Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 Uppákoma Það á að tyrfa Lækjartorg um stundarsakir og leggja það síðan nýjum hellum. Félagar í Íslenskri grafík eru hér að taka afþrykk af þeim gömlu. Ómar Birgitta Jónsdóttir | 24. maí 2009 Brask í boði ríkisins Það er margt gruggugt sem enn á sér stað hjá ríkisbönkunum. Þar er enn við völd fólk sem handstýrði hruninu á betri launum hjá ríkinu en sjálfur forsætisráðherra landsins. Svo heldur braskið áfram í boði ríkisins, samanber þessi frétt: „Karen Millen stofnaði samnefnt fyrirtæki ásamt fyrrum eiginmanni sínum Kevin Stanford árið 1981. Árið 2001 keyptu íslenskir aðilar og félög á þeirra vegum 40% hlut í fyrirtækinu Kar- en Millen. Stærsti íslenski eigandinn var Kaupþing en meðal annarra fjárfesta voru þeir Sigurður Bollason og Magnús Ármann, einn stærsti hluthafinn í Byr. Árið 2004 var Karen Millen seld til Oasis Group, sem var í meirihlutaeigu Baugs Group. Voru viðskiptin metin á 15,8 millj- arða króna og greitt fyrir Karen Millen með peningum og hlutabréfum. Meira: “ birgitta.blog.is Svanur Gísli Þorkelsson | 24. maí 2009 Sýndar-forsetakosning- arnar í Íran Íranar undirbúa forseta- kosningar sem fara eiga fram 12. júní nk. Kosning- arnar eru þær tíundu síð- an Reza Pahlavi keisara var steypt af stóli 1979 og byltingarvarðaráð og æðstu klerkar tóku við stjórn landsins. Meira en 100 kandídatar létu skrá sig til leiks en byltingarvarðaráðið hefur úti- lokað þá alla nema fjóra. Allir eru þessir fjórir innanbúðarmenn þannig að þegar er búið að koma í veg fyrir að hægt sé að kalla kosningarnar frjálsar. Meira: svanurg.blog.is HINN 25. maí 1929 var Sjálfstæðisflokkur- inn stofnaður með sam- einingu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Flokkurinn hefur frá stofnun verið kjölfesta í íslenskum stjórnmálum og er langfjölmennasta stjórnmálahreyfing landsins. Þar til í nýaf- stöðnum kosningum hafði flokkurinn alla tíð verið stærstur þingflokka á Alþingi, en þess má geta að eftir alþingiskosningarnar 2007 var Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í öllum kjördæmum landsins í fyrsta sinn. Frá stofnun lýðveldisins 1944 hefur Sjálf- stæðisflokkurinn verið leiðandi afl við mótun utanríkisstefnu sem hefur skip- að landinu í hóp vestrænna lýðræðis- þjóða. Vestræn samvinna sem byggist á virðingu fyrir sjálfstæði hverrar þjóðar hefur tryggt frið og lífskjör betri en áður hafa þekkst. Grundvallarstefnumál Sjálfstæð- isflokksins eru fléttuð inn í sjálft nafn flokksins, sjálfstæði þjóðarinnar og sjálfstæði einstaklingsins. Styrkur flokksins hefur byggst á skýrri og ein- faldri stefnu sem hinn almenni borgari hefur átt auðvelt með að finna sam- svörun með. Frá öndverðu hefur flokkurinn lagt áherslu á atvinnu- og einstaklingsfrelsi „með hagsmuni allra stétta fyrir augum“, eins og sagði í yfirlýsingu stofnfundar. Atvinnuvegir landsins eru byggðir upp á grunni sjálfstæðis og frelsis ein- staklingsins til athafna. Mestu fram- faraskeið þjóðarinnar hafa orðið þegar höftum og ríkisafskiptum hefur verið haldið í lágmarki. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur beitt sér fyrir uppbyggingu og aukinni framleiðslu í sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði. Gríðarlegar framfarir og lífskjarabati hefur fylgt í kjölfar aukinnar þjóðarframleiðslu. Menntastofnanir hafa dafnað og menntun þjóðarinnar er á háu stigi. Þetta samspil öflugra grunnatvinnu- vega og hás menntun- arstigs hefur á síðari árum fætt af sér verð- mæt störf í nýjum at- vinnugreinum og sí- fellt brjótast fram nýir sprotar. Heilbrigðis- mál eru í fremstu röð og miklum fjármunum hefur verið varið til fé- lags- og trygginga- mála. Bylting hefur orðið í samgöngu- málum bæði innan- lands og til útlanda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft skilning á því alla tíð að aukning þjóð- arframleiðslu er forsenda fyrir bætt- um lífskjörum og kraftinn til aukn- ingar þjóðarframleiðslu verður að sækja til frumkvæðis þjóðarinnar sjálfrar. Málefni fjölskyldnanna eru samofin þessari stefnu, því atvinna er stærsta velferðarmálið. Ný forysta Sjálfstæðisflokksins vill byggja áfram á þeim gildum sem lagt hafa grunn að breiðri samstöðu lands- manna með stefnu hans, en virkja um leið hugmyndir, kraft og þekkingu nýrra kynslóða til móts við nýja tíma. Á þessum tímum skulum við láta sögu Sjálfstæðisflokksins og þjóðarinnar síðustu 80 árin vera okkur til áminn- ingar um að í framtíðinni bíða okkar óteljandi tækifæri. Það er undir okkur sjálfum komið, þeirri stefnu sem nú verður mörkuð, hvernig úr þeim ræt- ist. Um þessar mundir eru þrengingar í efnahagslífinu. Orsakanna er að leita í mörgum samverkandi þáttum og Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur gegnt forystu við stjórn landsmála því sem næst samfellt síðastliðin 18 ár, hefur ekki skorast undan sinni ábyrgð á því hvernig komið er. Við þessar viðkvæmu aðstæður hef- ur verið mynduð hrein vinstristjórn. Sú hætta er raunveruleg að hér færist sífellt meiri starfsemi undir hatt rík- isins og að stöðugt þrengi að kosti þeirra sem vilja opið og frjálst sam- félag þar sem hver og einn getur sótt fram á eigin forsendum. Það er því mikilvægara nú en lengi áður að halda hátt á lofti merki þeirra sem vilja að hér verði áfram byggt á frjálsu fram- taki, markaðsbúskap og að opinberum umsvifum verði sett skynsamleg mörk. Geta okkar til að standa að öfl- ugu velferðarkerfi og veita þeim fjöl- skyldum sem á þurfa að halda stuðn- ing mun áfram haldast í hendur við þróttinn í atvinnulífinu og verðmæta- sköpun í landinu. Framundan eru krefjandi tímar í starfi Sjálfstæðisflokksins og sjálf- stæðisfólk hefur mikið verk að vinna. Markmiðið er að kraftar flokksins nýt- ist í þjóðarþágu, að byggt verði á stefnumálum flokksins til framfara fyrir alla þjóðina. Við sem skipum for- ystusveit flokksins hlökkum til sam- starfs við sjálfstæðisfólk um allt land um þetta verkefni á afmælisárinu og í framtíðinni. Með öflugu flokksstarfi og skýrri stefnu endurheimtir Sjálfstæð- isflokkurinn það traust sem hann hef- ur lengst af notið. Ég hvet alla sjálf- stæðismenn til að taka þátt, leggja starfi Sjálfstæðisflokksins lið og fylkja sér að baki stefnu hans á þessum mik- ilvægu tímum. Á 80 ára afmælinu ætlar sjálfstæð- isfólk um allt land að taka til hendinni og láta gott af sér leiða í þágu um- hverfisins. Einstök verkefni verða skipulögð af félögum Sjálfstæðis- flokksins í landinu og hægt verður að fylgjast með framvindu verkefnanna á heimasíðu flokksins. Ég óska flokksmönnum til ham- ingju með tímamótin. Verið velkomin í Valhöll í dag milli kl. 15 og 18 til að fagna afmælisdegi Sjálfstæðisflokks- ins. Eftir Bjarna Benediktsson »Mestu framfaraskeið þjóðarinnar hafa orðið þegar höftum og ríkisafskiptum hefur verið haldið í lágmarki. Bjarni Benediktsson Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn í 80 ár BLOG.IS Í samstarfsyfirlýs- ingu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, er yfirlýs- ing um sértækar að- gerðir til að jafna hlutfall kynja „á öll- um sviðum sam- félagsins“, sé þess þörf. Sértækar aðgerðir eru nú lög- festar í jafnréttislögum nr. 10/2008, en svokallaðir kynjakvótar flokkast undir þær. Slíkar aðgerðir eru réttlættar með því að í samfélaginu ríki kerfislægur kynjamismunur og að jafnrétti verði ekki náð án þeirra. Þessar hugmyndir gera af- ar lítið úr konum, sérstaklega jafn- réttissinnum sem hafa náð gríð- arlega miklum árangri í þágu kvenna með áralangri baráttu. Með þessu hefur jafnréttisbaráttan villst af leið af braut sem mörkuð var til jafnréttis og jafnra tæki- færa. Nýmynduð ríkisstjórn virðist hafna því að fólk eigi að komast áfram á eigin verðleikum, og það sem verra er: Gengur út frá þeirri forsendu að konur geti ekki komist áfram á sínum eigin forsendum og verðleikum! Það er ekki einungis röng, heldur niðurlægjandi álykt- un. Jafnrétti verður ekki náð nema með hugarfarsbreytingu. Sam- félagið er á góðri leið með að leið- rétta þann mismun sem hefur verið á stöðu kvenna og er það að miklu leyti að þakka vitundarvakningu kvenna, og að sjálfsögðu rétt- indabaráttu jafnréttissinnaðra kvenna. Fólk verður að temja sér þann hugsunarhátt að kvenkynið sé ekki veikara kynið. Konur þurfa að hafa trú á sjálfum sér svo aðrir geti haft trú á þeim. Málflutningur sem byggist á hugmyndum eins og nýr rík- isstjórnarsáttmáli er hindrun á vegi kvenna sem raunverulega vilja jafnan rétt kynjanna. Með þessu plaggi eru konur hvattar til uppgjafar; baráttan sé fyrirfram töpuð. Við höfnum því. Við viljum búa í samfélagi þar sem kynin njóta jafnra tækifæra og hafa sömu for- sendur til að nýta sér þessi tæki- færi. Við viljum sanna okkur sem einstaklingar og neitum að láta einfalda leiðina upp metorðastig- ann með sértækum aðgerðum, við þurfum ekki á þeim að halda. Við viljum vera metnar eftir hæfni, ekki eftir kyni. Jafnrétti verður aldrei náð fram með ójafnrétti. Eftir Diljá Mist Einarsdóttur og Sigríði Dís Guðjónsdóttur Diljá Mist Einarsdóttir » Þessar hugmyndir gera afar lítið úr konum, sérstaklega jafnréttissinnum sem hafa náð gríðarlega miklum árangri í þágu kvenna með áralangri baráttu. Höfundar eru nemar og stjórnarmenn í SUS. Veikara kynið? Sigríður Dís Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.