Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 ✝ Guðmundur Svav-ar Jónsson, fyrr- um hafrannsókn- armaður, fæddist í Reykjavík 11. október 1931. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu, Laufási að Laugarvatni, í morg- unsárið 7. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson frá Gemlufalli í Dýrafirði og Fanney Guðmundsdóttir úr Hafnarfirði. Eftirlif- andi bræður Guðmundar Svavars eru Páll Viggó, Björn, Þorgrímur og Gunnar Jónssynir. Guðmundur Svavar og bræður hans ólust upp í foreldrahúsum í hjarta Reykjavíkur að Ránargötu 1A þar sem hann og kona hans Sigríður Guðrún Sveins- dóttir stofnuðu síðar sitt fyrsta heimili og enn síðar sonur þeirra og kona hans. Enn í dag búa niðjar Jóns og Fanneyjar í fjölskylduhúsinu að Ránargötu. Guðmundur Svavar greindist með berkla 17 ára gamall og eyddi næstu 12 árum í baráttu við þessi veikindi ýmist á Vífilsstöðum eða Reykja- lundi. Á Vífilsstöðum kynntist hann ástinni sinni, Sigríði Guðrúnu og fæddist þeim sonur árið 1954, Haf- þór Birgir. Þau gengu í hjónaband í september árið 1961 eftir fulln- aðarsigur á berklunum og samein- aðist þá litla fjölskyldan, en einka- unum 1997 til 1999 þeyttist hann heimsálfa á milli vegna útboðs á smíði rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. Hann var skipaður verkefnastjóri við þessa uppbygg- ingu skipsins og dvaldi í Chile í rúmt ár 1998–1999 sem á síðari árum varð ljóslifandi minning í huga hans. Utan vinnu lágu áhugamál í fræðslu og öflun hennar. Ferðalög voru stunduð innanlands sem utan og þekking um menn og málefni við- komandi staða sótt víða áður en af stað var haldið enda fróðleiksfús maður með eindæmum. En umfram allt áttu málefni og fé- lagsstörf Sambands íslenskra berklasjúklinga, SÍBS, hug hans all- an þar sem hann sat í stjórn frá 1962 til 1974 og svo aftur frá 2000 til 2004. Auk þess tók hann að sér ým- iskonar stjórnar- og nefndarstörf, meðal annars í uppstillinganefnd enda rómaður sáttasemjari. Guð- mundur Svavar var formaður Berklavarnar þegar hann lést. Árið 2000 létu Guðmundur Svavar og Sigríður kona hann af störfum, hann sem rannsóknarmaður hjá Hafró en hún sem verkstjóri hjá Múlalundi, og létu gamlan draum um lítið hús með garði rætast. Þau festu kaup á einbýlishúsi að Laug- arvatni þar sem fjölskylda sonarins býr. Þar nutu þau sveitasælunnar þar til Sigríður lést í júlí 2004, en hann sem ekkill bjó áfram í húsinu til dauðadags. Útför Guðmundar Svavars fer fram frá Skálholtskirkju í dag, föstudaginn 14. ágúst, og hefst at- höfnin kl. 14. Jarðsett verður í grafreitnum að Laugarvatni. Meira: mbl.is/minningar sonurinn hafði búið hjá afa sinum og ömmu fyrstu 7 árin vegna veikinda for- eldra sinna. Hafþór Birgir er kvæntur Sigríði V. Bragadóttur og eiga þau fjóra syni sem urðu augasteinar afa síns og ömmu. Þeir eru: Bragi Dór, kvænt- ur Vöku Ágústsdóttur og börn þeirra eru Hera Dís og Kristján Helgi. Næstur í röðinni er Guðmundur Sveinn, í sambúð með Karen Ýr Lárusdóttur, þeirra barn er Heiða Dögg. Sá þriðji er Árni Páll, í sambúð með Díönu Gestsdóttur, og yngsti sonurinn er Sigurður Orri, enn í heimahúsum en kærasta hans er Agnes Erlingsdóttir. Guðmundur Svavar hóf störf hjá Hafrannsóknastofnun Íslands árið 1961 þar sem hann starfaði óslitið til aldamóta. Lengst af sem rannsókn- armaður með sérhæfingu í svifdýr- inu átu og rannsóknum á íslensku síldinni. Hann kom ennfremur að ýmiskonar verkefnum fyrir Hafró m.a. selatalningu úr lofti, mælingum á hafstraumum og uppbyggingu og ráðgjöf við endurnýjun á skipakosti stofnunarinnar. Árin 1969–1970 dvaldist hann í Bremerhafen í Þýskalandi þar sem smíði rannsóknarskipsins Bjarna Sæmundssonar fór fram og á ár- Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran, úr Spámanninum.) Tengdafaðir minn, Guðmundur Svavar Jónsson, lést á föstudaginn. Það var of snemma og of snögglega. Við héldum að við fengjum lengri tíma með honum. Hann var á spítala í júlí síðastliðnum, greindur með blóð- tappa í lungum og þá vorum við ekki viss um að hann kæmi heim aftur. En hann braggaðist og var ákveðinn í að ná upp einhverju þreki aftur og það var farið að ganga vel. En svo á föstu- daginn – allt búið. Mæt kona sagði við dóttur sína: „gott fyrir hann – vont fyrir hina“. Orð að sönnu, gott að þú þurftir ekki að kveljast á sjúkrabeði til þess að við gætum kvatt. Ég kom inn í líf Gummafa og Sigg- ömmu eins og við kölluðum þau síðar, þegar ég kynntist mannsefninu mínu 17 ára gömul. Þau buðu mig vel- komna með sinni einstöku hlýju, hann strax frá upphafi, hún heldur seinni til enda um að ræða kærustu einka- sonarins. Frá þeim tíma var framtíð mín ráðin. Ég eignaðist jafn yndis- lega tengdaforeldra eins og mínir eig- in foreldrar eru og voru. Foreldra sem alltaf létu sér umhugað um aðra, voru ekki afskiptasamir en höfðu mikil áhrif á líf okkar og samheldni. Jákvæðni, traust og trú á getu okkar í hverju sem var, skilyrðislaus hvatn- ing en þó rökræður um hvað betur mætti fara í einstaka tilfellum. Rétt- sýn, glöð og umhyggjusöm. Tengdafaðir minn var maður sem gat allt. Að minnsta kosti var það trú tengdamóður minnar. Við hófum bú- skap í fjölskylduhúsinu að Ránargötu 1A þar sem þau bjuggu á efstu hæð, afi og amma Hafþórs á miðhæð og við á neðstu hæð. Áttum engin húsgögn sem var ekkert mál, bara smíða þau. Viðkvæðið var: viljið þið ekki bíða eftir Gumma, hann hjálpar ykkur. Sem hann gerði alltaf. Þessi maður, hann tengdafaðir minn, var ávallt tilbúinn að aðstoða, uppfræða og umvefja okk- ur með kærleika. Hann var líka tilbú- inn til að þrátta og þrasa um pólitík, menn og málefni en alltaf á sinn ljúfa hátt og alltaf tókst honum að ljúka máli sínu þannig að menn skildu sáttir. Tengdafaðir minn var maður sem gat allt. Fyrsta barnabarnið skreið ekki heldur mjakaði sér áfram á höndum og með sundspyrnu frá fót- um. Þannig að afinn fór á fjóra fætur og kenndi barninu að skríða. Tengdafaðir minn var maður sem gat allt. Nú er það mín trú. Hans trú var einfaldlega sú, að ef kunnáttuna vantar aflar maður sér upplýsinga og sækir þekkingu í fræði, visku og reynslu annarra. Aldrei að yppa bara öxlum og gefast upp. Þannig var hann og þannig verður hann í minni minn- ingu. Elsku Hafþór minn, þú ert einstak- ur maður í mínum augum enda af- sprengi einstakra foreldra. Elsku synir okkar, framtíðin er ykkar, farið þið vel með hana, lítið annað slagið um öxl og hugið að því hvernig rætur ykkar liggja í ein- stökum öfum og ömmum sem þið er- uð nefndir eftir. Elsku Gummafi, tengdafaðir minn, ég er lánsöm kona að hafa kynnst syni ykkar og blandast fjölskyldum ykkar. Þú fórst frá okkur daginn fyrir afmælisdag Siggömmu, tengdamóður minnar, fimm árum eftir andlát henn- ar. Farðu vel og njóttu þess að vera í örmum hennar aftur, saman umvafin fegurð Bláskógabyggðar. Takk fyrir mig. Þín tengdadóttir, Sigríður V. Bragadóttir. Elsku afi. Þá ertu búinn að stimpla þig út í síðasta skipti. Það var líka sniðugt að þú skyldir láta ömmu koma og sækja þig, enda átti hún af- mæli daginn eftir, það var viðeigandi. Þegar maður horfir til baka á allt það sem þú hefur gefið okkur koma upp í hugann ótal minningar sem gott er að hugsa til, það er þess vegna sem sorg- in getur verið erfið, það er hugsunin um gleðina sem fylgdi þeim sem er farinn. Það var alltaf gaman að koma í kotið til þín, þú og amma tókuð alltaf á móti okkur með opnum örmum en við vildum þakka þér sérstaklega fyr- ir nokkra hluti: Takk fyrir að kenna Braga Dór að skríða, það er alls óvíst hvar hann væri í dag ef þú hefðir ekki kennt honum það. Takk fyrir vídeómorgna, það var alltaf mikil gleði að fá að gista hjá ömmu og afa, miklar deilur gátu risið um það hver það var sem átti að velja spólu, en alltaf varstu með það á hreinu, enda geymdir þú miðann og við gátum alltaf gengið að því vísu hver átti næstu spólu. Takk fyrir að leyfa okkur að renna okkur niður síð- asta handriðið á Ránargötu, alveg eins og pabbi fékk, eða þú sagðir það allavega. Takk fyrir að hleypa okkur alltaf inn í „afaskip“ en það voru öll þau skip sem við sáum niðri á höfn. Við munum eftir því hvað það gat verið hrikalegt að veiða marhnúta, við áttum erfitt án aðstoðar að losa hann af króknum. Og veiðin hélt áfram eft- ir að þið fluttuð á Laugarvatn, þar gátum við farið með þér að kíkja í net- in, þar þroskaðist maður. Takk hafa okkur alltaf efst í huga þínum, hjá þér giltu aðrar reglur, við vorum alltaf eins og kóngar á þínu heimili. Takk fyrir að láta okkur smakka allt sem var á borðum, jafnvel þó það þýddi bara að það væri ein græn baun fyrir Árna Pál. Takk fyrir að mæta þegar við vorum að keppa í íþróttum, þegar þú gast komið þá mættir þú og hvattir okkur áfram. Takk fyrir alla kennsl- una á ferðalögum, það var varla fjall, vatn, dalur eða fjörður á Íslandi sem þú vissir ekki eitthvað um, það var ómetanlegt að ferðast í brúnu Cort- ínunni og gista í tjaldi með þér og ömmu. Takk fyrir kexskúffuna, það var oft fyrsti viðkomustaður þegar við komum í heimsókn, jafnvel þó þú hafir fært hana við og við þegar við komum í heimsókn bara til þess að stríða Gumma. Takk fyrir að kenna okkur að búa til skutlur. Takk fyrir að leyfa okkur að keyra á litlum sveita- vegum áður en við fengum bílpróf, það var ómetanleg æfing. Takk fyrir Stubb, hann varð eins og einn bróð- irinn, það var ekkert lítið sem Siggi var glaður þegar hann birtist í jóla- pakkanum, enda urðu þeir bestu vin- ir. Við strákarnir þínir vorum alltaf velkomnir, þar var alltaf stuðningur og alltaf hlýja og alltaf eitthvað fróð- legt sem maður gat dregið úr kolli þínum. Þetta breyttist enn síður þeg- ar barna-barnabörnin komu í heim- inn, þú varst jafnan fyrstur til að hlaupa af stað til þess að sjá þau og skemmta þeim. Hjá þér giltu aðrar reglur. Takk Gummafi (dummammi). Takk fyrir allt og skilaðu kveðju til Siggömmu. kv. Strákarnir þínir, Bragi Dór, Guðmundur, Árni Páll og Sigurður Orri. Guðmundur Svavar Jónsson ✝ Kristín Þórsdóttirvar fædd á Hnjúki í Skíðadal 30. maí 1919. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 1. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Þór Vilhjálms- son, f. 13.3. 1893, d. 6.12. 1975, frá Bakka í Svarfaðardal og Eng- ilráð Sigurðardóttir, f. 1.6. 1896, d. 9.8.1993, frá Göngu- stöðum í Svarf- aðardal. Systkini Kristínar eru Ósk, f. 1921, látin, Eva, f. 1923, býr í Reykjavík, Helga, f. 1927, látin, Rannveig, f. 1929, látin, Vilhjálmur, f. 1930, býr á Dalvík og uppeld- issystir hennar, Anna Gréta Þor- bergsdóttir, f. 1944. Eiginmaður Kristínar var Þór- 7) Halldóra Lilja, f. 1958, maki Hall- dór Jónasson, börn þeirra Þórarinn Már, Bjarki Már og Guðrún Þórdís. 8) Árni Sigurður, f. 1960, maki Kristín S. Sigtryggsdóttir, börn þeirra Þórhildur Sara, Kjartan Snær, Eiður Smári og Jón Steinar. 9) Torfi, f. 1962, dætur hans og Gunnlaugar Sigurðardóttur eru Sóley Sandra og Lilja Lind. Barna- barnabörn Kristínar eru 10. Kristín flutti með foreldrum sín- um frá Hnjúki að Bakka í Svarf- aðardal þegar hún var fjögurra ára og átti þar heimili allt til ársins 1992 að undanskildum tveimur ár- um sem hún og Þórarinn bjuggu á Böggvisstöðum við Dalvík. Að hausti 1992 flutti hún að Mímisvegi 10 Dalvík og bjó þar með tveimur sonum sínum til dauðadags, að und- anskildum nokkrum vikum sem hún dvaldi á Dvalarheimilinu Dalbæ í Dalvík. Kristín verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju í dag, 14. ágúst, og hefst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett verður að Tjörn. arinn Jónsson frá Hæringsstöðum í Svarfaðardal, f. 3. júní 1918, d. 25.6. 1992. Þau giftu sig 6.6. 1949, og eign- uðust 9 börn. Þau eru: 1) Vilhjálmur Þór, f. 1949, börn hans og Ástu S. Guðnadóttur eru Óskar Þór, Rann- veig og Þór. 2) Jón, f. 1951, maki Ingibjörg R. Kristinsdóttir, dætur þeirra Kristín Svandís, Eydís Ósk og Brynhildur Heiða. 3) Sigurhjörtur Sveinn, f. 1952. 4) Baldur Óskar, f. 1954. 5) Friðrik, f. 1955, maki Sig- urbjörg Karlsdóttir, börn þeirra Karl Heiðar, Atli Þór og Anna Kristín. 6) Ingibjörg Engilráð, f. 1956, maki Páll Harðarson, börn þeirra Þórarinn, látinn, og Sigrún. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Elsku tengdamamma. Ég kynntist þér fyrir rúmum 30 árum þegar ég hóf búskap með Jóni syni þínum. Þá hafði ég aðeins séð þig einu sinni og þekkti þig varla í sjón þótt við byggj- um í sömu sveit. Það er skemmst frá því að segja að þessi saklausa afdal- astúlka var ein taugahrúga þegar hún gekk inn á Bakkaheimilið til til- vonandi tengdaforeldra sinna. Mót- tökurnar sem ég fékk voru hreint ótrúlegar. Þarna stóðst þú róleg, blíð og elskuleg og bauðst mig velkomna. Eldhúsborðið var hlaðið heimabök- uðu bakkelsi með kaffinu og mér leið eins og ég væri einhver drottning. Þegar árin liðu og dætur mínar fóru að koma í heiminn var aldrei neitt mál að biðja þig að passa þær því það var alltaf sama svarið hjá þér. „Það er alveg sjálfsagt, komdu bara með þær til mín, það er svo gaman að hafa þær.“ Þannig hefur þú alltaf verið, aldrei neitt mál að leita til þín og allt- af boðin og búin að hjálpa öðrum. Hin síðari ár höfum við oft setið saman við eldhúsborðið og spjallað saman um lífið og tilveruna og eru þær stundir mér ógleymanlegar og mikils virði. Það var gott að koma til þín og spjalla og alltaf fór ég léttstígari út frá þér. Öll okkar samskipti voru ljúf og góð. Þú sagðir aldrei eitt styggðaryrði við mig og aldrei fannstu að neinu sem ég sagði eða gerði og það er nú alveg einstök tengdamamma. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast heimsins bestu tengdamömmu. Þú varst alveg dásamleg elsku Stína og áttir engan þinn líka. Minningarnar um þig eru allar perlum prýddar. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku ljúfa vinan mín. Megi eilíft ljós lýsa þér. Ingibjörg R. Kristinsdóttir. Elsku Stína amma. Takk fyrir allar góðu samverustundirnar, það var svo gott og gaman að koma til þín á Dal- vík. Ég var svo heppin að eiga bestu ömmur í heimi, þig ásamt Laugu ömmu. Þú varst alltaf svo glöð og komst öllum til að hlæja af því að þú hlóst svo mikið og sérstaklega að okkur krökkunum þegar við gerðum einhverja vitleysu eins og þegar ég var lítil og sagðist ekki borða soðið brauðið þitt því það væri kúbein í því (þá meinti ég kúmen), þá hlóstu sko mikið. Eitt sem ég man sérstaklega eftir var þegar þú kenndir mér Olsen Olsen og kasínu og ég var alltaf að biðja þig um að spila kasínu við mig því enginn af vinum mínum kunni kasínu. Ég mun alltaf muna eftir þér, þú verður alltaf í hjarta mínu. Guð geymi þig, elsku amma. Þín, Sigrún. Þeim hefur fækkað ört síðustu misserin ættarhöfðingjunum í fjöl- skyldu okkar og nú kveðjum við Kristínu Þórsdóttur móðursystur okkar – Stínu á Bakka. Að leiðarlok- um horfum við yfir farinn veg þar sem margs er að minnast. Við sjáum fyrir okkur margar myndir en senni- lega er hún sterkust myndin af Stínu í eldhúsinu sínu á Bakka, þangað sem allra leið lá, á öllum tímum dags, sí- felldur erill af fólki að koma og fara. Mitt í hringiðunni stóð þessi trausta og hægláta kona sem hélt öllu gang- andi, fylgdist með öllu og var á sinn rósama hátt, með sitt hlýja bros, mið- punktur þessa mannmarga heimilis. Fjölskyldan var stór en auk hennar áttu margir viðdvöl um lengri og skemmri tíma á Bakka, bæði hjá Stínu og Tóta en einnig á efri hæðinni hjá Helgu og Ingva. Eins og margar konur af hennar kynslóð stóð hún vaktina ósérhlífin og starfssöm alla daga. Alltaf hlaðin borð af mat og bakkelsi og það er auðvelt að kalla fram minningu um lyktina og bragðið af nýbökuðum vínarbrauðum og fleira góðgæti sem varð til í eldhúsinu hjá Stínu. Nú er borðið autt og hlátrasköll liðinna tíma þögnuð en minningarnar lifa áfram í huga okkar um ókomna tíð. Ættleggur Stínu er orðinn fjöl- mennur og fylgdist hún vel með öllu sínu fólki og naut góðra samskipta við þau alla tíð. Hún var líka áhugasöm um hagi frændgarðsins og ótrúlega minnug t.d. á nöfn nýjustu systur- barnabarnanna sem bættust í hóp- inn. Stína hélt andlegri reisn sinni til hinstu stundar og kveðjum við systk- inin og fjölskyldur okkar mæta konu með virðingu og þökk. Börnum henn- ar og aðstandendum öllum vottum við innilega samúð. Kristinn, Sigríður, Þór Ingi og Einar. Kristín Þórsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guð- mund Svavar Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Krist- ínu Þórsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.