Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 40
JÓHANNES Kristjánsson, einn vinsælasti skemmtikraftur landsins, fékk alvarlegt hjartaáfall í byrjun júní. Til að bjarga lífi hans var flogið með hann til Gautaborgar þar sem grædd var í hann hjartapumpa. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem hefur fengið með góðum árangri slíkt hjálpartæki. Jóhannes er á spítala og það ríkir glaðværð á sjúkrastofunni þegar blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins líta þar inn. Gunnar Mýrdal hjartaskurðlæknir dregur upp úr tösku sinni undarlega pípulögn, sem er samskonar og hluti af þeim búnaði sem heldur hjarta Jó- hannesar gangandi. Jóhannes starir á bún- aðinn með undrun. „Er þetta skilvindan sem er inni í mér? Þetta er nú bara eins og í Fergu- son.“ Jóhannes er í endurhæfingu og bíður nú hjartaígræðslu. Hann gleðst yfir flestu en þó mest því að hafa lifað af og hafa því ennþá tækifæri til að gleðjast! Jóhannes segist hafa verið orðinn lélegur áður en hann datt „dauð- ur“ niður. Mesta furða að kona hans hafi heyrt hann detta svo mjór og væskilslegur sem hann hafi verið. Nú sé hann allur að braggast. „Þetta er nú bara eins og í Ferguson“ Jóhannes Kristjánsson er heppinn að vera á lífi eftir hjartaáfall Morgunblaðið/RAX Lífgjafinn Jóhannes ber augum í fyrsta sinn hjartapumpu líka þeirri sem hann hefur tengda við hjartað í sér og heldur í honum lífinu. Sting mér bara í samband! | 8 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 226. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Felldu kjarasamninga Lögreglumenn, slökkviliðsmenn og tollverðir hafa fellt kjarasamn- inga sem gerðir voru í sumar. Alls er óljóst hvað nú tekur við. »9 Vantaði jákvæðari fréttir Netvarpið, nýr miðill fyrir mynd- efni á netinu sem fimm ungir há- skólanemar standa að, hefur vakið talsverða athygli, sérstaklega eftir að rússneski sendiherrann á Íslandi sagði í viðtali að íslensk stjórnvöld hefðu afþakkað 4 milljarða evra lán frá rússneskum stjórnvöldum í haust. »11 Tvö verka Laxness á svið Dagskrá Þjóðleikhússins á næsta leikári endurspeglar aðstæðurnar í þjóðfélaginu. Þannig verða tvö af höfuðverkum Halldórs Laxness sett á svið, en Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri segir að þau eigi brýnt erindi við okkur nú. »32 SKOÐANIR» Staksteinar: Samstaða framar öllu? Forystugreinar: Á ögurstundu Tækifæri í sjávarútvegi Pistill: Um almennt orðalag Ljósvakinn: Lélegu góðu bíómyndirnar UMRÆÐAN» Eyjan mín Upp með brækurnar Þingvelli Mannasiðir og Morgunblaðið Leiðtogaþjálfun með hestum Margþætt flugnám Citroën boðar nýjan smárisa Chevrolet Volt lofar góðu SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ | BÍLAR»            !  " # $ % % " &' ("' " ) *+,-./ +/.-0, **1-*2 +3-**0 +/-./, *2-,.+ **2-*2 *-0/20 *.1-/2 *2.-,3 4 564 *0# 647 8 +//. *+1-+/ +/.-91 **1-,* +3-*93 +/-.12 *2-133 **2-,/ *-0*** *.1-1, *9/-/3 +00-0.02 & :; *+1-,/ +*/-02 **1-9, +3-+,, +*-/+. *2-1.1 **2-90 *-0*3. *.2-+0 *9/-,3 Heitast 17°C | Kaldast 8°C Hæg breytileg átt, skýjað að mestu og stöku skúrir. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast inn til landsins. »10 Að mati gagnrýn- anda höfðar G-Force einkum til yngri áhorfenda enda eru brellurnar ein- staklega flottar. »34 KVIKMYNDIR» Hvergi til sparað AF LISTUM» Abbey Road átti að heita Everest. »33 Í dansverkinu Fresh meat er tekið á áhrifaríkan hátt á áhrifum heimilis- ofbeldis á þolendur þess. »33 DANS» Ferskt kjöt og ofbeldið TÓNLIST» Sagnfræðingur skellti sér á Madonnu. »33 FÓLK» Þóra Tómasdóttir er ör- lítið skapstór. »35 Menning VEÐUR» 1. Óskar Ingólfsson látinn 2. Klappstýra hrunsins 3. Gafst upp á lífi flóttamanns 4. Sneisafullur Austurvöllur Íslenska krónan styrktist um 1% »MEST LESIÐ Á mbl.is GEMSINN fagnar fimmtán ára afmæli sínu á Íslandi á sunnudag en Póstur og sími opnuðu GSM-farsímanet sitt hinn 16. ágúst 1994. Sumir af þessum fyrstu gemsum þóttu býsna nettir og segir meðal annars í grein í Morgunblaðinu hinn 23. júní 1994 að um sé að ræða vasasíma sem jafnvel sé hægt að fara með til út- landa, þeir nettustu vegi ein- ungis nokkur hundruð grömm og því auðvelt að hafa þá í vasa eða veski. Vafalaust þætti fólki þessir símar þó vera býsna fyrirferðarmiklir í dag. Aðalsöluaðili gemsanna var Póstur og sími en þó var snemma hægt að kaupa þá annars staðar líka. Meðal annars samein- uðust þrír innflytjendur farsíma, Hátækni, Nýherji og Radiomiðun um að stofna Íslensk fjarskipti hf. til að annast innkaup á farsímum. Bauð fyr- irtækið gemsa á verð- bilinu 49-119.000 krónur. Þá var um tíma hægt að kaupa gemsa í Bónus, þann ódýrasta á 41.000 kr. | 14 Afmæli gemsans GSM-síminn fagnar fimmtán ára af- mæli Síminn þótti vera mikil bylting Gemsi Þessi sími þótti nettur á sínum tíma og kostaði skildinginn. NÝR upplýsingavefur um smádýr verður opnaður í dag. Náttúrufræði- stofnun Íslands stendur fyrir síð- unni en á henni verða birtar 80 greinar með myndum eftir Erling Ólafsson skordýrafræðing. Fleiri greinar munu smám saman bætast við en hægt er að komast inn á vef- inn af forsíðu Náttúrufræðistofn- unarinnar, www.ni.is. Á vefnum verður sagt jafnt frá ís- lenskum pöddum sem og tegundum er berast með varningi til landsins. Erling vann að vefnum þegar tími gafst sl. vetur. „Ég byrjaði einhvern tímann á útmánuðum. Þetta var að- allega hugsað mér til ánægju – í staðinn fyrir að prjóna við sjón- varpið! Svo hefur þetta bara vaxið,“ segir hann. | 11 Tók pöddurnar fram yfir prjónið Ljósmynd/Erling Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.