Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 145. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SKOÐANIR» Ljósvakinn: Hrein dásemd Pistill: Það var gaman í gær Forystugreinar: Kennarar ekki með? | Hjálparstarf á Gaza Staksteinar: Vanhæf ríkisstjórn? Heitast 14° C | Kaldast 5° C Suðvestan 8-13 m/s en norðaustan 8-15 norðvestan til. Áfram væta vestan til en úr- komulítið eystra. » 10 Hvað var dómnefnd- in að hugsa? Tíu verðlaun voru veitt í Cannes í gær. Blaðamaður var sáttur við sum. »35 KVIKMYNDIR» Samsæri eða bræðralag? TÍSKA» Mæta með margar flíkur – líka karlarnir. »36 Flutningurinn var næmur og hljóð- látur, söngurinn það tilfinningaríkur að fólk fylgdist agndofa með. »33 TÓNLIST» Lhasa heill- aði gesti MYNDLIST» Gjörningar leiddu fólk á vit gamalla tíma. »37 FÓLK» Álagið að minnka? Keypti stærri íbúð. »33 Menning VEÐUR» 1. Drengur alvarlega slasaður 2. Sá ekki á töfluna 3. Susan Boyle komin í úrslit 4. Verða að fjarlægja símastaur »MEST LESIÐ Á mbl.is Skoðanir fólksins Mér finnst ESB vera risi á brauðfótum, sem muni í framtíðinni verða spillingu þrautreyndra glæpasamtaka að bráð, því enginn hálaunaður embættismaður fer að hætta starfsframa sínum, og jafnvel lífi, með því að fara að amast við því sem þar gerist. Mig minnir að fyrir nokkrum árum hafi öll framkvæmda- stjórn ESB orðið að segja af sér vegna spillingar. » 20 ÓSKAR JÓHANNSSON Að okkar mati hefur skipulag íslensks vinnumarkaðar, þar sem saman fer mikil þátttaka í verkalýðsfélögum, sam- starf við samtök atvinnurekenda um trausta kjarasamninga sem eru studdir nauðsynlegri löggjöf, reynst skila best- um árangri í að tryggja hagsmuni bæði launafólks og fyrirtækjanna. Aðild að ESB ógnar þessu fyrirkomulagi ekki á nokkurn hátt nema síður sé. Því eru áhyggjur okkar minni en félaga okkar í nágrannalöndunum. » 21 GYLFI ARNBJÖRNSSON Framapotarar þessir í íslenskum fjár- málaheimi voru nýliðar á sviði banka- starfsemi sem héldu að allt fengist fyrir ekki neitt. Þeir komu sér upp svika- myllu í sambandi við launagreiðslur og launatengdar greiðslur þar sem aðeins var hugsað um ímyndaðan gróða til að auka eigin hagnað. Veltu þeir töldum fjármunum á milli fyrirtækja þar sem þeir sjálfir ákváðu söluverð verðlausra eigna. » 22 KRISTJÁN GUÐMUNDSSON Sparnaður má ekki leiða til kostnaðar- auka annars staðar eða í framtíðinni. Það er mikilvægt að hafa skólamenn með í að leita að sparnaðarleiðum til að draga úr skaðanum. Aðstæður eru mis- munandi í skólunum og á einum stað er t.d. vilji til að kenna í aldursblönduðum námshópum, á öðrum möguleiki á að vera með misstóra námshópa og á þeim þriðja jafnvel bara stærri bekki. » 23 HAFSTEINN KARLSSON Svona „meinlætalifnað“ þyrfti fjöl- skyldan hins vegar að tileinka sér í hvorki meira né minna en 10 ár til þess eins að borga tjónið sem hún hefur orð- ið fyrir bara á síðasta ári. Ef við gerum ráð fyrir því að gengið standi í stað eða lækki næstu 2-3 árin þyrfti að fram- lengja þennan tíma í allt að 15 ár. » 24 ÞÓRÐUR MAGNÚSSON Það tóku margir þátt í veislunni og súpa nú seyðið af timburmönnunum. Við Íslendingar búum við lýðræði og tölum á hátíðarstundum um elsta lög- gjafaþing heims, en þegar þessi kreppa með tilheyrandi bankahruni skall á leysti hópur fólks með potta og pönnur löggjafann frá. » 25 SIGURÐUR JÓNSSON Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is GUNNLAUGUR Júlíusson, hag- fræðingur og langhlaupari, sigraði í gær með nokkrum yfirburðum í 48 klukkustunda hlaupi á Borgundar- hólmi í Danmörku. Gunnlaugur hljóp 334 km og var um 11 km á undan næsta manni. Um þrjátíu keppendur tóku þátt og þetta er í fyrsta skipti sem Íslend- ingur sigrar í ofurmaraþoni erlendis svo vitað sé. Gunnlaugur þakkar stíf- um æfingum og réttu hugarfari þennan góða árangur. Hann segist reyna að hlaupa á hverjum degi og frá ársbyrjun hefur hann hlaupið maraþon í hverri viku til að undirbúa sig. Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami hefur lokið sambærilegu hlaupi og Gunnlaugur vann í gær og hann segir andlegan styrk algjört lykilatriði, sérstaklega á síðustu kíló- metrunum þegar fæturnir neiti hreinlega að halda áfram. Gunnlaug- ur tekur undir með honum. „Til að ljúka svona hlaupi þarf hugarfarið að vera rétt og andlegur styrkur þarf að vera til staðar. Þú verður að berja sjálfan þig áfram og það er svo auð- velt að taka eitt skref út í kant og hætta þegar það eru hundrað þús- und skref eftir í brautinni,“ segir hann. Gunnlaugur hljóp allan tímann, að undanskildum stuttum matarhléum. „Maður nærist ekkert á geli í svona hlaupi, maður þarf almennilegan mat,“ segir Gunnlaugur, en stórar máltíðir voru útbúnar fyrir hlaupar- ana. Auk þess var ýmis kolvetnarík fæða eins og kex og brauð til staðar á leiðinni. Núna tekur við tíu daga hvíld hjá Gunnlaugi en svo byrjar hann að hlaupa aftur. Að berja sjálfan sig áfram  Gunnlaugur Júlíusson sigraði í 48 tíma ofurmaraþoni  Hefur hlaupið maraþon í hverri viku frá áramótum til að undirbúa sig  Þurfti að skipta tvisvar um skó Morgunblaðið/Golli Afreksmaður Gunnlaugur á að baki einhver erfiðustu hlaup sem Íslend- ingur hefur tekið þátt í. Í HNOTSKURN »Keppendur fá enga hvíldmeðan á hlaupinu stendur. » „24 tíma hlaup er barasmákartöflur í samanburði við tveggja sólarhringa hlaup,“ segir Gunnlaugur sem er 56 ára. »Gunnlaugur þurfti aðskipta tvisvar um skó með- an á hlaupinu stóð og fara í stærri stærð því hann varð mjög þrútinn. »Fjármál sveitarfélaga erudaglegt viðfangsefni Gunnlaugs sem hagfræðings hjá Sambandi sveitarfélaga. ÞÓTT jarðar- ber séu lost- æti finnst trú- lega flestum óhóflega mik- ið að borga rúmar 80 krónur fyrir eitt stykki – og það rétt í meðallagi stórt. Jarð- arberin, sem um ræðir, voru að vísu ekki seld í stykkjatali, heldur fengust innpökkuð í 200 gramma öskju í Nóatúni í Hamraborg í Kópavogi. Askjan kostaði 679 krónur og var ekkert þessara hol- lensku berja þannig að það sam- rýmdist staðlaðri ímynd auratelj- ara af jarðarberi. Hvert og eitt þurfti að snikka mikið til svo að það yrði sér ekki til skammar ofan á franskri súkkulaðitertu, sem aurateljari átti von á miklu hrósi gesta sinna fyrir. Við snyrtinguna reiknaðist honum til að afföllin væru a.m.k. 25%, u.þ.b. tvö jarð- arber, sem þá þýðir að hvert jarð- arber hafi raunverulega kostað rúmar 113 krónur. Ef aurateljari hefði ekki verið í tímaþröng hefði hann hlaupið aft- ur í Nóatún með öskjuna og kvart- að í stað þess að hlaupa í Morg- unblaðið með hneykslan sína. Kannski hefði hann þó gert hvort tveggja og eflaust mætt skilningi í versluninni og fengið endur- greiðslu. vjon@mbl.is Auratal Hollensku jarðarberin voru ekki eins falleg og þessi. TÓMAS R. Einarsson og kontrabassinn hans hneigðu sig djúpt fyrir áheyrendunum 25 sem hlýddu á tónlist- ina sem kraumaði upp úr viðgerðargryfjunni í bílskúr bassaleikarans í gærkvöldi. Tónleikarnir voru þeir næstsíðustu í röð 25 stofutónleika, sem voru haldnir um alla borg um helgina á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Margt fleira var um að vera í menningarlífinu um helgina, á vegum Listahátíðar. Ný íslensk ópera var frumflutt, húsfyllir var á tónleikum Lhasa de Sela og fjölmenni í Þvottalaugagöngunni. | 32-36 Morgunblaðið/Einar Falur Flytjendur hneigja sig í bílskúrnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.