Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 21
Hughes-myndanna, hér kom við
sögu stjörnufans sem Hughes átti
eftir að senda upp á stjörnuhim-
ininn um sinn, hvað flesta viðvíkur:
Matt Dillon, Mickey Rourke, Diane
Lane, Ralph Macchio, Dennis Hop-
per, Vincent Spano, Nicolas Cage,
Chris Penn, Laurence Fishburne,
Tom Waits, C. Thomas Howell,
Patrick Swayze, Rob Lowe, Emilio
Estevez, Tom Cruise.
Hughes-verksmiðjan, eins og
kvikmyndagerð Johns Hughes var
gjarnan kölluð, tók við hópnum
(Coppola notaði hann lítið sem ekk-
ert eftir Hinton-myndirnar) og
gerði með þeim hverja met-
aðsóknarmyndina á fætur annarri.
Hvað svo sem um myndir hans má
segja var Hughes snjall markaðs-
fræðingur, kunni að velja saman
réttu andlitin sem hæfðu uppalegu
yfirbragði áratugarins og finna
þeim réttan farveg á hvíta tjaldið
(sem Coppola mistókst). Allar skip-
aðar þessum ungu leikurum sem
urðu meðal stærstu stjarna þess 9.
og allt fram á 10. áratuginn. Þær
voru kjarni Rakkarapakksins og
fóru ekki dult með það. Lögðu sig
fram við að komast í fjölmiðlana,
sem þá töldu einkum slúðurdálka
prentmiðlannna.
„Rakkarapakkið“
Hvert var þetta sögufræga gengi
sem hreiðraði um sig í topp-
myndum unga fólksins, valsaði um í
merkjavörum frá toppi til táar, eða
brá fyrir á opnum, gulum Corvett-
um með Ray Ban á nebbanum? Það
samanstóð af breiðum hópi ungra
leikara sem voru góðir með sig, fet-
andi fyrstu skrefin sín í kvik-
myndaverunum. Lunginn af hópn-
um var uppistaðan í lykil--
unglingamyndum og hinn
fjallbratti Emilio Estevez (sonur
Martins Sheens) var jafnan hin
fyrirferðarmikla og ókrýnda príma-
donna út á við – þó svo að flest
reyndu þau að ota sínum tota sem
best þau kunnu.
Auk Estevez voru í Rakkara-
pakkinu Rob Lowe, Andrew
McCarthy, Molly Ringwald, Ally
Sheedy, James Spader, Judd Nel-
son, Anthony Michael Hall, Demi
Moore og Robert Downey jr., sem
stendur upp úr þessari upptalningu
eins og klettur úr hafinu. Þetta var
kjarninn, nýstjörnugerið sem taldi
sig vera að erfa Hollywood. Við
hópinn má bæta nokkrum ungum
og upprennandi leikurum frá þessu
tímaskeiði, líkt og Rourke, Cruise,
Dillon, Charlie Sheen, Sean Penn,
C. Thomas Howell, og e.t.v. örfá
nöfn til viðbótar. Ekki má gleyma
„ljóta andarunganum“, Mare Winn-
ingham, sem hafði ekki sykursætt
útlit hinna meðlimanna en var einn
besti leikarinn. Hér fyrir neðan er
„pakkið“ skoðað aðeins nánar.
Breakfast Club Ally Sheedy, Judd Nelson, Anthony Michael Hall, Emilio
Estevez og Molly Ringwald voru unglingarnir, sem þurftu að sitja eftir í
skólanum. Erkitýpur, sem reyndust þó eiga ýmislegt sameiginlegt.
Ringwald hefur nánast eingöngu
leikið í sjónvarpsefni síðustu árin.
JUDD NELSON
Hefur neikvæða útgeislun og umtals-
verðar vinsældir hans á tímum
pakksins eru frekar ótrúlegar. Kom
við sögu í höfuðmyndunum, The
Breakfast Club og St. Elmo’s Fire.
Síðan tók við sigling hraðbyri í 70
myndum og er enn að en mótleik-
urum hefur hrakað að sama skapi.
Nú eru það engar uppagellur heldur
Crispin Clover, C. Thomas Howell,
Stephen Tobolowsky, Tom Arnold,
Margot Kidder og Karen Black sem
bægslast með honum um tjaldið. Að
ógleymdum Vincent Spano.
DEMI MOORE
Kyntröllið Moore var búin að vekja á
sér athygli í Blame it on Rio (’84),
þar sem hún fer að slá sér upp með
besta vini föður síns (hún hefur það
sér til afsökunar að hann var leikinn
af sir Michael Caine), áður en hún
lenti í Hughes-verksmiðjunni. Hún
stoppaði stutt við, í St. Elmo’s Fire,
About Last Night (á móti Lowe) og
Wisdom, áður en hún hækkaði flugið
og varð ósvikin stjarna í góðum að-
sóknarmyndum á borð við Ghost
(með Swayzee) og A Few Good Men.
Er á hröðu undanhaldi um þessar
mundir enda fyrirlitningin á þrosk-
uðum konum landlæg í kvikmynda-
heiminum.
ANTHONY MICHAEL HALL
Hall tók pakkið með trompi og var
innsti koppur í búri eftir 16 Candles,
The Breakfast Club og Weird
Science. Reynt var að gera úr honum
alvöru stjörnu í nokkrum myndum á
9. og 10. áratugnum, en gaurinn var
jafnan utanveltu og átti við ýmsar
vondar fíknir að stríða. Lék aðal-
hlutverkið í sjónvarpsþáttunum
Dead Zone e. King. Reynið frekar að
sjá myndina með Walken.
ROBERT DOWNEY JR.
Þessi gæðaleikari kom fram á sjón-
arsviðið í Less Than Zero og Weird
Science. Það má segja hvað hann
snertir að mjór er mikill vísir. Á með-
an mótleikarar hans (Michael Hall,
Kelly Le Brock, Bill Paxton) hurfu í
mestmegnis ónýti hefur Downey jr.
verið að gera góða hluti á milli þess
sem hann hefur átt í mikilli baráttu
við erfiða heróínfíkn. Nú virðist þessi
stórfenglegi leikari kominn á rétta
braut og er að sigra heiminn í Iron
Man-seríunni, og skemmst að minn-
ast stórkostlegra takta hans í Tropic
Thunder. Hann er rúsínan í þessum
pylsuenda.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009
,magnar upp daginn
ÓSKUM EFTIR FRÍMERKJUM!
Leiðandi uppboðsfyrirtæki Norðurlanda í sölu frímerkja, heimsækir Ísland og
sýninguna NORDIA 2009 dagana 28.-31. Mai í Íþróttahúsinu við Strandgötu í
Hafnarfirði.
Ef þér eruð með frímerkjasöfn,
gömul umslög eða stök
verðmæt frímerki, jafnt
íslensk sem erlend, og
viljið hafa samband við
okkur varðandi mat, ráðgjöf
og tilboð, þá erum við með
starfsmenn á sýningarbás okkar
sem taka á móti ykkur. Ef óskað
er þá kaupum við og
staðgreiðum.
Box 537
SE-201 25 Malmö - SWEDEN
stampauctions@postiljonen.se
www.postiljonen.com
Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 0046 40 25 88 52 (skrifstofa okkar í Malmö),
Umboðsmaður okkar á Íslandi er Magni R. Magnússon, og getur hann gefið nánari
upplýsingar. Símar hans eru 553 3086 eða 692 3322
Eða hotel Viking, 28.-31. mai í síma 565 1213.
STJÓRNARFORMAÐUR
ÁRSINS 2009
Markmið verðlaunanna er að veita stjórnarformönnum á
Norðurlöndunum, sem náð hafa góðum árangri og stýrt starfi stjórnar
af heilindum, með gott viðskiptasiðferði og samfélagsábyrgð að
leiðarljósi, viðurkenningu fyrir störf sín.
DAGSKRÁ
16:00 Opnunarávarp, Ragnar Þorgeirsson, framkvæmdastjóri rekstrar,
PricewaterhouseCoopers
16:15 Stjórnarformaður ársins – norræn nálgun, Gunnar Eckbo,
BoardNews.no
16:30 Ósýnilega höndin, Gylfi Zoega, prófessor við viðskipta- og
hagfræðideild Háskóla Íslands
17:00 Að endurheimta traust, Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra
17:20 Afhending verðlaunanna Stjórnarformaður ársins 2009
17:30 Léttar veitingar
Miðvikudaginn 27. maí kl. 16 -18
Í höfuðstöðvum PricewaterhouseCoopers, Skógarhlíð 12, Reykjavík
Allir eru velkomnir − aðgangur ókeypis − skráning á www.boardNews.no
PO
RT
hö
nn
un