Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 Morgunblaðið/Kristinn Vextir Stýrivöxtum var haldið óbreyttum í gær. Svein Harald Øygard seðla- bankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarbankastjóri kynntu ákvörðunina. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is SEÐLABANKINN gerir ráð fyrir minni samdrætti landsframleiðslu á þessu ári en hann gerði í maí. Aftur á móti spáir hann því að þróunin verði neikvæðari á næstu tveimur árum en hann gerði áður. Á næsta ári séu horfur á 2% samdrætti í stað 1% samdráttar og að hagvöxtur árið 2011 verði 1% í stað 2,5% eins og Seðlabankinn hafði spáð fyrir um í vor. Tvær meginástæður eru taldar upp í Peningamálum fyrir þessari neikvæðu þróun. Í fyrsta lagi líti nú út fyrir að jafnvægi í ríkisfjármálum verði í mun meira mæli náð með hækkun skatta og niðurskurði til- færsluútgjalda en reiknað var með í maí. Leiði þetta til þess að kaup- máttur ráðstöfunartekna dragist meira saman en áður hafði verið spáð og samdráttur í einkaneyslu verði því meiri. Í öðru lagi gerir Seðlabankinn nú ráð fyrir enn frekari seinkun áform- aðrar fjárfestingar í áliðnaði. Seink- un fjárfestingar og hægari uppbygg- ingu megi að stærstum hluta rekja til vandamála við fjármögnun. Á kynningarfundi í gær kom fram í máli seðlabankastjóra og aðstoðar- seðlabankastjóra að eitt meginmark- miða Seðlabankans væri enn að koma í veg fyrir frekari gengisveik- ingu krónu. Til að ná því markmiði þyrfti að gera fjárfestingu í íslensk- um krónum aðlaðandi fyrir fjárfesta, m.a. til að hvetja útflytjendur til að skipta gjaldeyri fyrir krónur. Því væri nauðsynlegt að halda stýrivöxtum óbreyttum. Í rökstuðn- ingi peningastefnunefndar sagði einnig að ekki væri útilokað að til vaxtahækkana yrði gripið veiktist krónan meira en heppilegt þætti. Skattahækkanir leiða til minni hagvaxtar Seðlabankinn gerir nú ráð fyrir meiri samdrætti einka- neyslu á næstu tveimur árum Útilokar ekki vaxtahækkanir Þetta helst ... ● VELTA á hlutabréfamarkaði var með meira móti í gær, en hún nam rúmum 140 milljónum króna. Langmest velta var með bréf Össurar og Marels. Hækk- uðu bréf Marels um 3,03% og Össurar um 1,72%. Ekki er ljóst hvað skýrir veltuaukninguna en engar fréttir komu frá fyrirtækjunum í gær. bjarni@mbl.is Mikil velta í kauphöll ● FASTEIGNAFÉLAGIÐ Landic Pro- perty hf. hefur selt sex fasteignir fé- lagsins í Danmörku. Fimm þeirra hýsa verslanir Magasin du Nord og Illum, sem margir Íslendingar þekkja. Kaup- verðið er ekki gefið upp, en kaupendur eru hópur fjárfesta og meðal þeirra er Straumur-Burðarás fjárfest- ingabanki, samkvæmt tilkynningu frá Landic. Fram kemur á viðskiptafréttavef danska blaðsins Jyllandsposten, að fimm af sex fasteignunum verði í eigu nýstofnaðs félags, Solstra Holding, sem er í jafnri eigu Straums-Burðaráss og Pakistanans Alshair Fiyaz. Fiyaz er meðal þeirra sem koma við sögu í mikið umræddri lánabók Kaup- þings að undanförnu, sem birt var á vefnum Wikileaks.org, en hann var meðal stærstu skuldara bankans síð- astliðið haust. Samkvæmt lánabókinni námu lánaheimildir hans hjá Kaupþingi þá um 191 milljón evra, eða um 34 milljörðum íslenskra króna. Samskiptastjóri Straums-Burðaráss vísaði í gær á Oscar Crohn, fram- kvæmdastjóra félagsins í Danmörku, til að svara spurningum varðandi þessi viðskipti. Ekki náðist í hann. gretar@mbl.is Fasteignir Magasin og Illum seldar Búð Magasin í Kaupmannahöfn. 3% hlut í Alfesca. Stærstu hluthafar Alfesca auk Lur Berri, þ.e. Kjalar Invest, Alta Food Holding, Kaup- thing Singer & Friedlander og til- teknir stjórnendur Alfesca höfðu þá gert með sér samning um stjórn og rekstur félagsins. Á hluthafafundi Alfesca á mið- vikudag var meðal annars tekist á um yfirtökuverðið. Lífeyrissjóðirnir og RKB telja að það verðmat sem Saga Capital vann að beiðni stjórnar Alfesca sé alltof lágt og endurspegli ekki raunverulegt verðmæti félags- ins, en Saga telur að yfirtökutilboðið sé sanngjarnt. Einn hluthafi sem rætt var við nefndi verðmatið „grín verðmat“. Þeir gera einnig alvar- legar athugasemdir við fundargerð frá hluthafafundinum, þar séu hvergi birtar athugasemdir þeirra. Lífeyrissjóðirnir eru einnig óánægð- ir með hugmyndir um afskráningu úr Kauphöll, en greidd voru atkvæði um það á fundinum og voru 86% hluthafa hlynnt því. Forstjóri Alfesca, Xavier Govare, sagði á hluthafafundinum að félagið þyrfti að fara frá Íslandi. Árni Tóm- asson segir að það sé mikill veikleiki fyrir Alfesca að vera íslenskt fyr- irtæki starfandi erlendis. „Það við- urkenndu allir þá staðreynd á fund- inum,“ segir hann. Árni segir að vel sé inni í myndinni að þeir sem séu mótfallnir yfirtökunni haldi eign- arhlut sínum og fái áheyrnarfulltrúa í stjórn Alfesca. Segja það veikleika að vera íslenskt félag Hluthafar Alfesca ósáttir við yfirtöku og segja verðmat „grín“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Stýrir skútunni Ólafur Ólafsson er stjórnarformaður Alfesca. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is MIKIL óánægja er meðal Samein- aða lífeyrissjóðsins, Gildi lífeyris- sjóðs, Stafa lífeyrissjóðs og Rekstr- arfélags Kaupþings (RKB) með yfirtökutilboð franska félagsins Lur Berri í Alfesca, en saman fara þessir fjórir aðilar með 11,57% hlutafjár í matvælafyrirtækið Alfesca. Tekist á um yfirtökuverðið Yfirtökutilboðið gerir ráð fyrir að Alfesca sé 26,5 milljarða króna virði. Þess má geta að niðurstaða sjálf- stæðs verðmats IFS-greiningar, sem hvorki var unnið að beiðni kaup- anda né seljanda í félaginu, gerir ráð fyrir að heildarvirði Alfesca sé 68 milljarðar króna og virði hlutafjár- ins 47 milljarðar sem er 8 krónur á hlut. Það er tæplega tvöfalt hærra en yfirtökutilboð Lur Berri sem er 4,5 krónur á hlut. „Þetta er spurning um forsendur sem menn gefa sér,“ segir Árni Tómasson, stjórnarmaður í Alfesca, um þennan mun á verð- mötum. Sagt var frá væntanlegu yfirtöku- tilboði Lur Berri Iceland, dótt- urfélags Lur Berri Holding, í maí. Þá hafði fyrirtækið keypt tæplega Í HNOTSKURN »Alfesca sérhæfir sig í til-búnum matvælum, að- allega sjávarafurðum eins og reyktum laxi, skelfiski og rækjum. »Fyrirtækið rekur níu sjálf-stæð fyrirtæki í Evrópu. Stjórnarformaður og stærsti hluthafi er Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is LANGSTÆRSTUR hluti tekna Exista er hagnaður af rekstri dótturfélaganna, Símans, VÍS, Lífís og Lýsingar. Exista hefur ekki birt ársreikning fyrir ár- ið 2008 en í reikningi fyrir árið 2007 kemur fram að heildartekjur hafi verið 961,5 milljónir evra á árinu og þar af 756,2 milljónir evra vegna hlutdeildar í hagnaði dótturfélaga, eða um 78% af heildartekjum. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá vilja inn- lendir kröfuhafar Exista taka félagið yfir og gera breytingar á rekstri þess. Telja þeir m.a. að rekstr- arkostnaður, eins og laun, sé of hár. Ef Exista verður tekið yfir af kröfuhöfum ætti það í grundvallaratriðum ekki að hafa nein áhrif á rekstur dótturfélaganna sem eru sjálfstæðar einingar. Ef Exista færi í gjaldþrot væri það skylda skiptastjóra þrotabúsins að hámarka virði eigna fyrir kröfuhaf- ana. Það þýðir að ekki er útilokað halda þyrfti eign- um í nokkur ár og selja þær þegar verðmyndun yrði hagstæð. Eigendur Exista og innlenda kröfuhafa greinir á um þetta. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segir að það sé alveg ljóst að dótturfélög Exista hafi komið betur út úr kreppunni en keppinautarnir. VÍS hafi eitt tryggingafélaga skilað jákvæðri afkomu á síðasta ári og þá standi rekstur Skipta (Símans) traustum fótum. „Í öllum tilvikum hefur stjórnun þessara félaga haft úrslitaþýðingu og þar gegnir Ex- ista lykilhlutverki. Reyndar er staða mála orðin sú að félög í eigu Exista keppa nú nær eingöngu við fyrirtæki í eigu ríkisins eða ríkisbankanna á öllum sviðum,“ segir Lýður. Engin áhrif á Símann Langstærstur hluti tekna Exista er hagnaður dótt- urfélaga Breytt eignarhald ætti ekki að hafa áhrif Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Meira frelsi Eigendur Exista vilja fá frelsi til að reka félagið áfram. Síminn er dótturfélag. Samdráttar- skeiðið í Evrópu, sem staðið hefur yfir í heilt á, er liðið hjá. Þessu var haldið fram í ýmsum fjöl- miðlum í gær, þar á meðal á fréttavef BBC- fréttastofunnar. Kveikjan að þess- ari bjartsýni voru hagtölur ýmissa Evrópuríkja fyrir annan fjórðung þessa árs, sem birtar voru í gær. Samkvæmt upplýsingum frá hag- stofu Evrópusambandsins dróst hagkerfi hins 16 ríkja evrusvæðis saman um 0,1% frá apríl til júní í ár. Var þetta mun minni samdráttur en sérfræðingar höfðu spáð, sam- kvæmt frétt AP-fréttastofunnar. Þar vegur þungt að bæði í Þýska- landi og Frakklandi, í tveimur stærstu hagkerfum evrusvæðisins, var hagvöxturinn á ársfjórðungn- um 0,3%, sem var töluvert yfir spám. Í frétt BBC segir að aukinn út- flutningur og einkaneysla sem og árangur af aðgerðum stjórnvalda til að örva efnahagslífið eigi allt sinn þátt í því að hagtölur á evru- svæðinu voru jákvæðari en áætlað var. Gengi evrunnar styrktist og hlutabréf hækkuðu almennt í verði í gær. gretar@mbl.is Jákvæðar hagtölur í Evrópu Bjartara Horfur eru betri en áður. Hagvöxtur í Þýska- landi og Frakklandi                    ● HEILDARAFLI íslenskra fiskiskipa var 1,5% minni í júlí síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra, metinn á föstu verði. Það sem af er árinu hefur aflinn hins vegar aukist um 8,4% miðað við sama tímabil í fyrra, einnig á föstu verði, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að veruleg verðlækkun sjávarfangs á er- lendum mörkuðum hafi orðið til þess að töluvert minna hafi fengist fyrir aflann á erlendum mörkuðum í ár en á sama tíma í fyrra. Verðið eigi hins vegar væntanlega eftir að hækka eitthvað það sem eftir lifir árs. gretar@mbl.is Aflaverðmæti í júlí minnkar milli ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.