
fljótari en hann til Karachi.
Áfram hélt hún, til Allahabad og
Kalkútta á Indlandi. Þaðan flaug hún
til Rangoon í Búrma, eða Myanmar.
Á leiðinni hreppti hún vonskuveður
og í neyðarlendingu skemmdust
vængir og skrúfublaðið. Hún hafði
tekið aukaskrúfublað með, skipti um
það og lagaði vængina. Atvikið tafði
hana hins vegar um þrjá daga. En
áfram flaug hún, til Bangkok í Taí-
landi og Singapúr. Svo kom upp vél-
arbilun, sem tafði hana verulega. Eft-
ir stopp á eyjunni Jövu gat hún haldið
för sinni áfram, en þá setti veður strik
í reikninginn. Hún náði loks fram til
Port Darwin í Ástralíu 24. maí 1930,
eftir 19 daga flug og viðkomu í 11
löndum. Henni var fagnað sem hetju.
Fjölmiðlar röktu dáð hennar og um
hana voru samin lög.
Amy hélt uppteknum hætti næstu
ár, setti hraðamet í flugi frá London
til Cape Town í Suður-Afríku og flaug
ásamt aðstoðarflugmanni á einum
degi frá London til Moskvu. Þaðan
flugu þau alla leið til Japans. Árið
1933 flaug hún með eiginmanni sín-
um, skoska flugmanninum Jim Moll-
ison, alla leið til Bandaríkjanna.
Síðasta metflug Amy Johnson var
árið 1936, þegar hún fór aftur til Suð-
ur-Afríku og bætti hraðamet sitt.
Á árum síðari heimsstyrjaldarinn-
ar tók Amy Johnson að sér að ferja
breskar orrustuvélar frá verksmiðju
til herflugvalla. Ein þeirra véla hrap-
aði niður í árósa Thames. Amy komst
út úr vélinni, en drukknaði áður en
hjálpin barst. rsv@mbl.is
Á þessum
degi ...
24. MAÍ 1930
AMY Í ÁSTRALÍU
Flugkappi Amy Johnson var dáð
eftir flug sitt til Ástralíu.