Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is STEFNT er að því að fyrsta vatns- sendingin fari frá nýju fyrirtæki í Vestmannaeyjum í næsta mánuði. Áfangastaðurinn er í arabalönd- unum. Einhvern tímann hefði það þótt í frásögur færandi að Eyjamenn væru aflögufærir með vatn og það í hæsta gæðaflokki, eins og Elliði Vignisson bæjarstjóri segir. Þetta er eigi að síður staðreynd, en auk gæða vatnsins skipta hafnaraðstæður í Eyjum og lega eyjanna miklu máli í þessum stórhuga áformum. Ekki sama mynd og fyrir ári Það er fyrirtækið Iceland Global Water sem stendur að vatnsútflutn- ingunum. Guðjón Engilbertsson er í forsvari fyrir fyrirtækið í Vest- mannaeyjum og segir að stefnt hafi verið að því að fyrsti farmurinn færi í júnímánuði. Hann segir að enn standi vonir til að þau áform stand- ist. Enn sé þó eftir að hnýta nokkra lausa enda og sannarlega sé myndin ekki hin sama og var fyrir um ári þegar lagt var af stað. „Vatnið verður flutt héðan í belgj- um, sem settir eru í gáma, til Rot- terdam og þaðan áfram til araba- landa,“ segir Guðjón. „Við erum reyndar búnir að senda prufusend- ingar, það gekk ágætlega og vatnið líkaði vel. Við erum með mjög gott vatn og þó að flutningurinn kosti mikið gengur dæmið vonandi upp,“ segir Guðjón. Fyrirtækið hefur byggt verk- smiðjuhús í Friðarhöfn og segir Guðjón að aðeins sé eftir að ganga frá gatnagerð að húsinu. Fyrirhugað er að minnsta kosti fjórir starfi við vatnsútflutninginn í Eyjum þegar allt verður komið á fulla ferð. Ný plastleiðsla Vatnið er keypt af Hitaveitu Suð- urnesja sem rekur vatnsveitu Eyja- manna. Það er tekið í lind við Syðstu-Mörk, sem er einn af Merk- urbæjunum undir Eyjafjöllum. Það- an fer vatnið með lögn í jörðu niður á Landeyjarsand þaðan sem það fer um nýja plastleiðslu neðansjávar til Vestmannaeyja. „Fyrir 50 árum eða svo hefði ekki nokkrum manni dottið það í hug að vatnsútflutningur yrði einhvern tím- ann veruleiki í Vestmannaeyjum,“ segir Elliði bæjarstjóri. „Þetta virð- ist hins vegar ætla að verða nið- urstaðan. Vatnið er einstaklega gott, ferskt bergvatn og án þess að ég þekki rekstrarútreikninga þessa fyrirtækis myndi ég halda að að- stæður hér væru mjög hagstæðar því hér er hægt að landa vatninu nánast beint í skip,“ segir Elliði. Guðjón rekur minni til þess þegar brunnar voru við nánast hvert hús og vatni safnað í rennur af hús- þökum. Ef ekki var nóg vatn var hringt eftir vatnsbílnum. Barnaherbergi í stað brunna Elliði nefnir að alls staðar hafi verið vandræði með ferskvatnið fyr- ir aðeins 40 árum. „Stórir og miklir brunnar voru við húsin og það er al- gengt ef maður kemur inn í gamalt hús hér í Eyjum að búið sé að grafa brunninn út og gera þar barna- herbergi eða annan íverustað,“ segir Elliði. „Sérstakur kúltúr tengdist vatninu og hann viðgengst í rauninni enn hjá mörgum okkar því í öllum úteyjunum er neysluvatnið tekið af þökum veiðihúsa, þaðan í tank og í kranann.“ Vatn frá Eyjum til arabalanda  Einhvern tímann hefði það þótt í frásögur færandi að Eyjamenn væru aflögufærir með vatn  Tekið við Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum og fer um plastlögn neðansjávar til Vestmannaeyja Morgunblaðið/ÞÖK Breyttir tímar Gæðavatn er notað við fiskvinnslu í Vestmannaeyjum, en svo hefur alls ekki alltaf verið. Á vefsíðunni heimaslóð.is er að finna marg- víslegan fróðleik um lífið í Vest- mannaeyjum. Þar segir m.a. um vatnið: „Þrátt fyrir miður skemmtilegar heimsóknir ræn- ingja, hættulegar glímur við sjóinn og kúgun í gegn- um aldirnar hafa Vestmanna- eyingar óttast vatnsskort hvað mest.“ Árið 1933 var lokið við gerð sjóveitu, en fyrir þann tíma hafði sjór til fiskþvotta verið tekinn beint úr höfninni. Sjórinn var oft tekinn á sömu stöðum og út- rennsli var í sjó og var því ekki boðlegur til vinnslu en þó not- aður. Vatnsbólin á Heimaey dugðu engan veginn til að leysa vatns- þörfina og þá var einnig vandi að varðveita neysluvatnið. Regn- vatni var safnað eftir föngum, bæði af þökum og með segldúk- um. Upp úr aldamótum 1900 hófu menn að setja brunna við hús sín. Eftir 1925 var gert að skyldu að byggja vatnsbrunna við hús og árið 1929 kom í fyrsta sinn fram tillaga um borun eftir vatni. Regnvatnið hafði slæm áhrif á tennur og líkama fólks enda var regnvatnið snautt af nauðsynlegum steinefnum. Þá var brunnvatnið bæði óhreint og litað, sótugt af olíu- og kolareyk og einnig báru fuglar óhreinindi og drituðu á þökin, eins og segir á www.heimaslod.is Vatnið var munaðarvara Eftir seinni heimsstyrjöldina var oft borað eftir vatni, án árang- urs. Aðeins sjór kom upp. Voru þá orðin vandræði vegna fiskiðn- aðar, þrátt fyrir notkun á hreins- uðum sjó úr sjóveitu. Aska féll á húsþök í Heklugosi 1947 og Surtseyjargosi 1963 og gerði safnvatnið af þökunum ódrykkjarhæft. Vatn var munaðarvara og varla mátti dropi fara til spillis. Það hefur fylgt Vestmannaeyingum að fara vel með vatn og fyrir rennandi vatn úr krana er ávallt lokað. Boranir skiluðu ekki ár- angri og góð ráð voru dýr, m.a. komu fram hugmyndir um að nota kjarnorku til að framleiða neysluvatn en að lokum voru tvær leiðir eftir: Eiming sjávar og leiðsla frá landi. Árið 1965 var tillaga um vatns- leiðslu borin upp á fundi bæj- arstjórnar. Hún var samþykkt með öllum atkvæðum. Vatns- leiðslurnar voru lagðar árin 1968 og 1971 upp á Landeyjasand. Lengd leiðslnanna er 22,5 km. Lagnir á landi hafa verið end- urnýjaðar og í fyrra var ný vatns- lögn frá Landeyjarsandi tekin í notkun. Kostnaður við hana nam um 1,2 milljörðum. Lögnin er eign bæjarins en er leigð Hitaveitu Suðurnesja til 30 ára. Eyjamenn óttuðust vatnsskort meira en ræningja og glímur við sjóinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Erfitt Vatnssöfnun í Eyjum var ekki auðveld í Heklugosi 1947 né í Surtseyjargosinu 1963. Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ÉG lít á sjón- og heyrnarskerð- inguna sem hvatningu. Maður setur sér bara raunhæf markmið og gerir svo sitt besta,“ segir Helga Theo- dóra Jónasdóttir, sem útskrifaðist með hæstu einkunn á stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands á laug- ardag. Hún fékk 9,3 í aðaleinkunn. „Ég hef verið í skólanum án þess að sjá almennilega á töfluna allt frá því ég var lítil,“ segir Helga. Skóla- gangan hafi því oft reynt á þolrifin. Helga er með sjaldgæfan horn- himnusjúkdóm sem heitir CHEB og er hún eini Íslendingurinn sem hefur greinst með þann sjúkdóm. Móðan töluvert minni eftir aðgerð í vetur Sjúkdómurinn lýsir sér í því að móða leggst yfir augun en að sögn Helgu hefur móðan minnkað tölu- vert á vinstra auga eftir að hún fór í aðgerð í desember. „Fyrst eftir að ég kom í skólann eftir aðgerðina sá ég eiginlega ekki neitt með vinstra auganu. Fyrir að- gerðina var ég með 10-20% sjón á vinstra auga en nú er hún komin upp í 30-40% svo það er mjög gott,“ segir Helga. Gerð verður aðgerð á hægra auganu seinna en sjónin á því er um 30%. Helga útskrifaðist með ein- kunnina 9,3 af náttúrufræðibraut – líffræðisviði en uppáhaldsfögin hennar eru þýska og íslenska. Hún segist hafa valið líffræðibrautina af því að hún vissi ekki almennilega hvað hún vildi læra. „Það voru því þarna allskonar fög sem ég hef engan áhuga á,“ segir Helga hlæjandi. Fékk hjálp frá sessunautum sínum og vinum Helga segist hafa þurft að treysta mikið á sessunauta sína og vini alla skólagönguna. „Maður hefur þurft að hafa að- eins meira fyrir þessu en aðrir en ég held að það hafi samt bara verið hvatning,“ segir Helga. Hún stefnir á lögfræðinám við Háskóla Íslands í haust. Helga neitar að allur hennar tími fari í námið, hún gefi sér góðan tíma til að stunda líkamsrækt auk þess hún eyði tíma með vinunum. Dúxaði í Verzló þrátt fyrir að sjá varla á töfluna í skólanum Ljósmynd/Bergljót Gyða Dúxinn Helga segist líta á sjón- og heyrnarskerðinguna sem hvatningu. Hún stefnir á lögfræðinám við Háskóla Íslands í haust. JÓHANNA ÁR heldur frá Njarðvík- urhöfn til veiða á hrefnu á þriðju- dag. Verið er að mála bátinn og gera kláran fyrir tímabilið. Hrefnuveiðimenn hafa fengið þrjú leyfi til veiða í sumar og kvótinn er 100 hrefnur, að því er fram kemur á vef hrefnuveiðimanna. Veðurútlit er ágætt og ef allt gengur vel ætti fyrsta hrefnukjötið að vera komið í verslanir fyrir næstu helgi að því er segir á vef hrefnuveiðimanna. Veiðar á hrefnu hefjast í vikunni Í laugardagsblaði birtist frétt á bls. 10 um að Egilsson hefði fengið Fjörustein Faxaflóahafna. Þar er sagt að framkvæmdastjóri Egilsson, Egill Þór Sigurðsson, hafi tekið við steininum á aðalfundi Faxaflóa- hafna. Hið rétta er að Egill Þór er stjórnarformaður fyrirtækisins. LEIÐRÉTT Egilsson – stjórnarformaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.