Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Íbaráttu sinnivið versnandifjárhag hafa sveitarfélögin með- al annars lagt fram hugmyndir um að lækka laun starfsmanna sinna um 5%, gegn tíu launalausum frídögum á ári. Kennarasam- band Íslands hefur fyrir sitt leyti tekið þessum hugmyndum illa og bendir réttilega á að gagnvart kennurum nái þær ekki fram að ganga nema með því að Alþingi breyti grunn- skólalögum, því að fjöldi kennsludaga er bundinn í lög. KSÍ boðar útgöngu úr sameig- inlegum viðræðum aðila vinnu- markaðarins, nái þetta fram að ganga. Kennarasamtökin geta þó að sumu leyti sjálfum sér um kennt að mönnum finnst nú koma til greina að stytta skólaárið. Lenging þess á undanförnum árum, sem meðal annars hefur verið tengd við kjarabætur kennara, hefur nefnilega ekki verið nýtt sem skyldi til að gera það sem skólar eiga að gera; kenna börnum. Mörgum for- eldrum finnst tíminn í skólunum illa nýttur og að viðbótardag- arnir hafi aðallega farið í vett- vangsferðir og annað slíkt, sem vissulega er mikilvægur þáttur í skólastarfi, en árangurinn hefur ekki orðið sá að börnin læri meira. Í framhaldsskólunum hafa menn ekki orðið varir við að fólk kunni meira þegar þang- að kemur, þrátt fyrir að heilt ár hafi bætzt við grunnskólann og skólaárið lengzt umtalsvert. Kennarasamtökin hefðu átt að beita sér harðar fyr- ir því að tíminn, sem bættist við skóla- árið, yrði nýttur betur. Á málinu eru óneitanlega margar hliðar. Kennarasambandið bendir rétti- lega á að með styttingu skóla- ársins myndi þeim dögum, sem foreldrar þurfa að greiða fyrir aðra gæzlu yngstu nemendanna, fjölga. Þannig er kostnaði og umstangi velt af sveitarfélög- unum yfir á foreldra. Kennarar hafa verið of lágt launaðir, sem hefur haft í för með sér að flótti hefur verið úr stéttinni. Það er auðvitað ógn við gæði menntunar og skóla- starfs í landinu. En margir aðrir hópar, sem starfa hjá sveit- arfélögunum, hafa líka búið við of lág laun. Kennarar geta tæplega skor- izt úr leik, verði niðurstaðan sú að starfsmenn sveitarfélaganna fallist upp til hópa á kjaraskerð- ingu gegn því að fá fleiri frídaga. Í einkafyrirtækjum hefur fólk víða mátt þola svipaða kjara- skerðingu án þess að fá meira frí. Staðan í öllum rekstri á Ís- landi þessa dagana, jafnt hjá hinu opinbera sem einkafyr- irtækjum, er því miður þannig að allir verða að færa einhverjar fórnir. Lækkun kostnaðar hjá sveit- arfélögunum er óumflýjanleg. Hún getur ekki gerzt með vald- boði að ofan. Menn ná ekki ár- angri nema með samkomulagi. Vonandi sýna allir aðilar þá sanngirni, sem þarf til að það megi takast. Lenging skólaársins hefur ekki verið nýtt nógu vel} Kennarar ekki með? För hóps Íslend-inga með gervifætur til Gaza er frábært framtak. Í hópnum eru átta manns og fer Össur Kristinsson fyrir stoðtækjasmiðunum Ósk- ari Þór Lárussyni og Johan Sny- der. Markmiðið er að gefa 30 gervifætur. Fyrstur til að ganga á ný var Hosni Talal. Hann er Palestínumaður og hafði misst báða fætur, annan fótinn fyrir fjórum árum og hinn í árás skriðdreka í upphafi þessa árs. Í liðinni viku gekk hann á ný og voru fjölskylda hans og ná- grannar „samankomnir og furðulostnir þegar þeir sáu Hosni koma gangandi heim til sín“, sagði í frásögn Kristínar Sveinsdóttur, ritara hópsins, sem birt var úr í Morgunblaðinu á laugardag. Um helgina fór honum svo fram að hann var nánast búinn að sleppa hækj- unum. Gervifæturnir voru keyptir fyrir fé sem Félagið Ísland- Palestína safnaði fyrir jólin. Ástandið á Gaza er skelfilegt. Mikil eyðilegging átti sér stað í árásum Ísraela um jólin og í jan- úar og var ástandið slæmt fyrir. Íbúar á svæðinu eru í herkví og búa við fátækt og skort. Framtak þetta sýnir að hægt er að láta gott af sér leiða með litlu. Hópurinn sem fór til Gaza getur ekki hjálpað öllum sem þar eiga um sárt að binda. Hann getur hins vegar haft afgerandi áhrif á líf þeirra sem hann hjálp- ar. Þetta verkefni getur verið fyrirmynd að því hvernig best má nýta framlag Íslendinga til þróunarmála. Í þeim efnum hef- ur frammistaða íslenskra stjórnvalda reyndar verið til skammar. Þrátt fyrir ítrekuð fyrirheit er langt frá því að Ís- lendingar nái þeim markmiðum sem Sameinuðu þjóðirnar settu um framlög efnuðustu ríkja heims í þróunaraðstoð og krepp- an mun tryggja að bið verður eftir því að Íslendingar geti gengið uppréttir í þeim efnum. Eftir sem áður þarf að tryggja að það fé, sem íslensk stjórnvöld munu verja til þróunarmála, komi að gagni. Þessa dagana má sjá í Palestínu hvernig fara má að því. Fyrirmynd að þróun- araðstoð Íslendinga}Hjálparstarf á Gaza M ér er það minnisstætt, þegar ég talaði við bankamann rétt eftir hrunið, og spurði hvort ekki mætti finna eitt- hvað jákvætt við atburða- rásina, og hann svaraði eftir nokkra um- hugsun: „Jú, það var gaman í gær.“ Þannig getur mikil ánægja falist í augnablikinu, en það líður óhjákvæmlega hjá og þá ræður eftirbragðið því, hvernig minningin um augnablikið varðveitist. Til dæmis eru margir með óbragð í munninum, eftir hrunadansinn í viðskiptalífinu undanfarin ár. En þetta er ekki síður áþreifanlegt í list- um og menningu. Njóta má augnabliksins á stórmyndinni Englum og djöflum, en sú skemmtun gleymist sekúnduna sem gengið er úr salnum, jafnvel fyrr. Annað gildir um sænsku hrollvekjuna Låt den rätta komma inn. Hún var ekkert meiri háttar meðan á sýningunni stóð, en situr í minninu, sakleysið og vináttan, sem fléttast saman við grimmd og einelti. Og leiftur úr sögunni koma fram næstu daga á eftir, feðgar að spila og hlæja, gleðin umhverfist í tvo kalla að drykkju, en sonurinn lætur sig hverfa svo lítið ber á. Ekki er flutt nein stólræða, ofskýring fjarri lagi, en boðskapurinn síst inn. Mér kom þetta í hug þegar ég las Grafarþögn Arn- aldar Indriðasonar. Það er saga sem lætur lítið yfir sér, flokkast sem reyfari, en kemur lesandanum iðu- lega á óvart, fetar aðrar brautir en eðl- isávísun lesandans gerir ráð fyrir. Tekið er á átakamálum í samtímanum, opnaður gluggi inn í veröld heimilisofbeldis og eit- urlyfja, og lesandanum uppálagt að endur- skoða forgangsröðina í lífi sínu, án þess þó að höfundurinn prediki. Þá hverfur mátturinn úr orðunum. Og kannski sker Arnaldur sig úr fyrir það, fólki líkar eft- irbragðið af sögum hans. Er því ekki þannig farið með allt í til- verunni, að í upphafi skyldi endirinn skoða, nokkuð sem gleymist gjarnan í hita augnabliksins? Ég á vin sem hagar lífi sínu með hinstu stundina í huga, viðmiðið er að þegar hann liggi á dánarbeð- inumgeti hann litið til baka og verið ánægður með lífshlaupið. Það einfaldar margt og víst er, að þá skipta krónur og aurar minna máli. Ég er ekki frá því, að ef ákvarðanir í íslensku við- skiptalífi undanfarin ár hefðu verið teknar með þetta í huga, hefði margt farið á annan veg. Ég heyrði einu sinni mann sem lá fyrir dauðanum tala um það við son sinn, sem sat við sjúkrarúmið, hvað hann væri ósáttur við líf sitt. Hann predikaði ekki yfir unga manninum, en sagðist sjá eftir að hafa unnið myrkr- anna á milli, til þess eins að eignast stórt einbýlishús, ómælt magn af steinsteypu. Nú áttaði hann sig á því, að hann væri engu bættari fyrir vikið. Það er ónotalegt eftirbragð af steinsteypu. Pétur Blöndal Pistill Það var gaman í gær Eignir OR hækka í verði í eignabruna FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is U ndanfarið ár hefur verið eitt samfellt áfall fyrir þá sem hafa tekjur í krónum og skuldir í er- lendri mynt. Þar ræð- ur vitaskuld hrun krónunnar, fyrst frá vormánuðum í fyrra og fram á haust, síðan frá hruni bankakerfisins í október. Margt bendir til þess að gengisfall krónunnar gangi ekki til baka nema að litlu leyti. Spár Seðlabanka Íslands og efnahagsskrifstofu fjármálaráðu- neytis segja báðar að krónan muni ekki styrkjast nema í mesta lagi 10 til 12 prósent næstu þrjú árin. Þetta þýðir að evran mun ekki komast í 80 krónur aftur eins og hún var um ára- bil þegar stærstur hluti erlendra lána landsmanna var tekinn og frekar haldast á bilinu 150 til 175 krónur eins og hún hefur verið undanfarin miss- eri. OR fórnarlamb krónuhruns Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fjármagnað framkvæmdir að mestu leyti með erlendri mynt er Orkuveita Reykjavíkur (OR). Allt þar til stoðir krónunnar fóru að bresta var staða OR öfundsverð fyrir flest fyrirtæki. Í árslok 2007 voru eignir OR metnar á rúmlega 190 milljarða króna. Skuld- irnar voru þá 102 milljarðar og eig- infjárhlutfallið því 46 prósent. Í árs- lok 2008 var staðan orðin önnur og alvarlegri. Hrun krónunnar orsakaði gríðarlega hraða hækkun skulda. Skuldirnar námu um 211 milljörðum króna. Eignirnar jukust hins vegar um- talsvert á móti en þær fóru úr 191 milljarði í 259 milljarða, eða um 68 milljarða króna. Í ljósi þess að aðeins um 20 prósentum af tekjum OR eru í erlendri mynt hefur hrun krónunnar mikil áhrif til hins verra á stöðu fyr- irtækisins. Þessu hafa forsvarsmenn fyrirtækisins þegar gert sér grein fyrir og réðust í umtalsverðar launa- lækkanir fyrr á árinu vegna þess. Forstjórinn, Hjörleifur Kvaran, tók meðal annars á sig fjórðungs launa- lækkun auk þess sem laun annarra starfsmanna, sem voru með yfir 300 þúsund á mánuði, voru einnig lækkuð. Umdeilt endurmat Eftir hrun krónunnar voru eignir OR endurmetnar. Var það meðal ann- ars gert, að því er heimildir Morg- unblaðsins herma, til þess að koma til móts við alþjóðlegar reikniskilaað- ferðir sem matsfyrirtæki fara oft eft- ir. Þetta leiddi til hækkunar á virði eigna um 5 til 10 prósent, eða sem svarar til 13 til 26 milljarða króna miðað við stöðuna í árslok í fyrra. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins spurðu stjórnarmenn í OR ítarlega út í það hvernig stæði á því að eignavirðið hækkaði svona mikið á sama tíma og eignir væru víðast hvar að „brenna upp“. Var meðal annars um það deilt hvort það væri tilefni til þess að ráðast í þetta endurmat á eignunum. Forsvarsmenn OR segja end- urmatið einungis hafa farið fram í takt við breyttar bókhaldsaðferðir. Ekkert sé athugavert við það þótt eignavirði aukist. Þá sé endurmatið ekki til þess fallið að fegra stöðu fyr- irtækisins. Hún sé sterk þrátt fyrir um 110 milljarða aukningu skulda. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hellisheiðarvirkjun OR hefur aukið umsvif sín mikið á undanförnum árum og fjármagnað framkvæmdir með erlendum lánum. Skuldir í erlendri mynt hafa hækkað gríðarlega í krónum talið vegna hruns krónunnar und- anfarið ár. Orkuveita Reykjavíkur hefur farið illa út úr þessari þró- un. Eignir hafa samt hækkað. Þrátt fyrir miklar vaxtaberandi skuldir hjá orkufyrirtækjum, OR jafnt sem öðrum, gera lágir vext- ir erlendis það að verkum að skuldirnar eru ekki eins mikil byrði og ætla mætti. Vextir eru víðast hvar 0,25 til 1,5 prósent en þeir hafa lækkað mikið und- anfarna mánuði þar sem þjóðir heims leitast við að styrkja efna- haginn. Þar er ódýrt lánsfé helsta vopnið. Ekki er hægt að búast við að vaxtastigið muni haldast svo lágt til langs tíma. Um leið og vextirnir hækka að nýju getur fjármagnskostnaður vegna er- lendra lána hækkað um milljarða króna. Afkomutölur OR fyrsta ársfjórðung þessa árs sýna að fyrirtækið ræður vel við afborgun af lánum miðað við þá vexti sem nú bjóðast. Hagnaður hefur verið af starfsemi fyrirtækisins upp á 1 til 2 milljarða. Tapið í fyrra var 73 milljarðar króna. VEXTIRNIR LÁGIR ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.