Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 35
Áttu þér uppáhalds fótboltamanneskju? Já, margar. Þær eru allar í íslenska kvennalandsliðinu. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Já, ég er mjög vanmetin viðskiptajöfur. Hvaða áhugamál áttu þér? Mörg. Kvikmyndir, ljós- myndun, skíði og svo fæ ég a.m.k. eina viðskipta- hugmynd á dag sem ég eyði miklum tíma í að hugsa um. Hver er þinn helsti kostur? Ég hef kjark og kraft. En ókostur? Mér verður of heitt í hamsi. Mætti tileinka mér meiri yfirvegun. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Ég sé mig vinna að heimildarmyndagerð, hafa sótt mér meiri menntun í útlöndum og umvafin hamingjusömum börn- um. Hver er skemmtilegastur í Kast- ljósinu? Ég myndi segja að Helgi Seljan væri jafn drepfyndinn og hann er hryllilegur. Hefurðu fundið fyrir kreppunni? Ég leyfi mér ekki að kvarta á meðan ég er í mikilli vinnu og námi. Það eru ekki allir jafn heppnir í dag. Ertu með spurningu handa næsta viðmælanda? Verða Stelp- urnar okkar ekki örugglega Evr- ópumeistarar? Hvers vegna heimildarmynd um kvennafótbolta? Stelp- urnar í kvennalandsliðinu eru eins og mér finnst að stelp- ur eigi að vera. Þær eru kappsamar, metnaðarfullar, gera það sem þær hafa áhuga á óháð því hvað þykir stelpum sæmandi. Svo eru þær auðvitað fótboltakonur á heims- mælikvarða og á bak við það er ekki bara glamúr. Það er puð og erfiði. Hvar læturðu helst til þín taka á heimilinu? Ég læt til mín taka á flestum stöðum en nenni alls ekki þvottinum. Sterkust er ég við eldavélina. Getur þú lýst þér í 5-10 orðum? Orkumikil, fljótfær, hvatvís, blóðheit, hugmyndarík og úrræðagóð. Kannski örlítið skapstór. Eigum við í U19 ekki að fá fálkaorðuna rétt eins og hinir silfurdrengirnir? (Spyr síðasti aðall, Ólafur Guðmundsson í handboltalandsliði U19 sem vann silfur á heimsmeistaramótinu í Túnis) Það er alls ekki út í hött en sem betur fer er margt merkilegra í lífinu en skrautfjöður frá forsetaembættinu. Geta stelpur eitthvað í fótbolta? Geta? Mínar fótbolta- stelpur eru lífshættulegar á vellinum. Ert þú góð í fótbolta? Því miður. Ég æfði eitt sumar með norsku strákaliði. Fékk aldrei að koma inná í leik. Hver er tilgangur lífsins? Að ala upp hugrökk börn. Hvaða bók ertu að lesa? Síðast las ég námbækur en hef ekki haft eirð í mér til að lesa eitthvað af viti á síðustu vik- um vegna anna. Ferð þú til Finnlands á Evrópumótið? Ef ég væri ekki bú- in með þolinmæðiskvótann í vinnunni minni væri ég að pakka niður. EINS OG STELPUR EIGA AÐ VERA AÐALSMAÐUR VIKUNNAR GERÐI HEIMILDARMYNDINA STELPURNAR OKKAR, UM ÍSLENSKA KVENNALANDSLIÐIÐ Í FÓTBOLTA, SEM ER FRUMSÝND Í DAG. ÞÓRA TÓMASDÓTTIR ÆFÐI FÓTBOLTA MEÐ NORSKU STRÁKALIÐI EN FÓR ALDREI INNÁ Í LEIK. Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson Heitt í hamsi Þóra er orkumikil og blóðheit. BYGGÐ Á METSÖLUBÓK STIEG LARSSON „Fantagóð, kuldaleg sænsk glæpahrollvekja... Saga sem rífur mann í sig. Myndin gefur bókinni ekkert eftir“ -F.E. Morgunvaktin á Rás 2. HHHH - S.V., MBL HHHH - V.J.V., FBL HHHH -Þ.Þ., DV HHHH - Ó.H.T., Rás 2 HHH -D.Ö.J., kvikmyndir.com HHH -T.V., kvikmyndir.is HHHH - Heimir og Gulli / Bítið á Bylgjunni HHHH - S.V. MBL HHHH - Ó.H.T, Rás 2 HHH „þessi fallega og átakanlega kvikmynd hlýjar manni bæði um hjartaræturnar og rífur í þær” - Ó. Þ. I., Kvikmyndir.com „Á ÉG AÐ GÆTA SYSTUR MINNAR“ abigai l bresl in cameron diaz FRÁ LEIKSTJÓRA „THE NOTEBOOK“ „Á ÉG AÐ GÆTA SYSTUR MINNAR“ abigai l bresl in cameron diaz 30.000 manns í aðsókn! HHHHH – Empire HHHHH – Film Threat „kvikmynda dýnamít“ - Rolling Stone Einn svakalegasti eltingarleikur allra tíma í glæpasögu Bandaríkjana. POWER SÝNIN G Á STÆ RSTA D IGITAL TJALD I LAND SINS KL. 10 :20 FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ KEMUR EIN FLOTTASTA STÓRMYND SUMARSINS VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG HASAR OG TÆKNIBRELLUR SEM ALDREI HAFA SÉST ÁÐUR -bara lúxus Sími 553 2075 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUM 550 kr í bíó GILDIR Á ALLARSÝNINGAR MERKTARMEÐ RAUÐU SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ, BORGARBÍÓ OG REGNBOGANUM G.I. Joe: The Rise of Cobra kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára Ísöld 3 3D (ísl. tal) kl. 3:30 LEYFÐ G.I. Joe: The Rise of Cobra kl. 8 - 10:30 Lúxus Ísöld 3 (enskt tal, ísl. texti) kl. 3:30 - 5:45 LEYFÐ Crossing Over kl. 8 - 10:30 B.i.16 ára Ice Age 3 (enskt tal) kl. 3:30 - 5:45 - 8 LEYFÐ Karlar sem hata konur kl. 5 - 8 - 10:10 B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 5 Lúxus Sýnd með ísl. tali kl. 2, 4:10 og 6Sýnd kl. 2 og 8 Sýnd kl. 10:10 Sýnd kl. 7 og 10 Sýnd kl. 2, 4, 5, 8 og 10:20 (Powersýning) MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 LEIKSTJÓRINN Guy Ritchie er í vandræðum. Hann á krá í Mayfair- hverfinu í London, The Punch Bowl, og nú lítur allt út fyrir að hún muni missa leyfið vegna hávaða. Margar kvartanir hafa borist frá íbúum í grenndinni vegna hávaðans frá kránni öll kvöld og fram á næt- ur. Kvartanirnar eru víst orðnar þrjátíu og sjö talsins og hefur verið gripið til þess ráðs af ráðamönnum að koma búnaði fyrir í nálægar byggingar til að mæla hávaðastigið frá kránni. Ef það kemur í ljós að hávaðinn er yfir mörkum missir Ritchie áfengisleyfið. The Punch Bowl hefur verið í eigu Ritchie síðan 2008 og er nú orðin vinsæl meðal frægra leikara og vina hans, eins og Leonardo Di- Caprio, Robert Downey Jr., Justin Timberlake og Jude Law. Reuters Kráareigandi Guy Ritchie með fyrrum eiginkonu sinni, Madonnu. Hávaðakrá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.