Morgunblaðið - 25.05.2009, Page 23

Morgunblaðið - 25.05.2009, Page 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 Re y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | s í m i : 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t a e k n i . i s Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Allt frá árinu 2001 hefur Heyrnartækni boðið upp á mikið úrval vandaðra heyrnartækja frá Oticon. Í dag er útlit heyrnartækja frá Oticon þannig að þau eru nánast því ósýnileg bakvið eyrun og tæknin svo fullkomin að hún kemur notendum nær eðlilegri heyrn en nokkrun tímann fyrr. Heyrnartækni er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við heyrnarskerta á landsbyggðinni. Auk daglegrar þjónustu í Reykjavík þá bjóðum við reglulega upp á heyrnarmælingar og heyrnartækjaþjónustu á 18 stöðum á landsbyggðinni. Bjóðum upp margar gerðir heyrnartækja í ólíkum verðflokkum. Heyrðu betur með vönduðu heyrnartæki www.hey rnartæ kni . is UMFJÖLLUN um samgönguáætlun fyr- ir tímabilið 2007 til 2008 sem til með- ferðar er á Alþingi ber að fagna. Sam- göngubætur koma öllum landsmönnum við hvort sem þeir búa á landsbyggðinni eða höfuðborg- arsvæðinu. Mikilvægt er að sem flestir landsmenn segi álit sitt og sendi öllum landsbyggðarþingmönnum tillögur um atvinnuskapandi verk- efni úti á landi, styttingu vega- lengda til að uppbyggðir vegir standist hertar nútímaörygg- iskröfur ESB og gerð jarðganga til að tryggja öryggi byggðanna og fækka fjallvegum í 500 til 600 m hæð um ókomna framtíð. Eftir öðrum leiðum verður vetrarein- angrun sem byggðirnar hafa búið við alltof lengi aldrei úr sögunni. Ljóst er að Vegagerðin getur aldrei klárað framkvæmdirnar á ellefu stöðum sem Kristján Lárus lofaði á þremur árum, það leyfir fjárhagsrammi samgönguáætl- unar ekki. Til að tryggja örugga heils- ártengingu litlu sjávarplássanna skiptir miklu máli að unnið verði áfram við að bora veggöng undir fjöll til að tækniþekking sem nú er fyrir hendi á þessu sviði glatist ekki næstu fimm til sex áratug- ina. Mikil vinna hefur verið lögð í tillögu til þingsályktunar sem snertir þessa samgönguáætlun. Samþykkt var 17. mars 2007 sam- gönguáætlun fyrir tímabilið 2007 til 2010 sem gerir ráð fyrir fjár- mögnun Héðinsfjarðarganga og Bolungarvíkurganga. Gert var líka ráð fyrir sérstakri fjáröflun til jarðgangagerðar undir Vaðla- heiði sem á að verða einka- framkvæmd kostuð með veggjaldi og að hluta til af íslenska ríkinu eins og Gunnar Ingi Birgisson, þáverandi þingmaður, lagði til þegar hann vildi tímabundið láta fresta jarðgangagerðinni í Héð- insfirði vegna óvissuatriða. Í stað- inn ítrekaði hann að hagkvæmara væri að bora frekar stutt veggöng undir Siglufjarðarskarð þegar þessi ágæti þingmaður flutti til- lögu um að byrjað yrði fyrst á Vaðlaheiðargöngum. Þá hefði strax verið hægt að losna við 60 cm jarðsig á veginum í Almenn- ingum sem nú er stórhættulegur. Þarna geta aurskriður sópað veg- inum niður í fjörurnar milli Siglu- fjarðar og Skagafjarðar. Tíð snjóflóð sem halda áfram að hrella vegfarendur á veginum sunnan Múlaganganna vekja spurningar um hvort allir þing- menn Norðvestur- og Norðaust- urkjördæmis skuli standa saman og flytja tillögu um að gerð verði ný tvíbreið jarðgöng nær Dalvík og úr Fljótum undir Siglufjarð- arskarð vegna mikils jarðsigs á veginum vestan gömlu Stráka- ganganna áður en mannskaðar hljótast af á þessum stór- hættulegu svæðum sem enginn treystir. Þarna komast Siglfirð- ingar og Ólafsfirðingar aldrei hjá því að keyra í gegnum Skagafjörð og um Öxnadalsheiði til Akureyr- ar ef aurskriður eyðileggja teng- ingu Fjallabyggðar við Eyjafjörð. Íbúar nýja sveitarfélagsins á Tröllaskaga verða áfram í vond- um málum þegar það sama skeð- ur í Almenningum vestan Stráka- ganganna. Fullvíst má telja að vetrarein- angrun Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar við byggðir Eyjafjarðar og Skagafjarðar verði aldrei úr sögunni á meðan íbúar Fjalla- byggðar sitja áfram uppi með tvo flöskuhálsa sem eru gömlu Strákagöngin og Múlagöngin. Ótækt er að það skuli líka vera jafnmargir flöskuhálsar í Vest- fjarðagöngunum sem liggja inn í Önund- arfjörð og Súg- andafjörð. Í öllum þessum veggöngum sem eru ólögleg sam- kvæmt stöðlum ESB lokast vegfarendur, lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabílar alltaf inni þegar umferð flutningabíla úr báðum áttum er alltof mikil. Vegna neyð- artilfella sem enginn sér fyrir get- ur slíkt aldrei gengið til lengdar. Einbreið jarðgöng með útskotum öðrum megin sem ætti að banna bjóða upp á enn meiri slysahættu ef bremsulausir flutningabílar full- ir af eldfimum efnum sem mætast fara þar inn á 70 km hraða. Þá yrði mannslífum aldrei bjargað ef litlir fólksbílar yrðu á milli stóru ökutækjanna. Fyrir kjördæma- breytinguna hefðu fyrrverandi þingmenn Norðurlands eystra og vestra átt að berjast fyrir tví- breiðum jarðgöngum nær Dalvík og undir Siglufjarðarskarð í tíð Steingríms J. Sigfússonar, þáver- andi samgönguráðherra. Mik- ilvægt er að framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hefjist af fullum krafti árið 2010. Þau geta ekki beðið lengur. Tveir flöskuhálsar í Fjallabyggð Eftir Guðmundur Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Ljóst er að Vega- gerðin getur aldr- ei klárað fram- kvæmdirnar á ellefu stöðum sem Kristján Lárus lofaði á þremur árum, það leyfir fjár- hagsrammi sam- gönguáætlunar ekki. Höfundur er farandverkamaður. ÞAÐ ERU dap- urlegar fréttar sem okkur berast nú um niðurskurð í grunn- skólunum. Sveit- arfélögin standa illa og þurfa að draga saman seglin. Fræðslumálin eru stærsti út- gjaldaþátturinn og sveitarstjórnarmenn líta til þeirra þegar spara þarf útgjöld. Það er í sjálfu sér eðlilegt. En því má ekki gleyma að hlutverk grunnskólans er að mennta börn og unglinga og byggja með því grunninn að velferð þeirra og þjóð- arinnar. Sparnaður í rekstri grunn- skólanna má ekki leiða til þess að þau börn sem þar eru nú fái minni tæki- færi til mennta en þau sem lokið hafa grunnskóla eða börn í nágrannalönd- unum. Slíkur sparnaður gæti orðið þessum einstaklingum og þjóðinni dýrkeyptur seinna meir. Flest sveitarfélög hafa nú þegar skorið niður fjárveitingar til grunn- skólanna sinna. Niðurskurðurinn kemur niður á kennslu, félagsstarfi nemenda, foreldrasamstarfi og þjón- ustu s.s. skólaakstri og verðlagi í skólamötuneytum. Hlutverk grunnskólanna er mennt- un barna og unglinga og það er sterk krafa í samfélaginu um að þeir standi sig þar. Fækkun vikulegra kennslu- stunda og fækkun kennsludaga á ári mun gera skólunum erfiðara með að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra. Fækkun árlegra kennsludaga um 10 þýðir að hver nemandi fær hátt í einu skólaári styttri skólagöngu en áður. Auk þess mun skólaganga hans verða meira en einu skólaári styttri en jafnaldra hans í nágrannalöndunum. Þá raska sparn- aðaraðgerðir af þessu tagi styttingu framhaldsskólans, þar sem talsvert af námsefni hans hefur verið flutt eða er verið að flytja í efstu bekki grunnskól- ans. Einnig er rétt að benda á að nið- urskurður í forfallakennslu kemur að langmestu leyti niður á kennslu ung- linga þar sem gríðarlegir erfiðleikar skapast við að fella niður kennslu hjá yngri nem- endum. Sparnaður sem fenginn er með minni kennslu er óráð og afleið- ingar hans geta verið al- varlegar. Á síðustu árum hefur sérkennsla aukist tals- vert í grunnskólum. Ástæðan er sú að nú er að fullu verið að hrinda í framkvæmd þeirri stefnu sem mörkuð var með grunnskólalögunum 1974 að grunnskólinn ætti að vera skóli án aðgreiningar. Í því skyni hafa nokkrir sérskólar verið lagðir niður og sérdeildum hefur fækkað. Með aukn- um mannafla hefur almennum grunn- skólum verið gert mögulegt að veita nemendum sem áður sóttu sérskóla góða menntun í sínum heimaskóla. Margir grunnskólar hafa nú þegar byggt upp dýrmæta þekkingu og reynslu á þessu sviði. Það er mik- ilvægt að stíga ekki skref aftur á bak í þessum efnum í þeirri von að draga úr útgjöldum. Slíkur sparnaður er líkleg- ur til að verða mikill kostnaður síðar. Flest sveitarfélög hafa dregið úr út- gjöldum til vörukaupa í grunnskólum. Rétt er að vekja athygli á að mjög lík- legt er að það dragi úr möguleikum í list- og verkgreinakennslu þar sem minni peningar verða til kaupa á efn- um sem þarf í slíka kennslu. Undanfarinn áratug hafa grunn- skólar sinnt þjónustu til hliðar við það hlutverk að vera menntastofnanir. Gæsla yngstu skólabarnanna að lok- inni kennslu er þjónusta sem víða er boðið upp á. Foreldrar greiða fyrir þessa þjónustu en ljóst er að sveit- arfélögin þurfa einnig að leggja nokk- uð til. Skólamötuneyti eru nú rekin í flest- um skólum. Foreldrar greiða að jafn- aði hráefnisverðið en sveitarfélögin borga öll laun og annan rekstr- arkostnað. Misjafnt er með hvaða hætti mötuneytin eru rekin t.d. er í sumum tilfellum allur matur eldaður á staðnum og í öðrum allur matur keyptur tilbúinn frá mötuneytum, jafnvel í öðrum landshlutum. Það er mikilvægt að hagræða í þeirri þjón- ustu skólanna sem snýr að öðru en menntuninni. Það kann að vera að hægt sé að spara í rekstri skólagæslu og mötuneyta. Skólar hafa dregið verulega út skólaferðalögum enda er þeim gert að greiða þau að fullu. Þegar allur kostn- aður meðalárgangs vegna vikudvalar í skólabúðum er tekinn saman nemur hann um einni milljón. Margir skólar hafa verið að senda tvo árganga á ári en með því að hætta þessum ferðum geta þeir sparað talsvert en nem- endur verða að vísu án þeirrar upplif- unar og menntunar sem þeir öðlast í skólabúðunum. Stjórnun hefur á síð- ustu árum aukist í grunnskólum um leið og aukin stjórnunarverkefni hafa verið sett til þeirra. Skólar eru fjöl- mennir vinnustaðir og í mörg horn að líta bæði hvað varðar málefni nem- enda og starfsmanna. Það er eflaust hægt að hagræða eitthvað í stjórnun en þá verður að hafa í huga að einhver verkefni munu sitja á hakanum, jafn- vel ekki verða unnin. Sparnaður má ekki leiða til kostn- aðarauka annars staðar eða í framtíð- inni. Það er mikilvægt að hafa skóla- menn með í að leita að sparnaðarleiðum til að draga úr skað- anum. Aðstæður eru mismunandi í skólunum og á einum stað er t.d. vilji til að kenna í aldursblönduðum náms- hópum, á öðrum möguleiki á að vera með misstóra námshópa og á þeim þriðja jafnvel bara stærri bekki. Kennarar og skólastjórnendur eru kröfuhörð fagstétt sem setur mennt- un nemenda í öndvegi og þeir eru örugglega tilbúnir til að fara ofan í saumana á skólanum sínum í því skyni að ná fram betri nýtingu þess fjármagns sem úr er að spila. Hvað er hægt að spara í grunnskólunum? Eftir Hafstein Karlsson Hafsteinn Karlsson » Það er mikilvægt að hafa skólamenn með í að leita að sparnaðarleiðum í grunnskólunum til að draga úr skaðanum. Höfundur er skólamaður og sveitarstjórnarmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.