Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 Í APRÍL var hald- in í Shaffallah- miðstöðinni í Doha í Qatar fjölsótt al- þjóðleg ráðstefna um málefni barna með sérþarfir. Í miðstöðinni er m.a. skóli fyrir börn með sérþarf- ir og þar er einnig sinnt víðtækri þjónustu fyrir þau og foreldra þeirra. Sérfræðingar og fagfólk víða að úr heiminum auk starfsfólks frá Qatar, alls 635 manns, kemur að sérhæfðum verkefnum, kennslu, greiningu, með- ferð og þjálfun, félagslegri aðstoð og ráðgjöf við foreldra. Mikil áhersla er lögð á rannsóknir og þróun sem bygg- ist á alþjóðlegu samstarfi. Yngstu börnin sem sækja þar þjónustu eru 3 ára, en fyrirhugað er að setja á fót starfsemi sem byggist á snemmtækri íhlutun fyrir börn 4-6 mánaða til 3 ára. Forsetafrú Íslands, Dorrit Moussa- ieff, var heiðursgestur á ráðstefnunni ásamt forsetafrúm frá Póllandi, Alb- aníu, Hondúras og Panama. Með Dor- rit í för voru Margrét Dagmar Erics- dóttir, framleiðandi myndarinnar Sólskinsdrengur og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi, sem er hluti af Íþróttasambandi fatlaðra. Dorrit Moussaieff er verndari Sól- skinsdrengsins og hún kynnti mynd- ina á ráðstefnunni og sýndi brot úr henni. Að sýningunni lokinni var hald- inn blaðamannafundur um efni mynd- arinnar. Mikill áhugi kom fram meðal ráðstefnugesta á að fá nánari upplýs- ingar um myndina sem er aðsókn- armesta heimildarmynd á Íslandi með 15.000 áhorfendur. Efnisþættir á þessari ráðstefnu í Katar tengdust lífi fatlaðra barna, unglinga og fullorðinna, greiningu, þjálfun og meðferð, menntun, at- vinnumálum, búsetu og aðgeng- ismálum. Helstu efnisþættir voru málefni sem tengdust einhverfu, snemmtækri íhlutun og aðstæðum fá- tækra fatlaðra barna. Í máli margra fyrirlesara kom fram það viðhorf að skilgreina eigi fötlun út frá félagslegum forsendum frekar en læknisfræðilegum. Fyr- irlesarar sem sjálfir voru fatlaðir bentu ítrekað á mikilvægi þess að sjá tækifæri frekar en vandamál ekki síst þar sem styrkja þarf og efla sjálfs- mynd og sjálfstraust fatlaðs fólks. Dæmi var nefnt um verkefni sem sýna fatlað fólk ná árangri sbr. Para- lympics í Kína 2008 og verkefni í Suð- ur-Afríku þar sem íþróttastarf er byggt upp í þeim tilgangi að styrkja félagsleg tengsl og styrkja sjálfs- mynd og sjálfstraust barna og ung- linga. Einnig voru kynntar hug- myndir um að efla möguleika fatlaðs fólks til atvinnu og sérverkefni í Ind- landi þar sem fatlaðar konur fengu stuðning til að stofna eigið fyrirtæki. Um snemmtæka íhlutun og gildi þess að börn með sérþarfir fái þjálfun og meðferð strax á fyrsta ári var kynnt starfsemi meðferðarstofu í London þar sem fjölskyldan öll tekur þátt í meðferðarúrræðum fyrir ung- börn frá 4-6 mánaða aldri. Sýnt var myndband af ungbarni sem sýndi ákveðna hegðun sem talin var geta bent til einhverfu. Unnið var mark- visst með barnið frá 6 mánaða aldri í samvinnu við foreldra og systkini með mjög góðum árangri. Meg- inskilaboð ráðstefnunnar voru þau að snemmtæk íhlutun sem byggð væri á markvissu samstarfi fagfólks og að- standenda, væri mjög mikilvæg fyrir börn með sérþarfir. Sérstök áhersla var lögð á að ná til barna frá 0-2 ára. Ísland býr yfir miklum mannauði þar sem er fagfólk á sviði heilbrigðisþjón- ustu og vísindastarfa. Það er að mínu mati enginn vafi á því að á Íslandi eru góðar forsendur til að sýna frum- kvæði og vera leiðandi í rannsókna- starfi á sviði snemmtækrar íhlutunar. ANNA K. VILHJÁLMSDÓTTIR, framkvæmdastjóri fræðslu- og útbreiðslusviðs ÍF og Special Olympics á Íslandi. Börn með sérþarfir Frá Önnu K. Vilhjálmsdóttur Anna K. Vilhjálmsdóttir ÞAÐ VEKUR furðu mína sem sjálfstæð- ismanns að ný- kjörinn formað- ur hins hraðminnkandi flokks frjáls- lyndra hægri- manna skuli gera það að fyrsta verkefni sínu sem formaður flokksins að verja kvótakerfið, sem er í svo áberandi andstöðu við stefnu flokksins sem hann veitir nú, um sinn a.m.k., forustu. Gerir formað- urinn sér ekki grein fyrir því að einokunarkerfi eins og kvótakerf- ið er andstætt stefnu flokksins um frelsi einstaklinga í þessu landi til orðs og æðis? Hvað er eiginlega að þér, drengur? Viltu ekki taka nafna þinn og frænda þér til eftirbreytni eða viltu styðja sovéskar hugmyndir til áhrifa í flokknum? Fulltrúar sægreifanna á Alþingi keppast nú hver um annan þveran við að verja þetta einokunarkerfi og þvælast fyrir nauðsynlegum endurbótum á því. Var niðurlæg- ingin í síðustu alþingiskosningum ekki næg aðvörun? Eruð þið e.t.v. að bíða eftir annarri slíkri? Allt þetta væl í kvótahandhöfum um gjaldþrot og hrun sjávarútvegsins ef hróflað er við núverandi kerfi er tómt bull. Og ef einhverjir fara á hausinn þá geta þeir bara sjálf- um sér um kennt. Hitt er svo ann- að mál að fyrningarleið vinstri manna er algjörlega óþörf. Það á einfaldlega að afnema kvótakerfið strax. Síðan er hægt að úthluta kvótanum aftur og þar eiga allir að sitja við sama borð. Framsal aflaheimilda ber að afnema strax. Það er margt sem þarf að laga í fiskveiðistjórn hér á landi en ég ætla ekki í þessari grein að fara út í þau mál. Ljóst er að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar/ Fiskistofu er meingölluð og þar þurfa ný vinnubrögð að sjá dags- ins ljós. Það er kominn tími til þess að stjórnmálamenn þessarar þjóðar fari að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni. Flokkshollusta (á hvaða forsendum?) eða fylgni við vinsæla leiðtoga á ekki að ráða ferðinni. Það sem okkur Íslend- inga vantar í dag af hálfu foryst- unnar er þjóðhollusta. HERMANN ÞÓRÐARSON, fyrrverandi flugumferðarstjóri. Greifarnir gráta Frá Hermanni Þórðarsyni Hermann Þórðarson GEÐLÆKNIR sem vinnur með börnum sagði mér um daginn að hann og starfs- félagar hans ættu von á að sjúkling- um fjölgaði mikið næsta vetur. Ástæðan? Niður- skurður í skóla- kerfinu. Það væru því miður farnar að berast fregnir af því, sagði læknirinn, að börn sem stæðu höllum fæti fengju ekki þann stuðning sem þau þyrftu. Niður- skurður væri hafinn og ætti eftir að aukast. Afleiðingar væru vænt- anlegar innan tíðar. Ég velti því fyrir mér í framhaldi af þessum orðum hvernig við skilgreinum grunnþjónustu. Mikið er rætt um að standa vörð um hana á öllum skólastigum og í þau fáu skipti sem stjórnmálamaður minnist á skólamál dregur hann þetta orð gjarnan upp úr pússi sínu. En hvað er grunnþjónusta? Er það grunn- þjónusta að öll börn læri að draga til stafs í fyrsta bekk grunnskóla? Hvað með að hugga grátandi barn, er það grunnþjónusta? En að gefa sér tíma til að setjast með nemanda og ræða við hann um skólareglurnar eða undraheim náttúrunnar – er það grunnþjónusta? Er það grunnþjón- usta að hlæja með nemendum? Hvað með að borða saman, er það grunn- þjónusta? Ég er ekki viss um að þegar ráða- menn sletta orðinu grunnþjónusta eins og skyri framan í kennara hugsi þeir út í það að skólinn er annað heimili barna og ungmenna. Hér eru þau fimm til níu klukku- stundir á dag. Það gildir um leik- skóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Og tónlistarskólinn, þar eignast mörg börn og ungmenni góðan vin og lærimeistara á fullorðinsaldri. Stundum þann eina sem þau geta leitað til. Þetta er engin vitleysa, ég veit um mörg dæmi þessa. Það er ekki víða sem börn hafa aðgang að fullorðinni manneskju án þess að þurfa að berjast við sjónvarp, síma, tölvu eða tuttugu önnur börn um at- hyglina en tónlistarskólakennarinn er slík manneskja. Kennarar, skóla- ritarar, hjúkrunarfræðingar, mat- ráðar, námsráðgjafar, skólastjórar, skólaliðar – í öllum þessum hópum og öðrum í skólaumhverfinu er að finna trúnaðarvini og lærimeistara mikils fjölda nemenda. Það er mikilvægt að halda í allt þetta góða fólk og láta það fá tíma til að vinna sín góðu verk. Ef álag, undirmönnun og niðurskurður er dagskipanin í skólum líða börnin, þau verða veik, andlega vanhirt og ná ekki að verða fullnuma. Ég ætla ekki að hafa um þetta mörg fleiri orð að sinni. En það hryggir mig að full- orðið fólk skuli mala um grunnþjón- ustu í staðinn fyrir að hugsa í ró og næði um guðsþjónustuna sem kenn- arar láta nemendum í té á hverjum virkum degi. Það er þjónusta við sterk og viðkvæm goðmögn, börnin sem eru fullkomin í sjálfu sér en þurfa samt sárlega á leiðsögn okkar, kennslu og vináttu að halda. KRISTÍN ELFA GUÐNADÓTTIR, ritstjóri. Er það grunnþjónusta að hugga barn? Frá Kristínu Elfu Guðnadóttur Kristín Elfa Guðnadóttir SÍÐUSTU 6 mánuðina, eða frá falli bankanna hefur umræðan ein- göngu snúist um orsök vandans og að finna sökudólga þess hvernig fór og hvers vegna. Fram á völlinn hafa komið í löngum röðum menn, oftast hagfræðimenntaðir, sem há- skólarnir hafa framleitt á færi- bandi með Excel-gráðu, og sett upp í súluritum niðurstöður um hvað var gert rangt og hvernig átti að gera þetta. Það er til fullt af vel menntuðum mönnum á þessu sviði sem ekki taka þátt í þessari um- ræðu vitandi að leysa verður vand- ann eins og hann snýr að þjóðinni í dag og í næstu framtíð. Auðvitað eru vítin til að varast þau. Heimskreppan 1930-1940 var mikið í umræðunni á mínum upp- vaxtarárum og atvinnu ekki að hafa nema til sjós og í landbúnaði og mikið atvinnuleysi á landsvísu. Það má segja að heimsstyrjöldin síðari hafi komið atvinnuvegunum í gang á ný og stríðsgróðinn alla- vega á Íslandi notaður til að snúa atvinnumálum landsins til betri tíðar. En Adam var ekki lengi í paradís, allir togararnir sem keyptir voru fyrir stríðsgróðann voru reknir með tapi og bæj- arútgerðirnar fengu fé úr bæj- arsjóðum og fella varð gengið trekk í trekk. Á þessum viðreisnarárum ríkis og félagshyggju urðu litlar fram- farir í landinu og þjóðin bjó við gjaldeyrishöft og atvinnuleysi. Það sem virðis vera það sem koma skal og rétta á við þjóðarbúið er ný við- reisn með tilheyrandi haftabúskap, ríkisrekstri og tilheyrandi. Upp úr 1950 kom gjafafé (Marshall- aðstoðin) til sögunnar og ráðist var í fyrstu uppbyggingu stóriðju á Ís- landi, með virkjun Sogsins og byggingu áburðar- og sements- verksmiðjunnar. Það má segja að þar hefjist nýir tímar í atvinnu- málum landsins og einstaklingar og einkarekin fyrirtæki tóku við af ríkis- og bæjarrekstri. Þetta hefur skilað okkur þangað sem við erum í dag. Í þau 50 ár sem liðin eru síð- an þessi uppbygging og nýting orkuauðlinda hófst hafa orðið stór- stígar framfarir, má þar telja vegagerð, uppbyggingu hafna, mennta- og heilbrigðiskerfis. Nýir atvinnuvegir, t.d. ferðaþjónusta, fjármálastarfsemi og ýmsar iðn- greinar heima og erlendis. Það má segja að mesta breyt- ingin á þessu tímaskeiði sé þegar hugvitið og tæknin taka yfir hluta starfa hins vinnandi manns í hin- um hefðbundnu atvinnuvegum og ný störf urðu til. Margt af því sem áunnist hefur á þessu tímabili voru nágrannaþjóðirnar búnar að vera að byggja upp í aldir, en í dag stöndum við þeim ekki langt að baki og á sumum sviðum framar. Sú kreppa sem núna stendur yfir er að mörgu ólík þeim nið- ursveiflum sem gengið hafa yfir á undangengnum áratugum og leyst- ar voru með gengisfellingum og gjaldeyrishöftum. Það má segja að þegar íslenska krónan er sett á flot með jafn lítið hagkerfi og það íslenska hafi ekki ráðist við at- burðarásina eða löggjafinn ekki sett nógu skýr eða haldgóð lög til þess að ekki færi sem fór. Það unga og vel menntaða fólk sem tekið hefur þátt í því opna hag- kerfi og alþjóðaviðskiptum mun ekki sætta sig við að vera lokað á eyju norður í Atlantshafi við aðra möguleika en jafnaldrar þess í ná- grannalöndunum. Það þýðir ekki að segja eftir á að það hafi verið einhverjir 20 út- rásarmenn sem leiddu þessi ósköp yfir þjóðina þótt hlutur þeirra sé ærinn. Það tóku margir þátt í veislunni og súpa nú seyðið af timburmönnunum. Við Íslendingar búum við lýðræði og tölum á hátíð- arstundum um elsta löggjafaþing heims, en þegar þessi kreppa með tilheyrandi bankahruni skall á leysti hópur fólks með potta og pönnur löggjafann frá. Þá kemur að fyrirsögn þessarar greinar, Þjóðin og ég. Ég tel mig vera svona sæmilega löghlýðinn íbúa þessa lands og er stoltur af upp- runa mínum og þjóðerni, en forbýð að hópur fólks fari fram fyrir mína hönd og kalli sig þjóð og hundsi lýðræðiskjörið löggjafarþing lands- ins. SIGURÐUR JÓNSSON, skógarbóndi o.fl. Þjóðin og ég Frá Sigurði Jónssyni: NÚ VANTAR fé til að forða rík- inu frá nið- urskurði og leysa vanda nýju bank- anna og fjár- magnseigenda. Ein leið sem ekki hefur verið talað um er að hækka vísitöluna handvirkt um 25%, þannig að ef vístölutryggðar skuldir heimila eru nú 1200 millj- arðar króna þá hækka þær um 300 milljarða eða í 1500 milljarða. Hér væru þá komnar tekjur upp á 300 milljarða króna. Svo má hækka gengistryggð lán um 50% (það voru nú soddan fífl sem tóku þau að þau geta nú alveg borgað). Ef þessi lán standa nú í 800 millj- örðum nást þar 400 milljarðar í tekjur. Samanlagt verða þetta tekjur upp á 700 milljarða króna sem nægja til að rétta af ríkishall- ann, leysa vanda nýju bankanna, hækka eignir lífeyrissjóðanna og hækka eignir fjármagnseigenda til að mæta tapi sem þeir hafa orðið fyrir vegna ónýtra peninga- og skuldabréfasjóða bankanna og tap- aðra hlutabréfa. Heimilin sem geta borgað eiga að sjálfsögðu að borga, þeir sem væla geta fengið greiðsluaðlögun. Jafnt skal yfir alla ganga og því er lagt til að miða við að allir verði búnir að greiða skuldir sínar þegar þeir hafa náð 200 ára aldri. Ef einhverjir eru enn í vandræð- um er boðin greiðsluaðlögun. Allir einfættir, tvíhöfða menn sem hafa verið atvinnulausir í 4 mánuði og hafa allar skuldir í skilum geta mætt á skrifstofu ráðdeildarsýslu ríkisins. Skrifstofan er til húsa á Lækjargötu 2, Hvammstanga, opið verður annan hvorn mánudag frá 9- 10 fram til 30. maí en frá þeim tíma verður lokað vegna sumarleyfa til 30. september. Með þessu móti geta Jóhanna, verndardýrlingur fjármagnseig- enda og Steingrímur, talsmaður er- lendra kröfuhafa, fullkomnað skjaldborgina um fjárhag sinna skjólstæðinga. Mér finnst ég þurfa að taka það fram að framangreint er meint sem kaldhæðni og öfugmæli. Það er full ástæða til að geta þess sérstaklega því ráðamenn þjóðarinnar og stór hluti hennar virðist almennt vera skilningssljór. Það virðist mörgum erfitt að skilja að þær álögur sem lagðar hafa verið á skuldir lands- manna vegna stórkostlegrar van- hæfni bankamanna og athafna mafíósanna (stundum kallaðir auð- jöfrar) í skjóli ríkisvaldsins síðustu ár eru ekki ásættanlegar og þær verður að leiðrétta. Ef það verður ekki gert verður ekki nóg að mæta með búsáhöld á Austurvöll. BJÖRN VALDIMARSSON, hönnuður. Ný og betri leið til lausnar á vanda ríkisins Frá Birni Valdimarssyni Björn Valdimarsson ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.