Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | St. Franciskus- reglan hefur sett sterkan svip á bæj- arlífið í Stykkishólmi í tæp 80 ár og verið skapandi afl í heilbrigðisþjón- ustu og atvinnusögu Hólmara. Þeim kafla er nú að ljúka. St. Franc- iskusreglan hefur ákveðið að hætta starfsemi í Stykkishólmi. Nunn- urnar hafa verið kallaðar til annarra starfa erlendis. Á síðustu mánuðum hafa fjórar nunnur verið starfandi í Hólminum en þær flytja burtu al- farnar á næstu dögum. Þar með lýk- ur merku samstarfi St. Franciskus- reglunnar, Hólmara og annarra Snæfellinga. Frá því að St. Franciskusspítalinn tók til starfa í Hólminum árið 1936 hafa störf systranna haft mikil áhrif í Hólminum á svo margan hátt. Þær hafa rekið öflugt sjúkrahús. Þar hef- ur leiðarljósið verið metnaður og kærleikur. Þær hafa komið að mörg- um öðrum verkefnum, t.d. starfrækt prentsmiðju, boðið upp á tóm- stundastörf fyrir unglinga og rekið leikskóla. Hólmarar eiga mikið að þakka Fyrir nokkrum dögum var systr- unum haldið kveðjuhóf á St. Franc- iskusspítala. Þangað mætti fjöldi bæjarbúa til að kveðja systurnar og þakka þeim áratuga samfylgd. Í kveðjuræðum kom fram að Hólmarar eiga þeim mikið að þakka. Án starfsemi þeirra væri margt öðruvísi í bæjarfélaginu. Klaustrið hefur verið kjölfestan í öllu starfi systranna og alls starfs sem syst- urnar hafa komið að í gegnum tíðina. Þær hafa getið sér gott orð meðal landsmanna og starfsemi þeirra aukið hróður Stykkishólms. Spít- alinn hefur í mörg ár verið einn fjöl- mennasti vinnustaður bæjarins. Þar sem reglan er að yfirgefa landið og hætta allri starfsemi hér á landi ákváðu stjórnendur reglunnar að stofna vináttu- og stuðningsfélag sem hefði það verkefni að styðja þá sem veita heilbrigðisþjónustu í Stykkishólmi til handa þeim sem á hjálp þurfa að halda vegna sjúk- dóma. Sinnir sjóðurinn meðal ann- ars verkefnum sem gera hlutaðeig- andi kleift að stuðla að bata skjólstæðinga sinna og velferð starfsmanna. Enn fremur varðveitir sjóðurinn gögn sem vitna um sögu reglustarfsins í Stykkishólmi og hef- ur á annan hátt í heiðri minningu þess. Sem stofnfé leggja systurnar fram 5.000.000 kr. og fasteignina á Austurgötu 8 í Stykkishólmi. Stofnfé skal ávaxta og nýta vextina til styrk- veitinga. Á kveðjustund sýnir St. Franc- iskusreglan enn og aftur íbúum Stykkishólms og nágrennis hlýjan hug með stofnun Vináttu- og stuðn- ingsfélag St. Franciskussystra. Það er því með söknuði sem Hólmarar kveðja nunnurnar og um leið þakka þeir þeim áralanga þjón- ustu og vináttu. Systur kveðja Hólminn  St. Franciskussystur stofna sjóð til styrktar heilbrigðisþjónustu í Stykkishólmi  Systranna sárt saknað eftir starfsemi í Hólminum í meira en áttatíu ár Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Kveðjustund Íbúar Stykkishólms héldu nunnunum kveðjuhóf en Franciskussysturnar hafa þjónað þar í rúm 80 ár. Fjöldi St. Franciskussystranna í Stykkishólmi hefur verið misjafn í gegnum tíðina. Flestar voru þær um tíma 16 talsins, en oftast hafa þær verið átta í einu. Fjórar þær síðustu eru semsagt farnar. Frá því að spítalinn tók til starfa í Hólminum er talið að 53 nunnur hafi komið hingað til þjónustu. Íbúar Stykkishólms verða ekki nunnulausir eftir brottför systr- anna. Til bæjarins eru komnar þrjár systur frá Maríureglunni, Bláu systurnar. Þær hafa starfað í Hafnarfirði, en hafa nú einnig fengið það verkefni að starfa í Stykkishólmi og sinna safnaðarlífi kaþólskra á Snæfellsnesi. Bláu systurnar komnar í staðinn LANDVERND tekur undir áhyggj- ur SUNN, Samtaka um nátt- úruvernd á Norðurlandi, vegna fyr- irhugaðra rannsóknaborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslu. Fram- kvæmdirnar eru nú í matsferli vegna umhverfisáhrifa en frestur til að skila Skipulagsstofnun at- hugasemdum er til 28. ágúst nk. Hvetur stjórn Landverndar um- hverfisráðherra til að taka jákvætt í áskorun SUNN um friðlýsingu á Gjástykki. Landvernd vill friðlýs- ingu Gjástykkis STJÓRN Sam- fylkingarinnar hefur ráðið Sig- rúnu Jónsdóttur stjórnmálafræð- ing sem fram- kvæmdastjóra flokksins frá og með september- mánuði. Starfið var auglýst í júní sl. og voru umsækjendur tæplega þrjátíu. Sigrún gegndi tímabundið starfi framkvæmdastjóra í kosning- unum í vor er Skúli Helgason lét af því embætti. Í alþingiskosning- unum árið 2007 var hún kosn- ingastjóri Samfylkingarinnar á landsvísu og árið 2003 kosn- ingastjóri flokksins í Suðvest- urkjördæmi. Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Sigrún Jónsdóttir www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stuðningshlífar fjölbreytt úrval NÝJAR HANDHÆGARUMBÚÐIR gerir grillmat að hreinu lostæti! E N N E M M /S ÍA /N M 38 33 8 FISKISTOFA og Landhelg- isgæslan fóru í sameiginlegan leið- angur í eftirliti á grunnslóð í júlí- mánuði. Farið var um borð í 23 báta; 20 handfærabáta, togbát, línubát og netabát. Af þeim 20 handfærabátum sem farið var um borð í voru 19 bátar í strandveiðikerfinu og fjórir þeirra voru ekki með veiðileyfi um borð og voru gerðar athugasemdir við það. Í fimm tilvikum voru gerðar athugasemdir við skrán- ingu í afladagbók og verður farið með þau mál að hætti opinberra mála að því er fram kemur á heimasíðu Fiskistofu. Gera má ráð fyrir að framhald verði á slíkum leiðöngrum með það að markmiði að bæta eftirlit á grunnslóð. aij@mbl.is Morgunblaðið/Heiddi Án veiðileyfis og skráningu ábótavant MIKILL hiti var í nágrenni eldsins þegar Hótel Valhöll brann til grunna á nokkrum klukkustundum fyrir röskum mánuði. Nokkur tré í nágrenninu brunnu og sviðnuðu, en það vekur athygli skógræktar- manna við skoðun á brunastaðnum hversu lífseigt íslenska birkið er. Sviðin tré sem standa í næsta ná- grenni við rústirnar og hafa orðið fyrir gífurlegum hita af eldinum eru byrjuð að skjóta upp rót- arskotum. Má gera ráð fyrir að þó nokkuð sé liðið á sumarið ættu þessi tré að geta myndað dval- arbrum og lifnað aftur næsta vor. Líklegt má telja að birkið gæti á sama hátt spírað og skotið upp öng- um í kjölfar skógarelda, en sem bet- ur fer eru slíkar hörmungar afar sjaldgæfar hér á landi, segir á skogur.is. aij@mbl.is Eldur í Valhöll Sviðin tré eru byrjuð að skjóta upp rótarskotum. Íslenska birkið bregst ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.