Morgunblaðið - 13.07.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.07.2009, Qupperneq 4
FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is RÍKISSTJÓRNINNI ber að halda sig innan þess ramma sem settur er í nefndaráliti meirihluta utanríkis- málanefndar Alþingis, verði tillaga nefndarinnar um umsókn um aðild að Evrópusambandinu samþykkt. Litið er á nefndarálitið sem vegvísi við að- ildarviðræður og þess krafist að ekki verði vikið frá hagsmunum sem þar eru skilgreindir án umræðu á Alþingi. Í áliti meirihluta utanríkismála- nefndar er meðal annars fjallað um umsóknarferlið og þá meginhags- muni sem stjórnvöldum ber að hafa að leiðarljósi í aðildarviðræðum. Meirihlutinn metur að það sé full- nægjandi veganesti fyrir stjórnvöld og að tiltekin skilyrði í umboði rík- isstjórnarinnar muni ekki skila neinu umfram það. Segir þar að á þessum sjónarmiðum byggist nánar skil- greindari markmið sem sett verði síð- ar í ferlinu þegar orðið sé ljóst hvaða atriði kalla á samningaviðræður. „Meginhugsunin er fyrst og fremst sú að setja skýrari ramma utan um það umboð sem Alþingi veitir fram- kvæmdavaldinu. Það er gert með því að hnykkja á því að ríkisstjórnin eigi að fylgja þeim meginhagsmunum og verklagi sem lýst er. Þá er nánar kveðið á um samstarf við hagsmuna- aðila, aðkomu Alþingis og fleiri at- riði,“ segir Árni Þór Sigurðsson, for- maður nefndarinnar. Sér fiskveiðistjórnunarsvæði? Mismunandi orðalag er notað þeg- ar fjallað er um málin. Nefna má að nefndin telur að allar bollaleggingar um sameiginlega nýtingu orkuauð- linda séu „óásættanlegar“. „Raunhæf leið“ til að tryggja forræði íslenskra stjórnvalda yfir sjávarútvegi sé að skilgreina efnahagslögsöguna sem sérstakt íslenskt fiskveiðistjórnar- svæði, þannig að erlend skip fái ekki réttindi til veiða úr íslenskum veiði- stofnum. Meirihlutinn telur „alger- lega útilokað“ að Ísland taki yfir regl- ur ESB varðandi brottkast afla. Þá má nefna að hann telur „afar mikil- vægt“ að Íslendingar fari með for- ræði samninga við stjórn veiða úr deilistofnum, „eins og hægt er“. Þá er „frumskylda“ samningamanna Ís- lands að tryggja að afrakstur sjávar- auðlindarinnar falli til á Íslandi. Þannig verði „ekki veitt svigrúm“ fyr- ir erlendar útgerðir að fjárfesta hér. „Það eru allir meira og minna sam- mála um þau mál sem við reifum og teljum mest áríðandi,“ segir Árni. Rammi fyrir samningamenn Íslendinga Alþingi verði ávallt með í ráðum Í áliti meirihluta utanríkismála- nefndar Alþingis má finna vegvísi um nokkur mikilvæg hagsmuna- mál Íslands fyrir væntanlegar viðræður um aðild að ESB. Tillaga meirihluta utanríkismála- nefndar hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Ís- lands að ESB og að loknum við- ræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamn- ing. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal rík- isstjórnin fylgja þeim sjón- armiðum um verklag og meg- inhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismála- nefndar.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja m.a. til að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Íslendingar eigi að sækja um aðild að ESB. Í tillögu þingmanns Framsókn- arflokksins er lagt til að aðild- arviðræður fari fram á grundvelli samningsumboðs með tilteknum skilyrðum. Tillögur til umræðu 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009 Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 19.990 Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með sköttum (KEF-BCN). Sértilboð 24. júlí. Ath. aðeins örfá sæti á þessu sértilboði. Allra síðustu sætin! Barcelona 24. júlí frá kr. 19.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða frábær sértilboð á flugi til Barcelona 24. júlí. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu þín í borginni sem býður frábært mannlíf og fjölbreytni í menn- ingu, afþreyingu að ógleymdu fjörugu strandlífi og endalausu úrvali veitingastaða og verslana. Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur svanbjorg@mbl.is TÓMAR rútur sendast landshluta á milli til að sinna skoðunarferðum farþega á skemmtiferðaskipum sem liggja víðsvegar við hafnir landsins. „Í dag [í gær] erum við að sjá um skemmtiferðir fyrir átta þúsund farþega á sex skemmta- ferðaskipum víðs vegar um land,“ segir Gunnar Rafn Birgisson, framkvæmdastjóri ferðaskriftstof- unnar Atlantik, sem hefur sinnt farþegum skemmtiferðaskipa í þrjátíu ár. Ferja rútur landshluta milli „Þetta er stærsti dagurinn hjá okkur frá upphafi. Þrjú stærstu skipin eru stödd á Akureyri og sigla um nóttina til Reykjavíkur. Við þurfum því að ferja tíu til tólf rútur suður til að geta sinnt skoð- unarferðum farþeganna í Reykja- vík.“ Hann segir einnig þurfa að ferja leiðsögumenn milli landshluta til að sinna ferðunum. Þeir fá stundum far með rútunum en ef þeir eiga að vera tilbúnir til vinnu daginn eftir þurfa þeir að fljúga milli staða. Hann segir það algengt því oft geti reynst erfitt að útvega nógu marga leiðsögumenn. Fjölþjóðleg flóra farþega Höfnin á Akureyri iðaði af fjöl- breyttri, fjölþjóðlegri flóru fólks því fjölmennustu skipin lágu þar í gær. Farþegar um borð eru um 6.000 fyrir utan áhafnir skemmti- ferðaskipanna sem í eru um 2.500 manns. Gestir um borð eru af margvíslegu þjóðerni. Stærsta skipið er ítalskt og um borð eru einkum Evrópubúar, og eru Ítalir, Spánverjar og Þjóðverjar fjöl- mennastir. Gunnar Rafn segir þó að flestir skipaferðalangar komi frá Bandaríkjunum og einnig séu Bretar fjölmennir. Gunnar Rafn segir komu skip- anna krefjast gríðarlegs skipulags og þau hafi hafið undirbúning við að panta rútur og bóka leið- sögumenn í nóvember á síðasta ári. Hann segist prísa sig sælan með hve vel gangi því það sé þrautin þyngri að fá svona margar rútur og leiðsögumenn til starfans. „Fyrir utan skipin á Akureyri er- um við einnig að sjá um tvö skip í Reykjavík og eitt á Seyðisfirði. Við erum í samstarfi við 15-20 rútufyr- irtæki, gríðarlegan fjölda leiðsögu- manna, veitingastaða o.fl. Þetta er ekki hægt nema með mjög sam- stilltu samstarfi margra.“ Rútur á flakki Farþegar skemmtiferðaskipa í skoðunarferðum eru svo margir að ferja þarf rútur og leiðsögumenn landshluta á milli FJÖLDI skemmtaferðaskipa sem sigla að Íslandsströndum eykst ár frá ári. Komur skipanna lengja ferðamannatímabilið hér á landi því fyrstu skipin sigla að landi í lok maí og síðustu skip eru allajafna á ferðinni í lok sept- ember. Ferðaskrifstofan Atlantik tekur á móti rúmlega 60 skipum í sumar. Heimsóknir skemmtiferðaskipa eru því heilmikil búbót fyrir land og þjóð sem sárlega þarf á gjaldeyri að halda. Skipin hafa viðkomu víða við strend- ur landsins en helstu móttökuhafnir fyrir utan Reykjavík og Akureyri eru Ísafjörður, Grundarfjörður, Seyðisfjörður, Djúpivogur og Vestmanna- eyjar. Þá sigla ætíð nokkur skip til Húsavíkur og Siglufjarðar og jafnvel til fleiri staða. Lengir ferðamannatímabilið Morgunblaðið/Golli Rútufjöldi Þær voru margar rúturnar til staðar í Sundahöfn í gærmorgun, þegar skemmtiferðaskipið Aida Aura lagðist að bryggju. Þær voru ennþá fleiri rúturnar sem biðu farþega á bryggjunni á Akureyri í gærmorgun. EVRÓPSKI hönnunarskólinn Insti- tuto di Design (IED) býður íslensk- um nemum að greiða skólagjöldin fyrir skólaárið sem nú fer í hönd á genginu 145 krónur fyrir evruna, en gengið er núna, samkvæmt upplýs- ingum frá Kaupþingi, um 180 krónur. Arnþrúður Jónsdóttir, sölustjóri Lingo, sem hefur milligöngu um skólavist, segir að þessi gjaldeyris- trygging sé einungis í boði fyrir Ís- lendinga. Hún segist hafa átt í samstarfi við skólann í 19 ár og nefnir að þar séu menn meðvitaðir um hve fjár- málakreppan lék okkur og gengi krónunnar illa, sem hafi gert skóla- gjöldin óhagstæðari. Því hafi þetta samkomulag verið gert. Skólaárið í BA-námi hjá IED kost- ar 8.700 evrur, eða um 1,3 milljónir króna með gjaldeyrisvörninni, sem er um 20% afsláttur miðað við geng- ið. Ekki hefur enn verið ákveðið að veita sambærileg kjör á hinum ár- unum tveimur, sem eftir væru í BA- námi. Á síðasta ári fóru um 30 ís- lenskir nemar í skólann. Arnþrúður reiknar með minni áhuga í ár. Auk krónuvandræða upplýsti LÍN ekki um úthlutunarreglur fyrr en í lok júní í stað byrjunar maí, bendir hún á. Skólinn býður einnig upp á eins árs nám og mastersnám, og kennt er bæði á Ítalíu og Spáni. Téður afsláttur til Íslendinga er ekki einsdæmi, bendir Arnþrúður á: Tungumálaskóli í Cambridge á Eng- landi veitir þeim sem sækja sérhæft tungumálanám 50% afslátt og 20% afsláttur er veittur þeim sem fara í almennt enskunám. helgivifill@mbl.is Skólar bjóða Ís- lendingum afslátt Hönnunarskóli býður upp á fast gengi ÁSTA Ragnheið- ur Jóhannes- dóttir, forseti Al- þingis, segist í samtali við Morg- unblaðið vonast til þess að um- ræðum um þings- ályktunartillögu stjórnarflokk- anna um aðild að Evrópusamband- inu ljúki í vikunni. Hún segir þó að- spurð að ómögulegt sé að segja til um hvenær málinu ljúki. Umræð- urnar haldi áfram í dag og á morg- un. „Svo sjáum við bara hvernig [umræðunni] miðar. Menn eru enn þá í fyrstu umferð. Það er ábyggi- lega eftir þó nokkuð mikil umræða, miðað við það,“ segir hún. „Það eru margir eftir á mælendaskrá.“ 24 þingmenn eru skráðir til leiks, sam- kvæmt frétt mbl.is. Tillögur stjórnar og stjórnarand- stöðu eru ræddar samhliða, að sögn Ástu Ragnheiðar. helgivifill@mbl.is Vonast til að ESB-mál verði leitt til lykta á Alþingi í vikunni Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Þorskur Vilja forræði yfir fiskinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.