Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 8
FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is LANDSLAGIÐ breyttist í rekstri Úrvinnslusjóðs eins og hjá svo mörg- um öðrum á síðasta ári. Mun minna var flutt inn eða framleitt af vörum sem úrvinnslugjald er lagt á. Hins vegar var kostn- aður við end- urnýtingu svip- aður og árið á undan. Fyrstu mán- uðir ársins eru tekjurnar veru- lega minni en í fyrra. Hver þró- unin verður síðar á árinu er erfitt að segja til um auk þess sem of snemmt er að spá um hver þróun í útgjöldum verður. Viðsnúningurinn sést best ef skoð- aðar eru annars vegar tölur um tekjur af innfluttu og framleiddu, álögðu magni og hins vegar kostnað sem sjóðurinn ber vegna endur- greiðslu. Þá kemur í ljós að í fyrra voru nettótekjurnar 567 milljónir króna, en kostnaðurinn tæplega 803 milljónir króna. Þetta er veruleg breyting frá árinu á undan þegar tekjurnar voru 728 milljónir, en kostnaðurinn 800 milljónir. Enn meiri er breytingin frá árinu 2006 er tekjurnar námu 893 milljónum, en kostnaðurinn rúmum 618 milljónum. Mæling á umsvifum „Tekjur Úrvinnslusjóðs eru í raun ákveðin mæling á umsvifum í þjóð- félaginu ekki ósvipað og í veltuskött- um eins og virðisaukaskatti,“ segir Ólafur Kjartansson, framkvæmda- stjóri Úrvinnslusjóðs. „Þessar skatttekjur bólgnuðu upp í góðærinu en dragast saman núna. Hjá okkur minnkuðu tekjur mjög í lok síðasta árs og urðu minni en við gerðum ráð fyrir. Kostnaðurinn varð hins vegar í sumum tilvikum hærri. Í uppsveiflunni jukust tekjur sjóðsins og við áttum fjármuni í sjóði, sem við grípum til núna. Við vitum ekki alveg hvert stefnir í ár og ég efast um að nokkur maður viti hver samdrátt- urinn verður. Við töldum reyndar að reksturinn væri orðinn nokkuð stöðugur og yf- irsýnin yfir þróunina væri komin í sæmilegt horf hjá okkur þegar hol- skeflan dundi yfir. Gengi krónunnar hrundi sem kemur misjafnlega við rekstur hinna ýmsu vöruflokka sem fluttir eru út til endurvinnslu. Í sum- um tilvikum er hægt að selja efnin, en í öðrum tilvikum þarf að borga með þeim. Þá er líka samdráttur í neyslu alls staðar í heiminum, en þessi efni eru hráefni í framleiðslu fyrir þá neyslu þannig að markaðir þrengdust og verð lækkaði. Við urðum í einstaka tilviki að hækka greiðslu tímabundið til verk- taka til að tryggja áframhaldandi söfnun, eftir að hafa í mörg ár lagt í vinnu og kostnað við að byggja upp söfnunarkerfið. Hjólum þessa kerfis þarf að halda gangandi,“ segir Ólafur. Í þessu samhengi má benda á að í samstarfslýsingu nýrrar rík- isstjórnar er talað um að endurskoða lög og reglur um sorphirðu og endur- vinnslu með þarfir almennings og umhverfis að leiðarljósi, svo markmið um minni urðun og meiri endur- vinnslu náist. Margir vöruflokkar Upphaf starfsemi sjóðsins má rekja til gjaldtöku vegna innflutnings á spilliefnum til að tryggja rétta með- höndlun og förgun þessara efna að notkun lokinni. Búið var til fjármögn- unarumhverfi sem byggist á því að þegar neytandi kaupir vöru þá er fyr- irfram búið að borga fyrir meðhöndl- un á henni eftir notkun. Nú nær starfsemi Úrvinnslusjóðs til fjölmargra vöruflokka. Nefna má olíu, plast, pappa, leysiefni, halógen- eruð efni, ísósýanöt, olíumálningu, prentliti, rafhlöður, rafgeyma, fram- köllunarefni, kvikasilfursvörur, varn- arefni, kælimiðla og loks hjólbarða og ökutæki. Hver flokkur hefur síðan ýmsa undirflokka, til dæmis er plast ekki sama og plast. Plastið er mjög mis- munandi og misverðmætt, t.d. er glær plastfilma verðmætari en lituð filma. Hreinleiki plastsins skiptir einnig verulegu máli. Allt hefur þetta áhrif á endurnýtinguna og markaðir geta verið mjög mismunandi. Sömu sögu er að segja af pappanum og þar fram eftir götunum. Í lögum um Úrvinnslusjóð segir að sérhver vöruflokkur skuli vera sjálf- stæður og mynda sérstakan sjóð. Peningarnir sem söfnuðust í góð- ærinu voru geymdir í Seðlabank- anum. Nú þegar breyting hefur orðið á rekstrarmyndinni er gripið til þess- ara sjóða. Einstakir sjóðir eiga að standa undir sér, en hvorki að skila tapi né hagnaði. Til lengri tíma litið segir Ólafur að þetta sé raunhæft. Neyslumynstrið breytist Með samdrætti í atvinnulífi breyt- ist neyslumynstrið og vöruinnflutn- ingur minnkaði. Umbúðir skila sér tiltölulega fljótt í endurvinnslu að notkun vörunnar lokinni. Öðru máli gegnir t.d. um hjólbarða, sem eru kannski notaðir í nokkur ár áður en þeim er skilað til endurnýtingar. Það líður með öðrum orðum mislangur tími, eftir vöruflokkum, frá því að tekjur fást af úrvinnslugjaldi þar til greiða þarf fyrir söfnun og endurnýt- ingu. Sjóðurinn brúar bilið þar á milli. Umskipti í úrvinnslunni  Tekjur Úrvinnslusjóðs 567 milljónir í fyrra, en kostnaður tæplega 803 milljónir  Ákveðin mæling á umsvifum  Verulegur samdráttur fyrstu mánuði þessa árs Morgunblaðið/Ómar Hringrás Margir verktakar víða um land vinna að söfnun á vegum Úrvinnslusjóðs. Myndin er tekin hjá Hringrás í Sundahöfn. Í HNOTSKURN »Hlutverk Úrvinnslusjóðser að örva endurvinnslu og endurnýtingu með hagrænum hvötum, það er að segja pen- ingalegum aðgerðum. »Starfsemi sjóðsins er fjár-mögnuð með gjaldi sem lagt er á viðkomandi vöru- flokk. »Sjóðurinn vinnur að því aðsem minnst falli út úr vöruhringrásinni. »Stærsti einstaki liðurinn íendurgreiðslu sjóðsins í fyrra var á hjólbörðum, tæp- lega 215 milljónir króna fyrir fimm þúsund tonn. »180 milljónir voru greidd-ar í fyrra vegna skila við förgun tæplega 8400 öku- tækja. Verulegur samdráttur var í tekjum Úrvinnslusjóðs fyrstu mánuði þessa árs samanborið við sömu mánuði í fyrra. Speglar sú þróun ástandið í þjóðfélaginu. 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 ÓLAFUR Ólafs- son kaupsýslu- maður hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem hann segist þess fullviss að vönd- uð rannsókn muni leiða í ljós algert sakleysi sitt af þeim ávirðingum sem á sig hafi verið bornar í fjölmiðlum. Yfirlýsingin fer hér á eftir: „Samkvæmt yfirlýsingu sérstaks saksóknara var gerð húsleit á mörgum stöðum í síðustu viku í tengslum við kaup félagsins Q Ice- land Finance ehf. á hlutafé í Kaup- þingi banka hf. en húsleitirnar eru hluti rannsóknar sem samkvæmt fjölmiðlum hefur staðið yfir lengi. Ég vil í því sambandi staðfesta að rannsóknaraðilar hafa lagt hald á tölvugögn sem voru í húsakynnum í minni eigu á Íslandi, en töldu sig ekki hafa þörf fyrir önnur gögn þar. Ég er þess fullviss að vönduð rannsókn muni leiða í ljós algert sakleysi mitt af þeim ávirðingum sem á mig hafa verið bornar í fjöl- miðlum.“ Rannsókn mun leiða í ljós al- gert sakleysi Ólafur Ólafsson FRAMSÝN– stéttarfélag tek- ur í ályktun heilshugar undir með Hagsmuna- samtökum heim- ilanna um að þegar í stað verði gripið til aðgerða til að forða fjölda heimila í landinu frá gjaldþroti. Framsýn kallar eftir taf- arlausum almennum leiðrétt- ingum á gengis- og verðtryggðum lánum heimilanna. „Það er skylda stjórnvalda að standa vörð um grunneiningar samfélagsins sem eru heimilin í landinu. Brettum upp ermar og hefjum uppbygg- ingarstarf í stað þess að tala endalaust um mikilvægi aðgerða án efnda. Við annað verður ekki unað,“ segir í ályktun Framsýnar. aij@mbl.is Aðgerðir og efndir án tafar MIKIL ásókn hefur verið í mat- jurtagarða í Mosfellsbæ nú í vor. Allir garðar sem hafa verið í boði við Skarhólabraut undanfarin ár kláruðust fljótt og nú er verið að hafa samband við umsækjendur á biðlista um garða og bjóða þeim annaðhvort garð í Skammadal í gegnum Reykjavíkurborg eða ein- hverja af þeim aukagörðum sem út- búnir hafa verið við Skarhólabraut, að því er segir á heimasíðu Mosfells- bæjar. Gengið hefur verið frá samkomu- lagi við Reykjavíkurborg, sem hefur Skammadal á leigu, að Mosfellingar fái úthlutað ákveðnum görðum í Skammadal fyrir matjurtagarða. Morgunblaðið/Kristján Kartöflur Margir hafa sótt um mat- jurtagarða hjá sveitarfélögum. Margir vilja matjurtagarða Þegar kemur að ökutækjum segir Ólafur Kjartansson hjá Úrvinnslusjóði að þar sjáist ótrúlegar sveiflur. Eins og gert er í öðrum vöruflokkum er ekki lagt á sérstakt gjald við innflutning bifreiðar, heldur er úrvinnslu- gjald lagt á samhliða bifreiðagjöldum tvisvar á ári, í janúar og júlí. Und- anfarin þrjú ár hefur gjald verið lagt á 213 til 232 þúsund bifreiðar og hef- ur skráðum bifreiðum fjölgað að jafnaði um 10 þúsund á ári. Í fyrra var skilað tæpum 8.400 bifreiðum til endurvinnslu. Þegar ákveðið var að hafa þetta fyrirkomulag við gjald af bifreiðum var miðað við að inn í sjóðinn væri borgað reglulega í stað þess að treysta á árlegan innflutning. „Við hefðum ekki fengið miklar tekjur á þessu ári þegar innflutningur bíla er í lágmarki,“ segir Ólafur. „Við lauslegan sam- anburð á tekjum sjóðsins af bifreiðum í janúar síðastliðnum og janúar í fyrra sýnist mér samdrátturinn vera innan við 3%,“ segir Ólafur. Ótrúlegar sveiflur í ökutækjum Ólafur Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.