Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 10
stóradóm mun aðeins þing og þjóð
kveða upp úr um. (Leturbreyting
blm.)
Nú skiptir öllu að sameinast um
það sem við getum sameinast um, en
láta hitt vera sem sundrar okkur.“
Skáletraða tilvitnunin í ræðu Guð-
fríðar Lilju varð Gunnari nokkrum
bloggara tilefni til þessarar færsu á
smugan.is þar sem ræða þingmanns-
ins var birt í heild:
„Ótrúlega ruddaleg ræða í garð
forsætisráðherra ríkisstjórnar sem
manneskjan þykist styðja.
Hreinlega stríðsyfirlýsing gegn vinstri stjórninni
og fyrir fasíska þjóðernishyggju. - Held það séu
engar ýkjur að aldrei í sögunni hefur stjórn-
arþingmaður veist svo ruddalega að forsætisráð-
herra við upphaf stjórn-
arsamstarfs …
Hún hlýtur að
vera vísvitandi að
reyna að sprengja
stjórnina.“
Gunnar þessi er
auðvitað of lítill karl
til þess að blogga
um ræðu Guð-
Það er ótrúlegt hversu erfitt það
reynist fylgismönnum og andstæð-
ingum aðildarumsóknar að Evrópu-
sambandinu að ræða málið út frá
málefnum og rökum, án þess að
missa sig í ofstæki og djöfulgang.
Sennilega eru bloggheimar versta
dæmið um það, því þar virðast per-
sónulegar svívirðingar, í skjóli nafn-
leysis, í garð þess eða þeirra sem
eru á öndverðum meiði við blogg-
arann, oft vera rauði þráðurinn í
blogginu, ekki rök með eða gegn
aðildarumsókn. Evrópuaðild-
arsinnar held ég að séu sýnu verr haldnir í þessum
efnum en andstæðingar.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, nýr þingmaður
VG, ein margra vinstri grænna sem telja að hag Ís-
lands sé betur borgið utan ESB en innan, flutti
ræðu á þingi á mánudagskvöld þar sem hún sagði
m.a.: „Nú ríður á að sagan endurtaki sig ekki, að
fólk kikni ekki í hnjánum og gefist ekki upp
þótt Evrópusambandið hnerri eða Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn fyrirskipi. Það
eitt skiptir máli að bjarga heimilunum í
landinu, að koma hið fyrsta upp viðráð-
anlegu, gagnsæju bankakerfi og upp-
ræta spillingu og leynimakk, og snar-
lækka vexti …
Glórulaus hávaxtastefna á blæðandi
samfélög, stoppað upp í fjárlagagöt
með ógnvænlegum hraða,
skuldir greiddar í topp á
vöxtum og vaxtavöxtum,
velferðarkerfið holað að
innan. Við verðum að læra
af sögunni, það er um
framtíð Íslands að tefla.
Ein sterkasta kreddan
sem nú gengur ljósum
logum um samfélagið er
að aðild að ESB bjargi Ís-
landi. Það er ekki svo …
Ég skora á hæstvirtan for-
sætisráðherra að tala ein-
ungis fyrir hennar eigin
flokk en ekki okkur hin
þegar hún talar fyrir að-
ild Íslands að Evrópu-
sambandinu. Þann
fríðar Lilju undir fullu nafni, eins og flestir þeir
hugleysingjar eru, sem spýja fúkyrðaflaumnum og
persónuníðinu af engu eða hinu minnsta tilefni.
Sömuleiðis heyrist innan úr Samfylkingu að
sumir þingmanna flokksins hafi ætlað að hrökkva
af hjörunum af vandlætingu yfir orðum Guðfríðar
Lilju! Má Guðfríður Lilja ekki skora á forsætisráð-
herra, að hún tali einungis í nafni eigin flokks, Sam-
fylkingarinnar, þegar hún tjáir sig um ágæti þess
að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu? Er
Heilög Jóhanna orðin svo heilög, að þegar hún er
beðin um að tjá sig í nafni Samfylkingar en ekki
vinstri grænna um ESB, þá teljist það „ótrúlega
ruddaleg ræða í garð forsætisráðherra“ og „hrein-
lega stríðsyfirlýsing“?!
Það er himinn og haf á milli afstöðu stjórn-
arflokkanna í ESB-málum, Samfylkingin vill aðild,
VG vill ekki aðild, það liggur fyrir. Flokkarnir eru
sammála um að þjóðin ákveði hver niðurstaðan
verður og eru sammála um að vera ósammála þar
til þjóðin kveður upp stóradóm.
Árni Páll Árnason, nýr félagsmálaráðherra, hef-
ur ekki séð neitt annað en aðild að ESB sem eina
allsherjarlækningu fyrir íslenskt efnahagslíf, heim-
ilin í landinu og fyrirtækin og á því hefur engin
breyting orðið, þrátt fyrir breytingu á hans högum.
Fréttablaðið sá ástæðu til þess að birta úr helg-
arviðtali sínu við hann „frétt“ á forsíðu á föstudag,
þar sem hann hélt því fram að gjaldeyrishöft hefðu
fært íslenskt samfélag áratugi aftur í tímann. „Það
er dapurlegt þegar ábatasamasti atvinnuvegur í
landinu er ólöglegt svartamarkaðsbrask með gjald-
eyri,“ bullaði ráðherrann af stöku sjálfsöryggi sem
einkennir að vísu allan hans málflutning, og spurði
svo hvort þetta væri framtíðin sem ESB-
andstæðingar vildu búa íslenskum almenningi.
Ekki orð um það frá félagsmálaráðherranum
hverju Íslendingar þyrftu að afsala sér, til þess að
fá inngöngu í ESB, til dæmis yfirráðum yfir auð-
lindum okkar, fiskimiðunum, fallvötnunum, jarð-
varmanum. Öllu greinilega fórnandi fyrir evr-
una, sem einhvern tímann í fjarlægri framtíð
gæti orðið okkar gjaldmiðill.
Fram hefur komið að níu af tíu fiskstofnum
ESB eru ofveiddir og sjávarútvegsstefna ESB er
brostin. Er það nokkur furða þótt Joe Borg, yf-
irmaður sjávarútvegsmála hjá framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, lýsi eftir aðstoð frá okkur Ís-
lendingum við að lappa upp á stefnu ESB í sjáv-
arútvegsmálum? agnes@mbl.is
Agnes segir…
„Ótrúlega ruddaleg ræða“!
Á öndverðum meiði
Guðfríður Lilja og Árni
Páll sjá ekki vanda
heimilanna í sama ljósi
og ekki heldur hvort
okkur er betur borgið
innan eða utan ESB.
Joe Borg
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009
Dagur B. Eggertsson, borg-arfulltrúi Samfylkingarinnar,
hefur mætt illa á fundi á vettvangi
Reykjavíkurborgar.
ÍMorgunblaðinu á miðvikudaginnsegir hann kosningabaráttu og
stjórnarmyndun hafa tekið sinn
tíma.
En gleymirDagur ekki
að hann var líka
að sinna sínum
pólitíska frama?
28. mars síðastlið-
inn var hann
kjörinn varafor-
maður Samfylk-
ingarinnar.
Ámeðan þáði hann auðvitað launfrá útsvarsgreiðendum í
Reykjavík sem borgarfulltrúi. Í
krafti þeirrar stöðu var hann valinn
í borgarráð.
Greitt er sérstaklega fyrir setu íborgarráði. Þær greiðslur hafa
runnið óhindrað til Dags þrátt fyrir
að hann hafi einungis mætt á sjö
fundi af sextán frá áramótum.
Hann hefur heldur ekki mætt áfund í stjórn Faxaflóahafna frá
13. febrúar. Samt þiggur hann mán-
aðarlega tæpar 80 þúsund krónur til
viðbótar í laun fyrir þá stjórnarsetu.
Dagur hefur með öðrum orðumþegið tæpar 240 þúsund krónur
í laun fyrir stjórnarsetu sem hann
hefur illa sinnt.
Og í fjarveru hans þarf að kalla ávaramann. Fyrir það þarf einn-
ig að greiða skildinginn.
Dagur er talsmaður siðbótar í ís-lenskum stjórnmálum. Er þetta
sú siðbót sem Dagur B. Eggertsson
leggur á borð kjósenda?
Dagur B.
Eggertsson
Dagur fellur á mætingu
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 8 rigning Lúxemborg 12 heiðskírt Algarve 16 léttskýjað
Bolungarvík 6 skýjað Brussel 12 heiðskírt Madríd 12 skúrir
Akureyri 10 skýjað Dublin 12 skýjað Barcelona 20 heiðskírt
Egilsstaðir 6 alskýjað Glasgow 11 skýjað Mallorca 25 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 8 rigning London 13 heiðskírt Róm 17 heiðskírt
Nuuk 1 alskýjað París 13 heiðskírt Aþena 24 heiðskírt
Þórshöfn 9 skýjað Amsterdam 14 heiðskírt Winnipeg 0 heiðskírt
Ósló 12 heiðskírt Hamborg 11 léttskýjað Montreal 8 heiðskírt
Kaupmannahöfn 10 skúrir Berlín 11 léttskýjað New York 22 heiðskírt
Stokkhólmur 10 súld Vín 14 léttskýjað Chicago 13 skýjað
Helsinki 11 skúrir Moskva 13 þoka Orlando 21 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
INNLENT STAKSTEINAR
VEÐUR
24. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5.54 3,7 12.05 0,3 18.16 4,1 3:44 23:07
ÍSAFJÖRÐUR 2.03 0,2 7.53 2,0 14.14 0,1 20.17 2,3 3:14 23:46
SIGLUFJÖRÐUR 4.01 0,1 10.26 1,2 16.16 0,2 22.31 1,3 2:56 23:30
DJÚPIVOGUR 3.04 2,0 9.07 0,4 15.28 2,3 21.47 0,4 3:05 22:44
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á sunnudag
Austlæg átt, 8-15 m/s og víða
rigning. Hiti 8 til 13 stig.
Á mánudag
Sunnan 8-13 m/s, en norð-
austan 10-15 á Vestfjörðum. Úr-
komulítið á NA- og A-landi, en
vætusamt í öðrum lands-
hlutum. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast
NA-lands.
Á þriðjudag og miðvikudag
Norðlæg eða breytileg átt.
Rigning með köflum og sums
staðar slydda, en þurrt að
mestu syðra. Hiti 2 til 10 stig,
mildast S-lands.
Á fimmtudag og föstudag
Suðlæg átt og vætusamt S- og
V-lands, en úrkomulítið og
fremur hlýtt á norðaustanverðu
landinu.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Austan og norðaustan 8-15
m/s og rigning á morgun, fyrst
sunnan- og austanlands. Hiti 5
til 13 stig.
@
! "
#$%
& ' ( )*+,,# )*#-,#
!" # $ %
&'
" ' . ' /
( )
* + ,-
(+% "
-+ &*
.
,
000