Morgunblaðið - 25.05.2009, Side 13

Morgunblaðið - 25.05.2009, Side 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 þorski. Stærri báturinn er á netum en veiddi á línu áður. Báða bátana nota þeir svo við grásleppuveiðar. „Ég held að hugmyndir um þessar breytingar séu meira og minna til komnar vegna áróðurs í þjóðfélaginu; áróðurs frá fólki sem ekki þekkir til sjávarútvegsins. Það er svo neikvætt, síðan menn fóru að selja frá sér kvóta fyrir mörgum árum og leysa inn gríðarlegan hagnað.“ Og Jón segist vissulega ekki undrast hvað fólki finnst um slíkt; „en svo á, í nafni réttlætis, að hegna þeim sem keyptu kvótann“. Hann segir umræðuna þannig að kvótasalan sé alltaf neikvæð fyrir sjávarbyggðirnar en svo sé auðvitað ekki. Bræðurnir fengu ákveðinn kvóta úthlutaðan í upphafi og þegar faðir þeirra hætti útgerð, eftir hálfa öld á þeim vettvangi, keyptu þeir af honum kvótann. „Svo hætti annar gamall útgerðarmaður hér fyrir nokkrum árum og þá keyptum við kvótann af honum. Í báðum þessum tilfellum hefur kvótinn sem sagt orðið kyrr í byggðarlag- inu.“ Jón telur mjög mikilvægt að menn veiði sjálfir sem mest af eigin kvóta. „Það verður aldrei hægt að loka alveg á kvótaleigu vegna þess að henni fylgir ákveðið hagræði. Og það er alltaf hægt að bæta þetta fiskveiðistjórnunarkerfi en þetta er ekki rétta leiðin. Það má ekki útrýma þeim sem hafa þekkinguna og reynsluna. Það er fáránlegt því það tekur engan smátíma að byggja þá þætti upp aftur. Mér finnst skrýtið að sagt sé í öðru orðinu að sjávarútvegurinn eigi að bjarga málunum en í hinu sé komið svona aftan að honum.“ gurinn? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson sker úr netum. Ísey Dísa Hávarsdóttir aðstoðar afa sinn. INGÓLFUR Árnason gerir út vélbátinn Sigrúnu Hrönn ÞH á Húsavík og er einn fjögurra í áhöfn. Honum líst ekki á áform ríkisstjórnarinnar, aðallega vegna þess hve óljós þau eru. „Fyrningarleiðin er kannski ekki alvitlaus og ég er ekki endilega alfarið á móti henni en ég vil vita hvað um er að ræða; að menn útlisti til dæmis hvað á að gera við það sem fyrnt er. Fiskurinn þarf að koma í land og spurningin er bara hvort þeir fá að sækja hann sem seldu heimildir frá sér, eða þeir sem treystu á að kerfið yrði við lýði og keyptu til sín heimildir. Það er kristaltært að þeir sem keyptu heimildir eru menn sem ætl- uðu sér að vera áfram í greininni,“ sagði Ingólfur. Hann sakar stjórnmálaflokkana um að setja sjávarútveginn í algjört uppnám með atkvæðaveiðum rétt fyrir kosningar; með tali um frjálsar handfæraveiðar og fyrningarleiðina. „Jafnvel var talað um að skertar yrðu veiðiheimildir hjá mönnum sem leigðu þær frá sér og nú er mjög erfitt fá heimildir leigðar. Ein skýringin er sú að menn eru hræddir við það vegna þessara ummæla. Ég hef alltaf leigt mikið af heimildum, fiskiríið hefur gengið vel en vandamálið núna er að erfitt er að leigja heim- ildir til að ná þeim fiski sem við vitum að er fyrir hendi.“ Ing- ólfur gagnrýnir að talað hafi verið um að frjálsa handfærakerfið kæmi í stað byggðakvótans en síð- an að það væri ekki víst. „Það veið- ast ekki allar tegundir á handfæri sem eru í byggðakvótanum. Þetta lýsir því hvernig menn tala út og suður og virðast raunverulega ekk- ert vita hvað þeir eru að tala um. Sjálfsagt geta allir verið sammála um að gallar eru á fiskveiðistjórn- unarkerfinu og ég get tekið undir að það þarf að laga, en það þarf að gera með miklu meiri varfærni og minni yfirlýsingum.“ Þegar spurt er hvað þurfi að laga í kerfinu nefnir Ingólfur að hann hafi verið því fylgjandi að hámarksverð verði sett á leigu- kvóta. Fáránlegt sé að þurfa að leigja heimildir á svo háu verði að afurðaverð dugi ekki fyrir leigunni. Fyrningarleiðin ekki alvitlaus Ingólfur H. Árnason „Í FYRSTA lagi finnst mér að ekki gangi að taka afla- heimildir af útgerðum án endurgjalds. Í öðru lagi verður að gera þetta í sam- ráði og samvinnu við grein- ina. Sjávarútvegsráðherra hefur reyndar boðað það en ég veit ekki hverju er að treysta,“ segir Guðný Sverr- isdóttir, sveitarstjóri í Grýtu- bakkahreppi, vegna hug- mynda um fyrningarleið. Grýtubakkahreppur er eitt þeirra sveitarfélaga sem eiga kvóta, um 600 þorsk- ígildistonn. „Byggðarlög sem áttu kvóta hafa mörg selt hann frá sér. Við keyptum þetta smám saman en fengum ekkert á silfurfati. Verðið var annað þá en það hefur verið undanfarið en ég tel að við höfum verið mjög framsýn og hef ekki séð eftir því eina klukkustund að við skyldum kaupa kvótann. Hann hefur gert mikið fyrir plássið.“ Guðný segir að sjávar- útvegurinn megi síst við því í dag að bátnum verði ruggað of mikið og að meira verði skemmt en bætt. Hún telur það hafa verið mikla synd að ekkert af byggðakvótanum skyldi vera fest við byggð- irnar þegar kvótakerfið var sett á. „Það hefði skipt miklu máli. Við sjáum að margar byggðir hafa verið lagðar í auðn þegar allur kvótinn var seldur. Það er skelfilegt.“ Akureyri íhugar málið Bæjaryfirvöld víða um land hafa álykt- að gegn hugmyndum um fyrningarleiðina. Jóhannes Bjarnason, Framsóknarflokki, bar upp slíka tillögu í bæjarstjórn Ak- ureyrar í vikunni en henni var vísað til bæjarráðs, með atkvæðum fulltrúa meiri- hlutans, Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar. Jóhannes lagði til að bæjarstjórn skoraði á ríkisstjórnina að endurskoða þau áform sín að fara fyrningaleiðina. Þar sagði ennfremur: „Flestum ber saman um að núverandi kvótakerfi sé gallað og mun eðlilegra að sníða þá vankanta af en fara þessa leið. Rekstrargrundvöllur og áætl- anir eru í uppnámi vegna fyrirhugaðra breytinga og við slíkt getur undirstöðu- atvinnuvegur þjóðarinnar ekki búið til lengri tíma.“ Veit ekki hverju er að treysta Guðný Sverrisdóttir AÐALSTEINI Baldurssyni, verkalýðsforingja á Húsavík og sviðsstjóra matvælasviðs Starfsgreinasambands Íslands, líst vel á að fyrningarleiðin verði skoðuð. „Mér finnst með ólíkindum að LÍU hafi farið út í mikla herferð gegn því sem ríkisstjórnin er að tala um því það er ekki eins og niðurstaðan liggi fyrir. Þetta á að gera á 20 árum, og í fullu samráði við hagsmunaaðila; fisk- vinnslu, útgerð, sjómenn og landverkafólk.“ Ekki standi til að hætta að veiða fisk við Íslandsstrendur, heldur breyta óvinsælli fiskveiðistefnu til að koma á sátt meðal þjóðarinnar. Aðalsteinn leggur áherslu á að hann gagnrýni ekki fiskveiðistjórnunarkerfið sem slíkt heldur sé framsalið með ólíkindum. Margir hafi verið leiknir grátt vegna þess. „Útgerðarmenn finna þessu allt til foráttu og kalla eftir ábyrgð stjórnvalda. Ég kalla hins vegar eftir ábyrgð þeirra manna sem hafa lagt byggðarlög úti um allt land í rúst með því að fara burt með kvótann.“ Hann bendir líka á að sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi skuldi um 500 milljarða sem segi sér að kerfið hafi ekki virkað. „Í gegnum tíðina höfum við, talsmenn fiskverkafólks, sýnt því skilning að fækka þurfi frystihúsum til þess að ná fram hagræði í grein- inni en samt hefur staða fisk- vinnslufólks aldrei verið jafn slæm og nú, tekjulega, vegna þess að út- gerðir hafa þurft að kaupa kvóta og skuldsett sig, í nafni hagræðingar.“ Aðalsteinn telur strandveiðar heldur ekki vitlausa hugmynd að skoða. Margir hafi áhyggjur á minni stöðum þar sem byggðakvóti hafi komið sér vel, m.a. á „hans svæði“ á Norðausturlandi „Byggðakvótinn hefur víða verið vítamínsprauta og ég skil því áhyggjur manna en í fljótu bragði líst mér þó vel á strand- veiðar. Þær mega þó ekki rýra vinnsluna í landi sem hefur m.a. byggst upp í kringum byggða- kvótann.“ Líst vel á að fyrningarleið sé skoðuð Aðalsteinn Baldursson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.