Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 ✝ Gunnar Guð-mundsson (Gunni Dó, kenndur við móð- ur sína) fæddist í Hafnarfirði 5. ágúst 1917. Hann lést á Sólvangi í Hafn- arfirði 12. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Dórothea Ólafsdóttir húsmóðir, f. 28. október 1885, d. 16. ágúst 1962 og Guðmundur Sig- urjónsson bátsmaður, f. 3. október 1889, d. 31. maí 1986. Systkini Gunnars voru: 1) Sigurjón Magnús, f. 20. mars 1919, d. 16. nóvember 1953, kvæntur Gróu Frímannsdóttur, þau eignuðust fimm börn. 2) Guð- rún Rannveig Guðmundsdóttir, f. 14.nóvember 1931, gift Kristjáni G. Jónssyni og eiga þau einn son. Guðrún eignaðist fjóra syni með fyrri eiginmanni sínum, Agli Han- sen. Gunnar ólst upp og bjó í for- eldrahúsum á Aust- urgötu 19. Eftir að foreldra hans naut ekki lengur við hélt Gróa mágkona hans honum heimili þar til heilsa hans brast og hann fór á hjúkr- unarheimilið Sólvang í ársbyrjun 2003. Gunnar var eins árs gamall þegar hann fékk spænsku veikina og var þá vart hugað líf. Upp úr þeim veikindum náði hann sér ekki að fullu. Þrátt fyrir fötlun sína stundaði Gunnar alla tíð ýmis störf, fiskvinnslu, reiðhjólaviðgerðir sem hann lærði hjá Skapta Egilssyni og síðan lengi við hreinsun og snyrtingu mið- bæjar Hafnarfjarðar eða þar til hann komst á eftirlaun. Gunnar verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 25. maí, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Við kveðjum í dag kæran afabróð- ur okkar, Gunna Dó. Hann var ávallt einlægur vinur okkar barnanna og minnumst við sérstaklega kátínu hans, glettni og hlýju. Þetta vers úr Dalakofanum endurspeglar þá út- geislun sem Gunni hafði, en lagið söng hann af innlifun við hátíðleg tækifæri. Þá hlæja hvítir fossar; þá hljóma strengir allir; þá hlýnar allt og brosir; þá fagna menn og dýr; þá leiðast ungir vinir um vorsins skógarhallir; þá verður nóttin dagur, – og lífið ævintýr. (Davíð Stefánsson.) Við þökkum Gunna frænda sam- fylgdina. Gunnar, Gróa Björk og Kristín. Gunni Dó er dáinn. Gunni Dó var móðurbróðir minn, hann var meira en frændi, hann var sérstakur vinur, hann var eitthvað sem er svo erfitt að skýra. Hann var ekki einsog flestir. Hann fór á mis við sumt en fékk meira af öðru. Einn hans betri vina, Árni Gunnlaugsson, sagði mér þegar við sátum níræðisafmæli Gunna Dó, að þegar Gunni varð sextugur sendi Árni honum heillaskeyti. Snemma næsta dags bankaði Gunni upp á hjá Árna, rétti fram höndina og þakkaði innilega fyrir skeytið. Þessi saga lýsir svo vel sönnum og gegnheilum manni. Í æsku var Gunni Dó fastur liður í lífi mínu og minnar fjölskyldu. Ég náði ekki að upplifa, þannig að ég muni, samskipti hans og ömmu. Mér eru fast í minni samskipti hans og afa. Þau voru svo fín, svo áreynslu- laus, svo falleg. Eins get ég ekki munað Gunna Dó öðruvísi en glaðan. Vissulega fann hann stundum til vanmáttar. Hann gat ekki allt sem aðrir gátu. Af sumu hafði hann meira en flest- ir. Það geta ekki allir hjólað niður Fríkirkjutröppurnar, eða Flens- borgartröppurnar og það geta ekki allir staðið á höndum á stýri reiðhjóls sem rennur áfram á fleygiferð. Svo geta fjarri því allir stokkið af hjólinu, látið það renna áfram og stokkið um borð aftur. Svo hefur mamma sagt mér svo margar sögur af Gunna Dó þegar hann renndi sér einsog at- vinnumaður á skautum. Stökk upp, dansaði, beygði meira og hraðar en aðrir. Gunni Dó var fæddur íþrótta- maður. Þegar við bjuggum á Krosseyrar- veginum var eitthvað það besta og skemmtilegasta, sem ég upplifði, þegar Gunni Dó kom hjólandi göt- una. Það munaði um það þegar hann var í heimsókn. Svo barngóður, svo stríðinn og svo skemmtilegur. Gunni Dó var götusópari, hann átti gnótt vina, talaði aldrei illa um nokkurn og enginn talaði illa um hann. Enda varla hægt. Þegar komið er að leiðarlokum og uppgjörið fer fram í huga mínum, er ég viss um að þó Gunni Dó hafi ekki fengið nóg af öllu, þá fékk hann mik- ið af ýmsu. Aðskilnaði síðustu ára verður ekki breytt héðan af. Kæri frændi og góði vinur. Um leið og þér er þökkuð samfylgdin, ástin og vin- áttan verð ég að þakka enn og aftur fyrir öll hjólin sem þú gerðir sem ný og lést þig ekki muna um að hjóla með tvö til reiðar alla leið frá Austur- götunni í Hafnafirði og vestur á Seljaveg í Reykjavík, eftir að við fluttum þangað. Sigurjón Magnús Egilsson. Kveðja frá systkinunum á Austurgötu 19 Látinn er Gunnar Guðmundsson frændi okkar. Hann var af Hafnfirð- ingum gjarnan kallaður Gunni Dó, kenndur við móður sína Dórótheu, eins og mörg sjómannsbörn. Lífsfer- ill hans var um margt sérstakur. Hann hlaut ungur heilaskaða af völd- um spænsku veikinnar sem kom helst fram í sérstökum talsmáta. Fötlun hindraði hann ekki í að vinna ýmis störf, m.a. við fiskverkun og gatnahreinsun. Í því starfi minnast Hafnfirðingar Gunna vegna glað- værðar og hve fús hann var að spjalla við alla sem viku sér að honum, háa sem lága. Hann fann stöku sinnum fyrir fálæti og jafnvel ertni í sinn garð en hann var næmur á fólk og gaf því einkunn. Flestir fengu ein- kunnina „hann fínn“, en til voru þeir sem hann nefndi „kakalaka“ en það var hans versta umsögn. Gunni ólst upp hjá foreldrum og tveimur systkinum á Austurgötunni og síðar í sambýli við bróður sinn, mágkonu og börnin fimm. Faðir okk- ar, Sigurjón, fórst í sjóslysi 1953. Syrgði Gunni bróður sinn og kær- asta vin mjög, en reyndi allt sem í hans valdi stóð að létta okkur og móður okkar lífið eftir þetta áfall. Hann var einstaklega greiðvikinn og taldi ekki eftir sér sporin ef þau voru í þágu okkar á efri hæðinni. Á yngri árum bjó hann yfir mikilli líkamlegri fimi og var hann meðal annars snill- ingur á hjóli þar sem hann lék hinar mestu kúnstir. Í frístundum gerði hann við hjól og nutum við systkinin þar hjálpsemi hans og handlagni. Gunni var nær alltaf glaður og varðveitti barnið í sjálfum sér betur en flestir. Hann var afar barngóður, félagi okkar systkina meðan við vor- um lítil og skemmti sér síðan með börnum okkar. Hann hikaði ekki við að gretta sig og geifla og voru gervi- tennurnar mikilvægir leikmunir. Frásagnargleði, eldsnögg tilsvör og orðheppni einkenndu Gunna. Hann gat snúið sigr út úr erfiðum spurn- ingum og mátað okkur með hnyttn- um tilsvörum. Einhverju sinni of- bauð mömmu bröltið á Gunna og sagði að ef hann ekki hegðaði sér vel um kvöldið yrði hún að skamma hann: „Um hvaða leyti, Gróa mín?“ spurði Gunni. Á sextugsafmælinu hafði hann partí með kóki í bland við dýrari veigar sem bjóða átti um kvöldið. Mörg börn komu í veisluna að deginum. En þegar partíið átti að hefjast heyrðist Gunni kalla neðan úr kjallara: „Allt kók búið og ekki farið að nota það.“ Gunni var ekki talnaglöggur, en notaði sínar aðferðir sem dugðu langt. Einhverju sinni var hann spurður að aldri. Ekki stóð á svari: „Ég sextíu í fyrra, þú reikna.“ Gunni var söngelskur, hafði fallega tenór- rödd og mætti á samkomur Kvæða- mannafélagsins meðan hann gat. Dalakofinn var hans uppáhaldslag. Er okkur ógleymanlegt þegar hann söng það af innlifun á áttræðisafmæli sínu. Eftir fráfall afa og ömmu hélt móðir okkar honum heimili. Þegar heilsa hans brast fór hann á Sólvang og naut einstakrar umhyggju þar. Við þökkum því góða fólki fyrir hlýju og elskusemi í hans garð. Að leiðarlokum þökkum við Gunna ævilanga vináttu og hlýju. Minning hans verður okkur ávallt kær. Guðrún, Guðmundur, Dóróthea og Ólafur Sigurjónsbörn. Nágranni minn og góður vinur, Gunnar Guðmundsson, var um margt sérstæður samferðamaður, sem að verðskulduðu ávann sér hlý- hug og vinnáttu margra Hafnfirð- inga. Með Gunnari hverfur af sjón- arsviði minnisstæður þegn Hafnar- fjarðar, sem skilaði lofsamlega hlut- verki sínu í lífinu. Framkoma, lífsmáti og mannkost- ir Gunnars voru í mörgu til fyrir- myndar. Þannig var hann einstak- lega ræktarsamur við foreldra sína og afar hjálpfús Gróu mágkonu sinni eftir fráfall eiginmanns hennar, en hún sýndi Gunnari ætíð kærleiksríka umhyggju. Gunnar var kurteis og þakklátssamur, einlægur og lítillát- ur, sérlega barngóður, heiðarlegur og með hreina samvisku. Engum vildi hann gera mein og aldrei heyrði ég illt umtal af vörum hans. Gunnar naut þess að gleðja og liðsinna öðr- um og var laus við fjötra græðgi og sýndarmennsku. Margir Hafnfirðingar og aðrir muna vel eftir Gunnari, þegar hann af alúð sá um götusópun í bænum og setti svip á bæjarlífið. Þá kom reið- hjólið hans oft í góðar þarfir til að fara á milli svæða og flytja rusla- poka. Sem viðurkenningu fyrir góð störf fékk Gunnar að gjöf frá Hafn- arfjarðarbæ nýtt og vandað reiðhjól, sem gladdi hann innilega. Gunnar var mjög flinkur á reiðhjóli og sýndi á yngri árum snilldarleikni á hjólinu sínu. Hann lærði reiðhjólaviðgerðir með félaga sínum Lárusi Sigurðs- syni, sem var lengi mótoristi á lóðs- bátnum. Gunnar og Lárus hjóluðu mikið saman og þeir bræður Lárus og Haukur voru einlægir og tryggir vinir Gunnars. Oft áttum við Gunnar tal saman, enda stutt á milli húsa okkar í Aust- urgötu. Sagði Gunnar mér stundum frá skemmtilegum atvikum úr lífi sínu eins og þegar hann fór í langar ferðir á hjólinu sínu eða allt austur að Gullfossi og Geysi. Og ekki gleym- ast frásagnir hans af smalaferðum, en Gunnar var frár á fæti við smölun fjár. Faðir hans átti lengi nokkrar kindur, sem Gunnar hlúði vel að og hafði af því mikla ánægju. Gunnar var glaðsinna og söngelsk- ur og með góða söngrödd. „Vertu hjá mér Dísa“ var uppáhaldslagið hans og var sungið með Gunnari í 90 ára afmæli hans. Aldrei tók Gunnar þátt í kapphlaupinu um prjál og hégóma. Hann var nægjusamur og kunni vel listina að lifa einföldu lífi í góðri sátt við Guð og menn. Minningin um Gunnar kallar fram í huga mínum eftirfarandi orð í heil- agri ritningu: „Sælir eru hjarta- hreinir, því að þeir munu Guð sjá“. Með því fyrirheiti er kvaddur kær vinur með hljóðri bæn og hjartans þakklæti fyrir allt það fagra og góða, sem af honum mátti læra. Árni Gunnlaugsson. Gunnar Guðmundsson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR Ó. ERLENDSDÓTTIR, Aðallandi 6, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 19. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 26. maí kl. 13.00. Gísli Guðmundsson, Jóhanna V. Gísladóttir, Andrew B. Nobel, Guðmundur Gíslason, Hanna Steinunn Ingvadóttir, Erlendur Gíslason, Kristjana Skúladóttir og ömmubörn. Er veturinn loks fer að vægja, og vorið í loftinu býr. Var hugsað til sum- ars við Sogið, og svalans sem er þar svo hlýr. Þangað með fögnuði flogið, og fylgst með fuglanna dýrð. Á slíkum stað núna þú býrð. Það er ekki að undra þótt hug- urinn leiti til þess fallega staðar sem var henni Dísu svo kær. Þar var gott að koma og dvelja. Þar voru stundirnar mörgu og góðu með vinum. Þar var Steinar að byggja og bæta fram á síðasta dag. Þar komu sonardæturnar til dvalar og skemmtunar. Þar voru sam- verustundirnar bestar. Dísa og Kalli byggðu sér sinn unaðsreit rétt við Sogið fyrir meira en 30 árum og þar dvöldu þau svo oft sem verða mátti. Þetta var hluti af þeirra lífi. Dísa varð að hverfa af vinnumarkaði langt fyrir aldur fram og átti við vanheilsu að stríða um margra ára skeið. Samt var stutt í spaugið og oft og tíðum skemmtilegar aðfinnslur og stríðni. Hún hafði sínar sterku skoðanir á því sem var að gerast í kringum hana. Nú er vor í lofti og það er eins og hún Dísa hafi valið sinn vitjunartíma. Það var á vorin sem hún hugsaði til hreyfings og hlakkaði til að dvelja á öðrum stað en veturinn bauð upp á. Bjarndís Friðriksdóttir ✝ Bjarndís Friðriks-dóttir fæddist í Laxárnesi í Kjós 18. desember 1927. Hún lést á heimili sínu 4. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 19. maí Nú lifir minningin um trausta og trygga konu sem lét lítið fara fyrir sér í dag- anna amstri en var alltaf hún sjálf í gegnum lífsins ólgu- sjó. Þær eru margar minningarnar um einlæg samskipti milli fjölskyldunnar sem lengst af bjó í Bólstaðarhlíð 28 og Kalla og Dísu. Nú eru þau í brúnni, systkinin frá Miðkoti í Landeyjum sem fluttu ung að ár- um til Reykjavíkur til að skapa sér sitt lífsviðurværi. Nú eru þau ár að baki þegar farið var í ferðalög og ærsl og gleði fylltu dagana gleði- stundum. Nú hafa makar þeirra fallið frá. Ég veit að sú mikla vinátta sem varaði alla tíð milli Dísu, Kalla, pabba og mömmu er sú góða minn- ing sem mun styrkja og ylja í huga þeirra sem eftir lifa. Þegar kallið kemur er þögnin svo djúp en minn- ing um gleðistundir lífsins mun minnka það djúp sem í huganum býr. Á stundum sem þessum eru engin orð til, bara þögnin, bara virðingin við það líf, sem gaf svo margt en var þó bratt á stundum. Megi minningin og almættið gefa Kalla, Perlu Dís og Birtu Líf þann styrk sem færir ykkur yl í hjarta þegar minnst er þeirra mörgu gleðistunda sem við öll eigum um ánægjulegar samverustundir. Við systkinin úr „Bólstaðarhlíðinni“ og mamma okkar vottum Kalla, Perlu Dís og Birtu Líf okkar einlægustu og dýpstu samúð. F.h. Guðlínar Kristinsdóttur, Guðjónu, Kristjáns Eriks og Guð- línar Erlu, Kristinn G. Kristjánsson. AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.