Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 InDefence-hópurinn boðaði tilsamstöðufundar á Austurvelli í gær. Í auglýsingu í Morgunblaðinu um fundinn sagði: „Sýnum þing- mönnum, fulltrúum erlendra fjöl- miðla og öðrum ríkum í alþjóða- samfélaginu að Íslendingar standa saman. Við viljum sanngjarnan samning sem þjóðin getur staðið við. Icesave-samninginn má ekki samþykkja í núverandi mynd.“     Í hádegis-fréttum Rík- isútvarpsins lagði talsmaður InDefence mikla áherslu á þá samstöðu, sem Íslendingar þyrftu að sýna. Svo mikla, að tvær grímur hljóta að hafa runnið á ýmsa þá, sem höfðu hugsað sér að mæta á Aust- urvöll og styðja að Icesave- samninginn mætti ekki samþykkja í núverandi mynd.     Talsmaðurinn, Jóhannes Þ.Skúlason, sagði að Íslendingar þyrftu að sýna öllum, að þeir stæðu einhuga að baki þeirri nið- urstöðu sem Alþingi kæmist að. Nú þegar Alþingi færi að afgreiða Ice- save-málið og lausn kæmi í því þá yrðu Íslendingar í kjölfarið að sýna alþjóðasamfélaginu að þjóðin stæði sem einn maður á bakvið þingið. Það væri grundvöllurinn að því að þjóðin gæti skapað sér ein- hverja samningsstöðu í kjölfarið.     Talsmaðurinn virtist ganga út fráað Alþingi afgreiddi málið með þeim hætti, að Íslendingar gætu skapað sér „einhverja samnings- stöðu í kjölfarið“. Niðurstaða Al- þingis var hins vegar hvorki ljós þegar talsmaðurinn lét þetta út úr sér né þegar fundurinn var hald- inn. Málið var enn hjá fjárlaga- nefnd og langt í að Alþingi af- greiddi það. En fólk átti að skunda á Austurvöll og strengja þess heit að standa einhuga að baki af- greiðslu þingsins? Er ekki eðli- legra að gera það „í kjölfarið?“ Samstaða framar öllu? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 13 skýjað Lúxemborg 16 skúrir Algarve 32 heiðskírt Bolungarvík 10 skýjað Brussel 21 skýjað Madríd 28 þrumuveður Akureyri 12 skýjað Dublin 16 skýjað Barcelona 28 léttskýjað Egilsstaðir 10 alskýjað Glasgow 18 léttskýjað Mallorca 31 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 13 skýjað London 22 heiðskírt Róm 31 léttskýjað Nuuk 10 heiðskírt París 25 skýjað Aþena 32 léttskýjað Þórshöfn 12 léttskýjað Amsterdam 21 léttskýjað Winnipeg 21 skýjað Ósló 12 skýjað Hamborg 20 léttskýjað Montreal 26 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Berlín 22 heiðskírt New York 22 alskýjað Stokkhólmur 14 þrumuveður Vín 21 skúrir Chicago 23 léttskýjað Helsinki 18 skýjað Moskva 21 alskýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 14. ágúst Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.29 1,2 11.55 3,2 18.14 1,4 5:17 21:49 ÍSAFJÖRÐUR 1.02 1,8 7.36 0,7 13.58 1,8 20.26 0,9 5:08 22:08 SIGLUFJÖRÐUR 4.02 1,1 9.54 0,6 16.30 1,2 22.50 0,6 4:50 21:51 DJÚPIVOGUR 2.23 0,7 8.46 1,8 15.16 0,8 21.05 1,5 4:43 21:22 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á laugardag og sunnudag Hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og skúrir á stöku stað. Hiti 9 til 16 stig. Á mánudag Hæg suðaustanátt með vætu sunnanlands en bjartviðri norð- anlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýj- ast norðanlands. Á þriðjudag Útlit fyrir nokkuð hvassa aust- anátt og rigningu suðaustantil á landinu en annars mun hæg- ari og úrkomulítið. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast vestanlands. Á miðvikudag Norðaustanátt með rigningu norðan- og austanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðvest- anlands. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt, skýjað að mestu og stöku skúrir. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast inn til landsins. Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „ÉG keypti land í Grímsnesi fyrir 32,5 milljónir króna, borg- aði 10 milljónir út og fékk þá er- lent lán hjá Landsbankanum fyrir mismuninum upp á 22,5 milljónir. Það lán stendur í dag í tæplega 50 milljónum,“ segir Magnús Jónsson. Hann telur bankann sýna litla viðleitni til að koma til móts við hann í þessari erfiðu stöðu. „Lánið var þá fryst eftir bankahrun fram í miðj- an júlí. Þá fór ég í bankann og tilkynnti að ég gæti alls ekki ráðið við að greiða svona af þessu láni enda voru afborganirnar orðnar himinháar. Þá var mér boðið að borga 4% af höfuðstólnum í sex mánuði. Ég ákvað að taka því,“ segir Magnús. „Leiddu mig í gildru með gylliboði“ „Þegar ég skoðaði skjalið sem ég átti að skrifa undir sá ég að búið var að hækka vextina, sem áður voru fastir 2,75%, upp í 3,75% og kveðið á um að þeir yrðu breytilegir. Ég er ekki enn búinn að skrifa undir þetta skjal en ef ég geri það hækkar vaxtafjárhæðin sem ég borga á ári um 36% og verð- ur um 500.000 krónur. Það léttir mér ekki beinlínis byrðina, eins og ég hélt að ætlunin væri að gera. Þvert á móti.“ Magnús telur súrt í broti að þurfa að sætta sig við þessa skilmála og veltir nú fyrir sér mögu- leikum sínum í stöðunni. „Ef það er þetta sem á að gera – að negla í rauninni alla endanlega, þá finnst mér það ansi hart. Ég sagði við þau í bankanum að þau hefði í raun leitt mig í gildru með þessu gylli- boði sínu. Mér finnst undarlegt að þeir sem eru nú búnir að koma manni í þessa klemmu reyni að valta yfir mann alveg endalaust.“ Frá Landsbank- anum fengust einungis þær upplýsingar að vaxta- kjör á nýjum lánum stýrðust af markaðskjörum vaxta, veðstöðu og tryggingum fyrir láninu. Vextirnir hækkuðu eftir frystingu Magnús Jónsson Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is Grundvallarrit um íslenskar matarhefðir og fjársjóðskista full af uppskriftum. Nú er þessi merka bók loksins fáanleg aftur - og á ótrúlegu verði! Helga Sig - Matmóðir Íslendinga 1. sæti metsölulista Eymundsson Á frábæru tilboðsverði í öllum helstu bókaverslunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.