Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 45
Velvakandi 45 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Kalvin & Hobbes ÉG GET VEL SKILIÐ ÞAÐ ÞETTA VIRKAR SVIPAÐ OG RAFLOSTS- MEÐFERÐ ÞEGAR MAÐUR ER BÚINN AÐ LÆRA AÐ HJÓLA GLEYMIR MAÐUR ÞVÍ VÍST ALDREI Kalvin & Hobbes SVONA... RÓLEGA SVONA... SJÁÐU! ÉG HELD JAFNVÆGI! VILTU NÚNA PRÓFA ÁN ÞESS AÐ HAFA STAND- ARANN NIÐRI? Kalvin & Hobbes ÞAÐ RÉÐST Á MIG! Grettir ÉG GÁÐI Í ÍSSKÁPINN... VIÐ EIGUM EKKERT AÐ BORÐA NEMA NÚÐLURNAR FRÁ ÞVÍ Í GÆR OG PAKKA AF SÚKKULAÐIBÚÐING HEPPNIN ER MEÐ OKKUR Í KVÖLD! SVONA ER AÐ VERA PIPARSVEINN Hrólfur hræðilegi EN SÚ ÓHEPPNI! SKIPIÐ OKKAR SÖKK OG NÚNA ERUM VIÐ ALLIR FASTIR Á ÞESSARI LITLU EYJU EKKI HAFA ÁHYGGJUR ÞÚ ERT EKKI EINN Á BÁTI! AF HVERJU TEKST ÞÉR ALLTAF AÐ SEGJA EITTHVAÐ RANGT Á VITLAUSUM TÍMA Gæsamamma og Grímur TOUR DE OZ Ferdinand HVAÐ er í pokanum? var einu sinni spurt og kannski er innihaldið eitt- hvert andafóður. Það er einstaklega friðsælt við Reykjavíkurtjörn í góðu veðri og nú eru fréttir um, að líklega muni fleiri ungar komast á legg en í langan tíma. Hvernig væri líka miðborgin án Tjarnarinnar og fuglalífsins? Morgunblaðið/Ómar Spígsporað við Tjörnina Er þetta tilraun? FYRIR stuttu síðan voruð þér, hr. Árni Páll Árnason félags- málaráðherra, í Kast- ljósþætti í ríkissjón- varpinu. Þar sögðuð þér frá því sem þér og yðar ráðuneyti var með á prjónunum í sambandi við ein- staklinga og kreppu- vandamál þeirra. Átti að bjarga fólki, setja það niður með skuldu- nautum þeirra, og allir aðilar áttu að sættast á greiðslur. Einstaklingurinn að sýna hvað hann gæti borgað og eigandi skuldanna að fella niður hluta þeirra. Þetta átti að gera það að verkum að skuldarinn þyrfti eigi að eyða sinni stuttu ævi í að vera í skuldafangelsi. Einnig áttuð þér og yðar ráðuneyti ásamt tveimur öðr- um ráðuneytum að setjast niður einu sinni í viku og fara yfir gjörðir ykkar og sjá hvort allt gengi vel eða hvort breytingar þyrfti að gera. Það sem þér sögðuð í þessum þætti vakti hjá oss þá trú að ríkið væri að hugsa líka um fólkið, ekki bara fyrirtækin í landinu, sem þessa stundina virðast vera í forgangi hvað björgunaraðgerðir varðar. Enn samt virðist þetta bara enn vera fögur hugmynd, hvort hún á að koma til framkvæmda virðist vera allt annað mál. Það sem fólkið sér er að stór tilraun virðist vera í gangi. Sú tilraun virðist vera að athuga hvað hægt verður að blóðmjólka fólkið þar til önnur bylting verður framkvæmd. Tilraun sú sem þér virðist vera að framkvæma gengur bara vel. Að meðaltali ein fjölskylda á dag flytur úr landi þessa dagana. Nú hafið þér aðgang að mörgum tegunda upplýsinga í ráðuneyti yðar. Þér ættuð að fara stundum út úr yðar fílabeinst- urni og heimsækja fólkið sem á í miklum vandræðum með sín skuldamál. Og sjá það beint með því að tala við fólk og sjá hvernig staðan er. Kastljósþættir bjóða bara opinberum starfs- mönnum í heimsókn. Það myndu vera stjórnmálamenn, lista- menn og þess háttar. Í þau fáu skipti sem Kastljós hefur talað við fólkið á göt- unni, þá er farið heim til þess, það er alls ekki nógu háttsett til að verða boðið í höfuðstöðvar RÚV. En svo látið þér hafa eftir yður, að þér fagnið brotthvarfi fólksins úr land- inu! Þér segið að það hafi gott af því að vinna og læra erlendis, því þá komi það betur menntað og með reynslu til Íslands aftur. Eruð þér vissir um að fólkið komi aftur eftir þá meðferð sem það hefur fengið af stjórnvöldum þessa lands? Þar sem ég veit að þér munið eigi svara þessu sem hér er skrifað þá vona ég að þér lesið þetta og reynið að skilja að fólk á í miklum vandræðum. Herra Árni Páll Árnason félags- og tryggingarmálaráðherra. Ég skora á yður að kíkja á götuna og tala við fólkið sem á í miklum vand- ræðum og getur varla keypt mat og þarf að fara til fjölskylduhjálpar til að eiga ofan í sig. Halldór Sigurðsson verkamaður.   Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Handavinnusýning á morgun. Sumarferð miðvikud. 27. maí. Bólstaðarhlíð 43 | Handverksýningin stendur til 29. maí og er opið virka daga kl. 9-16. Línudanssýning á þriðjud. kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur kl. 20-23.30. Danshljómsveitin Klassík leikur danslög við allra hæfi. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Farið verður í Reykjanesbæjar mánud. 25. maí og skoðuð ný aðstaða félagsstarfs eldriborgara á staðnum. Lagt af stað kl. 13 frá Hlaðhömrum. Skráning í s. 586-8014 og 692-0814, milli kl. 13-16. Félagsstarf Gerðubergi | Gerðubergs- kórinn verður með tónleika í Fella og Hólakirkju kl. 20, stjórnandi Kári Frið- riksson, undirleikari Árni Ísleifs. Aðgang- ur er ókeypis. Hraunbær 105 | Blái demantshring- urinn 27. maí: Strandarkirkja, Herdís- arvík, Krísuvík, Grindavík, Reykjanes, Sandgerði, Garður og Reykjanesbær. Brottför frá Hraunbæ kl. 9.30. Verð 6.300 kr. og hádegismatur innifalinn. Skráning á skrifstofu eða í síma 411- 2730 í síðasta lagi 25 maí. Hæðargarður 31 | Tölvuleiðbeiningar, Taichi, framsögn, hláturjóga, hannyrðir, línudans, morgunandakt, útskurður, World Class, bókmenntir, söngur, bíó- dagar, Gönuhlaup, hljóðbók, spænska, myndlist, Qi-gong, skapandi skrif, postu- línsmálun, Þegar amma var ung... o.fl. Sími 411-2790.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.