Morgunblaðið - 25.05.2009, Page 29

Morgunblaðið - 25.05.2009, Page 29
Dagbók 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 Sudoku Frumstig 1 9 8 1 2 9 4 9 5 1 4 8 5 6 4 1 3 5 8 2 7 3 2 3 5 8 9 8 3 2 9 5 3 4 5 7 8 1 1 4 7 7 4 1 6 7 9 3 5 4 4 1 2 8 8 9 1 2 4 6 2 7 1 4 2 1 9 1 7 6 6 3 9 2 4 5 7 1 8 4 5 8 7 1 6 3 9 2 1 2 7 9 3 8 4 6 5 5 6 3 8 2 9 1 7 4 9 8 4 1 6 7 5 2 3 7 1 2 3 5 4 9 8 6 2 4 1 6 7 3 8 5 9 3 9 6 5 8 1 2 4 7 8 7 5 4 9 2 6 3 1 8 1 9 7 5 3 4 6 2 4 7 3 2 1 6 5 9 8 6 2 5 4 9 8 1 3 7 7 9 8 6 3 4 2 1 5 5 6 4 9 2 1 8 7 3 2 3 1 8 7 5 9 4 6 1 5 6 3 8 9 7 2 4 9 4 2 5 6 7 3 8 1 3 8 7 1 4 2 6 5 9 3 2 9 1 5 4 7 8 6 8 1 6 3 2 7 9 4 5 5 7 4 8 6 9 1 2 3 1 3 7 6 8 5 2 9 4 9 8 5 4 7 2 3 6 1 6 4 2 9 3 1 8 5 7 2 6 3 5 1 8 4 7 9 7 9 1 2 4 6 5 3 8 4 5 8 7 9 3 6 1 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þann- ig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röð- inni. Í dag er mánudagur 25. maí, 145. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk 13, 27.) Víkverji dvaldi í síðustu viku í ör- skotsstund á Indlandi á leið sinni til og frá Afganistan. Millilendingin á Indlandi var grátlega stutt, aðeins nokkrar stundir á leiðinni út og einn eftirmiðdagur á leiðinni heim. Þar sem Afganistan var tilgangur ferðarinnar fór lítill sem enginn tími í að hugleiða hvað skyldi gera í þess- ar örfáu klukkustundir í Delí. Víkverji ferðaðist með litlum hópi fólks og á leiðinni heim eftir áhuga- verða dvöl í Afganistan var ákveðið að geyma alla hvíld og líta í kringum sig í hitabylgjunni í Delí. x x x En Víkverji var ekki ánægður með tilviljanakennt ráfið með hópn- um og ákvað því kanna borgina á eigin vegum. Eftir tíu mínútna göngu í mannmergð þar sem Vík- verji skar sig mjög svo úr, meðal ágengra sölumanna sem náðu hon- um í öxl og umkomulausra betlara var ekki laust við að hann sæi eftir ákvörðun sinni. Allnokkrir borgarbúar höfðu gefið sig á tal við Víkverja til að fá hann til viðskipta við frændur og fjölskyldur, þeir höfðu ekki haft erindi sem erf- iði. Þá gaf sig ungur og snyrtilegur maður, Kumar, sig á tal við Víkverja og spurði hvað hann væri að gera í borginni. Kumar var forviða þegar Víkverji sagðist vera í stuttu stoppi á leið frá Afganistan. Fyrir honum virtist nágrannalandið jafn fjarlægt og hættulegt og það er Íslendingum. Kumar sýndi Víkverja blaða- mannaskírteini og sagðist stundum vinna fyrir lítið indverskt dagblað, við værum því kollegar. Eftir smá spjall ákvað Víkverji að það væri óhætt að taka boði Kumars um leið- sögn um Delí og hófst þá nokkurra stunda ferð um borgina, fótgangandi sem í mótorknúnum Rikshaw- leigubílum. Kumar sýndi Víkverja helstu staði borgarinnar og fór með hann í versl- anir, frændi hans fékk að sjálfsögðu smá viðskipti út á vestræna ferða- manninn en var heldur svekktur með hversu illa fjáður Víkverji reyndist. Víkverja langar aftur í ringulreiðina á Indlandi eftir góð kynni af innfæddum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 krækja í, 4 kvendýrið, 7 lint, 8 málmi, 9 reið, 11 beint, 13 kvið, 14 villt, 15 brjóst, 17 hafa fyrir satt, 20 snák, 22 stundir, 23 erfið, 24 rás, 25 ástfólg- inn. Lóðrétt | 1 krabbateg- und, 2 klámfengið, 3 sig- aði, 4 stertur, 5 dý, 6 hafna, 10 nemur, 12 auð, 13 álit, 15 tryggingafé, 16 kvæðið, 18 stjórnar, 19 ilmur, 20 kraftur, 21 skógur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 förumaður, 8 fólið, 9 kýrin, 10 aki, 11 rígur, 13 rytja, 15 ruggu, 18 falur, 21 mær, 22 trant, 23 ástin, 24 barlóminn. Lóðrétt: 2 öflug, 3 urðar, 4 arkir, 5 umrót, 6 ófár, 7 unna, 12 ugg, 14 yla, 15 ryta, 16 glata, 17 umtal, 18 fráum, 19 lætin, 20 rann. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. O-O Be7 8. a4 O-O 9. f4 Dc7 10. Be3 b6 11. Bf3 Bb7 12. f5 e5 13. Rb3 Rbd7 14. g4 h6 15. h4 d5 16. exd5 e4 17. Bg2 Dg3 18. De1 Dxe1 19. Hfxe1 Rxg4 20. Bxb6 Rxb6 21. Hxe4 Rxd5 22. Rxd5 Bxd5 23. Hxe7 Hfd8 24. Bf1 Kf8 25. Hee1 Hdb8 26. Ha3 Rf6 27. Hd1 Ha7 28. Hd2 Be4 29. Hf2 Rg4 30. Hf4 Rf6 31. Rc5 Bxc2 32. Hf2 Bd1 33. Rxa6 Hb6 Staðan kom upp á bandaríska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu í St. Louis. Stórmeistarinn Hikaru Nakamura (2701) hafði hvítt gegn kollega sínum Alexander Shaba- lov (2569). 34. b4! Hbxa6 35. Bxa6 Hxa6 36. a5 Re4 37. b5 Hd6 38. a6! Rxf2 39. a7 Rh3+ 40. Hxh3 og svart- ur gafst upp enda ræður hann ekki við frípeð hvíts. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sókn eða vörn? Norður ♠G65 ♥Á108 ♦KG5 ♣DG74 Vestur Austur ♠D942 ♠Á1083 ♥53 ♥K6 ♦10632 ♦ÁD98 ♣1083 ♣962 Suður ♠K7 ♥DG9742 ♦74 ♣ÁK5 Suður spilar 4♥. Norður gefur og opnar á Standard- laufi. Á austur að blanda sér í málin? Austur er með 13 punkta, en tví- spilið í hjarta mælir á móti opn- unardobli og hann ákveður að passa. Suður segir 1♥ og norður 1G. Austur neyðist til að passa aftur og suður lýkur sögnum með stökki í 4♥. Út- spilið er ♠4. Sókn eða vörn? Vörninni er allri lokið ef austur tekur á ♠Á. En austur á kost á snjallri áætlun: að láta tíuna þvinga fram kónginn og spila síðan undan ♠Á þegar hann lendir inni á tromp- kóng. Þá kemur banvænn tígull í gegnum blindan. Þessi vörn er hins vegar ekki í boði ef sagnhafi hefur vit á því að fara upp með ♠G í fyrsta slag. Eftir á að hyggja hefði verið skyn- samlegt að segja 1♦ við 1♣. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Efasemdir um framtíðaráform þín munu líklega sækja að þér í dag. Vertu röskur að taka ákvörðun því að hika er sama og að tapa. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú þarft að leggja þitt af mörkum til samstarfs á vinnustað og gæta þess að verða ekki of stjórnsamur. Reyndu að fara upp í fjöll ef þú mögulega getur. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Óljós vafi um eitthvað sem þú hyggst taka þér fyrir hendur fyllir þig óöryggi. Að endurnýja auðlindir sínar felst í fleiru en að birgja sig upp. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Leitaðu eftir aðstoð til að leysa verkefni þitt. Einn dagur úti í náttúrunni gæti verið nóg til að byggja þig upp. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Umvandanir eru þín fyrstu viðbrögð í dag. Leyfðu félögum að fljóta með þér en vertu á varðbergi gagnvart vini sem segist hjálpa til, en er bara dragbítur. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Ekkert samband er fullkomið. Vanalega reynist þér það létt, en í dag verðurðu beðinn um eitthvað sem þú vilt ekki að aðrir hafi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Háleitar hugmyndir um hagkvæmar fjárfestingar sækja á þig. Eyddu meiri tíma í ástvini og vini sem kunna betur að meta það sem þú gerir. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Sporðdrekinn er upptekinn við að galdra áætlun sem á endanum get- ur af sér velgengni og velmegun. Notaðu það til að skilja hvað ástvinir þínir vilja. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú þarft að ná frumkvæðinu og halda því svo sigri þínum verði aldrei ógnað. Láttu umfram allt ekkert trufla fjölskyldulífið. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú færð fréttir langt að sem koma þér á óvart. Stjörnumerki þitt er örlátt og í dag er auðvelt að fara yfir strikið í þeim efnum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Því lengur sem þú slærð hlut- unum á frest því erfiðara er að koma sér að verki. Gefðu þér tíma til að njóta feg- urðar náttúrunnar með þínum nánustu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þetta er góður tími til að huga að ferðalögum, útgáfumálum, fjölmiðlum og framhaldsmenntun. En þú mátt ekki skella skollaeyrum við gagnrýni, heldur átt þú skoða hana vandlega. Stjörnuspá 25. maí 1929 Þingmenn Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins stofnuðu Sjálfstæðisflokkinn. Jón Þor- láksson var fyrsti formað- urinn. 25. maí 1958 Steinn Steinarr skáld lést, 49 ára. Hann var brautryðjandi í nútímaljóðagerð. Þekktasta verk hans er ljóðaflokkurinn Tíminn og vatnið. Jóhannes úr Kötlum sagði að Steinn hefði verið „einn sérstæðasti snill- ingur íslenskrar ljóðlistar“. Hann var „einna skarpastur maður að greind sem ég hef kynnst,“ sagði Halldór Lax- ness. 25. maí 1987 Jarðskjálfti, 5,8 stig, varð í Vatnafjöllum suður af Heklu. Þetta var mesti skjálfti á Suð- urlandi síðan 1912 og fannst allt að 175 kílómetra frá upp- tökunum. 25. maí 1999 Íslenskur leiðangur varð fyrstur til að fara á jeppum þvert yfir Grænlandsjökul. „Það er búið að tengja saman austur- og vesturströndina landleiðina,“ sagði einn leið- angursmanna í samtali við Morgunblaðið. 25. maí 2001 Forseti Íslands lagði hornstein að Vatnsfellsvirkjun, milli Þórislóns og Krókslóns. Afl virkjunarinnar er 90 megavött og hún var tekin í notkun næsta vetur. 25. maí 2001 Þyrlan TF-SIF skemmdist á flugi yfir Snæfellsnesi þegar þyrluspaðarnir rákust í stélið. Fimm manna áhöfn sakaði ekki. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „JÁ, ég ætla að halda dálítið upp á þessi tímamót og þá að sjálfsögðu með fjölskyldu minni, vinum og ættingjum,“ sagði Hugo Þórisson sálfræðingur en hann fyllir sjötta áratuginn í dag. Verður hann af þessu tilefni með opið hús heima hjá sér eftir kl. fimm í dag. Hugo kvaðst hafa átt margan ágætan afmæl- isdaginn um dagana, til dæmis er hann varð fimm- tugur en hann segir, að þá hafi þau hjónin átt ynd- islega og eftirminnilega viku saman í París. Er kona hans Ragnheiður Hermannsdóttir kennari af Skógargerðisætt í Fellum á Héraði. Segir Hugo, að þau eigi miklu barnaláni að fagna en börnin eru fimm og barna- börnin sex. Í starfi sínu sem sálfræðingur fæst Hugo Þórisson einkum við að að- stoða börn. Segist ekki hafa þurft að kvarta yfir verkefnaleysi í vinnunni, kannski því miður, því að það erfiða ástand, sem nú sé í ís- lensku samfélagi, bitni ekki síst á börnunum og þeim, sem höllustum fæti standa. „Börnin eru fljót að finna fyrir erfiðleikunum og þeir geta lagst þungt á þau,“ sagði Hugo að lokum. svs@mbl.is Hugo Þórisson sálfræðingur sextugur í dag Í faðmi fjölskyldu og vina Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.