Morgunblaðið - 25.05.2009, Side 31

Morgunblaðið - 25.05.2009, Side 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009 Það er eitthvað styrkjandi við það að fylgjast með slíkum nátt- úrubörnum að störfum. 33 » DRAUMAR 2009, alþjóðleg döff-leiklistar- hátíð hófst í Þjóðleikhúsinu í gær og stendur út mánuðinn. Hátíðin er skipulögð af Draumasmiðjunni í samstarfi við Þjóðleikhúsið, Háskóla Íslands og leikhópinn Döff-rætur. Markmið hátíð- arinnar er að bjóða heyrnarlausum Íslend- ingum upp á úrval alþjóðlegra leiksýninga sem gerðar eru með þarfir þeirra í huga og skara fram úr hvað gæði og fagmennsku varðar. Annað markmiðið er að auka tengsl lista- fólks sem vinnur við döff-leikhús og kynna sér- staklega Draumasmiðjuna, eina döff-leikhúsið á Íslandi, á alþjóðlegum vettvangi. Auk þess standa vonir til þess að hátíðin auki áhuga og skilning almennings á menningu heyrnar- lausra og þá sérstaklega á döff-leikhúsi. Dagskrá hátíðarinnar er viðamikil og sam- anstendur af námskeiðum og fyrirlestrum, en líka afar forvitnilegum sýningum sem koma frá Tékklandi, Finnlandi, Singapore, Eng- landi, Svíþjóð og Íslandi en þær verða allar í sýningarsal Þjóðleikhússins, Kassanum og hefjast kl. 20. Miðasala er á midi.is. Drauma-döff í viku Úrval góðra leiksýninga fyrir heyrnarlausa Lostin Úr sýningu Draumasmiðjunnar, á einu atriði döff-hátíðarinnar í Þjóðleikhúsinu. TÓNSKÁLDA- STOFA sem Sin- fóníuhljómsveit Íslands efnir til í Háskólabíói klukkan 9.30 í dag, er nýbreytni í starfi hljóm- sveitarinnar. Um er að ræða vinnu- stofu þar sem leikin verða ný hljómsveitarverk eftir þrjú íslensk tónskáld og í kjölfarið fá þau athuga- semdir og leiðbeiningar frá Rumon Gamba, aðalstjórnanda SÍ, og hljóð- færaleikurum. Verkin sem valin hafa verið eru Dreaming eftir Önnu Þorvaldsdótt- ur, Þórdísarhyrna eftir Hafdísi Bjarnadóttur og Norður eftir Pál Ragnar Pálsson. Öll eru tónskáldin fædd árið 1977 og stunda nám við tónlistarháskóla erlendis, Anna við Kaliforníuháskóla, Hafdís við Tón- listarháskólann í Kaupmannahöfn og Páll Ragnar við Tónlistarháskól- ann í Tallinn í Eistlandi. Markmiðið með tónskáldastofunni er að þjálfa ung íslensk tónskáld í að skrifa fyrir hljómsveit, en oft reynist ungum tónskáldum erfitt að fá reynslu á þessu sviði þar sem tæki- færin eru fá og samkeppnin mikil. Í kjölfarið á vinnustofunni fá öll tón- skáldin færi á að endurskoða verk sín og í september mun SÍ hljóðrita verkin þrjú fyrir Ríkisútvarpið. Tónskáldastofan stendur frá kl. 9.30-12.50 og er aðgangur ókeypis. Flytja verk og leiðbeina Anna Þorvaldsdóttir SÍ efnir til Tón- skáldastofu í dag SAGNASAFNIÐ Steintré eftir Gyrði Elíasson hefur verið til- nefnt til Alþjóð- legu Frank O’Connor smásagnaverð- launanna, en það eru helstu verð- laun sem veitt eru fyrir smásögur. Nemur verð- launaféð 35.000 evrum, rúmlega sex milljónum króna. Ensk þýðing Victoriu Cribb á Steintré, sem Comma press gaf út, er tilnefnd á svokallaðan „langan lista“ fimmtíu bóka, sem verður síð- ar í sumar fækkað niður í sex til átta, áður en verðlaunin verða afhent á Írlandi í haust. Flestir hinna tilnefndu höfunda eru frá Bretlandi, 17 talsins, og Bandaríkjunum, 15. Verðlaunin eru kennd við Frank O’Connor sem var heimskunnur fyr- ir smásögur sínar. Sögur Gyrðis tilnefndar Gyrðir Elíasson KAMMERKÓR Akraness heldur tónleika í Guðríð- arkirkju í Grafarholti í kvöld, mánudag, klukkan 20.30. Efnisskráin er fjöl- breytileg og víða komið við í tónlistarflórunni; andleg verk, alþýðulög, madrigalar og dægurlög. Meðal annars verða fluttir kaflar úr Celtic Mass eftir írska tónskáldið Michael McGlynn. Einsöngvarar koma úr hópi kórfélaga, en einn- ig syngur Auður Guðjohnsen messósópran með kórnum. Kristín Sigurjónsdóttir leikur á fiðlu. Stjórnandi Kammerkórs Akraness, sem var stofn- aður árið 2004, er Sveinn Arnar Sæmundsson. Tónlist Kammerkór Akraness syngur Guðríðarkirkja SÝNINGIN „Dúett – Sonn- ettusveigur“ var opnuð á Vesturvegg Skaftfells, mið- stöðvar myndlistar á Austur- landi, á laugardaginn, og stendur til 7. júní. Bókin Dúett kom út fyrir tæpu ári og er samstarfsverk- efni hjónanna Lóu, Ólafar Bjarkar Bragadóttur, og Sig- urðar Ingólfssonar. Hún mál- ar myndirnar og hann yrkir ljóðin. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og málaðar á árunum 2007-2008. Sonnettusveig- urinn var fimmtán ár í smíðum. Sýningin hefur ver- ið sett upp á nokkrum stöðum, á Egilsstöðum og á jafnréttisráðstefnu á Suðurnesjum og á Akureyri. Myndlist og bókmenntir Sonnettusveigur í Skaftfelli Hjónin Ólöf Björk og Sigurður ALLA þessa viku munu lúðrasveitir á höfuðborg- arsvæðinu sameina kraftana og leggja sitt af mörgum til að blása lífi í borgina. Á slaginu klukkan 15, mánudag til föstudags, verða fimm lúðrasveitir búnar að stilla sér upp á fimm mismun- andi stöðum í borginni og munu allar marsera um nær- liggjandi götur. Fólk kemur meðal annars til með að sjá og heyra lúðrasveit- irnar á Fiskislóð, í miðbænum, Borgartúni, Laug- ardalnum og á Bíldshöfða. Þátt taka Lúðrasveitir verkalýðsins, Reykjavíkur og Svanur, og Skóla- hljómsveitir Austurbæjar og Vesturbæjar. Tónlist Lífi blásið í lúðra og í borgina Lúðrasveitirnar blása af list. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is ÞJÓÐIN lætur efnahagskreppuna ekki tefja sig við bók- lestur og bækur hafa selst ágætlega síðustu mánuði. Gott hljóð er í útgefendum og bókaútgáfa fer ekki í sumarfrí. Hvíta bókin er heiti á nýrri bók eftir Einar Má Guð- mundsson sem Forlagið gefur út í júní. Þetta er greina- safn um efnahagshrunið, samfélagsþróun og samfélags- mein. Verkið er unnið upp úr greinum og ræðum sem Einar Már skrifaði í haust og birtust meðal annars í Morgunblaðinu og vöktu mikla athygli. Allt efnið er end- urritað og um það bil þriðjungur er alveg spánnýr. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur er á sömu slóð- um í bókinni Hrunið: Ísland á barmi gjaldþrots og upp- lausnar sem kemur einnig út í júní hjá Forlaginu. Guðni er sagður hafa viðað að sér einstökum heimildum um ís- lenska efnahagshrunið og eftirmál þess. „Mikil sumarbók“ Þeir sem vilja ekki lesa um ískaldan íslenskan raun- veruleika geta leitað á náðir skáldskaparins, til dæmis nýja skáldsögu eftir Bergsvein Birgisson. Bergsveinn skrifaði skáldsöguna Landslag er aldrei asnalegt sem kom út árið 2005 og var tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Nýja sagan kemur út þjóðhátíðardaginn 17. júní sem hlýtur að teljast óvenjulegur dagur fyrir skáldsagnaútgáfu en útgáfustjóri Bjarts, Guðrún Vil- mundardóttir, segir þetta vera mikla sumarbók: „Hún heitir Handbók um hugarfar kúa, og Bergsveinn segir sjálfur að þetta sé skáldfræðisaga. Hún segir frá ungum menningarfræðingi sem er kominn til Íslands eftir strangt nám í útlöndum. Hann fær ekkert að gera, ekki nóg með að eftirspurnin eftir menningarfræðingum sé ekki nægileg, heldur eru þar að auki margir á undan hon- um í röðinni. Að lokum fær hann í gegnum klíku vinnu við að gera handrit að heimildarmynd um íslensku kúna.“ Þýdd klassík og spennubækur Í júní gefur Forlagið út Fuglana eftir Tarjei Vesaas í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Sagan sem kom út í Nor- egi árið 1957 er talin ein merkasta skáldsaga Norðmanna á 20. öld. Í júlí gefur Forlagið svo út Kínverjann eftir Henning Mankell en Svenska dagbladet segir þetta bestu bók Mankells í fimmtán ár. Í Neonklúbbi Bjarts kemur út í júní Laura og Julio eft- ir hinn spánska José Juan Millas og seinna í sumar kemur spennusagan Í meðferð, fyrsta skáldsaga þýska höfund- arins Sebastian Fitzek sem var metsölubók í Þýskalandi. Bókaforlögin senda frá sér fleira góðgæti, þar á meðal er 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteinsson sem For- lagið gefur út í kiljuformi í júní. Samkvæmt þessari samantekt ætti enginn að þurfa að halda bókalaus út í sumarið. Blómleg útgáfa í sumar  Einar Már Guðmundsson og Guðni Th. Jóhannesson senda frá sér bækur um hrunið  „Skáldfræðisaga“ kemur út 17. júní , „Handbók um hugarfar kúa“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Einar Már Guðmundson Hann sendir frá sér Hvítu bókina, greinasafn um efnahagshrunið. Glerlykillinn, verðlaun Skandinaviska Kriminalsällskapet, verða afhent föstu- daginn 29. maí í Reykjavík. Harðskafi Arnaldar Indriðasonar er tilnefnd fyrir Ís- lands hönd. Laugardaginn 30. maí verða svo pallborðsumræður um glæpasögur í Norræna húsinu þar sem Yrsa Sigurð- ardóttir og Jo Nesbö verða meðal þátt- takenda. Hinn norski Nesbö á einmitt bók á ís- lenska metsölulistanum, sem er Rauð- brystingur, gríðarlega spennandi og læsileg glæpasaga. Á metsölulistanum er einnig Karlar sem hata konur eftir Stieg heitinn Larsson. Bók sem allir unnendur sakamálasagna verða að lesa. Ný bók, Í frjálsu falli, eftir spennu- sagnahöfundinn Lee Child er komin út og Englar og djöflar eftir hinn ríka og fræga Dan Brown er komin í kilju. Sannkallað glæpasumar framundan Í kvöld, mánudagskvöld: The Hunt of King Charles, fyrsta táknmáls- ópera heims, frá Totti leikhúsinu í Finnlandi. Þriðjudagskvöld: Lostin, nýtt íslenskt frá íslensku Drauma- smiðjunni í samvinnu við Tékka. Fimmtudagskvöld: Mistero Buffo, gamanverk frá döffleik- húsfólki frá Englandi og Singapore. Föstudagskvöld: Lostin, sýning Draumasmiðjunnar. Laugardagskvöld: The Dream boys – frá Gay Pride til Drauma, sýning frá Tyst leikhúsinu í Sví- þjóð. Leiksýningar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.