Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Sjávarútvegur Honum þykir undarlegt að alltaf sé ráðist á sjávarútveginn þegar nóg sé af öðrum kvótakerfum, svo sem í landbúnaði. Sigurður Páll álítur að 90% trillusjómanna séu í erfiðri stöðu. Skuldir í erlendri mynt hafi vaxið gríðarlega vegna gengishrunsins. „Það liggur allt í frosti hjá mér. Ég borga bara vexti. Verði skuldirnar óhreyfðar og aflaheimildirnar minnka blasir bara eitt við: Maður fer á höfuðið.“ Hann hefur gert út frá því snemma á níunda áratugnum og man því hvernig skilyrðin voru í greininni fyrir daga kvóta- kerfisins, frá frelsi eða frumskógarlögmáli til dagsins í dag. „Trillukarlar voru ekki vinsælir í bönkum á þeim tíma. Þegar kvótakerfið kom gat maður hins vegar farið að gera áætlanir og marka sér stefnu. Það var grunnur til að vinna út frá og horfa fram veginn. Þetta er fjandi gott kerfi sé það notað á réttan hátt. Sagan segir okkur það.“ Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti framsals á aflaheim- ildum en Sigurður Páll segir það gefa smærri útgerð- armönnum svigrúm. „Ef eitthvað bilar gerir framsalið það að verkum að ég get gert við það án þess að slá víxil. Einnig leigi ég til mín töluvert af ýsu og steinbít á hverju ári. Framsalið hefur gert mann meira sjálfbjarga.“ Nær að bæta við kvótann Freyr Jónsson, sem gerir út tvo báta frá Snæfellsnesi, annan kvóta- lausan sem gerður er út á netaveið- ar en hinn með grásleppuleyfi, seg- ir fyrningarleiðina eðli málsins samkvæmt ekki snerta sig með beinum hætti nema að því leyti að erfiðara hefur reynst að fá leigu- kvóta eftir að stjórnvöld ákváðu að fara fyrningaleiðina. Honum þykir ráðstöfunin mis- ráðin. „Ég sé ekki tilganginn með því að kalla inn kvóta og vita ekki hvernig á að endurúthluta hon- um. Það þarf að hugsa þetta mál til enda. Væri ekki nær að auka þorskkvótann í 200 þúsund tonn og leigja aukninguna frá ríkinu heldur en að kippa rekstr- argrundvellinum undan þeim fyrirtækjum sem í dag hafa kvótann? Það ber flestum sjómönnum saman um að mikil aukning hafi verið á þorski á miðunum undanfarin ár. Ég er einn þeirra og tel að rót vandans sé hjá Hafrannsóknastofnun. Það þarf að skoða ofan í kjölinn hvernig fiskifræðingarnir vinna sínar tillögur og hvað veldur því að tillögurnar eru á þann veg að skerða skuli kvótann þrátt fyrir að veiðin gefi vís- bendingar um annað. Vel má vera að reikniaðferðirnar séu réttar en forsendurnar eru rangar.“ Eigi að síður er Freyr þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi kvótakerfið frá grunni þar sem söfnun þessara heimilda á fárra manna hendur sé óæskileg fyrir samfélagið. Æskilegt að endurskoða kvótakerfið Magnús Emanúelsson gerir út kvótalausan bát frá Ólafsvík. Fyrningin hittir hann ekki fyrir en hann er undrandi á því að kalla eigi inn aflaheimildir þegar „fjörðurinn er fullur af fiski og æti. Maður má hafa sig allan við til að forðast hann.“ Magnús telur eigi að síður æski- legt að endurskoða kvótakerfið. Veð- setningin hafi eyðilagt það. „Hefðu menn ekki farið út úr kerfinu hver á fætur öðrum væri okkur ekki þessi vandi á höndum. Hvernig gátu ein- hverjir lögfræðingar og pylsusalar í Reykjavík eignast kvóta? Það færir okkur heim sanninn um það að Ís- lendingar komast alltaf framhjá öll- um lögum og reglum.“ Það verður ekkert pottaglamur Kvótakerfið snertir Ásgeir Valdi- marsson beint en hann hefur verið með eigin útgerð í 24 ár og stundað þorskveiðar, ásamt því að hafa stað- ið fyrir veiðum og vinnslu á beitu- kóngi í Grundarfirði mörg und- anfarin ár. Honum líst engan veginn á fyrningarleiðina. „Ég veit ekki hvaða hvatir reka þetta fólk áfram sem vill fara þessa leið. Svona harkaleg kollsteypa er út úr kortinu og ég óttast að þetta verði upphafið að nýju hruni. Hér á Snæfellsnesi eru rótgróin útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki sem hafa verið starfandi í mannsaldur eða meira og í þeim hefur byggst upp gríðarleg þekking, ekki bara á veiðum heldur einnig í vinnslu og ekki síst sölu afurða. Það er þáttur sem gleymist al- gjörlega í þessu rugli öllu saman. Þetta snýst ekki bara um að veiða fiskinn. Hann dregur upp athyglisverða mynd. „Segjum að útgerð- arfélag sé einstakklingur sem er búinn að kaupa einbýlishús. Hvernig litist eiganda hússins á að eitt herbergið yrði skyndi- lega þjóðnýtt? Síðan annað. En skuldirnar lækka ekkert á móti, eigandinn heldur áfram að borga af þeim eins og hann ætti allt húsið, en þarf að borga leigu af þessum þjóðnýtta hluta. Ætli viðkomandi húseiganda þætti þetta „réttlátt“?“ Ásgeir segir þetta ekki bara bitna á útgerðunum, heldur líka og ekki síður á sveitarfélögunum og íbúunum á landsbyggðinni. „Þetta mun setja afkomu þeirra í uppnám. Ég sé ekki betur en þetta sé leið til að soga fjármuni frá landsbyggðinni til suðvest- urhornsins, það er komið nóg af því. Ríkisstjórnin verður að hætta þessu rugli og fara að snúa sér að því sem máli skiptir, það er heimilin og fyrirtækin í landinu, sem hafa t.d. ekki samþykkt nema um helming þeirra skulda sem á að pína fólk og fyrirtæki til að borga í dag. Þetta þarf skilyrðislaust að leiðrétta og láta tafarlaust af þessari niðurrifsstarfsemi varðandi sjávarútveginn. Annars verður hér annað stríð fljótlega. Og það verður ekkert pottaglamur.“ Ásgeir Valdimarsson Freyr Jónsson Magnús Emanúelsson Hugmyndir stjórnvalda um strandveiðar eru þessa dagana til umfjöllunar í þinginu en fram hefur komið að þær veiðar gætu komið illa við sumar byggðir í landinu. Ellert Kristinsson seg- ir Stykkishólm eina af þeim byggðum. Hann vonast til að stjórnvöld muni skoða það mál sérstaklega en þess má geta að Hólminum hef- ur árlega verið úthlutað byggðakvóta í kjölfar þess að hörpudiskurinn hvarf úr Breiðafirð- inum fyrir sex árum. Eggert Halldórsson í Hólminum kveðst í sjálfu sér ekki hafa neitt á móti strandveiðum en hefði kosið úthlutun af öðru tagi. „Snæfells- nes er eitt svæði og hættan er sú að bátarnir héðan fari utar á Nesið til að landa enda er styttra á miðin þaðan. Strandveiðarnar myndu því þýða að menn héðan myndu róa frá t.d. Rifi. Byggðakvóta Stykkishólms yrði sem sagt ekki landað í Hólminum og höfnin yrði af tekjunum af honum sem hún má alls ekki við að missa.“ Sigurður Sigurbergsson í Grundarfirði er al- farið á móti strandveiðum. „Þær eru algjört bull. Það eru alltof margir að tala um hluti sem þeir hafa ekkert vit á. Því miður. Ég veit ekki betur en flestir bátar séu að veiða við strendur landsins. Þetta mun vinda upp á sig. Sagan segir okkur það. Menn vilja alltaf veiða meira. Hvað á að gera þá?“ Starfsbróðir hans í Grundarfirði, Guð- mundur Smári Guðmundsson, er á svipuðu máli. „Það er búið að setja kerfi af þessu tagi upp tvisvar áður í nafni réttlætis. Útsjónar- samir, duglegir menn munu alltaf finna leiðir til að sulla upp miklu magni af fiski. Þekkingin og getan til að veiða er orðin svo mikil í íslenskum sjávarútvegi. Það myndi til dæmis ekki taka okkur nema fimm vikur að veiða allan þorsk- kvótann með þeim tækjum og tólum sem við höfum tiltæk. Kjarni málsins er m.ö.o. sá að endurskoða þarf strandveiðikerfið innan skamms. Við munum mjög fljótlega lenda upp við vegg aftur.“ Ásgeiri Valdimarssyni í Grundarfirði er líka tíðrætt um réttlæti. „Þessar tillögur um strandveiðar eru settar fram í nafni réttlætis. Ekki skil ég það. Hvað með alla þá sem voru í trilluútgerð og eru búnir að selja frá sér afla- heimildir og eiga sumir bátana enn? Er sann- gjarnt að þeir fari aftur að veiða – eins og ekk- ert hafi í skorist? Með milljónir inni á bankabókum. Og af hverju á bara ákveðinn stærðaflokkur báta að fá að veiða frjálst á meðan aðrir þurfa að kaupa sínar veiðiheim- ildir? Ef allt þetta kallast réttlæti, ætla ég að vera ranglátur það sem eftir er ævinnar!“ „Ef ég skil þetta strandveiðikerfi rétt má hver bátur aðeins veiða mjög lítið,“ segir Sig- urður Páll Jónsson í Stykkishólmi. „Það segir sig því sjálft að þetta borgar sig ekki – nema þá til að hafa gaman af því. Og rómantík mun ekki leysa vanda sjávarútvegsins í dag. Þetta mun aldrei standa undir fjárfestingum og þeg- ar menn átta sig á því fara þeir um leið að biðja um meira. Og hvað vilja þeir þá? Kvóta? Að mínu viti er nær að laga kvótakerfið að innan. Endurskoða veiðiskylduna og framsalið. Þar virðist kýlið vera. Síðan geta menn unnið út frá því. En ég er bara starfsmaður á plani.“ Hvorki fugl né fiskur Það er skoðun Magnúsar Emanúelssonar í Ólafsvík að strandveiðarnar verði hvorki fugl né fiskur. „Þetta mun ekki gagnast neinum. Maður veiðir ekki steinbít og ýsu á handfæri og það má ekki stunda aðrar veiðar með þessum hætti. Þar að auki eru allir almennilegir bátar hér í Ólafsvík farnir til Noregs eða Færeyja. Bara draslið eftir. Þessi þróun hefur átt sér stað á undanförnum tveimur til þremur árum og ekkert hefur verið gert til að koma nýjum mönnum inn í greinina. Það er ekkert að ger- ast.“ Freyr Jónsson í Grundarfirði kveðst reiðubú- inn að skoða allar tillögur sem opna mönnum leið inn í kerfið svo framarlega sem þær kippi ekki grundvellinum undan þeim sem eru fyrir. Rómantík mun ekki leysa vanda sjávarútvegsins Morgunbalðið/RAX                                 ! " #    "  $            %  &      ! '   "  # &        (         )    (           * +    #          (   )'       ,  +         !,         "           #   , *   (    '   -    "           #  ,  *    (                ! ,   )          &       &  ( +'   .               &          &   /  0   '  1           +    ,     (+'             (      +'          +'         2     (              (  +'     1      "     3   " (          )+'  '   % +      !  +  4 0 !        +(      +#    $ (  *        +         " #$  (              5 +   4   (    &      .   +            %   !    +  0!"         4        & !" &!   /  ( (     +  !"              (    6       &    +     "     +  !"    " 7      +!"               & 1+'    &       "       +         &  )(    +        !  $ $  %             $  '       &        $ (  )  "            ,     8                       (!  ,          (  $           
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.