Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 ORÐIÐ hefur kerf- isvilla. Hún er til komin vegna þess að lán eru verðtryggð með vísan í verðbólgu. Verðbólga á að endurspegla þenslu hagkerfisins og er reiknuð út frá vísitölu neysluverðs. Við venju- legar aðstæður þar sem laun elta eða fara fram úr verðhækk- unum lætur hún nærri að vera réttlát mæling. En nú eru afar óvenjulega aðstæður. Á sama tíma og verðlag hækkar um 20%, minnkar neysla um sama hlutfall. Laun annaðhvort standa í stað eða lækka. Í rauninni ríkir hér verðhjöðnun, vísitala neysluverðs endurspeglar ekki hina raunverulegu þenslu. Þetta er fölsk verðbólga en lánin hækka engu að síður. Það er því ekki ofsögum sagt að þeir sem eru svo óheppnir að skulda hafi á síðasta ári orðið fyrir kjaraskerðingu sem samsvarar 20% af skuldinni og mun sú kjaraskerðing vara jafnlengi og það tekur að borga lánið til baka, þ.e. allt upp í 25-40 ár. Ég hef velt því fyrir mér hvers vegna fólki er almennt ekki meira umhugað um þetta en raun ber vittni. Það má kannski skýra með því að tekist hefur upp að vissu marki að selja þá hugmynd að allt snúist um núverandi greiðslu- byrði og hún muni leið- réttast af sjálfu sér þeg- ar það fer að horfa til betri vegar í efnahags- málum. Fólk er tilbúið að taka á sig mikla lífs- kjaraskerðingu ef hún er tímabundin. En hún er ekki tímabundin fyrir þá sem skulda. Það verður að hafa í huga þau lang- tímaáhrif sem hækkun þessi mun hafa í för með sér fyrir þá sem skulda íbúðalán. Það þarf að gæta að réttlæti milli þegna landsins, þeirra sem skulda og þeirra sem eiga. Ég dreg það ekki í efa að neyslan var orðin of mikil og nú þarf að draga úr henni en myndi neyslusparnaður einn og sér duga til þess að borga það tjón sem skuldarar hafa orðið fyrir. Ég vil taka dæmi af 6 manna fjöl- skyldu með meðaltekjur sem hefur ekki orðið fyrir neinum aukalegum búsifjum eins og að missa vinnuna. Það er ekki tilviljun að ég tek dæmi af fjölskyldu rétt yfir meðalstærð, heldur vegna þess að gengishrunið kemur niður af þeim mun meiri þunga eftir því sem fjölskyldan er stærri. Þessi fjölskylda tók 30 millj- ónir í verðtryggð lán einhvern tímann á síðustu 4-5 árum. Nú stendur höf- uðstóllinn í 37 milljónum eftir geng- ishrunið þrátt fyrir að greitt hafi ver- ið að fullu af láninu. Með því að hætta alfarið að fara í bíó gæti þessi fjölskylda sparað u.þ.b. 200 þús á ári, með því að klippa hár allra heima, 40 þús til viðbótar, hætta að fara á kaffihús eða út að borða, 200 þús. Netið og síminn ca. 60 þús. o.s.frv. En þarna er ekki um að ræða nema rúmlega hálfa milljón á ári, tjónið var upp á 7 milljónir. Það er helst ef bíllinn er tekinn út, sem verð- ur því miður að teljast meiri háttar skerðing á lífsgæðum ef maður býr á höfuðborgarsvæðinu, og nota í stað- inn hjól og strætisvagna, sem mætti hækka þessa upphæð verulega. U.þ.b. 300. þús. á ári (það þarf að taka með í reikninginn að strætókort fyrir 6 manns er ekki gefins). Þarna hefur fjölskyldunni tekist að spara u.þ.b. 800.000 á ári. Þetta teldist vera meinlætalifn- aður. Ég þekki sjálfur engan sem fer aldrei á bíó eða kaffihús. Svona „meinlætalifnað“ þyrfti fjöl- skyldan hins vegar að tileinka sér í hvorki meira né minna en 10 ár til þess eins að borga tjónið sem hún hefur orðið fyrir bara á síðasta ári. Ef við gerum ráð fyrir því að gengið standi í stað eða lækki næstu 2-3 árin þyrfti að framlengja þennan tíma í allt að 15 ár. Það er sem sagt al- gjörlega óraunhæft að segja þessari fjölskyldu að hægt sé að spara fyrir afleiðingum gengishrunsins. Ef fjöl- skyldan ætlaði að borga áfallna vexti jafnóðum í þeim tilgangi að standa jafnfætis öðrum um leið og jafnvægi hefur náðst í þjóðfélaginu, þyrfti hún að spara tæplega 20 þús. kr. á dag eftir skatta, sem er álíka mikið og hún þénar. En hvernig á fjölskyldan þá að get- að staðið skil á þessari hækkun? Menn tala um að launin muni á end- anum ná í skottið á hækkuninni; er það raunhæft? Þá þyrftu laun að hækka verulega og það hjá öllum landsmönnum, vegna þess að það myndi ekki ganga að hækka laun skuldsettra einstaklinga einvörð- ungu. Sú hækkun yrði talsvert kostn- aðarsöm fyrir samfélagið svo ég tali ekki um óréttlát, auk þess að vera verðbólguhvetjandi sem aftur á móti myndi hækka höfuðstól húsnæðislána enn meira. Þarna er því um að ræða „catch 22“ fyrir skuldsettar fjöl- skyldur landsins. Vaxtabætur nefna sumir; það þyrfti þá að hækka þær mikið, ekki um tugi heldur hundruð prósenta. Þær myndu hins vegar líka ná utan um ný lán og þar af leiðandi hvetja til frekari lántöku hjá þeim sem ekki voru skuldsettir fyrir og urðu ekki fyrir tjóni. Staðreyndin er sú að verði ekkert gert fyrir skuldsettar fjölskyldur landsins annað en fresta vandanum hafa þær einfaldlega orðið fyrir um- talsverðu fjárhagslegu tjóni umfram aðra í þjóðfélaginu. Sumir munu upp- lifa sig sem annars flokks þegna, ölm- usufólk. Hér duga því engar sértæk- ar aðgerðir sem taka á vanda hvers og eins heldur þarf að grípa til al- mennra aðgerða sem leiðrétta það misgengi sem orðið hefur á lánum á síðasta ári og grípa svo til viðeigandi ráðstafana ef gengið heldur áfram að falla. Kjaraskerðing til frambúðar? Eftir Þórð Magnússon Þórður Magnússon » Það verður að hafa í huga þau langtíma- áhrif sem hækkun þessi mun hafa í för með sér fyrir þá sem skulda íbúðalán. Höfundur er tónlistarmaður. HITLER innlim- aði Súdetahéruð Tékkóslóvakíu „frið- samlega“ 1938 eftir svik Breta og Frakka í München, lagði svo undir sig Slóvakíu með yfirgangi, síðan afganginn af Tékkó- slóvakíu. Hann inn- limaði Austurríki með hervaldi, nánast án þess að hleypt væri af byssu, 1938, síðan fleiri lönd með miklum hervirkjum. Stalín innlimaði Eystrasaltsríkin þrjú með hervaldi og stór landsvæði önnur í lok stríðs- ins (472.000 ferkílómetra, fyrir utan leppríkin sjö), en eftirmenn hans lögðu undir sig Afganistan 1979-80 og hluta Georgíu árið 2007. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson hyggur beitingu hervalds einu leið- ina til að innlima lönd (Mbl.grein 11. maí). En Norðmenn innlimuðu bæði Svalbarða og Jan Mayen í konungs- ríkið, átakalaust. Löngu fyrr gerði Hákon gamli Ísland að skattlandi sínu án herútboðs. Kanada innlim- aði hið sjálfstæða Nýfundnaland hálf-tilneytt, að tillögu Breta, árið 1949 án beitingar hervalds, en rökin þau, að landið væri komið á hausinn. Ríki geta líka látið innlimast í stærri yfirríki, sbr. sögu Bandaríkj- anna, en þar héldu þó hin einstöku ríki sínum lögum og löggjaf- arþingum. Því verður ekki á móti mælt, að Evrópubandalagið (EB) vill inn- byrða Ísland. Ég er ekki að tala um þjóðirnar í EB, enda fá þær ekki að ráða þessu; það verður engin þjóð- aratkvæðagreiðsla um það í Frakk- landi, hvort Ísland verði EB-ríki. En í Brussel er vélað um málin, og ítrekað hafa komið vitnisburðir það- an úr innsta hring framkvæmda- stjórnarinnar um að bandalagið vonast eftir, að Ísland verði eitt EB- ríkjanna, m.a. vegna norð- urhjarasvæðanna, eins og ljóst er af tali Joes Borg, Grahams Avery o.fl. EB-útsendara sem samherjar þessa liðs innan Rúv og Fréttablaðsins hafa beygt sig og bugtað fyrir á síð- ustu dögum. Raunar segir Olli Rehn, stækkunarstjórinn í hópi kommissaranna 27, að EB sé náttúrlegur eða eðlilegur staður Ís- lands: „Islands nat- ürlicher Platz ist in der EU,“ og væri það af vinstrimönnum tekið sem frekleg íhlutun í ís- lenzk innanríkismál, ef komið hefði frá ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkj- anna, en Jóhanna þegir, Steingrímur J. snýr sér út í horn og snýtir sér, og utanríkisráðherrann sýnir lítilþægð sína með gleiðu brosi. Sumir vilja tala um „aðild að EB“ fremur en innlimun. En Ísland á að- ild að ýmsum alþjóðastofnunum, án þess að þær vilji reisa hér fána sinn yfir okkur, eins og EB-fáninn er reistur á öllum fánadögum yfir sendiráðum Breta, Frakka, Finna o.s.frv. hér í Reykjavík. EB er nefni- lega yfir þjóðunum, ekki undir þeim. EB krefst æðsta löggjafarvalds yfir þjóðunum (og er veitt það), fram yf- ir hvaða lög og hvaða ráðstafanir sem þjóðirnar í bandalaginu kunna að hafa gert og samrýmast ekki EB- lögum og reglum, eins og ótvírætt er tekið fram í inngöngusáttmálum (accession treaties) allra nýrra þátt- tökuríkja („the applicant States ac- cept, without reserve, the Treaty on European Union and all its objecti- ves, all decisions taken since the entry into force of the Treaties“ o.s.frv. og: „Community law [lög bandalagsins] takes precedence over any national provisions which might conflict with it, […] accession to the European Union implies recognition of the binding nature of these ru- les“). Skilur stjórnmálafræðingurinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson ekki merkingu þeirra orða? Innlimun á sér stað og fullveldi glatast með ýmsu móti Eftir Jón Valur Jensson » Því verður ekki á móti mælt, að Evr- ópubandalagið (EB) vill innbyrða Ísland. Jón Valur Jensson Höfundur er guðfræðingur. MEÐAN allt lék í lyndi réðu ESB- sæknir útrásarvík- ingar yfir öllum fjöl- miðlum landsins að Ríkisútvarpinu með- töldu. Yfirráðin yfir ríkismiðlinum urðu sem framhald annarra yfirráða í landi þar sem blaðamannastétt- in er lítil og einslit þannig að hér fór sem vill verða að sumir urðu kaþólskari en páfinn í sínum predikunum. Nú hefur mjög skipt um í eign- arhaldi og um landið leika kaldir vindar uppgjörs við þá menn sem misnotuðu sér viðskiptafrelsi innan EES-svæðisins til bíræfinna áhættuviðskipta sem trauðla gátu farið nema á einn veg. Enginn efast í dag um að þeir hópar sem veita áttu aðhald í efnahagsundri nýrrar aldar brugðust. Blaðamenn viðskiptablaða, þátta- stjórnendur og leiðarahöfundar um- gengust hina bíræfnu áhættufíkla viðskiptalífsins eins og poppstjörnur og reyndu hvað þeir gátu að læra ut- an að frekjukröfur sömu manna sem kröfðust meira frelsis, minni af- skipta stjórnmálamanna og taf- arlausrar inngöngu í ESB. Sama gerðu for- svarsmenn aðila vinnu- markaðarins í stórum stíl og fengu, til að syngja sína söngva, gott rými í fjölmiðlum. En ef þeir sungu „falskt“ og vildu ekki líkt og stelpan á prests- setrinu forðum lof‘ann að ofan‘ máttu þeir eiga von á útskúfun í al- mennri umræðu. Sama átti við um stjórnmálamenn og sum- ir þeirra sem hvatlegast gengu fram í gagnrýni uppskáru um leið háð og spé hinna alltumlykjandi ljós- vakamiðla. En hvað hafa blaðamennirnir eða talsmenn vinnumarkaðarins sem hraðast fóru með útrásarvíkingum okkar lands gert. Gert upp hina gömlu tíma, farið yfir hvar þeim sjálfum skjöplaðist í stjörnudýrk- uninni, sagt af sér eða skipt um starfsvettvang? Nei, ekki almennt allavega. Þeir eru enn við sama heygarðs- hornið og svosem ekki við því að bú- ast að blaðamannastétt sem er svo skyni skroppin sé fær um að veita öðrum aðhald. Það er afar slæmur siður á Íslandi að enginn axli nokkru sinni ábyrgð á nokkrum hlut og allir skuli alltaf fá að sitja í sínum stólum. Hvort sem horft er til vinstri eða hægri. Gömlu kommarnir sem lof- uðu harðræði Stalíns skrúfuðu smám saman niður í þeim lof- söngvum en báðust aldrei forláts á að hafa varið þjóðfélagsbyltingar mannhaturs og morðæðis. Þeim sem nú lærðu að kyrja ESB- söngva sína er eins farið, þó svo að gömlu kórstjórarnir séu á góðri leið með að lenda bak við lás og slá. Einn fárra sem gert hafa kröfu um upp- gjör þessara afla var Davíð Oddsson þegar hann gagnrýndi endurreisn- arnefnd Sjálfstæðisflokksins. Sú nefnd var undir forsæti samspilling- arafla samfélagsins, sömu afla og halda enn kverkartaki um alla fjöl- miðlaumfjöllun í landinu. Ég mun í næstu greinum fjalla nánar um ESB-sótthita fjölmiðla- manna og hvað er þar til ráða. Ósmekkleg yfirráð yfir umræðu Eftir Bjarna Harðarson Bjarni Harðarson » Blaðamenn við- skiptablaða, þátta- stjórnendur og leið- arahöfundar umgengust hina bíræfnu áhættu- fíkla viðskiptalífsins eins og poppstjörnur … Höfundur er bóksali MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefn- um mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina@ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.