Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Mörgum fyrirtækjum hefur umnokkurt skeið verið haldið gangandi af lánveitendum og kröfu- höfum. Þar á meðal eru Eimskip, Ice- landic Group, Icelandair, Teymi, Sjóvá og fleiri stór félög og fyrirtæki. Þá er staða eigenda margra fleiri fyr- irtækja óljós, þar á meðal Símans og VÍS. Exista, eigandi þeirra félaga, vinnur nú að fjárhagslegri end- urskipulagningu í samvinnu við kröfuhafa. Óljóst er enn hvernig leyst verður úr stöðu félagsins. Komi til þess að íslenskir bankar leysi til sín fleiri félög og fyrirtæki gæti komið til þess að þeim yrði stýrt í eignaum- sýslufélagi á vegum banka, og þar með ríkisins. Hvert fyrirtæki er þó metið sérstaklega. Íslandsbanki og Kaupþing hafa ver-ið með eignaumsýslufélög á sín- um snærum, frá því snemma á þessu ári. Á vegum Íslandsbanka starfar félagið Miðengi en undir það heyra síðan fimm félög sem halda utan um mismunandi eignaumsýslu- verkefni. Hlutur bankans í Icelandair mun fara inn í þetta félag. Hjá Kaupþingi eru fyrir hendi tvö eignaumsýslufélög, Landfestar og Eignasel. Undir Landfestar heyra fasteignaverkefni, sem bankinn hef- ur leyst til sín, en undir Eignaseli eru meðal annars fyrirtæki sem bankinn hefur yfirtekið, Hekla og Penninn. Landsbankinn hefur þegar stofn-að eignaumsýslufélög sem ann- ast eiga annars vegar umbreytingu á kröfum bankans í hlutafé og hins vegar umsýslu með slíkt hlutafé að umbreytingu lokinni. Félögin, sem heita Reginn ehf. og Eignarhalds- félagið Vestia ehf., munu annars vegar fara með eignarhald bankans á fasteignum eða hlutafé fasteigna- félaga og síðan um Vestia fara með eignarhald bankans á hlutafé ann- arra rekstrarfélaga. Framkvæmda- stjóri félaganna eru Helgi S. Gunn- arsson og Steinþór Baldursson. Atburðarásin Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is Í slensk fyrirtæki standa mörg hver höllum fæti eftir hrun bankakerfisins í október og bendir margt til þess að íslenska ríkið þurfi að koma stórum fyrirtækjum til bjargar, a.m.k. tímabundið. Sú þróun er þegar haf- in. Fyrr í vikunni leysti Íslandsbanki til sín 42 pró- sent hlutafjár í Icelandair Group og ræður nú yfir 47 prósentum hlutafjár. Óbeint stýra kröfuhafar, nýju ríkisbankarnir þar helst, nálægt 90 prósentum af hlutafé félagsins og því má segja að Icelandair hafi verið þjóðnýtt, að stærstum hluta. Margt bendir til þess að fleiri fyrirtæki verði yf- irtekin af íslensku bönkunum á næstunni, ekki síst vegna erfiðrar lausafjárstöðu. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur nú, öðru sinni, mælt fyrir frumvarpi um stofnun hlutafélags til að stuðla að endurskipulagningu þjóðhagslega mikilvægra fyrirtækja. Markmiðið með slíku félagi, sem oftast hefur verið nefnt eigna- umsýslufélag, er að aðstoða lánastofnanir við að leysa úr vandamálum fyrirtækja sem eru með skuldir á bakinu sem þau ráða ekki við. Endanlegt markmið er síðan að koma fyrirtækjunum aftur á laggirnar og í hendur nýrra eigenda. Þar með væri lífvænlegur grundvöllur kominn undir starfsemi þeirra að nýju. Erfitt að koma málinu í gegn En þetta er ekki einfalt mál eins og meðferð málsins í þinginu sýnir. Tillagan um eignaumsýslu- félag er komin frá sænska bankasérfræðingnum Mats Josefsson, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Hann kynnti hana á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í byrj- un febrúar og lagði áherslu á það á fundinum að ís- lensk stjórnvöld væru „ekki að stofna skrímsli“. Frekar væri einblínt á að koma íslenskum fyr- irtækjum til bjargar, sem atvinnulífið í heild gæti illa verið án. Allt frá því hugmyndirnar komu fram hefur verið ráð fyrir því gert að 10 til 15 fyrirtæki geti farið inn í félagið, eða verið í sameiginlegri umsjá þess með bönkunum. En spurningin sem svara þarf, áður en fyrirtæki eru færð inn í félagið, er hvort þau teljast þjóðhags- lega mikilvæg og eigi þar með erindi inn í félagið. Á Alþingi, og einnig á vettvangi Samtaka atvinnulífs- ins, hefur verið um það deilt hvort skilgreiningin á þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum bjóði ekki upp á handahófskennt mat stjórnvalda á því hvaða fyrirtæki verða innan eignaumsýslufélaganna og hver ekki. Dregist of mikið að taka á málum Frá því bankarnir hrundu í byrjun október, og neyðarástand skapaðist í íslensku efnahagslífi, hafa íslensk fyrirtæki gengið í gegnum erfitt tímabil. Í fyrstu stóð til að endurreisa bankana í febrúar, síð- an í apríl og nú er stefnt á júní. Á þessum tíma hafa íslensk fyrirtæki laskast illa. Lausafé þeirra hefur hjá mörgum nánast þurrkast upp og eiginfjárstaða versnað samhliða gengisfalli krónunnar. Þar hafa háir stýrivextir hraðað þróun til hins verra þar sem fjármagnskostnaður hefur verið sérstaklega slig- andi. Þegar Josefsson kynnti hugmyndir sínar um eignaumsýslufélag sagði hann skorta nokkuð á að íslenska ríkið væri nógu stefnumarkandi sem eig- andi bankanna. Gekk hann reyndar svo langt á blaðamannafundinum í Þjóðmenningarhúsinu að segja ríkið „ekki hafa tekið eigendaábyrgð“. Ljóst er að forsenda þess að eignaumsýslufélag geti þjónað tilgangi sínum er að bankarnir hafi burði til þess að hjálpa fyrirtækjunum sem fara þangað inn. Án banka, sem hafa traustan til- verugrundvöll, verði hjálparhöndin til fyrirtækja máttlítil. Tafist hefur að stofna efnahagsreikning og leggja nýju bönkum, á grunni innlendrar starf- semi gömlu föllnu bankanna, til eigið fé. Þrátt fyrir þetta hafa stjórnendur nýju bankanna sagt stöðu þeirra „sterka“. Allt bendir til að íslenska ríkið verði eigandi að mikilvægum íslenskum fyrirtækjum á næstunni, ekki aðeins á sviði samgangna, eins og þegar er orðið, heldur einnig á öðrum sviðum. Til þess að eignaumsýslufélag virki sem best þarf bankakerfið að vera risið á traustari grunni en nú. Áætlað er að það geti gerst í næsta eða þarnæsta mánuði. Morgunblaðið/RAX Á ekki að vera „skrímsli“  Fyrirtæki í vanda eru nú að komast í ríkiseigu hvert af öðru  Fjármálaráðherra freistar þess að lögfesta stofnun eignaumsýslufélags til hjálpar mikilvægum fyrirtækjum Morgunblaðið/Kristinn Hjólin af stað? Íslenskt efnahagslíf á við erf- iðleika að etja. Umsvif ríkisins í fyrirtækjarekstri munu vafalítið aukast á næstu misserum. Dökkt yfir Mats Josefsson lagði til stofnun eignaumsýslufélags til aðstoðar fyrirtækjum. „Ég hef verið algjörlega ósammála nauðsyn þess að eignaumsýslu- félag ríkisins verði stofnað. Frekar líst mér betur á að bankarnir sjálf- ir komi sínum félögum á laggirnar, og aðstoði viðskiptavini sína á þeim vettvangi,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. Hann telur bankana sjálfa betur til þess fallna að taka til sín félög, og hjálpa þeim að halda sjó í gegnum erf- iðleika, heldur en eignaumsýslu- félag á vegum ríksins. „Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um samkeppnis- héldu lífi. „Eftir hrun bankanna var fyrst og fremst rætt um að bankarnir myndu stofnsetja félög til þess að leysa til sín félög sem væru í kröggum. Það var ekki fyrr en sænski sérfræðingurinn [Mats Josefsson innsk. blm.] kom með sínar hugmyndir að stefnubreyt- ingin varð,“ segir Vilhjálmur. Fyrirtæki á sviði fjarskipta, samgangna, fasteignaþróunar og matvælaframleiðslu standa höll- um fæti, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, og eru töluverðar líkur á að þau þurfi á aðstoð að halda á næstu misserum. sjónarmiðin og ég tel mikla hættu á því að þau verndist ekki nægi- lega vel ef ríkið setur tiltekin fyr- irtæki inn í félag og heldur þeim gangandi þar. Betra væri að bank- arnir hefðu sitt verklag, hver með sínum hætti, til þess að sjá um fyrirtæki sem lentu í vanda. Það myndi síður brjóta gegn sam- keppnislögunum heldur en það, að láta ríkið handvelja fyrirtæki inn í eitt eignaumsýslufélag.“ Hann segist enn fremur undr- andi á því að þessi leið hafi verið valin til þess að leysa úr vanda fyrirtækja sem mikilvægt væri að Ríkisbankarnir verði við stýrið Opinn kynningarfundur Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, 3. hæð Mánudaginn 25. maí kl. 17:15 585-6500 audur.is Allir velkomnir Stattu vörð um viðbótarlífeyris- sparnaðinn þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.