Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 27
Dalai Lama ekki eingöngu verið leið- togi fólks síns, heldur einnig kennari þess, fyrirmynd og vonartákn. Með aðstoð Indlands og annarra þjóða hefur honum tekist að varðveita í út- legð þá menningu og einstæðu innri þekkingu og skilning sem varðveist hafði í þessu einangraða landi sem Tíbet var. Munkurinn Dalai Lama Þrátt fyrir hin mörgu hlutverk sem Dalai Lama hefur víkur hann ekki út af þeim siðareglum sem munkum er ætlað að lifa eftir. Hann segist aldrei hugsa um sjálfan sig sem Dalai Lama en jafnt í vöku sem draumi upplifi hann sig sem einfald- an búddískan munk. Hann vaknar klukkan þrjú á morgnana þegar hann er heima hjá sér og hefur dag- inn með hugleiðslu, en samtals hug- leiðir hann í fimm klukkutíma á dag. Það sem stendur hjarta honum næst er kærleikurinn sem hann þjálfar daglega með mismunandi aðferðum og styrkir heit sitt um að end- urholdgast aftur og aftur á meðan hans er þörf. Hverjum degi lýkur hann með þessum fjórum línum, sem hann segir vera leiðarljós sitt sér- hvert augnablik lífs síns: Svo lengi sem sem veröldin varir og svo lengi sem verur finnast megi ég vera á meðal þeirra til að eyða þjáningu heimsins. (Shantideva.) Síðustu ár hefur Dalai Lama unn- ið að því að tíbeska ríkisstjórnin í út- legð taki yfir pólitískt hlutverk hans. Æ oftar heyri ég hann tala um að hann óski eftir að draga sig í hlé síð- ustu ár sín og geta varið tíma sínum til hugleiðslu. Viðhorf Dalai Lama til Kínverja Dalai Lama segir að þeir sem valdið hafa þjóð hans og honum sjálfum mestri þjáningu hafi verið honum öflugasta tækið til að þjálfa sig í samhug og kærleik. Árangur áratuga langrar þjálfunar á þennan hátt hefur því miður ekki orðið til þess að þjáning, sorg og erfiðleikar Kínverja hafi minnkað. Hún hefur á hinn bóginn orðið til þess að Dalai Lama finnur hvorki til reiði né hat- urs í garð Kínverja, heldur and- stæðu þess: kærleiks og velvilja. Allt frá fyrstu tíð að ég hlustaði á Dalai Lama hef ég heyrt hann hvetja fólk sitt að forðast að ala á reiði og hatri í garð Kínverja. Þessu til stuðnings bendir hann á að hinn almenni Kín- verji sé ekkert öðruvísi en aðrir, þeir óski eingöngu eftir hamingju sér til handa og því að þjást ekki. Reiði og hatur fæði eingöngu af sér frekari þjáningar og meiri reiði og hatur Áhugamál Dalai Lama Dalai Lama hefur oft verið spurð- ur að hverju hugur hans hefði stefnt hefði hann ekki verið uppgötvaður sem Dalai Lama. Hann segist ekki vera í minnsta vafa, hann hefði orðið vélvirki, verkfræðingur eða eitthvað í þá veru. „Þegar ég var smábarn og fékk einhvern hlut í hendurnar til að leika með lék ég mér að honum í smástund en mjög fljótt tók forvitnin yfir og ég fór að taka hlutinn í sund- ur til að athuga hvernig hann virk- aði. Þegar ég kom til Potala- hallarinnar fann ég gamalt úr sem 13. Dalai Lama hafði átt. Ég tók það í sundur til að fá það til að ganga aft- ur og eftir þetta varð viðgerð á úrum að ævilöngu áhugamáli mínu. Stund- um tekst mér að gera við úrin en stundum geri ég illt verra,“ segir hann og hlær. Dalai Lama hefur gaman af garð- rækt, er með fallegan garð við hús sitt í McLeod Ganj og hefur alltaf gaman af því að fá nýja lauka og blóm. Áhugamál hans sem skiptir okkur hin mestu máli er áhugi hans á vísindum sem hann notar hvert tækifæri til að nema. Í mörg síðast- liðin ár hafa fjölmargir framúrskar- andi vísindamenn á sínum sviðum heimsótt búsetustað Dalai Lama til að skiptast á skoðunum við hann og aðra búddíska fræðimenn og jóga- meistara um mismunandi efni sem snerta hugann og starfsemi hans. Í september á síðasta ári sagði Dalai Lama frá rannsókn sem til hefur staðið að gera í langan tíma, en réttu aðstæðurnar til að framkvæma hana hefur vantað. Um er að ræða rann- sókn á því hvað á sér stað í líkama og huga okkar þegar við stöndum á landamærum samruna og tvíhyggju, því ástandi sem við upplifum við dauðann, en eingöngu vel þjálfaður hugur getur nýtt sér það til frekari skilnings og uppljómunar. Eftir klín- ískan dauða getur viðkomandi setið í hugleiðslu í nokkurn tíma og ein- göngu þegar henni er lokið fer lík- aminn að sýna ummerki dauða. Ég held ég geti sagt með vissu að eng- inn nema Dalai Lama hefur mögu- leika á að gefa aðstöðu til þessara og annarra rannsókna sem hafa verið gerðar á hug og líkama þrautþjálf- aðra hugleiðenda því eingöngu fyrir hans orð og beiðni taka jógameist- arar og einsetubúar þátt í slíkum til- raunum. Dalai Lama voru afhent frið- arverðlaun Nóbels árið 1989 og voru þau alþjóðleg viðurkenning á við- leitni hans til að leita friðsamlegra leiða að frelsun þjóðar sinnar. Út- hlutunarnefnd Nóbelsverðlaunanna viðurkenndi sérstaklega afstöðu hans gegn ofbeldi, viðhorf hans til mannréttindamála og framlag hans sem snýr að því að vekja athygli á þeirri umhverfisógn sem steðjar að jörðinni. Dalai Lama hefur síðan unnið ótrauður að ofangreindum verkefnum og verið veittar á annað hundrað viðurkenningar fyrir. Hvers vegna endurholdgast Dalai Lama? Dalai Lama hefur heitið því að á meðan verur þjást sem hafa hæfi- leika til að yfirstíga þjáningu þá haldi hann áfram að fæðast meðal þeirra. Til þess hefur hugur hans samkvæmt heimspeki búddista verið þjálfaður í aldaraðir í óskilyrtum kærleika. Það er drifkraftur þessa markmiðs sem ber hann ekki aðeins frá einu jarðlífi til þess næsta, heldur einnig frá einu augnabliki til annars. Að kenna, leiðbeina og hjálpa á hvern þann hátt sem hann best get- ur og hentar hverjum og einum best er drifkraftur lífs hans. Að vinna að auknum skilningi og samlyndi á milli trúarbragða er annað verkefni sem hann hefur einsett sér að vinna að. Hvar sem Dalai Lama fer notar hann tækifæri til að hitta og ræða við aðra andlega leiðtoga og halda sameiginlegar bæna- og helgistundir með þeim. Hann hefur í mörg ár stuðlað að því að tíbeskir munkar dvelji í kristnum klaustrum um tíma og kristnir munkar í tíbeskum klaustrum til að auka skilning á milli þessara trúarbragða. Síðast en ekki síst telur hann það á sína ábyrgð að vinna að hags- munum Tíbets og finna friðsamlega lausn í málefnum þess á meðan þess gerist þörf. Það lítur sem betur fer ekki út fyr- ir að Dalai Lama muni hverfa á braut á næstunni. En í ókominni framtíð mun hann þó trúlega birtast í öðrum formum og með önnur hlut- verk en hann gegnir nú. Höfundur þekkir Dalai Lama eftir að hafa búið í sama bæ í 30 ár. 27 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Í áratugi hafa íslenskir garðyrkjubændur unnið að því að byggja upp og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu. Nú hafa þeir opnað vefinn gardplontur.is Þar má finna margvíslegan fróðleik. „Íslensk blóm eru harðgerð, kröftug og fersk.“ Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður ÍS L E N S K A S IA .I S S G B 46 29 6 05 /0 9 Skoðaðu gardplontur.is og nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðyrkjubænda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.