Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15VIÐAKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí k a 2 0 0 9 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA T E P P I Á H E I M I L I Ð Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is LEIKJAFRAMLEIÐANDINN CCP, sem á og rekur fjölnotendatölvuleikinn EVE Online, hefur ákveðið að nýta heimild Seðlabankans til að gefa út skuldabréf í Bandaríkjadölum gegn láni í íslenskum krónum. Fleiri fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á slíkri útgáfu, Marel, Össur og Norðurál þar á meðal. Hefur CCP fengið heimild til skuldabréfaú- gáfu fyrir 2,5 milljarða króna, en til að byrja með verða bréf að fjárhæð 1,5 milljarðar seld. MP banki hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna. Árið 2007 gaf CCP út sitt fyrsta skuldabréf og var féð, sem fékkst við sölu þess, notað til frekari vöruþróunar. Meðal annars við þróun á nýjum tölvuleik, World of Darkness. Nýja skuldabréfaútgáfan verður m.a. notuð til þess að endurgreiða þetta bréf. Standa betur af sér kreppuna Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir að tölvuleikjaframleiðendur eigi mun auð- veldara með að að standa af sér krepputímabil en mörg önnur netfyrirtæki, sem mörg hver eru háð auglýsingatekjum. „Minni líkur eru á því að fólk skeri niður það sem það eyðir í net- tölvuleiki en í aðra afþreyingu. Upphæðirnar, sem um ræðir, eru ekki háar, þá hafa margir spilarar varið miklum tíma í viðkomandi leik, hafa mikla ánægju af því að spila hann með vin- um út um allan heim og eru því ófúsir til að yf- irgefa hann.“ Á dögunum fékk CCP verðlaun frá evrópsk- um samtökum fyrirtækja, sem starfa í staf- rænni fjölmiðlun af ýmsu tagi. Mediamoment- um tekur á ári hverju saman lista yfir þau fimmtíu fyrirtæki í þessum geira sem vaxið hafa hraðast og í ár fékk CCP verðlaunin „Vi- sion and Future Growth Potential Award.“ Segir í umsögn dómnefndar að CCP hafi nú gríðarlegt tækifæri til vaxtar haldi fyrirtækið áfram nýsköpun og viðhaldi stöðu sinni innan nettölvuleikjageirans. Markaður fjölnotendatölvuleikja, eða MMO- leikja, eins og þeir eru gjarnan kallaðir, er óvenjulegur að mörgu leyti. Hann er í raun mjög ungur, en fyrsti stóri leikurinn kom út ár- ið 1997. „Vegna þess að samfélag við aðra spil- ara er mjög stór hluti af aðdráttarafli slíkra leikja skiptir fjöldi spilara miklu máli fyrir vel- gengni leiksins. Þegar leikur hefur náð ákveðnu marki í fjölda spilara getur verið mjög erfitt fyrir nýjan leik að bola honum af markaðnum,“ segir Hilmar. „Hafa ber í huga að þótt allir MMO-leikir séu venjulega allir settir undir sama hatt, þá er markaðurinn ekki einsleitur. Langflestir leikir eru fantasíur sem um margt minna á Hringa- dróttinssögu. Sú var raunin þegar EVE kom út og vissum við að á brattann yrði að sækja fær- um við inn í þann geira. Mun færri leikir eru hins vegar með vísindaskáldsöguþema, eins og EVE. Þar erum við nær einráð, en með örfáum undantekningum er EVE eini MMO-leikurinn sem gerist í framtíðinni og í geimnum.“ Segir Hilmar að þetta tvennt, fjöldi EVE-spilara og sérstaða leiksins, þýði að markaðsstaða hans sé mjög sterk og verði það um nánustu framtíð. Eru enn að ráða starfsfólk Næsti leikur CCP, World of Darkness, segir Hilmar að muni njóta svipaðrar sérstöðu á leikjamarkaðnum. Leikurinn sé byggður á mjög vinsælu hlutverkaspili, sem er í eigu fyr- irtækisins, en í því leika spilarar hlutverk vampíra, varúlfa og galdramanna. „Við teljum að fyrir leik sem þennan sé stór markaður, enda sýnir velgengni vampíru- og varúlfabóka, -kvik- mynda og -sjónvarpsþátta að áhuginn er mikill. Þá hjálpar til að enginn slíkur leikur er til stað- ar og því stendur enginn annar í veginum.“ Starfsfólki CCP hefur fjölgað á umliðnum ár- um í takt við auknar vinsældir EVE Online. Eru starfsmenn nú um 380 talsins í þremur löndum. „Starfsmönnum mun enn fjölga á næstunni, en við erum nú að ráða í um 60 stöður hjá fyrirtækinu og hvetjum við fólk til að sjá hvað er í boði hjá okkur á Íslandi,“ segir Hilm- ar. CCP ríður á vaðið í útgáfu  Leikjaframleiðandinn CCP mun í fyrstu gefa út nýtt skuldabréf að fjárhæð einn milljarður króna  Bréfið er gefið út í Bandaríkjadölum, en kaupendur munu greiða fyrir það í íslenskum krónum Morgunblaðið/Golli Störf Starfsmenn CCP eru nú um 380 talsins í þremur löndum, en verið er að ráða í 60 stöður. Morgunblaðið/Valdís Thor Styrkir Hilmar segir að sérstaða EVE styrki markaðsstöðu leiksins og þar með CCP. FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is INNSTÆÐUTRYGGINGAR hafa verið í umræðunni allt frá því að Landsbankinn varð gjaldþrota og ís- lensk stjórnvöld samþykktu að taka á sig ábyrgð vegna innstæðna á Ice- save-reikningum bankans í Bretlandi og Hollandi. Í einföldu máli er inntak löggjafar um innstæðutryggingar það að ríkið ábyrgist innstæður í öllum bönkum í viðkomandi landi. Venjulega miðast tryggingin við ákveðið hámark, en þetta hámark var þó afnumið í mörg- um ríkjum eftir að kreppan hófst fyr- ir alvöru síðasta haust. Markmiðið er að minnka líkur á því að eigendur innstæðna í bönkum geri áhlaup á þá og taki út fé sitt í stórum stíl. Ef ekki væri fyrir innstæðu- tryggingar væri hætta á slíku áhlaupi ef útlit væri fyrir að viðkomandi banki ætti í vanda. Fáir bankar geta staðist slík áhlaup og því er löggjöf um inn- stæðutryggingar af mörgum talin nauðsynleg til að tryggja stöð- ugleika í fjármála- og bankakerfinu. Freistnivandi Ekki eru þó all- ir sannfærðir um ágæti slíkrar löggjafar og telja að þvert á móti ýti innstæðutrygging undir óheppilega eða jafnvel óeðlilega áhættusækni í bankakerfinu og geti því valdið meiri óstöðugleika, þegar til lengri tíma er litið. Í greininni Moral Hazard and the Financial Crisis (Freistnivandi og fjármálakreppan) fjallar breski hagfræðiprófessorinn Kevin Dowd meðal annars um óheppilegar afleið- ingar innstæðutrygginga. Tekur hann dæmi um tvo ímynd- aða banka. Annar er íhaldssamur og varkár í öllu sem hann gerir, en hinn er áhættusæknari. Á uppgangs- tímum mun síðarnefndi bankinn að öllu jöfnu skila meiri hagnaði en hinn varkári og getur því boðið hærri vexti á innlánsreikningum sínum. Inn- stæðueigendur þurfa að bera bank- ana saman og meta hvort þeir eigi að leggja meiri áherslu á ávöxtun eða ör- yggi. Meðan allt leikur í lyndi eru inn- stæðueigendur hjá áhættusækna bankanum ánægðir með ávöxtunina og hluthafar bankans sömuleiðis, enda skilar hann góðum arði. Þegar niðursveifla hefst fatast hinum áhættusækna banka flugið og hann tapar fé. Varkári bankinn stendur hins vegar niðursveifluna mun betur af sér. Ef ríkið ábyrgist ekki inn- stæður í bönkum er líklegt að inn- stæðueigendur í áhættusækna bank- anum taki út fé sitt og flytji yfir í varkára bankann. Þetta leiðir til þess að fyrrnefndi bankinn leggst á hliðina og hluti innstæðueigenda tapar öllu sínu. Varkára bankanum er hins veg- ar verðlaunað fyrir ráðdeild sína og innstæðueigendum hans og hlut- höfum sömuleiðis. Áhættusækni verðlaunuð Ábyrgist ríkið hins vegar inn- stæður í bönkum þarf áhættusækni bankinn hins vegar ekki að óttast að viðskiptavinir hans geri áhlaup á hann á krepputímum. Innstæðu- eigendurnir þurfa heldur ekki að hafa áhyggjur af sparifé sínu og horfa því eingöngu á ávöxtunina. Þegar syrtir í álinn sjá inn- stæðueigendur áhættusækna bank- ans ekki ástæðu til að taka fé sitt út af reikningum og bankinn getur haldið áfram að bjóða hærri vexti en sam- keppnisaðilinn. Samkeppnisstaða varkára bankans er því verri en hins áhættusækna, bæði á uppgangs- og krepputímum. Eigi hann að þrífast í samkeppnisumhverfi er mjög líklegt að hann neyðist til að taka upp hina áhættusæknu viðskiptahætti and- stæðingsins. Með öðrum orðum grefur löggjöf um innstæðutryggingar undan sam- keppnisstöðu varkárra bankastofn- ana. Kerfisbundin áhættusækni eykst og fjárhagsleg heilsa banka- kerfisins minnkar. Þegar haft er í huga að markmiðið með innstæðutryggingum er, að hluta til að minnsta kosti, að auka stöðugleika bankakerfisins vekur þetta dæmi Dowds spurningar um hvort löggjöfin þjónar þessu hlut- verki sínu. Ríkistrygging á innstæðum er freistnivandi Áhlaup Árið 1911 var gert áhlaup á Nineteenth Ward Bank í New York, en áhlaupum hefur fækkað síðustu áratugi. Kevin Dowd Þegar bankar þurfa ekki að hafa áhyggjur af áhlaupi innstæðueig- enda er hætta á því að þeir verði áhættusæknari en ella. Í hópi fjölnotendatölvuleikja, sem not- endur greiða mánaðargjald fyrir, er EVE Online fjórði stærsti leikurinn á Vest- urlöndum, en á þessu ári hefur notendum fjölgað um ríflega 20%. Áskrifendur eru nú yfir 300.000 og af þeim sem byrjuðu sem áskrifendur þegar leikurinn komi út í maí 2003 eru 20% enn að spila leikinn, sex árum síðar. „Við erum sífellt að bæta við leikinn, stækka hann og gera hann aðgengilegri fyrir nýja spilara,“ segir Hilmar. „EVE er mjög óvenjulegur leikur að því leyti að spilurum hefur fjölgað á hverju ári frá því að hann kom út, en venjulega nær fjöldi spilara svipaðra leikja hámarki fljótlega eftir að leikirnir koma út og svo fækkar þeim,“ segir Hilmar. Í hópi stærstu leikja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.