Morgunblaðið - 25.05.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 25.05.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Nær lausn á Icesave-deilu  Erum nær því að finna lausn á deilu við Hollendinga og Breta vegna Icesave- reikninganna  Tengja deiluna við lán Íslands frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÞAÐ er búið að vinna mjög mikið í þessu máli og við erum nær því að láta þetta ganga upp núna heldur en nokkru sinni fyrr,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um lausn á deilu við hollensk og bresk stjórnvöld vegna Icesave-reikn- inga Landsbankans. Steingrímur segir að meðal þeirra lausna sem samninganefnd íslenska ríkisins, undir forystu Svavars Gestssonar, hafi athugað sé hvernig nýta megi tekjur af útlánasafni gamla Landsbankans með beinum hætti inn í uppgjör á skuldum vegna Icesave-reikninganna. Steingrímur segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvað ríkissjóður þurfi að greiða á endanum. Það velti á því hvaða aðferðir verði notaðar við uppgjör skuldanna og við hvaða gengi verði miðað. „Það var nú einhvern tímann tal- að um hundrað og fimmtíu milljarða gat en seinna kom fram áætlun sem gerði ráð fyrir sjötíu millj- örðum. Þetta er háð mikilli óvissu.“ Ekki liggur fyrir hversu mikið fæst fyrir eignir Landsbankans. Ekki er útilokað að skilanefnd bankans haldi utan um eignirnar í einhvern tíma, jafnvel nokkur ár, og selji þær þegar verðmyndun er hagstæð. Dagana 2.-4. júní munu íslenskir, hol- lenskir og breskir embættismenn funda vegna Ice- save-reikninganna og er lögð áhersla á að finna lausn á málinu þá. Aðspurður hvort Bretar og Hol- lendingar hafi hótað að leggja stein í götu hugs- anlegrar aðildar Íslands að ESB og leggja að AGS að borga ekki afborgun númer tvö af láninu sem ís- lenska ríkið fékk hjá sjóðnum ef Íslendingar ganga ekki að kröfum þeirra, segir Steingrímur svo ekki vera. „Bretar og Hollendingar hafa haft tilhneig- ingu til þess að tengja þetta saman. Þetta með ESB er samt nýr orðrómur sem ég hef enga staðfestingu fengið á,“ segir hann. Steingrímur segir að sjóðurinn hafni því sjálfur að samskipti Íslendinga og Breta hafi einhver áhrif á greiðslur til Íslands. „Það vita samt allir að Bret- ar, Hollendingar og ESB hafa mikil áhrif í Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum,“ segir hann. Ekki náðist í Svav- ar Gestsson í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is ÞETTA er hluti af því hvernig menn bregðast við ástandinu í bílasölu um allan heim,“ segir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri B&L ehf. og Ingvars Helgasonar ehf. „Það er þörf á að losa lagerana og við þessar aðstæður er ekkert að gera nema lækka verðið til að örva söluna.“ Í dag munu bifreiðaumboðin B&L og Ingvar Helgason lækka verð á tæplega hundrað svokölluðum eftir- ársbílum. Að sögn Lofts eru það elstu bílarnir á lagernum, um og yfir árs- gamlir, allt frá sendibifreiðum til lít- illa fólksbíla. Bílarnir eru af flestum þeim gerðum sem umboðin flytja inn, svo sem Subaru, Nissan, Hyundai, Land Rover, Isuzu, Renault og Opel. Í sumum tilfellum er um að ræða allt að helmingslækkun frá núgild- andi verðskrá. Loftur bendir á að eft- ir lækkun muni verðið vera nær því sem var fyrir efnahagshrunið. Sem dæmi má nefna að verð á sjálfskiptum Hyundai Santa Fe, dísil, lækkar úr 6,6 milljónum í tæplega fjórar millj- ónir króna. „Að sjálfsögðu verður tap þegar bílarnir eru seldir svona langt undir kostnaðarverði. Að öllu jöfnu er ekki farið í svona aðgerðir en við erum að reyna að bjarga þeim verðmætum sem enn eru til staðar,“ segir Loftur. Hann treystir sér þó ekki til að slá á neinar upphæðir í þeim efnum. „Frá því að þessi ósköp dundu yfir héldum við lengi vel að ástandið, þar með gengi krónunnar, myndi lagast.“ Ný efnahagsspá bendi hins vegar í aðra átt. Á síðastliðnum tólf mánuð- um hafa Ingvar Helgason og B&L þurft að segja up 145 starfsmönnum og þeir sem eftir eru hafa tekið á sig verulega launalækkun. „Við höfum gert allt sem hægt er að gera til að halda lífi í fyrirtækinu. Nú þýðir ekkert annað en að halda áfram að berjast.“ Lækka verð á bílum  Hafa leitað allra leiða til að hagræða  Óvíst er hve mikið tap verður af sölunni  Bílarnir eru flestir eins árs gamlir Jeppar í Landmannalaugum. Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is FLUGVIRKJAR og viðsemjendur þeirra, Samtök atvinnulífsins, funda áfram í dag hjá ríkissátta- semjara um kjaramál. Flug- virkjar hafa boð- að tímabundið þriggja daga verkfall 8.-10. júní og allsherjarverkfall 22. júní. Sigurjón Hreiðarsson, sem situr í samninganefnd Flugvirkjafélags Ís- lands, segir viðræðurnar í þokkalegu horfi en erfitt sé að segja til um hvort niðurstaða fæst í bráð. Ekki sé verið að krefjast kaup- hækkana, heldur snúist viðræðurnar um að tryggja atvinnuöryggi flug- virkja hjá Icelandair Technical Services, ITS. Ljóst er að verkfall flugvirkja nú kæmi illa við ferðaþjónustu. „Við eigum ekki annars úrkosti,“ segir Sigurjón. „Það hefur dregist á langinn að semja, við byrjuðum við- ræður í janúar [þegar samningurinn rann út].“ Um er að ræða flugvirkja sem starfa hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands sem eru 150 til 200 talsins, en Icelandair er langstærsti vinnu- staður flugvirkja hér á landi. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að unnið sé að lausn málsins og hefur trú á að kjaradeilan leysist farsællega. Tvær vikur í verkfall flugvirkja Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls. NÍU ára drengur er á gjörgæslu- deild Landspítala eftir umferðarslys á uppstigningardag, 21. maí. Hann er alvarlega slasaður og í önd- unarvél, að sögn læknis. Slysið varð rétt fyrir kl. 14 í Steinási í Garðabæ, sem er botn- langagata. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu hljóp drengurinn milli tveggja kyrrstæðra bíla út á götu en varð þá fyrir bíl. Meiðsl drengsins voru talin minni háttar í fyrstu, en málið er enn í rannsókn hjá lögreglu. Samkvæmt frásögn foreldra drengsins á Facebook var hann með alvarlega höfuðáverka og fór í að- gerð þeirra vegna. Níu ára alvar- lega slasaður Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is „HÚN er svo stóísk, ætli það sé ekki ástæðan fyrir langlífinu. Það er að minnsta kosti ekki vegna þess að hún hafi borðað svo mikið heilsu- fæði, það var bara þessi hefðbundni íslenski matur, fiskur fimm sinnum í viku og kjöt tvisvar í viku,“ segir Torfi Einarsson, sonur Torfhildar Torfadóttur sem varð 105 ára í gær. Þegar Morgunblaðið náði tali af Torfa var hann nýkominn úr kaffi hjá móður sinni og vinkonu hennar, sem er hundrað ára. Torfhildur er elst núlifandi Ís- lendinga og býr á Dvalarheimilinu Hlíf á Ísafirði. Hún er fædd í Asp- arvík í Strandasýslu, yngst ellefu systkina, og ólst upp í Selárdal í Steingrímsfirði. Hún giftist Einari Jóelssyni sjómanni, en hann lést ár- ið 1981. Þau eignuðust fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi. Að sögn Torfa er Torfhildur orð- in sjóndöpur og farin að heyra minna en áður. Hún sé þó líkamlega stálhraust og fari gjarnan með syni sínum í ísbíltúr á Ísafirði. Systkini Torfhildar náðu flest háum aldri og að sögn Torfa virðist sem Strandamenn verði oft eldri en gengur og gerist. Langlífið í fjöl- skyldunni hefur svo vakið athygli vísindamanna hjá Íslenskri erfða- greiningu, sem hafa fengið blóðsýni m.a. hjá móður hans og dóttur. Langlífi gengur í erfðir Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, segir að rannsóknir á langlífi á Íslandi hafi verið í gangi frá stofnun fyrirtæk- isins. Sýnt hefur verið að þeir sem verða langlífir eru skyldari hverjir öðrum en landsmenn almennt og að langlífi erfist á mjög einfaldan hátt. Kári segir að um nokkuð flókið rannsóknarefni sé að ræða því á löngu æviskeiði spila æði margir umhverfisþættir inn í heilsufar og ævilengd fólks. Enn hafa ekki kom- ið í ljós greinileg eða afgerandi mynstur sem gætu gefið til kynna hverjir verða langlífir. Í ljósi þess að langlífið er arfgengt hljóti mynstrið þó að fara nokkuð eftir landshlutum. Torfhildur Torfadóttir er elst Íslendinga og varð 105 ára gömul í gær Alltaf gott að fá sér rjómaís Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Afmæli Torfhildur hélt upp á daginn ásamt Álfheiði Guðjónsdóttur og fleiri vinkonum á Dvalarheimilinu Hlíf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.