Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 NÝ Idol-stjarna var krýnd í Bandaríkjunum í vikunni og var það hinn 23 ára Kris Allen sem þótti fremstur meðal jafningja á söngsviðinu að þessu sinni. Meira hefur þó farið fyrir um- fjöllun um dalandi áhorf á þætt- ina, en ekki hafa jafn fáir fylgst með úrslitum í þættinum síðan ár- ið 2004. „Einungis“ 28,8 milljónir manna fylgdust með úrslitaþætt- inum, en það eru um 4 milljónum færri áhorfendur en fyrir ári síð- an. American Idol heldur þó enn þeim virðingarverða titli að vera áhorfsmesti þátturinn í banda- rísku sjónvarpi. Áhorfið helst þó talsvert í hendur við stöðugt minnkandi áhorf á sjónvarp í Bandaríkjunum almennt og er auknu framboði á tölvuleikjum og auknu niðurhali efnis á netinu meðal annars kennt um. Framleiðendur American Idol hafa beitt ýmsum brögðum til að laða fleiri áhorfendur að skjánum í nýlokinni þáttaröð, meðal ann- ars bætt við aukadómara. Framtíð þáttanna er þó í nokk- urri óvissu ef áhorfið heldur áfram að minnka og hafa þær sögusagnir meðal annars heyrst að Simon Cowell hyggist ekki endurnýja samning sinn við þætt- ina sem rennur út á næsta ári. Hissa Kris Allen gapti þegar ljóst var að hann er nýjasta Idol-stjarna Bandaríkjanna. Einnig sást ofaní maga á kynninum Ryan Seacrest. Sífellt færri fylgjast með Idol Reuters Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is VEFSÍÐA vikunnar er ekki þess eðl- is að undirritaður sæki hana en hann hefur vissulega tekið eftir miklum áhuga kvenfólks á henni. Þessi síða er sem sagt fyrir ykkur, stelpur. Vissulega jaðrar heiti síðunnar við dónaskap og má segja að innihaldið sé óttalega dónalegt. Þeir sem gera út síðuna hakka í sig þá ríku og frægu, einkum og sér í lagi konur og virðist tilgangurinn aðeins einn, þ.e. að setja út á klæðaburð frægra kvenna og gera grín að þeim. Ein- staka sinnum og reyndar afar sjaldan er hrós veitt fyrir klæðaburð. Afar, afar sjaldan. Svo dæmi sé tekið um þá illu útreið sem þær frægu fá á síðunni þá á eft- irfarandi lýsing við efni í kjól leikkon- unnar Michelle Monaghan: „Þó svo mér líki við efnið hafa læknarannsóknir sýnt að það getur valdið höfuðverk, hræðslu, svefnleysi, ógleði, uppköstum, hægðatregðu, munnþurki, óeðlilegum áhuga á fitu- snauðum osti, meltingartruflunum, brjóstsviða, syfju, suði fyrir eyrum, svima, þokukenndri sjón, nefstíflu, þyngdaraukningu, verkjum í liðum, aukinni munnvatnsframleiðslu, syk- ursýki, sjálfsvígshugsunum, háum blóðþrýstingi, óeðlilegum vöðva- hreyfingum sem verða varanlegar, óútskýranlegum og skelfilegum út- brotum og bólgum, skjaldkirtils- ofvirkni, átusárum, sveppasýkingum, getuleysi, hárlosi og dauða. Vinsam- legast hafið sambandi við lækni ef þið finnið til einhverra af ofangreindum áhrifum af þessu munstri.“ Svo mörg voru þau orð (!) og vissu- lega er þessi húmor lýsandi fyrir síð- una. Áhugasamir um klæðaburð fræga fólksins, einkum kvenna, ættu alls ekki að láta þessa síðu framhjá sér fara. Þá sakar ekki að búið er að raða öllum helstu fórnarlömbum hennar í stafrófsröð. Góða skemmt- un. Grín gert að klæðaburði hinna frægu og ríku Fug! Britney Spears kemur oft fyrir á hinni kvikindislegu vefsíðu gofu- gyourself. Hér má Spears á Billbo- ard tónlistarverðlaunahátíðinni árið 2004 í allsérstakri flík. • Deildarstjóri-meðeigandi óskast að meðalstóru þjónustufyrirtæki á sviði tölvu- og tæknibúnaðar. Æskilegt að viðkomandi sé rafeindafræðingur eða hafi svipaða menntun og starfsreynslu. Fyrirtækið er ört vaxandi og er nú með 12 starfsmenn. Fyrirtækið er 100% í eigu starfsmanna. • Ein þekktasta og elsta ísbúð borgarinnar. Ársvelta 50 mkr. EBITDA 8 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að verslunarfyrirtæki sem gengur vel. Ársvelta um 300 mkr. Æskilegt að viðkomandi leggi fram 15 mkr. hlutafé. • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli). Ársvelta 260 mkr. • Þekkt sérverslun með heimilisvörur. Ársvelta 170 mkr. Góður leigusamningur. • Sérhæft hugbúnaðarfyrirtæki með langtímasamninga. Hentugt til sameiningar. • Rótgróin heildverslun með fyrirtækjavörur. Ársvelta 140 mkr. Hagstæðar skuldir. VEFSÍÐA VIKUNNAR: www.gofugyourself.com»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.