Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 Í búsáhaldabyltingunni svokölluðuvar slagorðið: Vanhæf rík- isstjórn! Ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins og Samfylkingarinnar þurfti að koma frá af því að hún tók að mati mótmælenda ekki á ástand- inu, sem skapaðist eftir hrun fjár- málakerfisins.     Nú eru Vinstri grænir komnir ístjórn með Samfylkingunni í stað Sjálfstæðis- flokksins. Er þá ekki búið að taka á vandanum?     Á laugardaginnstóðu Hags- munasamtök heimilanna fyrir útifundi á Austurvelli. Þar var ræðumaður Ólafur Garðarsson, stjórnarmaður í samtökunum.     Ekki var að heyra á Ólafi að nú-verandi ríkisstjórn hefði gert nokkurn skapaðan hlut til að hjálpa heimilunum.     Hann sagði m.a.: „Vinstri, hægri,fram og aftur, allt sama tó- pakkið. Þetta sést vel á þeim úr- ræðum sem núverandi stjórn- arflokkar bjóða upp á. Þau eru að mestu komin frá fjármálageiranum og 100% í hans þágu.“     Hva? Nýja ríkisstjórnin? Í einnisæng með fjármálageiranum?     Þór Saari, búsáhaldabyltingar-maður, sem nú er mættur bindislaus á þing, sagði í þætti á Bylgjunni að meiri reiði væri nú á Austurvelli en í búsáhaldabylting- unni. Og að sumir væru farnir að tala um að beita ofbeldi (aftur?).     Ætli vinstri grænir séu hættir aðfjöldaframleiða kröfuspjöld og farnir að skipuleggja hvítliðasveitir til að verja þinghúsið? Ólafur Garðarsson Vanhæf ríkisstjórn? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 10 skýjað Lúxemborg 22 heiðskírt Algarve 21 léttskýjað Bolungarvík 7 rigning Brussel 22 skýjað Madríd 15 léttskýjað Akureyri 10 skýjað Dublin 13 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Egilsstaðir 10 skýjað Glasgow 13 skýjað Mallorca 27 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 7 rigning London 20 heiðskírt Róm 29 heiðskírt Nuuk 13 heiðskírt París 22 heiðskírt Aþena 27 heiðskírt Þórshöfn 9 skúrir Amsterdam 20 léttskýjað Winnipeg 11 heiðskírt Ósló 19 skýjað Hamborg 17 heiðskírt Montreal 16 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Berlín 19 heiðskírt New York 21 heiðskírt Stokkhólmur 17 léttskýjað Vín 23 léttskýjað Chicago 22 skýjað Helsinki 15 skýjað Moskva 17 skýjað Orlando 24 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 25. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.36 0,3 6.39 3,7 12.48 0,2 19.01 4,2 3:41 23:10 ÍSAFJÖRÐUR 2.48 0,2 8.39 2,0 14.57 0,1 21.00 2,3 3:10 23:50 SIGLUFJÖRÐUR 4.50 0,0 11.18 1,2 16.59 0,2 23.17 1,4 2:52 23:35 DJÚPIVOGUR 3.45 2,0 9.52 0,3 16.13 2,4 22.33 0,4 3:02 22:47 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á þriðjudag Norðlæg átt. Rigning með köfl- um og sums staðar slydda á norðanverðu landinu en úr- komulítið syðra. Hiti 2 til 10 stig, mildast S-lands. Á miðvikudag Norðvestlæg eða breytileg átt. Minnkandi skúrir eða slydduél norðan til en úrkomulítið sunn- anlands. Hiti 2 til 10 stig, mild- ast S-lands. Á fimmtudag Suðaustan- og síðan sunnanátt og rigning, einkum S- og V- lands. Hlýnandi veður. Á föstudag og laugardag Suðlæg átt. Vætusamt S- og V- lands, en bjart með köflum og yfirleitt þurrt á NA- og A-landi. Hiti 7 til 13 stig. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-13 en norðaustan 8-15 norðvestan til. Áfram vætusamt vestan til á landinu en úrkomulítið á Austurlandi. Hiti 5 til 14 stig, svalast á an- nesjum. ÍBÚAFUNDUR verður haldinn í Bolungarvík í kvöld þar sem farið verður yfir fjármál sveitarfélagsins. Bolungarvík hefur verið í meðferð hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna alvarlegrar fjárhagsstöðu og hefur verið farið í allsherjar úttekt á rekstrinum, að sögn Elíasar Jónatanssonar bæjar- stjóra. „Það hefur verið skorið niður nánast alls staðar án þess að draga hafi þurft mikið úr þjónustu. Það hefur á annan tug misst störf. Þetta hefur einnig verið eðlileg starfs- mannavelta,“ segir bæjarstjórinn. Skuldir kaupstaðarins eru rétt rúmur milljarður króna. Aðgerðirn- ar miða við að ná niður kostnaði um 70 milljónir á ársgrundvelli, að því er Elías greinir frá. Bolungarvík- urkaupstaður hefur ekki bara dreg- ið úr kostnaði, heldur hafa gjöld líka verið hækkuð. Lagt var á sér- stakt 10 prósenta álag á útsvarið. „Eftirlitsnefndin vann með okkur í efnahagsreikningnum. Við fengum niðurfellingu hjá Íbúðalánasjóði upp á 73 milljónir króna og fryst- ingu upp á 73 milljónir. Við fengum jafnframt 15 milljóna niðurfellingu hjá Sparisjóði Bolungarvíkur og 66 milljóna sérstakt framlag frá jöfn- unarsjóði sem tengist þessum að- gerðum. Alls eru þetta 228 milljónir í framlög og niðurfellingu. Mark- miðið er að jafnvægi komist á reksturinn á næsta ári.“ ingibjorg@mbl.is Bolvíkingar ræða fjármálin Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gangavinna Skapar tekjur. Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Tildra (Arenaria int- erpres) sem er það sem er kallað umferðarfugl hér á landi er kom- in á Blönduós. Það þýðir að heim- sókn tegundarinnar til Íslands er nokkurs konar millilending. Þessi fuglategund hefur mjög oft við- komu á klettunum á neðstu flúð- um Blöndu og er Katíónsklöppin fyrir neðan lögreglustöðina á Blönduósi afar vinsæl. Á vorin er hún á leið á varpsvæðin sem eru á Grænlandi og í Kanada og hún kemur sömu leið til baka á haust- in og hefur hér smáviðdvöl á leið suður á bóginn. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Tildran komin á flúðirnar Á norðurleið Tildrurnar eru komnar í ós Blöndu á leið sinni norður á bóginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.