Morgunblaðið - 25.05.2009, Page 11

Morgunblaðið - 25.05.2009, Page 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 STELPURNAR í 5. flokki Fjölnis fögnuðu góðum árangri í Ráðhúsinu á föstudag en stelpurnar urðu Reykjavíkurmeistarar í a-, b- og c-liðum. „Þetta er frábær árangur hjá stelpunum,“ segir Kári Arnórsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis. Kjartan Magn- ússon borgarfulltrúi tók á móti stelpunum og óskaði þeim til hamingju. Það var ekki bara 5. flokkur Fjölnis sem stóð sig vel því 4. flokkur kvenna fékk silfur í flokki a-liða og þriðji flokkur fékk einnig silf- ur hjá í a-liðum. Strákarnir í Fjölni stóðu sig ekki síður vel. 2. flokkur karla varð Reykja- víkurmeistari hjá a-liðum og b-liðið fékk silf- ur. 3. flokkur fékk silfur í a og b-liðum. Strák- arnir í 4. flokki Fjölnis gerðu sér síðan lítið fyrir og unnu fjórfalt, í a-, b-, c- og d-liðum. Kári segist þakka þjálfurum Fjölnis árang- urinn. „Það er stefnan að manna meist- araflokk karla og kvenna með leikmönnum sem eru aldir upp hjá félaginu. Við vonum að sjálfsögðu að þessir leikmenn skili sér upp,“ segir Kári. thorbjorn@mbl.is Fræknar boltastelpur Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurvegarar Það var glatt á hjalla í Ráðhúsinu þegar stelpurnar í Fjölni voru heiðraðar, en þær eru margfaldir meistarar. „HEIMILIN eru ekki að biðja um ölmusu. Heimilin eru að biðja um leiðréttingu,“ sagði Ólafur Garð- arsson, stjórnarmaður í Hagsmuna- samtökum heimilanna, á sérstökum útifundi á Austurvelli á laugardag- inn. Tóku fundarmenn vel undir orð hans. Hagsmunasamtökin boðuðu til fundarins í ljósi „þess neyðar- ástands sem ríkir á Íslandi“ og mættu um fjögur hundruð manns að sögn lögreglumanns sem var á staðnum. Auk Ólafs tóku til máls Bjarki Steingrímsson, varafor- maður VR, Sigrún Elsa Smáradótt- ir borgarfulltrúi og Guðrún Dadda Ásmundardóttir, stjórnarmaður í samtökunum. Bjarki tók fyrstur ræðumanna til máls og fjallaði um nauðsyn framgangs réttlætisins. Guðrún Dadda tók síðan við og ræddi um áhrif atvinnuleysis og aukinnar greiðslubyrði á heimilin. Auk þess tróð hljómsveitin Egó upp með Bubba Morthens fremstan í flokki og lék nokkur lög fyrir fund- argesti. thorbjorn@mbl.is Vilja enga ölmusu, heldur leiðréttingu Morgunblaðið/hag Útifundur Hagsmunasamtök Heim- illana komu saman á Austurvelli. Í VOR grisjaði Skógráð ehf. um 1,3 ha svæði í Skorradal. Helmingur svæðisins hafði aðeins einu sinni verið grisjaður en hinn helming- urinn aldrei. Úr grisjuninni fengust um 200 rúmmetrar af viði. Í lok apríl var hinn 70 ára gamli Guttormslundur á Hallormsstað grisjaður í síðasta sinn. Fella átti um helming trjánna og munu því standa eftir rúmlega 300 tré, en það er hæfilegur fjöldi miðað við hæð trjánna, sem er tæplega 20 metrar að meðaltali. Eftir grisjun verður skógurinn bjartari og trén sem eftir standa fá meira vaxt- arrými segir á skogur.is Grisjað í Skorradal og Guttormslundi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.