Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 20
MEÐ HINNI miklu skerðingu á aflaheim- ildum, sérstaklega þorsks, má búast við aukinni tilhneigingu til að hirða aðeins verð- mesta fiskinn. Þessi staðreynd krefst þess að leitað verði leiða til að stöðva brottkast á fiski. Nýting auðlind- arinnar hefur verið nógu slæm fyrir vegna kerfisins, þ.e. mismunarins á veidd- um afla á skip og því sem til vinnslu og verðmætis kemur, þótt ekki verði aukning á. Til þess eru sjálf- sagt nokkrar leiðir og ætla ég að benda á eina, sem ég tel vel fram- kvæmanlega, og er hún eftirfarandi: 1. Allur veiddur fiskur á Íslands- miðum skal fara á fisksölumarkað hér á landi. 2. Fiskiskip sem er úthlutað afla- marki til veiða úr einstökum nytja- stofnum skal reikna til frádráttar á aflaheimildinni út frá verðmæti aflans úr hverri veiðiferð á eftirfar- andi máta: 3. Hæsta kílóverð hverrar fisk- tegundar úr hverri veiðiferð skal reikna sem 100% af úthlutaðri afla- heimild hverrar fisktegundar. Verð- minni fisk sömu tegundar úr hverri veiðiferð skal reikna sem sama hlut- fall úr úthlutaðri aflaheimild og verðmuninum nemur. 4. Greinargerð: Fiskiskip kemur með 10 tonn (10.000 kg) af blönd- uðum afla að landi, sem er þannig að 50% er stór þorskur, sem selst á 100 kr. pr. kg, 20% aflans minni þorskur sem selst á 80 kr. pr. kg. Góð ýsa sem er 10% af afla og selst á 90 kr. pr. kg, 10% minni ýsa, sem selst á 70 kr. pr. kg og 5% aflans stór steinbítur, sem selst á 60 kr. pr. kg og 3% minni steinbítur, sem selst á 50 kr. pr. kg, 2% aflans ut- ankvótafiskur sem skerðir ekki aflaheim- ildina en seldist á 40 kr. pr. kg. Samtals 865.000 kr. fyrir kvóta- fiskinn. 5. Skerðing á þorsk- aflaheimildum úr þess- ari veiðiferð yrði því 6,6 tonn en ekki sjö tonn þó að komið sé með sjö tonn af þorski að landi, því skerðing aflaheimildarinnar úr þessari veiðiferð fer eftir markaðsvirði fisk- tegundarinnar. Þetta hlutfall helst þótt annað verð en að framan er sýnt verði milli hæsta verðs og lægra verðs sömu fskitegundar. 6. Ef aðeins væri hirtur verðmesti fiskurinn í framangreindri veiðiferð, í þessu tilfelli fimm tonn af þorski, eitt tonn af ýsu og hálft tonn af steinbít, en öðrum verðminni kvóta- fiski hent, þá gæfi þessi veiðiferð 500 þús. fyrir þorskinn, 90 þús. fyrir ýsuna, 30 þús. fyrir steinbítinn, eða samtals 620.000 kr. og tilsvarandi skerðingu á aflaheimildum. Í hinu tilfellinu, þar sem komið væri með allan aflann, gæfi veiðiferðin sam- tals 865 þús. kr. eða 245 þús. kr., 40% meira en ef hirtur væri aðeins verðmætasti fiskurinn. 7. Ef þetta er skoðað nánar og gerum ráð fyrir að tveir aðilar hafi fengið sama afla í einni veiðiferð, annar komi að landi aðeins með verðmesta fiskinn, en hinn komi með allan aflann að landi, þá sést að aflamagnsskerðingin í því tilfelli þar sem engu er hent yrði: 6,6 tonn af þorski, 1.778 tonn af ýsu og 0,830 tonn af steinbít. Í hinu tilfellinu þar sem brottkast er stundað kemur dæmið svona út: Hann á eftir 1,6 tonn af þorski, sem gefur 160.000 kr., eitt tonn af ýsu, sem gefur 90.000 kr., og 0,3 tonn af steinbít, sem gefur 18.000 kr., samtals 268.000 kr. Þarna er 23.000 kr. meira sem sá aðili sem stundar brottkast hefði úr tveimur veiðiferð- um. Þarna hafa báðir aðilar nýtt sama magn úr úthlutuðum afla- heimildum, en annar notað til þess eina veiðiferð en hinn tvær. Kostn- aður við hverja veiðiferð getur verið afskaplega breytilegur, en ætla má að olía, beita og laun séu aldrei minni en þriðjungur af aflaverð- mæti. Það þýðir í þessu tilfelli 288.330 kr. Sá aðili sem fór eina veiðifeð hefur því 865.00 – 288.330 kr. eða 576.670 kr. út úr fram- angreindum aflaheimildum, en sá sem fer tvær veiðiferðir til nota á sömu aflaheimildum hefur því 888.000 – (2 x 288.330 = 576.660) eða 311.340 út úr sömu aflaheim- ildum. Mismunur á þessu dæmi er því 576.670 – 311.340 eða 265.330 kr. þeim í vil, sem notaði aðeins eina veiðiferð. Ég veit að hver sá, sem rær til fiskjar, leitast við að hver róður gefi sem mest í aðra hönd og því myndi enginn sjómaður henda fiski ef hann væri þess fullviss að afli hans yrði metinn á fram- angreindan máta. 8. Með þessari aðferð yrði meiri ávinningur, t.d. færri veiðiferðir til að ná leyfilegu aflamarki, og þar af leiðandi sparnaður á olíu og veið- arfærum. Öruggari vitneskja fyrir Hafró um aflasamsetningu, ástand fiskistofnanna og sjálfsagt margt fleira. Fiskistofa ætti auðveldara með að fylgjast með nýtingu afla- heimildanna þegar allur afli yrði að fara í gegnum fiskmarkaðina. Og síðast en ekki síst: Þessi aðferð gæti stöðvað brottkast á fiski og um leið náð betri nýtingu á þeim afla sem taka má úr auðlindinni. Aðferð til að komast hjá brottkasti á fiski Eftir Hafstein Sigurbjörnsson » Leita þarf leiða til að stöðva brottkast á fiski Hafsteinn Sigurbjörnsson Höfundur er eldri borgari. 20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 ÁGÆTA Agnes. Oft hef ég haft gaman af snörpum stíl þínum í greinaskrifum þínum þó svo að ég sé ekki alltaf sammála þér. En það er aukaatriði því aðalatriðið er að sem flest sjónarmið fái að heyrast. Ég hef hins vegar ekki áttað mig á hatrammri andstöðu þinni við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þá hef ég í huga afstöðu flestra hagsmunaaðila íslensks atvinnulífs og nánast allra hagfræðinga landsins. Þetta er hins vegar þín skoðun og þú hefur að sjálfsögðu fullan rétt á henni. Hins vegar er hægt að gera meiri kröfur til þín sem blaðamanns við virtan fjölmiðil en almennra bloggara að þú haldir þig við rök í umræðunni en blandir ekki tilfinn- ingum þínum gagnvart ráðherrum og öðrum forystumönnum Samfylk- ingarinnar inn í Evrópuumræðuna. Nú skal það tekið fram að ég er ekki í Samfylkingunni en ég hef hvergi séð neinn ráðherra þeirra halda því fram að Evrópusambandsaðild sé allsherjarlausn á vandamálum Ís- lendinga. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur tekið það sérstaklega fram að þetta sé ein- ungis hluti af af lausninni. Það eru einungis andstæðingar aðildar sem hafa reynt að afbaka málflutning okkar Evrópusinna í þessu sam- bandi. Það er hins vegar miklu alvarlega þegar þú í grein þinni í sunnudagsblaði Mogg- ans 23. maí sl. kemur enn og aftur með margleiðréttar rang- færslur að Evrópusam- bandið ætli sér að taka yfir auðlindir Íslands. Hvar hefur þú haldið þig undanfarin ár þeg- ar allir helstu sérfræð- ingar bæði erlendir og innlendir hafa margoft bent á ruglið í þessum málflutningi?! Ég veit að það þýðir lítið að benda þér á menn eins og Eirík Bergmann, Aðalstein Leifsson, Auð- un Arnórsson, Úlfar Hauksson, Baldur Þórhallsson eða Kristján Vigfússon því í þínum huga eru þetta ekki helstu sérfræðingar þjóð- arinnar í málefnum Evrópusam- bandsins heldur einstaklingar sem eru „illa“ haldnir af Evrópusýkinni eða aftaníossar Samfylkingarinnar og því ekki hlutlausir álitsgjafar. En gæti ekki verið að þessir aðilar hefðu hreinlega kynnt sér þessi Evrópumál af gaumgæfni og þess vegna styddu þeir Samfylkinguna! Ég vil því benda þér á álit auð- lindanefndar Sjálfstæðisflokksins (og ekki telst sá flokkur hluti af aðdáendaklúbbi ESB og því hlýtur þetta að vera marktækur álitsgjafi) varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í álitinu segir meðal annars: „Niðurstaða undirritaðra er að aðild að sambandinu muni ekki valda verulegum breytingum á mál- efnum er tengjast raforku, vatni, jarðvarma, olíu og gasi. Aðild að ESB hefði engin áhrif á yfirráð Ís- lands yfir Drekasvæðinu. Aðildin mun heldur ekki valda verulegum breytingum á regluverkinu er gildir um hálendið eða á málefni norð- urheimskautsins.“ Varðandi sjávarútvegsmálin segir í álitinu. „Benda verður hins vegar á að meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika í óbreyttri mynd tryggir Íslendingum sama hlutfall heild- arkvóta og nú er, m.ö.o. íslenska ríkið fengi kvótann við Íslands- strendur til úthlutunar til þeirra sem hafa veiðireynslu. Erlendir að- ilar innan ESB fengju hann ekki þar sem þeir hafa ekki veitt að neinu ráði á íslensku hafsvæði síðastliðna þrjá áratugi … Rétt er að benda á að Lissabonsáttmálinn snertir ekki eignarhald á auðlindum eða auð- lindastjórnun. Ekki frekar en Róm- arsáttmálinn eða aðrir grundvall- arsáttmálar sambandsins.“ Með þetta í huga get ég tekið heilshugar undir með þér, Agnes, í upphafsorðum greinar þinnar í Morgunblaðinu þar sem þú segir að mikilvægt sé að ræða málefni ESB út frá málefnum og rökum án þess að missa sig í ofstæki og djöf- ulgangi. Agnes og tilfinningarnar Eftir Andrés Pétursson » Auðlindanefnd Sjálfstæðisflokksins hefur hrakið þá gróu- sögu að ESB taki yfir auðlindir landsins. Andrés Pétursson Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. HVAÐ vita íslend- ingar um kosti þess og galla, að gerast aðilar að ESB? Auðvitað gilda viss- ar reglur um aðild, en þær hafa ekki verið mikið kynntar fyrir ís- lenskum almenningi. Þó hafur verið sagt að við fengjum aðeins tæplega tvo þriðju hluta af einu atkvæði af hverjum hundrað á þingi Evrópu- sambandsins, eða 5 atkvæði af 755. Fyrir rúmum níu árum, eða 8. febr- úar árið 2000, skrifaði Hannes Jóns- son, fyrrverandi sendiherra, fróð- lega grein í Morgunblaðið sem hann nefndi Fullveldi og milliríkja- samvinna. Þar segir hann m. a. um aðildarskilmálana: „Gildandi reglur um aðildargjöld ESB sem innheimt voru 1999 liggja fyrir. Álagning að- ildargjalda á okkur samkvæmt þessum reglum mundu verða a.m.k. 13,5 milljarðar króna á ári hverju. Útgjöld af þessu tagi rúmast ekki innan okkar fjárlaga, og erfitt að sjá, að efnahagsleg skilyrði skapist til þess við aðild. Það væri líka heimskulegt að greiða himinhá gjöld fyrir smávægis tollalækkanir, sem litlu skipta fyrir okkar útflutnings- hagsmuni.“ (Í febrúar árið 2.000 var gengi Evru kr. 72.-. Nú er það kr. 171.-. Það segir okkur að árgjaldið til ESB væri nú samkvæmt því, meira en 32 milljarðar kr.) Áfram skrifar Hannes: „Hverju þarf að fórna við aðild? ESB ríkin búa sem sé við nýja gerð af „takmörkuðu fullveldi og sjálfstæði“, þar sem þau fara ekki með æðsta vald í öllum sínum málum. Við aðild afhenda þau hluta af sjálfstæði sínu og fullveldi til ESB. Fullveldi þeirra rýrnar og takmarkast á meðan yfirþjóðlega valdið styrkist. Hér eru aðeins þrjú dæmi um þetta til fróðleiks, byggð á lagareglum, grunnsamningum, skipulagi og starfsháttum ESB. 1.: Ríkin undirgangast hina sameig- inlegu landbúnaðar – og sjáv- arútvegsstefnu ESB. Af því leiðir m.a., að þau verða að opna efna- hagslögsögu sína fyrir öðrum aðild- arríkjum upp að 12 mílum og af- henda ESB stjórn fiskveiða og kvóta ákvörðun. Einnig samnings- rétt við önnur ríki um sjávarútvegs- mál. 2.: Þau undirgangast hina sam- eiginlegu tolla- og viðskiptastefnu ESB, ráða ekki sinni tollastefnu og hafa ekki fullveldi til þess að gera sjálfstæða viðskipta- og tollasamn- inga við önnur ríki. Við mundum t.d. ekki geta gert sjálfstæða viðskipta- samninga við Bandaríkin, Kanada eða Japan. Valdið til þess væri hjá ESB. 3.: Þau undirgangast dómssögu Evrópudómsins og verða að sætta sig við að dómsorð hans sé gildara en dómsorð innlendra dómsstóla. Ég hef ekki trú á því að hugsandi fólk á Íslandi vilji kaupa ESB-aðild þessu verði. Hef ég þó aðeins nefnt fáa af fjölmörgum ókostum aðildar. Það stendur hins vegar á tals- mönnum ESB að tíunda kostina. Um einangrunarhjal er það að segja, að það er bull eitt að segja að við einöngrumst í heimi nærri 200 ríkja og margvíslegra fjölþjóða- og alþjóðasamtaka þeirra, sem við eig- um góð samskipti við, þótt við velj- um þjóð okkar betri kosti í milliríkja- samstarfi en óhagstæða ESB- aðild.“ Þetta voru kaflar úr grein Hannesar Jóns- sonar fyrrverandi sendiherra í Mbl. 8. febrúar 2000. Ýmislegt, sem fréttist af ESB, hefur komið mér til að halda, að þar sé að skapast skrifræði og vandræðagangur, líkt og varð Sovétríkjunum að falli, og þetta sé ekki æskilegur félagsskapur fyrir okkar þjóð. Hér er dæmi úr Mbl. 26.9. 2003, varð- andi tvær sendingar af dilkakjöti til Færeyja, samtals 27 tonn. Fyrri sendinguna varð að senda fyrst til Danmerkur, því þar var heilbrigð- isskoðun ESB. Samkomulag náðist um að skoðunarstöð í Kollafirði í Færeyjum tæki að sér heilbrigð- isskoðun á seinni sendingunni. Kjöt- ið var sett í land í Þórshöfn, og flutt 15 km. leið til Kollafjarðar. Ein- hverjar gráður vantaði upp á frostið í gámunum þegar komið var á áfangastað, og samkvæmt kröfu ESB, var báðum þessum send- ingum, samtals 27 tonnum af dilka- kjöti, eytt, sem óhæfu til manneldis, og auðvitað sátu íslendingar uppi með skaðann, og allan flutnings- kostnaðinn, og heilbrigðisskoðunina auðvitað. Hvað skyldu frændur okk- ar Færeyingar hafa hugsað?. Og uppáhaldsmatur þeirra er Skerpi- kjöt, sem er þurrkað kjöt, verkað eins og harðfiskur, og étið hrátt. Nokkrar fyrirsagnir úr blöðum: 6.4.1995. Næstflest svikamál í Bret- landi. 7. 5. 1997. 105 milljarðar sviknir út. Alþjóðlegir glæpahringir bera meginábyrgð. Yfir 2000 svika- mál í landbúnaðargeiranum. 10.6. 1999. Skólp notað við framleiðslu dýrafóðurs. 9.11. 1999. Svindlið hjá framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. Vantar kvittanir fyrir 400 milljörðum. (Nú, um 950 milljarðar). 21.5. 2004. Fulltrúar á Evrópuþingi hafa allt að 8,8 milljónir í auka- tekjur á ári. Ferðastyrkir allt að tíu sinnum hærri en kostnaðurinn. Mér finnst ESB vera risi á brauð- fótum, sem muni í framtíðinni verða spillingu þrautreyndra glæpa- samtaka að bráð, því enginn hálaun- aður embættismaður fer að hætta starfsframa sínum, og jafnvel lífi, með því að fara að amast við því sem þar gerist. Mig minnir að fyrir nokkrum árum hafi öll fram- kvæmdastjórn ESB orðið að segja af sér vegna spillingar. Þá var búið að reka endurskoðunarfyrirtækið sem kom upp um svikin. Rányrkja og eftirlitsleysi hefur eyðilagt 90% af fiskimiðum ESB landanna, og nú er verið að setja lög, sem fyrirskipa að höggva niður stóran hluta fiski- flotans, því stærð hans er sökudólg- urinn! Ég tel best að standa fyrir utan, og búa að sínu. Hvað er Evrópu- sambandið? Eftir Óskar Jóhannsson Óskar Jóhannsson »Mér finnst ESB vera risi á brauðfótum, sem muni í framtíðinni verða spillingu þraut- reyndra glæpasamtaka að bráð ... Höfundur er fyrrverandi kaupmaður. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.