Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 24
24 Hönnun MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is S em lítill drengur á Smyr- ilsveginum í Vesturbæ Reykjavíkur á sjötta og sjöunda áratugnum bar hann út og seldi blöð, safnaði glerflöskum til að selja og stóð vaktina eldsnemma á morgn- ana fyrir utan bakaríð í hverfinu. „Ég beið eftir að bakararnir klár- uðu að baka vínarbrauðin til að fá endana handa móður minni og bróður,“ segir Þorgeir Daníel Hjaltason, eða Thor Daniel Hjalta- son eins og ævintýramaðurinn, frumkvöðullinn og athafnamað- urinn hefur kallað sig eftir að hann fluttist til Bandaríkjanna fyrir fjórtán árum. Thor dugar honum sem hönnuði. Þótt lífsbaráttan hafi verið býsna hörð á árunum áður virðist núna flest ganga honum í hag eftir því sem ég komst næst þegar ég sló á þráðinn til hans í Dallas í Texas. Þar hefur hann búið und- anfarin ár ásamt Lauru, eiginkonu sinni, og Thorinu, tveggja og hálfs árs dóttur þeirra. Listrænir ljósaskúlptúrar eiga hug hans allan þessa dagana. Thor kallar þá einfaldlega IQ, en vöru- heitið er IQ Illuminated Sculptu- res. Nafnið rímar við fyrirtækið, Innovative IQ, sem hann stofnaði þar vestra í janúar 2008. Trúlega engin tilviljun að IQ er notað í báðum nöfnum, enda þekkt skammstöfun hugtaksins Intelli- gence Quotient, sem þýðir greind- arvísitala, en hugmyndin byggist einmitt á viti; grænu hugviti, nán- ar tiltekið, sem ekki að ósekju er svo vinsælt um þessar mundir. Ekki hafði alveg kviknað á per- unni þegar ég las um og skoðaði þessa nýstárlegu og orkusparandi hönnun Thors á vefnum inn- ovativeiq.com. Því liggur beinast við að spyrja hvernig grænt hugvit gæti mögulega verið fólgið í skúlp- túrum með þessum líka gríð- arstóru ljósum, að því er virtist? LED-ljósaundrið „Hugmynd mín að hönnun og gerð ljósaskúlptúra og ljósalampa er ekki ný af nálinni. Hins vegar reyndist hún ekki framkvæmanleg fyrr en stórlega endurbætt kyn- slóð af svokölluðum LED-ljósum (Light-emitting diode) kom á markað fyrir þremur árum. Ljósin hafa verið í stöðugri þróun allt frá því þau voru uppgötvuð í Rúss- landi um 1920. Það er engin furða að þau þyki bylting í ljósatækni því LED-perur nota 80% minni orku en venjulegar flúorperur, þær þurfa ekkert viðhald, endast allt að 100 þúsund klukkutíma og eru umhverfisvænar. Ýmis fyr- irtæki framleiða LED-ljósin, sem eru agnarsmá, en Kínverjar eru leiðandi í samsetningu. Möguleikar ljósanna í hönnun eru ótakmark- aðir,“ segir Thor hrifinn og fer reyndar ívið dýpra í tæknilegar út- listingar á ljósaundrinu. „Ég hef hannað 35 skúlptúra og er að byrja á svokölluðum „office“- lömpum, sem eru einstakir í útliti.“ Áður en Thor hófst handa við hina listrænu umgjörð ljósanna ferðaðist hann allvíða bæði um Bandaríkin og Asíu til þess að kynna sér LED-framleiðslu og samsetningu. „Þetta hófst allt saman fyrir tveimur árum,“ segir Thor og upp- lýsir að hönnun, samsetning, smíði frumgerðanna, ferðalög, markaðs- setning og annar undirbúningur hafi kostað tæpar 19 milljónir króna. Engir fjárfestar komu við sögu, en hann kveðst vera að IQ Grænt hugvit í l ‘‘LED-PERUR NOTA 80%MINNI ORKU EN VENJU-LEGAR FLÚORPERUR,ÞÆR ÞURFA EKKERT VIÐHALD, ENDAST ALLT AÐ 100 ÞÚSUND KLUKKUTÍMA OG ERU UMHVERFISVÆNAR. Ljósaskúlptúrar Thor hefur hannað 35 ljósaskúlptúra, sem hann kallar IQ, og eru þeir komnir í sölu hjá Cantoni-verslununum. þreifa fyrir sér hjá íslenskum sjóð- um. Íslensk hönnunarmiðstöð „Ég gæti hugsað mér að stofna hönnunarmiðstöð á Íslandi. Íslend- ingar eru mjög skapandi og hafa mikið hugvit í nýsköpun og hönn- un. Þá skortir hins vegar reynslu í framleiðslu og markaðssetningu á erlendum vettvangi. Forsvars- menn nýsköpunar- og fjárfest- ingasjóða á Íslandi ættu að fá sér- fræðinga til að lesa og gagnrýna viðskiptaáætlanir, sem frum- kvöðlar gera, því oft þarf mikla sérþekkingu til að meta þessi mál. Í Bandaríkjunum eru sérfræð- ingar, hver á sínu sviði, fengnir til að fara yfir viðskiptaáætlanir, gagnrýna eða mæla með eftir at- vikum,“ segir Thor. Hann er viss um að ef rétt væri á málum haldið gæti Ísland orðið alþjóðleg hönnunarmiðstöð. Tæki- færin og verðmætin segir hann fel- ast í að hlúa að hugvitinu. En aftur að Dallas og hans hug- viti. Hvar verður það í boði? Cantoni og Architectural Digest „IQ-ljósin eru nú þegar til sölu í húsgagna- og hönnunarversluninni Cantoni, sem er með verslanir í Dallas, Los Angeles, Irving, Hou- ston og Atlanta, og er ein virtasta og dýrasta verslun sinnar teg- undar í Bandaríkjunum. Markaðs- kynningin er rétt að byrja, en Danir og Svisslendingar hafa líka sýnt lömpunum mikinn áhuga. Nokkur gallerí í Dallas hafa áhuga á að kynna og fá IQ inn á gólf til sín og tímaritið Architectural Di- gest birtir senn grein um hönn- unina. Cantoni býður aðallega upp á hágæðahönnun eftir evrópska hönnuði og listamenn, einkum þó ítalska, og þar á bæ eru menn þekktir fyrir að vera yfirmáta krít- ískir á það sem þeir taka í sölu. Umsagnir um IQ hafa verið mjög jákvæðar, lömpunum er lýst sem óvenjulegum, listrænum og nú- tímalegum. Það að Cantoni skyldi falast eftir þeim í sölu er mikill vegsauki og viðurkenning fyrir mig,“ segir Thor og gefur upp að IQ séu nokkuð dýrir, einn slíkur kosti á bilinu 700 til 1.200 dollara, eða um 90 til 150 þúsund íslenskar krónur. Hann hikar svolítið þegar ég spyr hvort athafnamaðurinn hafi alltaf haft í sér listræna taug. Seg- ist fremur líta á sig sem hönnuð, en viðurkennir þó að á árum áður hafi hann einhvern tímann fengið verðlaun fyrir ljósmyndun. Svo rifjar hann, umbeðinn, upp ferilinn í stórum dráttum: Skrautleg fortíð „Ég hafði hugsað mér að fara í læknisfræði eða markaðsfræði eft- ir menntaskóla, sannfærður um að ég myndi finna upp lyf við öllu,“ hefur hann frásögnina. Líklega er honum alvara – ég sé ekki hvort hann glottir. „Ég hætti eftir þrjá bekki í menntó, ætlaði að taka mér frí í eitt ár til að vinna mér inn pening, enda þurfti ég að kosta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.