Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 HAFT var eftir forsætisráðherra Ísraels, Benja- mín Netanyahu, á ríkisstjórnarfundi í gær að Ísraelar hygðust halda áfram að stækka land- nemabyggðir á Vesturbakkanum þrátt fyrir kröfur Bandaríkjastjórnar um að byggingu verði hætt. Stendur fast á stefnu sinni „Ég hef ekki í hyggju að reisa nýjar landnema- byggðir en það er glórulaust að biðja okkur að hunsa þarfir eðlilegs vaxtar og stöðva allar fram- kvæmdir,“ var haft eftir Netanyahu á fundinum. Forsætisráðherrann hefur áður rætt um þessa stefnu sína en staðhæfingin þótti fá aukið vægi í ljósi þess að hún var gerð skömmu eftir fund hans með Barack Obama Bandaríkjaforseta í Washington. Samkvæmt stefnu Bandaríkjanna varðandi landnemabyggðir Ísraela er „eðlilegur vöxtur“ ekki ásættanlegur. Í heimsókn Netanyahus sagði Obama að landnemabyggðirnar „yrði að stöðva,“ krafa sem endurspeglar viðhorf annarra emb- ættismanna stjórnarinnar og þingsins. Byggðirnar á Vesturbakkanum eru ein helsta hindrunin í þróun friðarviðræðna í Mið- Austurlöndum en forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefur sagt að ekki þýði að ræða við Ísr- aela fyrr en þeir frysti vöxt byggðanna og fallist á viðræður um sjálfstæði Palestínu. jmv@mbl.is Ísraelar halda fast í áætlanir  Benjamin Netanyahu segir að landnemabyggðir á Vesturbakkanum verði stækkaðar áfram  Staðhæfingin þykir fá aukið vægi þar sem hún er sett fram svo skömmu eftir fundinn með Obama Í HNOTSKURN »Ísrael hertók Vest-urbakkann, Gaza-svæðið, Gólanhæðirnar og austur- hluta Jerúsalemborgar í sex daga stríðinu árið 1967. » Ísraelsstjórn hefur ennvöld á öllum svæðunum utan Gaza og eru þau nú heimili um hálfrar milljónar gyðinga. »Alþjóðasamfélagið skil-greinir landnemabyggðir á Vesturbakkanum sem ólög- legar. »Forseti Palestínu muneiga fund með Banda- ríkjaforseta í vikunni. Reuters Á mörkunum Palestínskur smali gætir fjár síns við gyðingabyggðir í nágrenni Jerúsalem. forseti frá 2003-2008, eru taldar vera ítarlegar rannsóknir sem hann sætti vegna gruns um spillingu. Ákærurn- ar voru lítilvægar miðað við það sem forverar hans hafa verið fundnir sek- ir um. Fjölskylda hans átti að hafa þegið sem nemur 6 milljónum Bandaríkjadala frá kaupsýslumanni á meðan hann gegndi embætti. Að sögn bandamanna Roh voru ákærurnar honum þó erfiðar þar sem hann hélt sjálfum sér á lofti sem „óflekkuðum“ stjórnmálamanni. Roh þótti óvenju hreinskilinn og játaði jafnvel að hafa lamið konuna sína en þótti einnig eiga mjög erfitt með að taka gagnrýni. Gæti orðið olía á eldinn „Ágreiningur er uppi um hvort saksóknararnir eigi sök á dauða hans. Vinni stjórnvöld ekki vel úr málinu gæti rannsóknin verið álitin pólitísk hefnd á hendur hr. Roh. Það gæti orðið hr. Lee þung byrði,“ segir stjórnmálaprófessor við Kóreuhá- skóla. Stjórnvöld sögðu í gær að rann- sókninni á hendur Roh hefði verið hætt en ekki er ljóst hvort rannsókn á fjölskyldu hans verði haldið áfram. Ekki er þó víst að það dugi til að koma í veg fyrir deilur á milli ungra frjálslyndra stjórnmálamanna landsins og eldri íhaldsmanna eins og Lee, núverandi forseta S-Kóreu. Endalok óflekkaða forsetans Reuters Sorg Þúsundir minntust Roh við minningarreit í heimabæ hans Bonghva. Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „VIÐ minnumst þín að eilífu. Sagan mun sýna að þú varst óflekkaðasti forsetinn sem við áttum,“ sagði m.a. á stórum gulum borðum sem íbúar Seúl hengdu upp í borginni um helgina. Þá syrgðu tugþúsundir S- Kóreumanna Roh Moo-hyun, fyrr- verandi forseta landsins, sem talinn er hafa framið sjálfsmorð á laugar- dag með því að henda sér fyrir björg. „Þetta er ótrúlegt. Mjög sorglegt og hörmulegt,“ sagði Lee Myung- bak, núverandi forseti S-Kóreu og pólitískur andstæðingur Roh. Ástæður sjálfsvígs Roh, sem var ÞESSI filippseyski drengur lagði sig allan fram til að ná verðlaunum er hann tók þátt í keppni við að blása hveiti úr glasi með röri. Keppnin átti sér stað í bænum Baclan sem er í úthverfi höfuðborgar Filippseyja, Maníla. Þar héldu íbúarnir dýrlingi bæjarins, heil- agrar Ritu af Cascia, hátíð í gær og var þar margt var um dýrðir. Filippseyjar eru eitt af tveimur ríkjum Asíu sem er að meirihluta til kaþólskt, hitt ríkið er Austur-Tímor. Yfir 80% íbúa Filippseyja eru kaþólskir en yfir 90% játa kristna trú. Reuters Keppt í hveitiblæstri Tókýó. AP. | Fyrir unnendur hroll- vekja eða þá sem vilja njóta spenn- andi stunda á sal- erninu gæti borgað sig að læra japönsku. Fyrirtækið Ha- yashi-pappír hef- ur gert samning við japanska hryllingssagnahöfundinn Koji Su- zuki um að hefja framleiðslu á kló- settpappír með áprentuðum hryll- ingssögum. Pappírinn kemur á markað í júní og á hann er prentuð æsispennandi hryllingssaga í níu köflum sem ger- ist á almenningssalerni. Sagan nær yfir um 90 cm á hverri rúllu og á að vera hægt að lesa á nokkrum mínútum. Samkvæmt japönskum goðsögn- um hafast draugar við á salernum. Japanskir foreldrar hræða börn sín með sögum af loðnum höndum sem gætu togað þau ofan í hyldýpið fyr- ir neðan. jmv@mbl.is Skelfilegur klósett- pappír Upplifun fyrir bóka- orma á salerninu Koji Suzuki Í bréfi sem Roh Moo-hyun mun hafa skilið eftir handa fjölskyldu sinni sagði hann líf- ið hafa verið erfitt og baðst afsökunar á að hafa „valdið svo mörgum þjáningu“. Roh komst til valda árið 2003 og hét því að vinna gegn spillingu og styrkja lýð- ræðið í landinu. Hann vann að því að bæta samskipti við N- Kóreu og að gera landið sjálf- stæðara gagnvart Bandaríkj- unum. Fimm ára valdatíð hans varð þó stormasöm og ein- kenndist af innri átökum og hneykslismálum sem fóru illa í kóreskan almenning. Stormasöm ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.