Morgunblaðið - 24.05.2009, Page 5

Morgunblaðið - 24.05.2009, Page 5
WWW.H R.IS MEISTARANÁM VIÐ KENNSLUFRÆÐI OG LÝÐHEILSUDEILD HR MPH EXECUTIVE Meistaranám í leiðtogafræðum á heilbrigðissviði MPH Executive er spennandi meistaranám í stjórnun, rekstri og nýsköpun á sviði heilbrigðismála. Unnið er í náinni samvinnu við erlenda háskóla m.a. Columbia University í New York, McGill University í Montreal og Mayo Clinic í Rochester. Námið miðar við að þátttakendur öðlist afburðaþekkingu og færni í stjórnun stofnana og fyrirtækja á heilbrigðissviði. MPH Executive er kennt í lotum tvær helgar í mánuði og sniðið að þörfum þeirra sem stunda atvinnu með námi. FYRIR HVERJA? Master of Public Health Executive námið er fyrir: • Metnaðarfulla einstaklinga og framsækna stjórnendur sem ætla sér hlutverk í þeim breytingum sem framundan eru í heilbrigðismálum. • Frumkvöðla sem vilja öðlast þekkingu til að koma hugmyndum sínum í verk. MPH (MASTER OF PUBLIC HEALTH) Meistaranám í lýðheilsufræðum MPH (Master of Public Health) er nám í kenningum og aðferðum lýðheilsufræða. Námið er fyrir fólk sem vill auka skilning sinn og færni í lýðheilsustarfi með einstaklingum og hópum, innanlands og erlendis. Útskrifaðir nemendur með MPH-gráðu öðlast færni og þekkingu til að vinna að rannsóknum, stjórnun og skipulagi og framkvæmd verkefna á sviði lýðheilsu. Starfsettvangur lýðheilsufræðinga er fjölbreyttur, innan sveitarstjórna, í heilbrigðis- og félagsþjónustu, skólum, fyrirtækjum og í frjálsum félagasamtökum. FYRIR HVERJA? Námið hentar fólki sem hefur áhuga á heilsu og áhrifaþáttum heilbrigðis í víðu samhengi, hvort sem um börn, ungmenni eða fullorðna er að ræða. Þá er námið áhugaverður kostur fyrir fólk sem hefur áhuga á forvörnum og heilsueflingu hvers konar, sem og þeim sem stefna á að vinna að sjúkdómavörnum. Almennt inntökuskilyrði er bakkalárgráða (BA, BSc eða BEd) eða hærri gráða á háskólastigi. Náminu lýkur með alþjóðlega viðurkenndri meistaraprófsgráðu, Master of Public Health (MPH). ÁHERSLUR OG MARKMIÐ Í MPH-náminu er lögð áhersla á hagnýta þekkingarsköpun og vinnulag. Markmiðið er að nemendur öðlist hæfni og þekkingu til að taka að sér leiðandi hlutverk í skipulagningu, greiningu og framkvæmd lýðheilsuverkefna ásamt því að læra aðferðir til að stunda og leggja mat á rannsóknir. MED (MASTER OF EDUCATION) Meistaranám í lýðheilsu- og kennslufræðum MEd í lýðheilsu- og kennslufræðum er tveggja ára meistaranám. Markmiðið er að mennta kennara með fagþekkingu í lýðheilsufræði og kennslufræði. Lykilatriði eru sjálfsöryggi, virðing fyrir nemendum, færni í mannlegum samskiptum, árangursríkir kennsluhættir, lausnamiðuð leikni og fagleg þekking. KENNSLUFRÆÐI Helmingur námsins, eða 60 ECTS, er í kennslufræði og þjálfun í kennsluaðferðum. Megináherslur í kennaranáminu eru að efla færni kennara í að miðla þekkingu á fagsviðum sínum til nemenda og að skapa hvetjandi námsumhverfi sem örvar starfsgleði, sjálfstæði og skapandi hugsun. LÝÐHEILSUFRÆÐI Lýðheilsuhluti námsins er einnig 60 ECTS en í honum fá nemendur innsýn í kjarnasvið lýðheilsuvísinda; s.s. aðferðir og nálgun á viðfangsefni lýðheilsufræða, áhrifaþætti heilbrigðis, faraldsfræði og skipulag aðgerða á vettvangi. DIPLÓMANÁM Í KENNSLUFRÆÐUM Nemendur sem lokið hafa BA/BSc-námi geta tekið 60 ECTS í kennslufræðum til að öðlast kennsluréttindi og ljúka þá diplómagráðu. Nemendur með meistaragráðu þurfa að taka 30 ECTS í kennslufræði til að öðlast kennsluréttindi. HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK R E Y K J A V Í K U N I V E R S I T Y UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 31. MAÍ NK.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.