Morgunblaðið - 24.05.2009, Side 24

Morgunblaðið - 24.05.2009, Side 24
24 Hönnun MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is S em lítill drengur á Smyr- ilsveginum í Vesturbæ Reykjavíkur á sjötta og sjöunda áratugnum bar hann út og seldi blöð, safnaði glerflöskum til að selja og stóð vaktina eldsnemma á morgn- ana fyrir utan bakaríð í hverfinu. „Ég beið eftir að bakararnir klár- uðu að baka vínarbrauðin til að fá endana handa móður minni og bróður,“ segir Þorgeir Daníel Hjaltason, eða Thor Daniel Hjalta- son eins og ævintýramaðurinn, frumkvöðullinn og athafnamað- urinn hefur kallað sig eftir að hann fluttist til Bandaríkjanna fyrir fjórtán árum. Thor dugar honum sem hönnuði. Þótt lífsbaráttan hafi verið býsna hörð á árunum áður virðist núna flest ganga honum í hag eftir því sem ég komst næst þegar ég sló á þráðinn til hans í Dallas í Texas. Þar hefur hann búið und- anfarin ár ásamt Lauru, eiginkonu sinni, og Thorinu, tveggja og hálfs árs dóttur þeirra. Listrænir ljósaskúlptúrar eiga hug hans allan þessa dagana. Thor kallar þá einfaldlega IQ, en vöru- heitið er IQ Illuminated Sculptu- res. Nafnið rímar við fyrirtækið, Innovative IQ, sem hann stofnaði þar vestra í janúar 2008. Trúlega engin tilviljun að IQ er notað í báðum nöfnum, enda þekkt skammstöfun hugtaksins Intelli- gence Quotient, sem þýðir greind- arvísitala, en hugmyndin byggist einmitt á viti; grænu hugviti, nán- ar tiltekið, sem ekki að ósekju er svo vinsælt um þessar mundir. Ekki hafði alveg kviknað á per- unni þegar ég las um og skoðaði þessa nýstárlegu og orkusparandi hönnun Thors á vefnum inn- ovativeiq.com. Því liggur beinast við að spyrja hvernig grænt hugvit gæti mögulega verið fólgið í skúlp- túrum með þessum líka gríð- arstóru ljósum, að því er virtist? LED-ljósaundrið „Hugmynd mín að hönnun og gerð ljósaskúlptúra og ljósalampa er ekki ný af nálinni. Hins vegar reyndist hún ekki framkvæmanleg fyrr en stórlega endurbætt kyn- slóð af svokölluðum LED-ljósum (Light-emitting diode) kom á markað fyrir þremur árum. Ljósin hafa verið í stöðugri þróun allt frá því þau voru uppgötvuð í Rúss- landi um 1920. Það er engin furða að þau þyki bylting í ljósatækni því LED-perur nota 80% minni orku en venjulegar flúorperur, þær þurfa ekkert viðhald, endast allt að 100 þúsund klukkutíma og eru umhverfisvænar. Ýmis fyr- irtæki framleiða LED-ljósin, sem eru agnarsmá, en Kínverjar eru leiðandi í samsetningu. Möguleikar ljósanna í hönnun eru ótakmark- aðir,“ segir Thor hrifinn og fer reyndar ívið dýpra í tæknilegar út- listingar á ljósaundrinu. „Ég hef hannað 35 skúlptúra og er að byrja á svokölluðum „office“- lömpum, sem eru einstakir í útliti.“ Áður en Thor hófst handa við hina listrænu umgjörð ljósanna ferðaðist hann allvíða bæði um Bandaríkin og Asíu til þess að kynna sér LED-framleiðslu og samsetningu. „Þetta hófst allt saman fyrir tveimur árum,“ segir Thor og upp- lýsir að hönnun, samsetning, smíði frumgerðanna, ferðalög, markaðs- setning og annar undirbúningur hafi kostað tæpar 19 milljónir króna. Engir fjárfestar komu við sögu, en hann kveðst vera að IQ Grænt hugvit í l ‘‘LED-PERUR NOTA 80%MINNI ORKU EN VENJU-LEGAR FLÚORPERUR,ÞÆR ÞURFA EKKERT VIÐHALD, ENDAST ALLT AÐ 100 ÞÚSUND KLUKKUTÍMA OG ERU UMHVERFISVÆNAR. Ljósaskúlptúrar Thor hefur hannað 35 ljósaskúlptúra, sem hann kallar IQ, og eru þeir komnir í sölu hjá Cantoni-verslununum. þreifa fyrir sér hjá íslenskum sjóð- um. Íslensk hönnunarmiðstöð „Ég gæti hugsað mér að stofna hönnunarmiðstöð á Íslandi. Íslend- ingar eru mjög skapandi og hafa mikið hugvit í nýsköpun og hönn- un. Þá skortir hins vegar reynslu í framleiðslu og markaðssetningu á erlendum vettvangi. Forsvars- menn nýsköpunar- og fjárfest- ingasjóða á Íslandi ættu að fá sér- fræðinga til að lesa og gagnrýna viðskiptaáætlanir, sem frum- kvöðlar gera, því oft þarf mikla sérþekkingu til að meta þessi mál. Í Bandaríkjunum eru sérfræð- ingar, hver á sínu sviði, fengnir til að fara yfir viðskiptaáætlanir, gagnrýna eða mæla með eftir at- vikum,“ segir Thor. Hann er viss um að ef rétt væri á málum haldið gæti Ísland orðið alþjóðleg hönnunarmiðstöð. Tæki- færin og verðmætin segir hann fel- ast í að hlúa að hugvitinu. En aftur að Dallas og hans hug- viti. Hvar verður það í boði? Cantoni og Architectural Digest „IQ-ljósin eru nú þegar til sölu í húsgagna- og hönnunarversluninni Cantoni, sem er með verslanir í Dallas, Los Angeles, Irving, Hou- ston og Atlanta, og er ein virtasta og dýrasta verslun sinnar teg- undar í Bandaríkjunum. Markaðs- kynningin er rétt að byrja, en Danir og Svisslendingar hafa líka sýnt lömpunum mikinn áhuga. Nokkur gallerí í Dallas hafa áhuga á að kynna og fá IQ inn á gólf til sín og tímaritið Architectural Di- gest birtir senn grein um hönn- unina. Cantoni býður aðallega upp á hágæðahönnun eftir evrópska hönnuði og listamenn, einkum þó ítalska, og þar á bæ eru menn þekktir fyrir að vera yfirmáta krít- ískir á það sem þeir taka í sölu. Umsagnir um IQ hafa verið mjög jákvæðar, lömpunum er lýst sem óvenjulegum, listrænum og nú- tímalegum. Það að Cantoni skyldi falast eftir þeim í sölu er mikill vegsauki og viðurkenning fyrir mig,“ segir Thor og gefur upp að IQ séu nokkuð dýrir, einn slíkur kosti á bilinu 700 til 1.200 dollara, eða um 90 til 150 þúsund íslenskar krónur. Hann hikar svolítið þegar ég spyr hvort athafnamaðurinn hafi alltaf haft í sér listræna taug. Seg- ist fremur líta á sig sem hönnuð, en viðurkennir þó að á árum áður hafi hann einhvern tímann fengið verðlaun fyrir ljósmyndun. Svo rifjar hann, umbeðinn, upp ferilinn í stórum dráttum: Skrautleg fortíð „Ég hafði hugsað mér að fara í læknisfræði eða markaðsfræði eft- ir menntaskóla, sannfærður um að ég myndi finna upp lyf við öllu,“ hefur hann frásögnina. Líklega er honum alvara – ég sé ekki hvort hann glottir. „Ég hætti eftir þrjá bekki í menntó, ætlaði að taka mér frí í eitt ár til að vinna mér inn pening, enda þurfti ég að kosta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.