Morgunblaðið - 25.05.2009, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Ó, þú aftur - afmælissýning leikhópsins Hugleiks (Smíðaverkstæðið)
Frida... viva la vida (Stóra sviðið)
Vínland - athyglisverðasta áhugaleiksýningin 08/09 (Stóra sviðið)
Dreams 2009 - alþjóðleg döff leiklistarhátíð (Kassinn)
Kardemommubærinn (Stóra sviðið)
Sun 24/5 kl. 20:00
Mið 27/5 kl. 20:00
Fös 11/9 kl. 20:00 Frumsýn.
Lau 12/9 kl. 20:00 2. sýn.
Fös 18/9 kl. 20:00 3. sýn.
Fös 12/6 kl. 20:00
Mán 25/5 kl. 20:00 [The Hunt of King Charles - Finnland]
Þri 26/5 kl. 20:00 [Lostin - Ísland/Tékkland]
Fim 28/5 kl. 20:00 [Mistero Buffo - England/Singapúr]
Fös 29/5 kl. 20:00 [Lostin - Ísland/Tékkland]
Lau 30/5 kl. 20:00 [The Dreamboys - Svíþjóð]
Fim 28/5 kl. 20:00
Fös 29/5 kl. 20:00
Lau 19/9 kl. 20:00 4. sýn.
Fös 25/9 kl. 20:00 5. sýn.
Lau 26/9 kl. 20:00 6. sýn.
Fös 2/10 kl. 20:00 7. sýn.
Lau 3/10 kl. 20:00 8. sýn.
Fim 4/6 kl. 18:00 U
Fös 5/6 kl. 18:00 U
Lau 6/6 kl. 14:00 U
Lau 6/6 kl. 17:00 U
Sun 7/6 kl. 14:00 U
Þri 26/5 kl. 18:00 U
Mið 27/5kl. 18:00 U
Fös 29/5 kl. 18:00 U
Lau 30/5 kl. 14:00 U
Lau 30/5 kl. 17:00 U
Sun 7/6 kl. 17:00 U
Lau 13/6 kl. 14:00 U
Lau 13/6 kl. 17:00 U
Sun 14/6 kl. 14:00 U
Sun 14/6 kl. 17:00 U
Sýningar haustsins komnar í sölu
Aðeins ein sýning, tryggið ykkur sæti í tíma
Í samstarfi við Draumasmiðjuna
Snarpt sýningatímabil - miðaverð aðeins 1.500 kr.
Sýningar haustsins komnar í sölu
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Söngvaseiður (Stóra sviðið)
Einleikjaröð – Sannleikurinn (Litla sviðið)
Lau 20/6 kl. 19:00 ný sýning
Lau 27/6 kl. 19:00 ný sýning
Fös 3/7 kl. 19:00
Lau 11/7 kl. 19:00
Lau 18/7 kl. 19:00
Ökutímar (Nýja sviðið)
Mið 27/5 kl. 20:00 9kort U Fim 28/5 kl. 20:00 10kort U Fös 29/5 kl. 19:00 Ö
Aðeins sýnt í maí..
Ökutímar – sýningum lýkur í maí!
Við borgum ekki (Nýja sviðið)
Uppsetning Nýja Íslands.
Fös 5/6 kl. 20:00 fors.
Lau 6/6 kl. 19:00 frums.U
Lau 6/6 kl. 22:00
Mið 10/6 kl. 20:00
Fim 11/6 kl. 20:00
Fös 12/6 kl. 20:00
Lau 13/6 kl. 20:00
Sun 14/6 kl. 20:00
Mið 27/5 kl. 20:00 ný aukasU
Fim 28/5 kl. 20:00 U
Fös 29/5 kl. 20:00 U
Lau 30/5 kl. 20:00 U
Mán 1/6 kl. 16:00 ný aukaU
Mið 3/6 kl. 20:00 U
Fim 4/6 kl. 20:00 U
Fös 5/6 kl. 20:00 ný aukasU
Lau 6/6 kl. 16:00 U
Lau 6/6 kl. 20:00 U
Sun 7/6 kl. 16:00 U
Fim 11/6 kl. 20:00 U
Fös 12/6 kl. 20:00 ný aukasU
Lau 13/6 kl. 14:00 U
Sun 14/6 kl. 16:00 U
ATH sýningar í haust
Fös 4.sept. kl. 19.00 aukas
Lau 5. sept. kl. 19.00 aukas
Sun 6. sept. kl. 19.00 aukas
Fim 10. sept.kl. 19.00 aukas
Fim 18. sept.kl. 20.00 aukas
Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust.
Einleikjaröð – Djúpið (Litla sviðið)
Fös 5/6 kl. 20:00 frums.
Lau 6/6 kl. 16:00
Fim 11/6 kl. 20:00
Fös 12/6 kl. 20:00
Fim 18/6 kl. 20:00
Fös 19/6 kl. 20:00
Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone!
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
Fúlar á móti ATH! sýnt í Íslensku Óperunni Sími 511 4200
Takmarkaður sýningafjöldi
Fim 28/5 kl. 20:00 Ný sýnÖ
Fim 4/6 kl. 20:00 Ný sýn Ö
Fös 5/6 kl. 20:00 Ný sýn Ö
Lau 6/6 kl. 20:00 Ný sýn
Sun 7/6 kl. 20:00 Ný sýn Ö
MIÐAÐ við nýútkomna plötu
hinnar stórmerkilegu söngkonu
Lhasa, sem er samnefnd henni,
bjóst ég fastlega við því að Nasa
yrði hjúpaður nístandi jarðarfar-
arstemningu, bugandi sorg læki af
hverjum tón. Platan sú er enda ein
sú melankólískasta sem ég hef
lengi heyrt, stemningin þar yfir
eitthvað sem kalla mætti dauðaleg
eða „morbid“.
Sú var hins vegar ekki raunin.
Það var auðheyrilegt að platan er
meira bundin skáldskap en raun-
verulegri reynslu og Lhasa var
síst aðframkomin af hryggð á tón-
leikunum. Söngrödd þessarar
mögnuðu söngkonu er hins vegar
þannig að maður trúir hverjum
tón og hverju andvarpi og platan
hljómar því eins og eitt langt,
sársaukafullt ákall, þar sem Lhasa
hellir miskunnarlaust úr sínu eigin
og mjög svo þjáða hjarta.
En, þvert á móti, var fremur
létt yfir á sjálfum tónleikunum og
söngkonan var bæði hissa og glöð
yfir þeim góðu móttökum sem hún
fékk en staðurinn var smekkfullur.
Efnisskráin byggðist mestanpart á
nefndri plötu en einnig flutti hún
efni af tveimur plötum sínum öðr-
um, La Llorona og The Living
Road, sem eru til muna fjörugri og
„heimstónlistarlegri“ en berstríp-
að, skuggum bundið nýmetið.
Enda tók salurinn iðulega fjörkipp
er efni þaðan var á borð borið. En
það var alls ekki svo að fókusinn
dytti eitthvað niður í nýjabruminu.
Flutningurinn var næmur og
hljóðlátur, söngurinn það tilfinn-
ingaríkur og einkennandi að fólk
fylgdist agndofa með allt til enda.
Spilað var á allt litróf tilfinning-
anna, stundum var stemningin lág-
stemmd og innileg, einn gítar og
rödd í gangi en stundum fór öll
sveitin af stað (gítar, harpa,
kontrabassi, trommur) og fólk gat
þá jafnvel hrist mjaðmir lítið eitt.
Dálítils óöryggis gætti þó framan
af, sem skrifast helst á að þetta
voru fyrstu tónleikarnir þar sem
efni af plötunni er leikið. En
Lhösu héldu hins vegar engin
bönd þegar rykið var farið af, hún
heillaði salinn á milli laga með ein-
lægu spjalli á milli þess sem hún
týndist, ein og óskipt, í tónlistinni
eins og hún á vanda til. Það er
eitthvað styrkjandi við það að
fylgjast með slíkum nátt-
úrubörnum að störfum.
Morgunblaðið/hag
Lhasa á Nasa „Söngrödd þessarar mögnuðu söngkonu er hins vegar þannig að maður trúir hverjum tóni.“
Söngur sírenunnar
Nasa
Listahátíð – Tónleikar bbbbn
Lhasa de Sela ásamt hljómsveit.
Laugardaginn 23. maí.
ARNAR EGGERT
THORODDSEN
TÓNLIST
Sætaraðir fyrrum Gamla bíós voru
fullsetnar á frumsýningu nýrrar ís-
lenzkrar óperu á laugardagskvöld,
enda gerist slíkt ekki á hverjum
degi. Tóngreinin er fokdýr í full-
skipaðri uppsetningu, og jafnvel
þótt aðeins hafi verið um kamm-
eróperu að ræða má samt merkilegt
heita að hún hafi komizt alla leið í
miðju efnahagshallæri.
Hel var þriðja stærra söngverk
Sigurðar Sævarssonar sem undirrit-
aður hafði heyrt á síðustu átta ár-
um, þ.e. að undangenginni Z ást-
arsögu í Dráttarbrautinni í Keflavík
2001 og Hallgrímspassíu í Hall-
grímskirkju í apríl 2007. Öll þrjú
áttu sammerkt að vera samin við
sorglegan texta. Það á raunar við
um meirihluta nútímaópera, enda
hefur oft verið til þess tekið hvað
ómstreituþrungið akademískt tón-
mál nútímans virðist almennt eiga
verr við gamanefni en hitt.
Samt sem áður ætti fremur að-
gengilegur stíll Sigurðar, mótaður
m.a. af vestrænum söngleikjum og
mínímalisma, að falla jafn vel að
gamanefni. Meðferð hans á dapurri
ástarsögunni frá 1919 helgaðist
nefnilega síður af hljómrænu
streitukryddi en hægferðugu
tempóvali, tíðri notkun á bordún-
bassa og sítrekuðu tvískiptu
hljómaferli – stundum í þeim mæli
að reyna tók svolítið á þolinmæði
hlustandans, einkum undir lok
hvors þáttar. Alltjent tók maður að
velta fyrir sér hvort ekki hefði að
ósekju mátt skjóta inn einum til
tveim skophvörfum með hressara
hraðavali.
Hitt má tónskáldið eiga hvað
stíllinn var í heild sjálfum sér sam-
kvæmur og sannfærandi útúrdúra-
laus. Jafnvel þótt dramatísk fram-
vinda ætti á köflum til að dofna
fyrir tiltölulega andstæðusnauða
styrkvídd og kyrrstöðu, var verkið
engu að síður heillandi áferðar-
fallegt, og ekki sízt kórkaflarnir
nutu góðs af knáum tökum höf-
undar á þeim miðli. Tónmálið
myndaði sérkennilegt jafnvægi á
milli Broadways og Myrkra mús-
íkdaga, n.k. „millióperu“ er ætti að
standa opin hvers konar umfjöll-
unarefni á komandi árum.
Varla heyrði nokkur viðstaddra
betur en höfundur sjálfur á stjórn-
palli hvað bjátaði helzt á í flutningi
verksins. En í mínum eyrum virtist
flest ganga ljómandi vel upp. Ágúst
Ólafsson fagnaði jafnt söng- sem
sjónleikssigri með glimrandi
frammistöðu í hlutverki hins
rammíslenzka Don Giovannis, og
átti hún einnig við næma túlkun
Huldu Bjarkar og safaríkan bassa-
söng Jóhanns Smára. Texta-
framburður var oftast undraskýr,
og hjálpaði ugglaust til í fjarveru
textavarps hvað ritháttur var al-
mennt eðlilegur – ólíkt ríkjandi
risastökkvahefð margra nútíma-
tónskálda. Caput-félagar skiluðu
prýðilegum hljóðfæraleik, 12
manna kórinn litlu síðri raddsöng,
og var helzt glæsilegri frumsýn-
ingu til vanza að hvorki hljóðfæraá-
höfn né söguágrip skyldu tilgreind
í óperuskrá.
Framtíðarvæn milliópera
Íslenzka óperan
Listahátíð – Óperabbbmn
Hel (frumfl.) eftir Sigurð Sævarsson við
samnefnda sögu Sigurðar Nordal.
Ágúst Ólafsson baríton, Hulda Björk
Garðarsdóttir sópran, Jóhann Smári
Sævarsson bassi. Kór ÍÓ og kamm-
ersveitin Caput u. stj. höfundar. Þögul
aukahlutverk: Þóra Karítas Árnadóttir
og Lilja Nótt Þórarinsdóttir. Leikstjórn:
Ingólfur Níels Árnason og Siguringi Sig-
urjónsson. Lýsing: Páll Ragnarsson.
Laugardaginn 23. maí kl. 20.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Morgunblaðið/Einar Falur
Tónskáldið Sigurður Sævarsson
„Tónmálið myndaði sérkennilegt
jafnvægi á milli Broadways og
Myrkra músíkdaga, n.k. „milli-
óperu“ er ætti að standa opin hvers
konar umfjöllunarefni á komandi
árum,“ segir í dómnum.
BRESK dagblöð hafa á síðustu mánuðum fjallað
talsvert um hjúskaparvandræði knattspyrnukapp-
ans Frank Lampard, sem er dúx úr frægum einka-
skóla og hefur verið með ímyndina í lagi til þessa.
Margt hefur verið að ergja Lampard upp á síðkast-
ið; ekki bara að Chelsea tapaði fyrir Barcelona í und-
anúrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tilstilli norsks
dómara, og hafnaði „aðeins“ í þriðja sæti deild-
arkeppninnar, heldur hefur hann verið sakaður um
að fara illa með sambýliskonu sína til sjö ára, hina
spænsku Elen Rives, en þau eru nýskilin. Rives og
Lampard eiga tvær ungar dætur saman.
Lampard var nóg boðið er spjallþáttastjórnandi
nokkur sagði hann slæman föður og að hann léti
Rives búa í leiguholu á meðan hann breytti glæsi-
húsi þeirra í piparsveinagreni. Hringdi Lampard í
þáttinn og hellti sér yfir manninn.
Nú hefur Lampard keypt glæsilega íbúð í Chelsea-
hverfinu fyrir mæðgurnar, rétt hjá Stamford Bridge-
vellinum, og borgaði tæpar þrjár milljónir punda fyrir.
Lampard er sagður kominn með nýja unnustu, 23
ára dóttur kunns fjárfestis og Rives hefur einnig sést
með nýjan herra upp á arminn. Hann er einnig knatt-
spyrnumaður en leikur með utandeildarliðinu Stevenage
Borough.
Kaupir íbúð fyrir
barnsmóðurina
R
eu
te
rs
Lampard
Margt hefur
verið að angra
kappann.