Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Pistlar sr. Sigurbjörns Einarssonar, sem Morgunblaðið birti á sunnudögum á síð- asta ári, vöktu mikla ánægju meðal les- enda. Um það samd- ist, milli sr. Sigur- björns og Morgun- blaðsins, að hann héldi áfram þessum skrifum og hafði hann gengið frá nýjum skammti áður en hann lést. 23. L ykill er hún að Drottins náð. Þetta segir séra Hallgrímur Pétursson um bænina. Hann hefur gefið löndum sínum fleiri bænir en aðrir hérlendir menn. En hann hefur líka sagt margt viturlegt og minnilegt um bæn og trúarlíf. Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig, þá líf og sál er lúð og þjáð lykill er hún að Drottins náð. Lyklar eru þarfir hlutir og nauðsynlegir. Það er leið- inleg slysni eða óhapp að týna lyklinum að húsi sínu, hirslu eða bíl. Úr slíkri klípu er þó oftast nokkuð auðvelt að bjarga sér. En það eru til ýmsar læsingar. Það kemur fyrir, að menn þurfa að eiga við skrár, sem þeir finna enga lykla að. Kannastu við það? Þig vantaði hjálp og leitaðir hjálpar en komst að lukt- um dyrum. Eða það var skellt í lás á þig. Þér gat fundist, að öll sund væru lokuð fyrir þér, allar hurðir læstar og enga lykla að fá. Hér nota ég táknmál, sem allir skilja. Sumir menn allt of vel af beiskri reynslu. Það stóð margur maður fyrr og síðar frammi fyrir augum, sem lokuðu sér fyrir honum, fyrir þörf hans og tilfinningum. Það mætti margur luktum, læstum barmi, og hafði engan lykil að þeim lás, sem þar var fyrir. Líka getur það gerst, að maður standi lykilslaus frammi fyrir sjálfum sér. Það kemur eitthvað upp úr kafinu þar, sem átti að vera lokað úti. En læsingin brást. Eða það var einhver þjófalykill, sem dulin og dimm hneigð í þér notaði til þess að opna myrkvað leyni í hug- anum og út kom vont viðbragð, skuggaleg hugdetta, kalt, særandi orð, illkynjuð ákvörðun. Hver hefur þann lykil að sjálfum sér, að hann geti opnað öll fylgsnin þar og farið þar um og haft hendur á öllu, hreinsað til að fullu og náð fram því dýrmæta og besta, sem hinar mörgu huldu hirslur þar hafa að geyma? Hver hefur full lyklavöld yfir lífi sínu? Víst höfum við vald á mörgu mikilvægu, sem varðar heill okkar og hamingju í lífinu. Því megum við síst gleyma. En okkur eru takmörk sett. Þar er það augljósast, að líf eða lífsskeið okkar allra hér á jörð er stutt för á milli tvennra dyra, sem hvorar tveggja læsast rækilega á eftir manni. Okkur er skilað hingað inn um dyr, sem opnast rétt í svip og lokast strax að baki. Og enginn snýr aftur um þær dyr. Okkur er skilað héðan út um aðrar dyr, sem líka opn- ast rétt sem snöggvast og læsast aftur um leið. Enginn maður þekkir neinn lykil að lásnum þar. Og enginn snýr aftur um þær dyr. Engar tvær dyr eru ólíkari en þessar, sem allir fara um, hingað inn í heiminn fyrst, út héðan síðast. Nema að því leyti eru þær eins, að það er hulið leynd- armál, hvað er á bak við þær. Og enginn maður hefur lykil að því leyndarmáli. Við erum þannig stödd hér á jörð, að allt er læst í bak og fyrir. Og spurning, hvort við erum ekki alltaf að leita að lykli, hvort líf okkar allt snýst í rauninni ekki um það eitt innst inni. Ætli trúarbrögðin mörgu og margvíslegu séu nokkuð annað? Hvar er lykill að lífsgæfu, að farsæld þessa heims og annars, lykill að sjálfum mér, lykill að huga og vilja þess hulda valds, sem tilveran lýtur? Vér þráum svar, sem þörf vors hjarta fyllir, vér þráum svar, sem angist vora stillir, vér þurfum ljós, sem heljarskuggann hræðir, og heilagt orð, er sálu vora fræðir. Svo kveður séra Matthías Jochumsson. Hvar er það svar að fá, það ljós, það heilagt orð, sem við þráum og þurfum? Hvar er lykil að finna að því leyndarmáli? Leit og svör Sigurbjörn Einarsson » Þar er það augljósast, að lífeða lífsskeið okkar allra hér á jörð er stutt för á milli tvennra dyra, sem hvorar tveggja læsast rækilega á eftir manni. Nú á í krafti rétt- lætisins að innkalla veiðiheimildir útgerð- arinnar og úthluta þeim aftur eftir óljós- um aðferðum. Þetta hefur lengi verið stefna Samfylking- arinnar og nú hafa Vinstri grænir slegist í hópinn. Það að sparka stoðum undan mikilvægasta atvinnuvegi þjóð- arinnar með þessum hætti, nú á þeim tímum þegar við þurfum á öllu okkar að halda til að komast út úr hinum efnahagslega brimskafli, má líkja við efnahagslegt og byggðalegt hryðjuverk. Hvers eiga þeir að gjalda sem hafa barist við að halda útgerð gangandi, hafa keypt allar sínar veiðiheimildir, allt með það að markmiði að halda atvinnulífi gang- andi? Þeir sem hugsa um það fólk sem á allt sitt undir því að útgerðin gangi og hugsa um sín byggðarlög. Hvað hafa fjölmargir slíkir aðilar til saka unnið gagnvart þessari rík- isstjórn? Hvernig ætlar Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra að rökstyðja þessa svonefndu fyrning- arleið gagnvart fjölmörgum útgerð- arfyrirtækjum, stórum og smáum, í Norðvesturkjördæmi? Hvernig ætl- ar sjávarútvegsráðherra að rétt- læta þessar aðgerðir gagnvart fjöl- skyldum sem hafa lagt allt sitt undir við það að halda sjáv- arútvegsfyrirtækjum sínum gang- andi um langan tíma og reynt að treysta stoðir þeirra með kaupum á aflaheimildum. Mörg slík fyrirtæki eru nú í erfiðri stöðu vegna þess að skuldir hafa aukist vegna verðbólgu og gengishruns krónunnar. Hvern- ig ætlar sjávarútvegsráðherra að búa svo um hnútana að fjölmörg slík fyrirtæki þurfi ekki að hætta starfsemi vegna gjaldþrota. Slík gjaldþrot munu setja þá sem að þessum fyrirtækjum standa á von- arvöl. Er það stefna Vinstri grænna? Hvernig ætlar ráðherrann að færa rök fyrir þessum aðgerðum í samskiptum sínum við sveit- arstjórnir í Norðvesturkjördæmi sem hafa mótmælt þessum áform- um? Nú þegar hefur það valdið miklu tjóni að ríkisstjórnin hefur lýst yfir þeim ásetningi sín- um að fara þessa svo- nefndu fyrningarleið. Það liggja fyrir dæmi um einstaka útgerðir sem geta allt í einu ekki fengið eðlilega fyrirgreiðslu hjá bankakerfinu vegna þessa. Það liggja fyrir dæmi um útgerðarfyr- irtæki sem hafa slegið öllum fjár- festingum og viðhaldi skipa á frest vegna óvissunnar, sem hefur þau áhrif að minni umsvif eru hjá þjón- ustuaðilum útgerðarinnar. Það er nú ekki það sem þarf um þessar mundir. Þessi áform ríkisstjórn- arinnar hafa þegar haft mörg óæskileg áhrif og eru ekki til þess fallin að efla atvinnu og umsvif í sjávarbyggðunum, þar á meðal í kjördæmi sjávarútvegsráðherrans. Áform Jóns Bjarnasonar sjáv- arútvegsráðherra, sem hann lýsti og mælti fyrir í umræðum á Alþingi miðvikudaginn 20. maí sl., bjóða upp á eitt allsherjar feigðarflan. Ég skora á sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnina að lýsa því yfir nú þegar að fallið verði frá þessum áformum. Ef þeim er eins annt um atvinnulíf og búsetu fólks í sjáv- arbyggðum landsins og þessir að- ilar hafa margoft lýst yfir, þá á að hverfa frá þessari vitleysu. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra á að taka frumkvæði í því og beita sér þannig í þágu mikilvægra hags- muna sjávarútvegsfyrirtækja, starfsfólks þeirra og sjávarbyggð- anna í Norðvesturkjördæmi og á öðrum svæðum landsins. Ábyrgð ráðherrans er mikil í þessu máli og nú reynir á hann. Feigðarflan sjávar- útvegsráðherra Eftir Magnús Stefánsson Magnús Stefánsson »Ég skora á sjávar- útvegsráðherra og ríkisstjórnina að lýsa því yfir nú þegar að fallið verði frá þessum áformum. Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður Norðvesturkjördæmis. VERÐ á olíu á eftir að marfaldast á næstu árum. Íslendingar verða að gera sig óháða innflutningi á olíu fyrir skip og bíla. Það er algjörlega lífs- nauðsynlegt og við getum það. Það þarf að búa til ný störf og það liggur beinast við að stór hluti af þeim verði til í sambandi við rafknúna/vetnisknúna bíla og báta. Ég sé fyrir mér rafknúna handfærabáta draga björg í bú og vetnisknúin skip á miðunum og vörubíla knúna rafmagni flytja fisk- inn í frystihúsin og vetnisknúin flutningaskip sem flytja hann á er- lenda markaði. Er hægt að hugsa sér betri aug- lýsingu fyrir íslenskan fisk? Er hægt að hugsa sér betri ímynd fyr- ir Ísland? Er hægt að hugsa sér betra viðfangsefni fyrir litla þjóð sem getur framleitt óendanlega mikið raf- magn? Tæknin er til, það er bara að fram- kvæma. Það er mín skoðun að banna eigi innflutn- ing á bensín- og dís- ilbílum til Íslands. Það þarf aðlögunartíma og á honum mætti hugsa sér að þau skip fengju meiri kvóta sem knúin væru öðru en olíu og skattfrelsi fyrir öku- tæki knúin endurnýjanlegri orku. En aðalmálið er það að stjórn- völd ákveði að fara þessa leið, sem myndi vekja athygli um allan heim og gera það að verkum að fyrirtæki í þessum geira myndu horfa til Ís- lands og vilja færa starfsemi sína hingað. Ef ekki strax þá fljótlega, því hvergi hefur nokkur þjóð bannað Co2-spúandi farartæki og hvergi hefur ein þjóð álíka auðæfi í jarð- orku og í fólki sem kann að nýta hana. Með samvinnu Íslendinga og þeirra sem lengst eru komnir í hönnun rafgeyma og rafmagnsbíla mun verða til nýr atvinnuvegur á Íslandi. Þetta er okkar stærsta tromp og okkar breiðasti vegur út úr þeim ófærum sem við erum í. Við verðum að átta okkur á því að við erum bara 300 þúsund sálir. Það er eins og lítill bær í litlu olíu- nágrannalandi. Það er skiljanlegt að þeir sem stjórna hér í dag sjái ekki skóginn fyrir trjánum og að þeir sjái ekki að einfaldar lausnir eru oftast þær bestu, enda standa hér eldtungur út um allar glugga og menn uppteknir við að bjarga því sem bjargað verður. En hér eru möguleikar og þeir stórir. Þetta er framtíðin og Íslend- ingar eiga að taka þátt í þessari þróun. Þegar fjöldi Íslendinga flytjur burtu hvern einasta dag og fjöl- skyldur verða gjaldþrota hvern ein- asta dag og fyrirtæki fara fyrir björg hvern einasta dag, þá er komin upp sú staða að við verðum að taka ákvarðanir og það strax. Þetta er einn af mörgum mögu- leikum sem íslensk stjórnvöld hafa til að sýna okkur og öðrum hvað í okkur býr, til að skapa atvinnu, fá inn erlent fjármagn og minnka kostnað fyrir íslenska þjóð á tímum þar sem öll von virðist úti. Þú fólk með eymd í arf! Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda, Lítil þjóð, sem geldur stórra synda, reistu í verki viljans merki – Vilji er allt, sem þarf. (Úr Íslandsljóði. Einar Benediktsson.) „Snautt og þyrst við gnóttu lífsins linda“ Eftir Auðun Þorsteinsson »Með samvinnu íslendinga og þeirra sem lengst eru komnir í hönnun rafgeyma og rafmagns- bíla mun verða til nýr atvinnuvegur á Íslandi. Auðunn Þorsteinsson Höfundur er framkvæmdastjóri og áhugamaður um framtíð Íslands. SKÚLI Helgason þingmaður Samfylkingarinnar fer oft mikinn á bloggsíðu sinni. Í færslu þann 22. maí sl. átti hann ekki til orð yfir það að menn skyldu voga sér að gagnrýna áform ríkisstjórn- arinnar um svokallaða fyrning- arleið. Bendir hann í vanþóknun sinni á orð formanns Sjálfstæð- isflokksins við stefnuræðu for- sætisráðherra í vikunni sem leið, þegar hann varaði við þjóðnýt- ingu í fiskveiðikerfinu. Það er sem sagt súrrealískt að kalla hlutina réttum nöfnum og vara við því að kollsteypa grundvall- aratvinnuvegi þjóðarinnar á ög- urstundu. En það kostulegasta í bloggi þingmannsins er að eigna Sjálf- stæðisflokki og Framsókn- arflokki kvótakerfið skuldlaust. Ætli fátt hafi ekki verið meira gagnrýnt í fiskveiðistjórn- unarkerfinu en framsalið. Það var sett á árið 1990 í ríkisstjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokksins. Þá var formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs landbúnaðar-, samgönguráðherra. Þar sat líka formaður Samfylkingarinnar nú- verandi í stól félagsmálaráð- herra. Sjálfstæðisflokkurinn var þá í stjórnarandstöðu og studdi ekki frumvarpið árið 1990. Kannski menn ættu að fara að kannast við fortíðina. Ólöf Nordal Og hver lagði framsalið til? Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.