Morgunblaðið - 25.05.2009, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 25.05.2009, Qupperneq 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009  EYJÓLFUR Magnússon hefur varið doktors- ritgerð við Háskól- ann í Innsbruck. Heiti ritgerðarinnar er „Glacier hydrau- lics explored by means of SAR- interferometry“. Leiðbeinendur verkefnisins voru dr. Helmut Rott, prófessor við Háskólann í Innsbruck og dr. Helgi Björnsson vís- indamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Í verkefninu voru rannsökuð samspil hreyfingar jökla og vatns við jökulbotn. Út frá rad- armyndum af Vatnajökli, frá ERS- gervitunglum Evrópsku geim- ferðastofnunarinnar, sem sýna sól- arhringshreyfingu jökulsins fékkst að í upphafi jökulhlaupa verður um- talsverð og viðtæk aukning í skrið- hraða jökulsins sem rekja má til aukins vatnsþrýstings við botn. Hins vegar dró verulega úr hraða Skeið- arárjökuls meðan sírennsli var úr Grímsvötnum eftir að jökulstífla þeirra laskaðist í hlaupinu sem fylgdi í kjölfar Gjálpargossins 1996. Verkefnið var styrkt af Bertha von Suttner sjóðnum í Austurríki, Rannís, Landsvirkjun, Vegagerðinni og Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar. Eyjólfur fæddist 23. apríl 1976. Foreldrar hans eru Petrína S. Eyj- ólfsdóttir og Magnús H. Magnússon. Hann varð stúdent af eðlisfræðideild Menntaskólans við Sund 1996 og lauk B. Sc. (2000) og M. Sc. prófi (2003) í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands. Sambýliskona Eyjólfs er Auður Agla Óladóttir jarðfræð- ingur og eiga þau soninn Úlfar Jök- ul. Eyjólfur vinnur hjá Jarðvís- indastofnun Háskóla Íslands. Doktor í jarð- eðlisfræði  ANNA Ragna Magnúsardóttir varði doktorsritgerð sína frá læknadeild Háskóla Íslands 13. mars síðastliðinn. Ritgerðin ber heitið „Ómega-3 fitusýrur í rauð- frumum þungaðra og óþungaðra kvenna á Íslandi. Tengsl við neyslu, lífshætti og útkomu meðgöngu“. Leiðbeinandi í verkefninu var dr. philos. Guðrún V. Skúladóttir, vís- indamaður við læknadeild HÍ. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að neysla lýsis og góð staða ómega-3 fitusýra í himnum rauðfrumna í byrjun meðgöngu tengist heilbrigðri aukningu í fæð- ingarþyngd og léttari fylgju. Meðal óþungaðra kvenna tengdist líkams- rækt og notkun getnaðarvarnarpill- unnar auknum hlut DHA í rauð- frumum, óháð neyslu DHA. Mikil fæðingarþyngd og lítil fylgjuþyngd hafa verið tengd minni hættu á há- þrýstingi og hjarta- og æða- sjúkdómum á fullorðinsárum, og ómega-3 fitusýrur gætu verið einn af þeim þáttum sem forrita langtíma- heilsu einstaklingsins. Anna Ragna lauk stúdentsprófi frá MH í maí 1987 og BS-gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands í júní 1999. Hún hóf meistaranám við læknadeild Háskóla Íslands haustið 1999 og doktorsnám við sömu deild haustið 2003. Haustið 2000 lagði Anna Ragna stund á nám í næring- arfræði mannsins við Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskól- ann í Kaupmannahöfn. Meðfram doktorsnáminu hefur hún kennt verklegar æfingar við Lífeðl- isfræðistofnun Háskóla Íslands. Haustið 2008 stofnaði Anna Ragna heilsuráðgjöfina Heilræði, sem býð- ur upp á fyrirlestra og einstaklings- ráðgjöf um næringu, hreyfingu og geðrækt. Anna Ragna er gift Vil- hjálmi Þorsteinssyni hugbún- aðarhönnuði og eiga þau tvö börn. Doktor í líf- og læknavísindum Hverfisgötu 6 101 Reykjavík sími 562 2862 SUMARTILBOÐ -15% Eftir Guðna Einarsson og Ingibjörgu B. Sveinsdóttur BREYTINGAR á skipulagi lögreglu höfuðborgarsvæðisins, sem tóku gildi 1. maí síðastliðinn, mælast mis- jafnlega fyrir hjá lögreglumönnum. Með nýja skipulaginu verða lög- reglustörfin í auknum mæli færð út á lögreglustöðvar í Austurbæ, Vest- urbæ, Mosfellsbæ, Kópavogi og Hafnarfirði. Lögreglumenn sem starfað hafa í deildum á borð við rannsóknadeild, forvarnadeild, fyrirkallsdeild o.fl. fara út á stöðvarnar. Hins vegar mun starfsemi kynferðisbrotadeildar og fíkniefnadeildar verða með svipuðu sniði og áður. Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir lögreglumenn hafa haft samband við félagið og lýst efasemdum sínum um gildi þessara breytinga. Sumir telji að jafnvel sé verið að stíga stórt skref aftur á bak á sumum sviðum. Helsta gallann á nýju fyrirkomu- lagi telur Arinbjörn vera að stjórn almennu löggæslunnar á höfuðborg- arsvæðinu verði ekki lengur miðlæg. „Nú göngum við vaktir og erum með aðalvarðstjóra allan sólarhring- inn. Í komandi fyrirkomulagi verður mannskapnum skipt í fimm einingar. Aðalvarðstjóri verður bara á daginn en varðstjórar á lögreglustöðvunum á kvöld- og næturvöktum og um helgar.“ Minni gæði rannsókna Aðalbjörn segir menn óttast að breytingin dragi úr aflinu sem fólst í því að hafa miðlæga stýringu á al- mennu löggæslunni á öllu svæðinu. Meðal þess sem lögreglumenn gagnrýna er niðurlagning sérstakr- ar deildar sem sá um rannsóknir á umferðarslysum. Í deildinni hafi ver- ið mikil reynsla samansöfnuð og starfsmenn getað miðlað henni hver með öðrum. Nú vinni starfsmenn hennar á hin- um ýmsu lögreglustöðvum höfuð- borgarsvæðisins. Að sögn Aðal- bjarnar óttast lögreglumenn að þetta geti dregið úr gæðum rann- sókna á umferðarslysum. Óánægja hjá lögreglumönn- um með breytt skipulag Morgunblaðið/Júlíus Nýtt fyrirkomulag Stjórn almennu löggæslunnar á höfuðborgarsvæðinu er ekki lengur miðlæg. „Við erum að reyna að ná þeim markmiðum að auka sýnileikann og auka löggæsluna úti í hverfunum í stað þess að gera hana út frá ein- um miðlægum stað. Það sem þarf að vera miðlægt er áfram miðlægt, eins og til dæmis rannsóknardeild- irnar sem sinna alvarlegum brotum og skipulagðri brotastarfsemi og öðru slíku,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæð- inu. Varðandi flutning rannsókna á umferðarslysum út í hverfin segir Stefán: „Það sem við erum að gera er að færa rannsóknir í eins mörgum tilvikum og unnt er sem næst vettvangi. Ég held að það sé ástæðulaust að ótt- ast að gæði rannsókna umferðarslysa minnki. Þeir sem eru sérhæfðir í vettvangsrannsóknum sinna þeim eftir sem áður. Þegar alvarlegt umferðarslys verður kemur tæknideildin á vettvang til þess að sinna ákveðnum þáttum rannsóknarinnar.“ Stefán bendir á að nú sé í raun bara verið að ljúka sameiningarferlinu sem hófst þegar embættið tók til starfa 1. janúar 2007. „Það var okkar mat að við þyrft- um að gera þetta í nokkrum skrefum. Svo erum við líka í öllu þessu ferli að takast á við miklar niðurskurðar- og hagræðingarkröfur.“ Embættið þarf að draga saman um 300 milljónir á þessu ári, að sögn Stefáns. „Niðurskurðarkrafan er upp á 150 milljónir og svo er uppsafnaður halli upp á 360 milljónir. Við erum að reyna að ná rekstrinum niður um 300 milljónir á þessu ári.“ Það sem þarf að vera miðlægt verður áfram miðlægt Stefán Eiríksson lögreglustjóri. NEFND sem endurskoðaði vopnalögin og samdi frumvarp til nýrra vopnalaga leggur m.a. til að sett verði skilyrði um reglu- semi til að fá að hafa skotvopna- leyfi. Þetta má lesa úr at- hugasemdum við frumvarpið sem eru birtar á vefsíðu Skotíþrótta- sambands Íslands. Frumvarpið hefur ekki verið lagt fram á Al- þingi. Í athugasemdum við 17. grein frumvarpsins segir m.a.: „Skilyrði um reglusemi er í löggjöf nokk- urra nágrannaríkja og verður að telja bæði eðlilegt og sanngjarnt. Óregla og skotvopnaleyfi geta ekki með nokkru móti farið sam- an. Óregla er hér hvers konar of- neysla áfengis eða annarra vímu- gjafa. Óreglu má staðreyna með ýmsum hætti svo sem lögreglu- skýrslum, læknisvottorðum og öðrum sönnunargögnum. Þá er það nýmæli að gert er ráð fyrir því að umsækjandi sam- þykki að lögreglustjóri kanni hvort hann standist skilyrðin um andlega heilbrigði, reglusemi og almennt hæfi.“ Dómsmálaráðherra skipaði nefnd til að endurskoða vopnalög- in árið 2008 en þá voru tíu ár frá því gildandi vopnalög voru sett. Reglusemi skilyrði fyrir byssuleyfi @ Fréttirá SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.