Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 21
Umræðan 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 www.live.is Sími: 580 4000 | Myndsendir: 580 4099 | skrifstofa@live.is ÁrsfundurLífeyrissjóðsverzlunarmannaverðurhaldinn mánudaginn 25. maí 2009 kl. 18.15 á Grand Hótel. Dagskrá fundarins: • Staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í breyttu umhverfi - kynning á niðurstöðum úttektar Capacent á starfsemi og árangri sjóðsins. • Venjuleg ársfundarstörf. Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík 20. apríl 2009 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Í GREIN Rafns Gíslasonar húsasmiðs um ASÍ – Samfylk- inguna og ESB sl. sunnudag veltir hann vöngum yfir því, „hvað það er sem rek- ur áfram forystu ASÍ með Gylfa Arnbjörns- son í broddi fylkingar í að tala fyrir aðild Ís- lands að ESB‘‘. Mér eru auðvitað bæði ljúft og skylt að svara þessum vangaveltum. Á ársfundi ASÍ í október 2008 var fjallað um aðgerðir til að end- urheimta fjármálastöðugleika og verja kjör launafólks og stöðu heimilanna í landinu. Í nið- urstöðum ársfundarins sagði m.a.: „Það er skoðun ASÍ að yfirlýsing um að sótt verði um aðild Íslands að ESB og upptöku evru sé eina færa leiðin. Þannig verði látið á það reyna í aðildarviðræðum hvaða samningur Íslandi standi til boða og hann lagður fyrir þjóðina í at- kvæðagreiðslu.“ Um þessa ályktun var víðtæk samstaða á ársfund- inum. Alþýðusambandið hefur í starfi sínu lagt ríka áherslu á virka þátttöku í samstarfi Evrópuríkja á vettvangi Evrópska efnahagssvæð- isins. Þar sem markmiðið hefur verið að bæta og treysta réttindi og möguleika íslensks launafólks á sem flestum sviðum í samstarfi við norræna og evrópska verkalýðs- hreyfingu. Niðurstaða ársfundar ASÍ 2008 var þannig í beinu fram- haldi af fyrri umræðu og stefnu- mótun sambandsins um Evrópu- samvinnuna og stöðu Íslands. Árið 2000 fjallaði þing ASÍ ít- arlega um stöðu og þróun EES- samningsins og þá strax var bent á að mikilvægt væri að styrkja stöðu Íslands í Evrópusamvinnunni í ljósi þróunarinnar innan ESB og veikingar EES samningsins. Um þetta sagði m.a. í samþykktum þingsins: „ASÍ telur því nauðsyn- legt að styrkja þátttöku Íslands í Evrópusamstarfinu. Það getur að- eins gerst með tvennum hætti; annaðhvort með því að styrkja þátttöku okkar í gegnum EES- samninginn eða með beinni aðild að ESB. Styrking EES virðist vera fjarlægur pólitískur mögu- leiki. Að mati ASÍ verður því að taka umræðuna um aðild að ESB á dagskrá. Þjóðin verður að fá að svara því hvort hún vill taka þetta skref eða ekki.“ Ég hygg að gagnrýni Rafns á að ég kynni stefnu ASÍ hljóti að byggjast á að hann þekki ekki fyrrgreinda umfjöllun innan ASÍ og hvet ég hann til að kynna sér það m.a. í sérstökum bæklingi sem var gefinn út nýlega og er á heimasíðu ASÍ, www.asi.is og heit- ir „Sýn ASÍ á Evrópusamvinnuna og samningsmarkmið í aðild- arviðræðum við ESB‘‘. Hvað varð- ar fullyrðingar Rafns um að það sé „draumur ýmissa verkalýðs- leiðtoga og Samfylkingarinnar‘‘ að tengja aftur saman flokk og hreyf- ingu, en honum og öðrum til upp- rifjunar var Alþýðuflokkurinn hluti af Alþýðusambandi Íslands frá 1916 til 1940, þegar formlega var slitið á þessi bönd. Ekki ætla ég að svara fyrir hvað aðra dreymir um, og vafalaust eru þeir ófáir sem telja að verkalýðshreyfingin eigi að tengjast þeim flokkum sem berjast fyrir hugsjónum og mark- miðum hennar traustari böndum, en ég er ekki einn þeirra. Á vettvangi Alþýðusambands Ís- lands hefur til margra áratuga verið samstaða um að samtökin taki ekki afstöðu til málefna á flokkspólitískum forsendum. Það útilokar hins vegar ekki að sam- fella sé í málflutningi ASÍ og ein- stakra flokka í ein- staka málum, hvað annað. Þetta gerist æði oft, enda hefur Alþýðusambandið lagt ríka áherslu á að móta samfélagið út frá grunngildum sínum um jafnrétti, jöfnuð og bræðralag bæði með stefnumótun og tillögugerð sem og beinum samningum við ríkjandi stjórnvöld hverju sinni um að hrinda þeim í framkvæmd. Afstaða okkar til ESB er þar engin und- antekning. Í grein Rafns furðar hann sig á því að ASÍ hafi ekki varað fé- lagsmenn við þeim hættum sem stafa af aðild að ESB gagnvart fé- lagslegum undirboðum og vitnar þar til baráttu bæði sænsku og evrópsku verkalýðshreyfing- arinnar vegna mála sem tengjast Vaxhólm, Laval, Rüffert. Nú er það svo, að hugsanleg áhrif þess- ara mála á íslenskan vinnumarkað hafa ekkert með aðild að ESB að gera, því við erum þegar búin að innleiða meginhluta reglna ESB um vinnumarkaðinn í gegnum EES-samninginn. Hitt er mik- ilvægara að það hefur verið sam- eiginlegt mat ASÍ og SA að ekkert þessara mála hefur áhrif á rétt- arstöðu launafólks hér á landi. Hér á landi gildir sú meginregla að enginn atvinnurekandi má greiða laun eða starfskjör sem eru lakari en samkvæmt kjarasamningi í við- komandi grein, hvort sem hann er í samtökum atvinnurekenda eða ekki. ASÍ gerði sérstakan kjarasamn- ing við SA 2004 um málefni er- lendra starfsmanna sem auðvelda okkur að koma í veg fyrir und- irboð. Einnig höfum við í samstarfi við SA og félagsmálaráðherra staðið fyrir innleiðingu ýmissa reglna sem er ætlað að koma í veg fyrir að fyrirtæki geti misnotað að- stöðu sína til að ná samkeppn- isforskoti með því að grafa undan lögum og kjarasamningum. Að okkar mati hefur skipulag íslensks vinnumarkaðar, þar sem saman fer mikil þátttaka í verkalýðsfélögum, samstarf við samtök atvinnurek- enda um trausta kjarasamninga sem eru studdir nauðsynlegri lög- gjöf, reynst skila bestum árangri í að tryggja hagsmuni bæði launa- fólks og fyrirtækjanna. Aðild að ESB ógnar þessu fyrirkomulagi ekki á nokkurn hátt nema síður sé. Því eru áhyggjur okkar minni en félaga okkar í nágrannalöndunum. Afstaða ASÍ til aðildar að ESB Eftir Gylfa Arnbjörnsson » Það er skoðun ASÍ að yfirlýsing um að sótt verði um aðild Íslands að ESB og upptöku evru sé eina færa leiðin Gylfi Arnbjörnsson Höfundur er forseti ASÍ. NÚ UM áramótin gengu í gegn ný út- varpslög hvað varðar innheimtu. Hin illa liðnu afnotagjöld voru numin úr gildi og í staðinn settur á nef- skattur. Með því voru allir Íslendingar eldri en 16 ára með lág- marks-árstekjur skikkaðir til að borga þennan 17.200 króna nefskatt árlega við skattauppgjör. Athygli var dregin að þessu í sér- deilis góðri grein eftir Silju Björk Huldudóttur í Morgunblaðinu um daginn, og var þá reiknaður kostn- aður á vísitölufjölskylduna og regl- urnar lítillega útlistaðar (t.d. fyrir hjón með þrjá unglinga eldri en 16 ára reiknast um 86 þúsund krónur árlega í RÚV-skatt). Nú er ég ekki að draga úr mik- ilvægi ríkisfjölmiðla né heldur þeim kostnaði sem slíkum miðli fylgir sem eðlilega er greiddur af skattgreiðendum. Það sem mér finnst hins vegar athugavert er að það sé afmarkaður hópur skatt- greiðenda sem ekki fær sambæri- lega útvarpsþjónustu fyrir sinn aur og aðrir hópar. Nú er ég að tala um aldursbilið 16-30 ára, en í dag sinnir enginn opinber útvarps- fjölmiðill þessum hópi sem skyldi. Þótt einstaka sérþætti sé troðið í tvö til þrjú pláss á viku fullnægir það ekki á nokkurn hátt þeirri þjónustuþörf sem þessi hópur skattgreiðenda á rétt á. Í upphafi var Ríkisútvarpið Rás 1 það eina sem heyrðist á öldum ljósvakans að undanskildu Kanaútvarpinu. Með tímanum jókst hlustun og brátt var komin þörf fyrir aukið efni handa yngri kynslóðum hlust- enda og loks varð sú þörf það mik- il að stofnuð var Rás 2. Hún full- nægði þörfum stórs hóps og skapaði nýjan markað í útvarpi. Innan fárra ára var svo komin samkeppni frá einkaaðila í fyrsta sinn með Bylgjunni og þá lifnaði útvarpsheimurinn fyrir alvöru. Nokkur ár liðu og loks spruttu upp stöðvar fyrir enn yngri hlustendur, þar hafa X-ið og FM957 staðið lengst. Margir minni spámenn hafa ræst út tíðni og herj- að á ýmis ný mið hlustenda með mis- jöfnum árangri. Útvarpsumhverfið á Íslandi Með tímanum hefur umhverfi útvarps- stöðva aðlagast ýms- um markaðslögmálum og vissum stefnum. Sú slæma þró- un hefur aftur á móti átt sér stað að þekking, menningarleg gildi og fræðsla er í miklu undanhaldi í út- varpi og þá sérstaklega þegar kemur að stöðvum yngri hlustenda sem allar eru reknar af fyr- irtækjum í einkarekstri. Síðastliðin ár hefur einhæfni og útþynning einkennt flestar út- varpsstöðvar sem lýsir sér í mun metnaðarminni dagskrárgerð, stuttum spilunarlistum, einfeldni í lagavali og skerpulausum ímynd- um. Með yfirstandandi efnahags- kreppu í íslensku þjóðfélagi á sér mikill niðurskurður stað í útvarpi og í byrjun ársins 2009 lítur út fyr- ir að rödd yngri kynslóða verði út- máð og eftir standi miðjumoðaðar og bitlausar dægurlagastöðvar í bland við þjóðreknar stöðvar fyrir eldri hópa hlustenda. Í dag er því mikil þörf fyrir mál- efnalega og vandaða útvarpsstöð sem sækir á mið yngri hlustenda. Í dag er þörf á þriðju rás Rík- isútvarpsins, sem fullnægir þörfum viðskiptavina sinna frá 16 til u.þ.b. 30 ára. Útvarpsstöð sem er fram- sækin, menningarleg og metn- aðarfull. Uppbygging á RÁS 3 RÁS 3 væri útvarpsstöð byggð á fenginni reynslu af útvarpsmark- aðinum á Íslandi með viðmið af nýrri tækni, mótun samfélagsins og framsýni til lengri tíma. RÁS 3 tæki mið af mótun tónlistariðn- aðarins í kjölfar netvæðingar, nýrra viðskiptahátta og áherslu- breytinga í markaðssetningu. RÁS 3 væri málefnaleg útvarpsstöð með því besta og helsta sem einkennir samfélagið hverju sinni. BBC Ra- dio 1 og BBC 1Xtra væru ákjósan- legar fyrirmyndir þegar kemur að dagskrárgerð og uppbyggingu. Er grundvöllur til staðar? En svo má auðvitað spyrja sig hvort útvarp sé ekki deyjandi mið- ill. En ég tel að útvarpsstöð sem byggð er upp með mikilli netvirkni sé klárlega móðins í nokkur ár í viðbót, eða þar til búnaður eins og 3G bílaútvörp eða önnur stafræn móttökutækni ryður sér rúms. Fyrir nokkrum árum var lagt í mjög kostnaðarsamar aðgerðir til að RÚV gæti sent út stafrænt, sem lækkar allan kostnað við út- sendingar og gerir þeim kleift að senda út mun fleiri útvarpsstöðvar án nokkurs aukakostnaðar, auk þess sem stúdíó Útvarpshússins eru hvergi nærri fullnýtt og gætu auðveldlega rúmað eina stöð til viðbótar. Rekstrarkostnaður Rásar 3 væri lægri en á hinum miðlunum þar sem virkni hlustenda er mun meiri auk þess sem markhópur stöðvarinnar er auðveldasti auglýs- ingahópurinn. Viðburðahald, út- gáfur, auglýsingar með netmiðlum og margt fleira gæti haldið rekstr- inum mjög hagstæðum auk þess sem stöðin myndi létta mikilli byrði af Rás 2 sem gæti enn betur skorðað sig fyrir sinn markhóp, ca. 30-55 ára. Látum verkin tala, leggjum strax grunn að útvarpsstöð sem óhjákvæmilega verður stofnuð, fyrr frekar en síðar. Núna er rétti tíminn! Tími fyrir RÁS 3 Eftir Ómar Ágústsson »Með nýtilkomnum nefskatti sem nær niður í 16 ára aldur, hef- ur krafa á hendur RÚV ohf. myndast til að veita landsmönnum undir þrítugu sína þjónustu. Ómar Ágústsson Höfundur er framkvæmdastjóri TFA ehf. @ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.