Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ATBURÐIR og uppákomur undir hatti Listahátíðar í Reykjavík settu svo sannarlega svip á mannlífið í höfuðborginni um helgina. Veðrið lék við fjölda göngumanna og alla listamennina sem tóku á laugardag þátt í einni uppá- komunni, afar vel heppnuðum fjöldagjörningi, Lauga Veginum 2009, sem tileinkaður var konunum sem þvoðu gegnum tíðina þvott í gömlu þvottalaugunum í Laugardal. Með uppákomunni var ætlunin að beina sjónum að hinum ósýnilegu verkum kvenna í gegnum tíðina, verkum sem þó hafa verið nauðsyn- leg og nærandi fyrir samfélagið. Einnig var bent á hina ósýnilegu orku sem býr í jörðinni og Íslend- ingar hafa lært að nýta til góðs. Konurnar sem standa að Start Art listhúsinu við Laugaveg hafa um langt skeið undirbúið gjörning- inn og fengu til liðs við sig hópa listafólks sem gerðu gönguna eft- irminnilega fyrir alla þá sem tóku þátt í henni. Skrúbbar og sápukúlur Gangan hófst við útitaflið við Bernhöftstorfu, þar sem leiklist- arnemar klæddir að hætti þvotta- kvenna fyrri tíma, höfðu leikið að þvottaplöggum í sápukúluhríð, með- an þeir bundu stykkin saman og leiddu þátttakendur af stað. Héldu flestir í flíkurnar sem skyldi þvo í þvottalaugunum. Á leiðinni bar sitthvað forvitnilegt fyrir sjónir. Hér og hvar sungu kór- ar, við StartArt þar sem opnuð var sýning helguð þema göngunnar, var harmónikkuleikari og í gluggum og á húsum við Laugaveg mátti víða sjá myndverk sett upp vegna göng- unnar. Anna Richardsdóttir framdi hreingerningargjörninga á tveimur stöðum, og átti ærslaleikur hennar vel við daginn. Á einum stað stóðu glimmerprýddar stúlkur í fiskikari og blésu sápukúlur, annars staðar lauguðu meyjar hár sitt upp úr vatnsfötum, og hér og þar lágu stak- ar nærbuxur á gangstéttarhellum; þær voru enn eitt listaverkið. Þegar gangan nálgaðist Laug- ardalinn var fylgst með hópgjörn- ingi við Þjóðskjalasafnið, annars staðar var þvottur þveginn úr hvítri málningu og síðan varð göngufólk vitni að þvotti á fimmþúsundkróna seðlum. Sól skein á göngufólk er það marseraði milli þvottaplagga á snúrum í trjágöngum í Laug- ardalnum, niður að þvottalaug- unum, þar sem konur klæddar að gömlum móð tóku við þvottinum og þvoðu í snarpheitu laugavatninu. Þar voru ýmis listaverk að skoða, meðan hlýtt var á kórsöng og leik Paradóla og Páls frá Húsafelli. Með göngunni og uppákomunni var minnt á merkar menningar- sögulegar minjar í Laugardalnum, og mikilvægan en þó þöglan kafla í sögu Reykjavíkur, sögu þvotta- kvennanna. Þvottakvenna minnst með gjörningum og göngu Gert hreint Hreingjörningar Önnu Richardsdóttur vöktu eftirtekt, á gatna- mótum Skólavörðustígs og Laugavegar og við Hlemm, en á báðum stöðum fór hún hamförum með tuskuna og skrúbbaði skilti sem gangstéttarhellur. Skvett og skrúbbað Nemendur úr leiklistar- og myndlistardeildum Lista- háskóla Íslands settu svip á gönguna. Hér er einn gjörningurinn í framkvæmd. Língangan í grænum dalnum Fremsti hluti þvottagöngunnar kemur að þvottalaugunum. Göngufólk tengdist sam- an með samanhnýttum þvottinum sem það bar frá Lækjartorgi. Í laugunum voru flíkurnar síðan þvegnar. Hvítþvegið Á grasbala efst við Laugaveginn þvoðu þessar ungu konur þvottinn upp úr hvítri máln- ingu og hengdu á snúrur meðan göngufólk fylgdist með. Þvottakonur Inga Einarsdóttir, Snúlla, sem er níræð, þvoði þvott í Laugardalnum árum saman. Hún fylgdist með ásamt Þuríði Sigurð- ardóttur, myndlistar- og söngkonu. Peningaþvætti Á bílastæði við Engjateig hvítþvoðu þær Ugla, Ás- rún og Tinna peningaseðla og ásjónu Íslands við undirleik Skóla- hljómsveitar Laugarness. Morgunblaðið/Einar Falur Þvegið og undið Mikið gekk á við þvottalaugarnar, er gangan náði þangað. Konur þvoðu þvott upp á gamla móðinn, Parabólur léku og kór söng. Hárþvottur Við portið, þar sem fyr- irhugað hefur verið að ný bygging Listaháskólans rísi, þvoðu þrír list- nemar hár sitt vandlega í járnföt- um, upp á gamla móðinn. THE LAST HOUSE ON THE LEFT kl. 8 - 10 HANNAH MONTANA kl. 8 STAR TREK XI kl. 10 / AKUREYRI NIGHT AT THE MUSEUM ... kl. 8 - 10:10 HANNAH MONTANA kl. 8 THE UNBORN kl. 10:10 / KEFLAVÍK X MEN - ORIGINS WOLVERING kl. 8 NEW IN TOWN kl. 8 THE UNBORN kl. 10:20 STAR TREK XI kl. 10:20 / SELFOSSI MAÐURINN SEM BAUÐ RISUNUM BYRGINN OG SIGRAÐI SÝND Í KRINGLUNNI MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR FRÁ FRAMLEIÐANDANUM MICHEAL BAY SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI L 16 10 L L 16 L 16 SÝND Í KRINGLUNNI HHH PHILADELPHIA INQUIRER HHH NEW YORK TIMES M I L E Y C Y R U S Fór beint á toppin í USA Myndin sem allir aðdáendur Hannah Montana mega ekki missa af SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK TRÚLEGA FYNDIN MYND ANDA KNOCKED UP OG FORGETTING SARAH MARSHALL 14 (AF 4) “...VÖNDUÐ KVIKMYND.” “...ÞÁ ER GRUNNT Í HÚMORINN Í VIÐTÖLUM.” “ÞAÐ ER ÞVÍ ÓHÆTT AÐ MÆLA MEÐ SÖGU ALFREÐS OG LOFTLEIÐA.” MARÍA MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR, KVIKMYNDIR.COM HHHH „ÚTKOMAN ER EKKI AÐEINS FRÆÐANDI HELDUR FIRNA SKEMMTILEG MYND...“ „...HRÍFANDI ÖSKUBUSKUÆVINTÝRI MEÐ MIKLA SJARMÖRA Í AÐALHLUTVERKUM.“ S.V. MBL HHH „ÞESSI LÍFLEGA OG FLOTTA ÍSLENSKA HEIMILDAMYND ER[...] FRUMLEG, ÁRÆÐIN, STERK, VÖNDUÐ OG HNARREIST.“ ÓHT, RÚV RÁS 2 SÝND Í KRINGLUNNI ATH. TAK MARKAÐ UR SÝNINGA FJÖLDI SÝND Í 3D HÚN ELSKAÐI ALLT SEM MIAMI HAFÐI UPPÁ AÐ BJÓÐA EN HÚN VERÐUR AÐ FLYTJA Í MESTA KRUMMASKUÐ Í HEIMI! SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.