Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 22
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
L
oksins eruð þið hér!“ segir
ung stúlka þegar ég og
meðlimir Cynic Guru; þeir
Roland Hartwell, Richard
Korn, Ólafur Hólm og
Franz Gunnarsson göngum út um
útgönguhliðið á flugvellinum í Tbil-
isi, Georgíu. Klukkan er fjögur, að-
faranótt fimmtudags, og að baki
langt tengiflug til lands sem við viss-
um varla hvar var á korti. Og þrátt
fyrir einhverjar net-rannsóknir viss-
um við ekki hverju búast mátti við.
Var rennandi vatn þarna? Kannski
bara moldarkofar?
En við erum ekki fyrr búnir að
taka kumpánlega undir kveðjuna
fyrr en að drífur kvikmyndatökulið
og ljósmyndarar í massavís. Tónlist-
arhátíðin, Tbilisi Open Air – Alter/
Vision, sem er ástæða þess að við er-
um hér, er hins vegar greinilega
staðreynd.
Liðið er nú drifið upp í rútu og á
hótel, og eins og svo margt hérna
var ökuferðin sú hreint ekkert
venjuleg. Fyrir það fyrsta er vart
hægt að tala um umferðarmenningu
í Tbilisi, menn svína og sveigja og
flauta eins og ekkert sé eðlilegra.
Náhvítir Íslendingarnir horfðu því
skelfdir út um gluggann á ógnandi,
hliðarspeglalausa bíla. Ekki tók þá
betra við, keyrt var niður ansi hrá-
slagalega götu sem virtist vera
sundurtætt af sprengjum. Hvað vor-
um við búnir að koma okkur út í?
Maður hafði lesið um linnulaus átök
í landinu, nýafstaðnar styrjaldir og
valdarán – sem hafði verið reynt vik-
una áður en við komum! Óttablandn-
ar hugsanir þessa svefndrukknu
nótt áttu hins vegar eftir að reynast
yfirkeyrðar því að annað átti svo
sannarlega eftir að koma í ljós. Mað-
ur hafði ímyndað sér gráa, kaldr-
analega verksmiðjuborg uppfulla af
vélmennalegu fólki en þess í stað var
meiri svona ... sveitó-andi í gangi.
Yfirbragð borgarinnar ber það með
sér að hún er í skurðpunkti ólíkra
menningarheima; það er Arabíufíl-
ingur í bland við Austurblokk-
arstemningu og svo dass af Vest-
rænni menningu. Fólkið var
mestanpart glaðlegt, sakleysislegt;
löggan var t.a.m. þannig á svipinn að
það var eins og hún vissi ekki al-
mennilega hvað hún ætti af sér að
gera. Arkitektúrinn allur í sam-
krulli; risablokkir í bland við suð-
rænar hallir og andinn losaralegur,
sígaunalegur, stundum jafnvel flipp-
aður!
Engin grámóska
Alltént. Farið var með okkur á
hótel sem var ... já þú giskaðir rétt ...
ekkert venjulegt. Framhliðin minnti
á risavaxna útgáfu af litlu vegahóteli
á Vestfjörðum og innanhúss-
arkitektúrinn líklega sá óprakt-
ískasti sem ég hef séð. En restin
snilld, staffið einkar ljúft og okkur
átti eftir að verða vel til vina eins og
vikið verður að síðar. Og þó að heita
vatnið dytti út endrum og eins skipti
það litlu. Við vorum komnir í dásam-
legan Georgíuham sem átti eftir að
haldast út ferðina – og hann er
reyndar í gangi enn. „Georgía í huga
mér,“ eins og segir í laginu.
Ræs á hádegi og liðinu skóflað inn
á Sheraton-hótel borgarinnar þar
sem blaðamannafundur vegna hátíð-
arinnar var haldinn. Fyrir ferðina á
Sheraton var hljómsveitin kynnt
Cynic Guru? Georgía?
And-Evróvisjón? Hót-
elöryggisverðir dans-
andi í kringum varð-
stöðina sína við
georgíska þjóðlaga-
tónlist – nett kenndir.
Og furðulegir hveiti-
bögglar með blautum
kjötbollum inni í (og
handfangi!). Allt þetta
og meira í sögunni af
einu furðulegasta – og
allra skemmtilegasta –
ferðalagi sem blaða-
maður hefur farið í.
Milli stríða Roland og Óli Hólm virða fyrir sér georgískan matjurtagarð.
Vinsæll Roland Hartwell var umsetinn af georgísku fjölmiðlafólki.
Troðið Hátíðin fór einnig fram í snotrum strætum miðbæjarins.
Halló Georgía!
Náð Cynic Guru á sviði á tónlistarhátíðinni Tbilisi Open Air. Rokkþyrst ungmennin tóku vel í tónlist hina langt aðkomnu Íslendinga.
fyrir umsjónarmanni sínum, eða
„Personal Manager“ eins og það var
kallað. Ung stúlka, Mari Bidz-
inashvili, sá um Cynic Guru og
skemmst frá að segja vék hún aldrei
frá hlið sveitarinnar. Hún féll óðar
inn í hópinn, varð ein af okkur og
stóð sig eins og hetja. Seinna kom-
umst við svo að því að brýnt hafði
verið fyrir umsjónarmönnum að
passa vel upp á hina villuráfandi
Vesturlandabúa enda ástandið við-
sjárvert í landinu, þó að við yrðum
lítt varir við það. Líklega vegna
þessara verndarengla.
Um kvöldið var keyrt með okkur
og fleiri hljómsveitir í þorpið
Mtsketa. Með í för voru meðal ann-
ars Manchestersveitirnar The Tra-
velling Band og Haggis Horns en
vinfengi á milli Íslendinganna og
Bretanna átti eftir að verða gott og
mikið, eins og oft vill verða (þó að
þeir stæðust ekki mátið að stríða
okkur lítið eitt með Ice Save). Þar
kynntu aðstandendur hátíðarinnar
okkur fyrir einu af þjóðarstolti
Georgíu, nefnilega matseldinni sem
er kunn um allan heim. Þar fengum
við hina frægu hveitiböggla, sem er
einn af þekktustu réttum Georgíu-
manna. Blaðamaður hafði haft vit á
því að lesa sér til á netinu um hvern-
ig borða ætti bögglana, en það er
gert með því að taka þá upp á hnúði
eða handfangi sem situr á toppnum,
bíta svo í þá og drekka kjötsafann úr
þeim. Andlit Georgíumannanna við
borðið var lostið furðu, enda vanir að
skemmta sér við misviturlegar að-
ferðir útlendinga við réttinn.
Réttirnir komu svo einn af öðrum
á vel hlaðið borðið en siðvenjan er sú
að skammta meira en menn geta
torgað – annars er veislan mis-
22 Tónleikar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009
Myndlist
Sumar
Sumar-
námskeiðin
verða 8.-12. júní 2009.
Kennt daglega í eina viku,
og unnið utandyra þegar
veður leyfir.
Barna-, unglinga- og
fullorðinsnámskeið.
Upplýsingar og
innritun
í síma: 564 1134,
564 1195 og 863 3934
á skrifstofutíma
kl. 15:00-18:00
opið mánudaga til
fimmtudags.
Sjá stundaskrá á vefsíðu
www.myndlistaskoli.is.
Masterclass í olíumálun
verður haldið
24. ág.-5. september.