Morgunblaðið - 25.05.2009, Page 4
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
SAMEIGINLEGUR fundur sótt-
varnalækna og lögreglustjóra á öllu
landinu verður haldinn í Reykjavík í
dag. Fjalla á um gildandi viðbragðs-
áætlanir vegna farsótta og hlutverk
hvers og eins í því sambandi.
„Þeir sem fara með þessi mál hitt-
ast reglulega og bera saman bækur
sínar. Við förum yfir það sem hefur
verið að gerast eftir að þessi nýi
heimsfaraldur fór af stað,“ segir
Haraldur Briem sóttvarnalæknir.
Gert er ráð fyrir að niðurstöður
rannsókna á sýnum vegna gruns um
sex tilfelli svínaflensu, inflúensu A
(H1N1), liggi fyrir í dag. Viðkomandi
einstaklingar tilheyra fjölskyldu
mannsins sem greindist með svína-
flensu fyrir helgi. Allir einstakling-
arnir eru með væg einkenni.
Þurfti ekki lyf
Maðurinn sem greinst hefur með
svínaflensuna kom til landsins frá
New York aðfaranótt laugardags
fyrir viku og veiktist á mánudegi fyr-
ir viku. Hann tók ekki inn lyf við
flensunni, að því er Haraldur greinir
frá. „Það var talið að hann þyrfti ekki
á lyfjum að halda og hann er nú að ná
sér,“ segir sóttvarnalæknir.
Hann tekur það fram að til séu
birgðir fyrir rúman þriðjung lands-
manna af lyfjunum tamiflu og re-
lenza, sem virka vel gegn veirunni að
því er virðist. „Við stefnum að því að
auka birgðirnar hægt og rólega
þannig að til verði lyf fyrir allt að
helming landsmanna. Við teljum að
það sé nóg. Í allra versta falli reiknar
maður með að um helmingur þjóð-
arinnar geti smitast en það er
ábyggilega ekki nema hluti af þeim
sem veikjast sem þurfa á meðferð að
halda.“
Að sögn Haralds er mesta smit-
hættan í upphafi sjúkdóms. „Það er
talið að menn geti verið smitandi áð-
ur en einkenni koma fram en í mesta
lagi sólarhring áður. Þess vegna er
talið að maðurinn hafi ekki smitað
neinn á leiðinni til landsins.“
Að mati Haralds er ekki skynsam-
legt að taka inn flensulyf í forvarna-
skyni. „Við teljum að það geti gert
gagn sem forvörn en við viljum ekki
að menn séu að nota það í því skyni
þar sem þetta er væg inflúensa. Það
er miklu skynsamlegra að fá með-
ferð ef menn fá einkenni en lyfin
stytta veikindin. Taki maður lyf í for-
vörn gæti það valdið því að maður
fengi enga sýkingu og þar með
mynduðust engin mótefni. Þetta er
það sem þarf að vega og meta.“
Viðbrögðin rædd reglulega
Maðurinn sem greindist með svínaflensu fyrir rúmri viku var með svo væg einkenni að hann þurfti
ekki lyf Niðurstöður vegna gruns um sex ný tilfelli í fjölskyldu mannsins væntanlegar í dag
Morgunblaðið/Ómar
Flensulyf Sóttvarnalæknir ræður fólki frá að taka lyfin í fyrirbyggjandi skyni þar sem svínaflensan er væg. Skyn-
samlegra sé að fá meðferð við einkennum til að stytta veikindatímann. Birgðir eru til fyrir þriðjung þjóðarinnar.
Í HNOTSKURN
»Komi flensueinkenni framinnan sjö daga frá nánu
umgengi við þekkt tilfelli eða
ferðalagi til svæða þar sem
smit er staðfest á að hafa sam-
band við heilbrigðisþjón-
ustuna.
»Mesta smithættan er í upp-hafi sjúkdóms. Meðferð
dregur úr smithæfni en til þess
að vera alveg viss um að smita
ekki aðra á sá sem er veikur af
flensu að halda sig heima í sjö
daga eftir að hann veikist.
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu
sætunum til Costa del Sol 2. júní í eina eða
2 vikur. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir
brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu
tækifærið og njóttu lífsins í sumarfríinu á
vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Verð kr. 69.990 – vika
Netverð á mann, m.v. 2-4 í her-
bergi / stúdíó / íbúð í 7 nætur,
m.v. stökktu tilboð. Aukavika kr.
25.000.
Allra síðustu sætin!
Stökktu til
Costa del Sol
2. júní
frá kr. 69.990
Einkenni svínaflensu, A (H1N1), í mönnum eru oftast
svipuð einkennum af völdum árstíðabundinnar inflú-
ensu. Helstu einkennin eru hiti, hósti, særindi í hálsi
og vöðvaverkir. Einnig hefur verið lýst einkennum frá
meltingarvegi, það er uppköstum og niðurgangi, að
því er Haraldur Briem sóttvarnalæknir greinir frá.
Gert er ráð fyrir því að smitleiðir nýju inflúens-
unnar séu þær sömu og í árlegri inflúensu, það er með
dropum sem myndast við hósta og hnerra frá sýktum
manni.
„Það er mjög mikilvægt að maður sé ekki að hósta
og hnerra frá sér, heldur í bréfþurrku og fleygi henni og þvoi sér á eft-
ir,“ bendir Haraldur á.
Flensuveira getur lifað í mismunandi langan tíma á hörðu yfirborði,
taui og pappír. Þess vegna er handþvottur ákaflega mikilvægur. „Það er
þannig með hendurnar að þær berast oft að vitum okkar með einum eða
öðrum hætti. Fái maður slím á hendurnar er skrattinn laus,“ segir Har-
aldur. Notkun handspritts hefur einnig verið ráðlögð.
Einkenni og smitleiðir
Haraldur Briem
ALLS voru í gærmorgun staðfest tilfelli inflú-
ensu A (H1N1) 12.433 í 46 ríkjum samkvæmt
upplýsingum Sóttvarnastofnunar Evrópusam-
bandsins.
Langflest tilfellin eru í Bandaríkjunum eða
6.552. Í þeirri tölu eru einnig líkleg flensutilfelli
þar í landi, að því er greint er frá á vefsíðunni
almannavarnir.is.
Alls hefur 91 sjúklingur látist af völdum veik-
innar, þar af 80 í Mexíkó. Níu hafa látist í
Bandaríkjunum, einn í Kanada og einn í Kosta
Ríka.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, sóttvarnastofnanir í Bandaríkj-
unum og Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa með
sér náið samstarf við að fylgjast með og meta stöðuna.
Áfram er í gildi hér á landi hættustig samkvæmt viðbragðsáætlun
um inflúensufaraldur. Ekki hefur verið talin ástæða til þess að fara á
neyðarstig þótt staðfest hafi verið að svínaflensa sé komin til landsins
enda hafi veikindin verið væg.
Yfir 12.000 staðfest tilfelli
Skólabörn í Mexíkó.
SVO virðist sem inflúensu A-veiran (H1N1) sé næm fyrir
tamiflu og relenza en ónæm fyrir eldri veirulyfjum, að
því er kemur fram á vefnum influensa.is.
Á Íslandi eru til birgðir af tamiflu og relenza fyrir
rúmlega þriðjung þjóðarinnar, að því er Haraldur Briem
sóttvarnalæknir greinir frá. Til stendur að auka birgð-
irnar hægt og rólega þannig að þær dugi fyrir allt að
helming þjóðarinnar.
Samkvæmt nýjustu rannsóknum virðast árleg inflú-
ensubóluefni ekki vernda gegn nýju inflúensunni. Enn
er ekki komið á markað bóluefni gegn nýju flensunni.
Að sögn Haralds Briem er þess vænst að Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unin lýsi því yfir í byrjun júní hvaða stofn eigi að vera í nýju bóluefni.
„Væntanlega getur framleiðsla þá hafist í júlí.“
Ísland hefur gert framvirkan samning um kaup á allt að 300.000
skömmtum af bóluefni gegn heimsfaraldri inflúensu, að því er segir á vefn-
um influensa.is.
Inflúensulyf og bóluefni
Inflúensulyf
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
GREINILEG aukning hefur verið í aðsókn að punga-
prófinu svokallaða undanfarið en það gefur réttindi til að
stjórna minnstu fiskibátunum. „Við sjáum að nýir menn
vilja nú ná sér í réttindi og margir hugsa sér gott til glóð-
arinnar þegar strandveiðar verða leyfðar,“ segir Kjartan
Örn Kjartansson, kennari í Skipstjórnarskólanum.
„Margir þessara manna hafa verið lengi til sjós og þá
oft sem hásetar. Nú sjá þeir möguleika opnast og vilja
sigla sjálfir. Ég finn sérstaklega fyrir þessum aukna
áhuga í fjarnáminu og hjá mér eru nemendur alls staðar
að af landinu, margir frá Akureyri og Vopnafirði svo ég
nefni einhverja staði,“ segir Kjartan Örn.
Fá réttindi eftir 105 tíma námskeið
Í Skipstjórnarskólanum, sem er einn skólanna innan
Tækniskólans, eru nú 13 nemendur að ljúka staðarnámi,
um 30 eru í fjarnámi og allmargir ætla að taka þátt í
sumarnámskeiði sem hefst 3. júní, en skráning er í gangi.
Smáskipanámskeiðið, eða pungaprófið, er 105 tíma nám-
skeið og tekur 5-6 vikur í staðarnáminu. Því lýkur með
prófi sem Siglingastofnun annast og gefur prófið at-
vinnuréttindi á báta sem eru 12 metrar og styttri. Þá
hefur skólinn verið með námskeið til að stjórna skemmti-
bátum, sem eru 24 metrar og styttri. Það námskeið veitir
ekki atvinnuréttindi.
Bæði námskeiðin byggjast á siglingafræði, siglinga-
reglum, stöðugleika skipa og öryggismálum. Farið er
dýpra í þessar greinar á námskeiðum sem veita atvinnu-
réttindi á fiskibátum.
Margir vilja réttindi
og sækja í pungaprófið
Ljósmynd/Ásgrímur
Staðfest tilfelli
12.433
Dauðsföll
91
Þar af í Mexíkó
80