Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 26
26 Trúarbrögð
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009
Eftir Þórhöllu Björnsdóttur
D
alai Lama er krúnurak-
aði munkurinn sem
klæðist í flöskurautt pils
og vefur um sig sjali í
sama lit. Ef þú þekkir
hann ekki þá er það af því að hann
lítur út eins og allir hinir munkarnir.
Vinkona mín var stödd í Suður-
Ameríku á ráðstefnu fyrir all-
mörgum árum. Hún sá nokkra
munka og vatt sér að einum þeirra
og bað hann að sýna sér hvar hún
ætti að skrá sig. Munkurinn var
mjög almennilegur og fór með henni
upp á aðra hæð, þegar þangað var
komið bað hún hann kurteislega að
gæta tösku sinnar á meðan hún
brygði sér á snyrtinguna, sem hann
gerði fúslega. Það var ekki fyrr en
eftir á að hún áttaði sig á að munk-
urinn sem hún hafði leitað til var
Dalai Lama.
Þetta er einmitt eins og sá Dalai
Lama sem ég þekki. Hans heil-
agleiki sem gerir ekki mannamun,
kemur alltaf fram eins og hann er og
lítur á sérhverja manneskju sem vin.
Maður sem lætur sig alla menn
varða og hefur hæfileika til að láta
andlit þeirra ljóma sem hann brosir
til, sem hann gerir óspart.
Dalai Lama er andlegur leiðtogi
Tíbeta og þar til nýlega pólitískur
leiðtogi útlagastjórnarinnar á Ind-
landi. Tíbet var hertekið af Kínverj-
um og Dalai Lama flúði land sitt árið
1959 ásamt um 100.000 samlöndum
sínum. Hann hefur lifað í útlegð síð-
an. Hann er bæði elskaður og virtur
af þjóð sinni. Það eru honum ekki
allir sammála um hvernig haldið
skuli á málum Tíbets. En vegna virð-
ingar og trausts sem hann nýtur
leyfir ekki einu sinni unga og reiða
fólkið sér að ganga gegn stefnuskrá
hans sem er barátta án ofbeldis.
Fjórtándi Dalai Lama finnst
Núverandi Dalai Lama er sagður
vera sá fjórtándi endurholdgaður.
Sagt er að þrettándi Dalai Lama hafi
séð fyrir erfiðleikana sem steðjuðu að
Tíbet og hafi ákveðið að koma aftur í
yngri útgáfu til að hafa líkamlega
burði til að leiða þjóð sína á þeim
dimmu dögum sem hennar biðu.
Staðurinn og fjölskyldan sem hann
valdi fyrir endurfæðinguna voru eng-
an veginn fyrirsjáanleg. Hinn fjór-
tándi Dalai Lama fæddist 6. júlí árið
1935 í fjósi hjá bændafjölskyldu í
þorpinu Taktser í Vestur-Tíbet. Hann
var eitt af 17 börnum sem móðir hans
ól en sjö af þeim komust á legg. Hinn
þrettándi Dalai Lama lést árið 1933
og tveimur árum síðar birtist hinn nýi
fæðingarstaður sem myndir í helgu
vatni sem talið er hafa forspárgildi um
nýjar endurholdganir Dalai Lama.
Það og önnur tákn sem gerðu vart við
sig gáfu leitarmönnum vísbendingu
um á hvaða svæði þeir ættu að leita.
Eldri bróðir Dalai Lama lýsir komu
leitarmanna þannig: Móðir hans fór til
dyra með tveggja og hálfs árs gamlan
yngri bróður hans á handleggnum.
Fyrir utan stóð maður klæddur að
hætti venjulegra Tíbetbúa með bæna-
keðju um hálsinn. Barnið tók um-
svifalaust um keðjuna og sagði: „Því
ert þú með þessa bænakeðju? Ég á
hana.“ Móðurinni brá við hegðun son-
ar síns og ávítaði barnið. Maðurinn
sem stóð við dyrnar brast í grát, en
hann var munkur klæddur sem leik-
maður í leit að 14. Dalai Lama. Bæna-
keðjan sem hann bar um háls sér
hafði verið í eigu 13. Dalai Lama.
Uppvaxtarárin
Fjögurra ára gamlan var farið
með Dalai Lama til Lhasa. Frá þeim
tíma var hann aðskilinn frá fjöl-
skyldu sinni og hafður undir hand-
leiðslu færustu kennara Tíbets sem
sáu um menntun hans í búddískri
heimspeki og öðrum greinum. Lítill
tími gafst hinum unga Dalai Lama til
samveru og leiks með öðrum börn-
um og varð hann að láta sér nægja
að horfa á leik barnanna úr gluggum
hallar sinnar. Enn þann dag í dag
minnist hann þó með hlýhug æsku-
leikfélaga sinna, en þeir voru hrein-
gerningarfólkið í höll hans, sem brá
sér í hlutverk barna og kom til móts
við leikþörf unga drengsins.
Á uppvaxtarárum Dalai Lama
hafði ríkisstjórn Kínverja lýst því yf-
ir að Tíbet tilheyrði Kína. Árið 1950
réðust hersveitir Kínverja inn í Tíb-
et undir því yfirskini að frelsa þjóð-
ina undan þáverandi valdhöfum, fá-
tækt og forneskjuháttum. Á þessum
erfiða tíma var Dalai Lama aðeins 15
ára gömlum afhent pólitískt vald til
að leiða þjóð sína.
Eftir 9 ára árangurslausar til-
raunir við að reyna að semja við
Kína neyddist hann til að flýja til
Indlands árið 1959 og hefur hann bú-
ið þar í útlegð síðan.
Á því átakanlega tímabili í sögu
Tíbet sem síðan þá hefur liðið, hefur
Hver er
Dalai
Lama?
Dalai Lama heldur almennan fyrirlestur í Laugardalshöllinni 2. júní nk. um gildismat og leiðir til lífshamingju.
‘‘MAÐUR SEM LÆTUR SIGALLA MENN VARÐA OGHEFUR HÆFILEIKA TILAÐ LÁTA ANDLIT ÞEIRRA
LJÓMA SEM HANN
BROSIR TIL, SEM HANN
GERIR ÓSPART.
Mig dreymdi draum. Sami draumurinn leit-
aði á mig í sífellu. Draumurinn var á þá leið
að ég sat í flugvél sem var að hrapa. Það
var lítið sem ég gat gert því ég var að fara
að deyja. Í fyrstu varð ég mjög óttaslegin.
Síðar gerði ég mér grein fyrir því að það var
ekkert sem ég gat gert annað en að horfast
í augu við dauðann með reisn. Þegar ég gat
gert það þá sá ég andlit Dalai Lama birtast
mér. Ég fann fyrir friðartilfinningu og
sleppti takinu á þessu lífi. Við það byrjaði
líkami minn að leysast upp. Ég var að deyja.
Í þessum draumi voru mín fyrstu kynni af
Dalai Lama. Innst inni vissi ég að ég þyrfti
að komast að því hver hann væri, en ég
gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en miklu
seinna.
Árið 1998 sá ég Dalai Lama í fyrsta sinn
halda fyrirlestur. Minn andlegi vegur var
rétt að byrja og mig þyrsti verulega í and-
lega iðkun. Þá mundi ég eftir draumnum
sem hafði leitað svo stíft á mig – þar sem
andlit Dalai Lama hafði birst mér.
Á fyrsta fyrirlestrinum skildi ég ekki mik-
ið af því sem hann sagði en gerði mér strax
grein fyrir að hann væri magnaður maður.
Hann kom mér fyrir sjónir sem kærleiksríkur
og vitur maður. Ég vissi undir eins að ég væri
ekki að eyða tíma mínum til ónýtis með því að
kynna mér andlega speki hans. Síðustu tíu ár
hafa verið tileinkuð þessum vegi. Er ég betri
manneskja fyrir bragðið? Ég veit það ekki, en
viska hans hefur ótvírætt hjálpað mér í þess-
um heimi. Að takast á við erfiðleikana og
gleðjast yfir fegurðinni.
Fyrir mér er Dalai Lama einn af skærustu
ljósgeislum heimsins. Hann kennir ekki bara
um kærleika og visku heldur lifir hann og
starfar á þann hátt sem hann boðar. Viska
hans rífur niður múra, þá múra sem við reisum
í kringum hvert annað og okkur sjálf. Ég tel að
viska hans sé alheimsviska. Hann er talinn
vera guðinn Avalokitesvara eða Chenrezig end-
urholdgaður af milljónum búddista um allan
heim. Avalokitesvara er með þúsund hendur
og höfuð og á lófum hans eru augu sem geta
séð þjáningu manna og hjálpað þeim. Fyrir mér
hefur Dalai Lama teygt arma sína til mín og
hjálpað mér að sjá hið góða í sjálfri mér og
öðrum.
Anna Tara Edwards, MA í búddískum fræðum.
Minn andlegi leiðtogi, Dalai Lama
Reuters
Dagur píslarvættanna Tíbeskir munkar á fjöldafundi á Degi píslarvættanna í Kathmandu 14.
maí síðastliðinn, en þann dag fyrir ári brutu kínversk yfirvöld á bak aftur uppreisn í Tíbet.