Morgunblaðið - 24.08.2009, Page 13

Morgunblaðið - 24.08.2009, Page 13
Daglegt líf 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009 Útsala 20 - 70 % afsl. af öllum vörum Baðdeild Álfaborgar Skútuvogi 4 - sími: 525 0800 Sturtuklefar - Baðinnréttingar Hreinlætistæki - Blöndunartæki Baðker ofl. Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur K atrín Jóhannesdóttir, sem er kölluð Katý, er fædd og uppalin í Borgarnesi og er kennari við Hússtjórn- arskólann á Hallormsstað. Þar kenn- ir hún fatasaum, útsaum, prjón og hekl. Eftir stúdentspróf frá FVA árið 2003, lá leið Katýjar í Hússtjórnar- skólann á Hallormsstað, þar sem hún var eina önn. „Þar lærði ég ótrú- lega margt skemmtilegt og mikil- vægt og bjó á heimavist í fyrsta skipti. Og á meðan ég var þar planaði ég næstu skólavist. Mig langaði að fara í lýðháskóla til Danmerkur, þar sem kenndar væru ýmsar listgreinar og handavinna. Í byrjun ársins 2004 fór ég svo í ASK højskole ásamt vin- konu minni, til að vera fram í júní.“ Þarna lærðu þær teikningu, leir- list, fatasaum, skartgripagerð, vefn- aði og auðvitað dönsku. Katý segir þetta hafa verið mjög skemmtilegan tíma. Eftir námsdvölina gerði hún sér ferð lengra inn á Jótland til að skoða handavinnuskóla sem henni hafði verið bent á – Skals hånd- arbejdsskole. Kolféll fyrir skólanum „Í Skals er boðið upp á stutt nám- skeið, eina önn eða eitt ár. Ég skoð- aði skólann og kolféll fyrir honum. Á þessum tíma var ég búin að sækja um í Iðnskólanum og ætlaði í klæð- skeranám. Ég ákvað að sækja líka um í Skals og láta það bara ráðast á hvorum staðnum ég kæmist inn. Það kom svo á daginn að ég fékk inn- göngu í báða skólana, svo ég varð að gjöra svo vel að taka sjálfstæða ákvörðun.“ Niðurstaðan varð sú að Katý hóf nám í Danmörku. Katý ætlaði upphaflega að vera eina önn í Skals en þegar fór að síga á seinni hlutann ákvað hún að bæta við annarri önn. „Í Skals er mikil fjölbreytni í handverksfögunum og margt spennandi í boði. Ég tók út- saum sem aðalgrein en var svo líka í hand- og vélprjóni, vefnaði, fata- saum, öskjugerð, hattagerð, leð- urvinnu o.fl. Þar kynntist ég því fyrir alvöru hvað margt er handavinna annað en að sauma föt, svo þarna opnaðist fyrir mér nýr heimur og ég steinhætti við klæðskeranámið.“ Eftir þetta fór Katý í framhalds- nám í Textilseminariet í Viborg, sem er 3½ árs nám og þar lauk hún BA- prófi. Útskriftarfagið hennar var vélprjón. „Það sem kveikti handavinnu- áhugann hjá mér var að við upphaf unglingsáranna var ég ekki alveg tilbúin að vera „eins og allir hinir“ og fór þá að prófa mig áfram við að sauma flíkurnar sjálf. Það gekk al- veg merkilega vel miðað við að ég bara klippti út í loftið, saumaði sam- an og gekk svo í þessum múnder- ingum svona ljómandi ánægð! Ég man ekki eftir að hafa verið sér- staklega mikið fyrir handavinnu sem barn, heldur byrjaði ævintýrið fyrir alvöru svona í kringum fermingu. Á þessum tíma voru margir farnir að gefa mér gömul efni til að sauma úr, svo ég gat alveg sleppt mér í sauma- skapnum. Í efri bekkjum grunnskóla var svo farið að kenna aðeins fata- saum svo þar naut ég mín algjörlega og stefndi á að verða klæðskeri.“ Katý minnir að fyrstu handtökin við saumaskap hafi verið heima við saumavél mömmu hennar, þar sem hún saumaði föt á barbídúkkurnar. ,,Annars lærði ég líka ótrúlega snemma bæði að prjóna og hekla og ég held að það hafi verið mamma sem kenndi mér grunninn í því áður en ég lærði það í grunnskóla.“ Hún segir handavinnuáhugann líklega kominn frá ömmum sínum. Prjónar fylgihluti á konur „Núna legg ég aðaláherslu á vélprjón í hönnun minni og prjóna aðallega fatnað og fylgihluti úr enskri og ítalskri ull. Þó það hljómi skammarlega að vinna ekki með ís- lensku ullina ákvað ég samt að vinna með þessi efni því hún er mun mýkri og liprari en sú íslenska og stingur þar af leiðandi nánast ekkert. Und- anfarið hef ég mest prjónað fylgi- hluti á konur, þ.e. grifflur, legghlífar, ermar, húfur o.s.frv. því ég hef ein- faldlega ekki haft undan að prjóna sjálfar flíkurnar, en það er auðvitað bara lúxusvandamál.“ Sala á vörunum hennar hefur gengið mjög vel og í sumar nýtti Katý sér tækifærið sem kennslu- kona í sumarfríi og skellti upp litlu verkstæði á loftinu hjá ömmu og afa í Borgarnesi. „Þar sat ég og prjónaði öllum stundum og hafði ekki einu sinni tækifæri til að hanna nýja línu, sem ég annars ætlaði að gera. En það verður vonandi tækifæri til þess í haust. Ég hef ekki mikið verið í markaðssetningu, enda prjóna ég flíkurnar sjálf í prjónavél og lykkja saman í höndunum svo ferlið er frek- ar seinlegt, og þar af leiðandi næ ég ekki að framleiða mikið samhliða kennslunni.“ Langar að vekja meiri áhuga á handavinnu Katý segist hafa mjög gaman af því að bródera og þá oft ýmsa texta. „Ég hef þá notað málshætti í t.d. borðdúka, myndir og bakkabotna og svo hef ég búið til eigið mynstur fyrir útsauminn. Ég er mjög mikið fyrir svona fínlega vinnu og er oft tilbúin að eyða miklum tíma í algera smá- hluti.“ Katý bætir við að hún sé rosalega ánægð sem kennslukona á Hallorms- stað og vonar að hún eigi eftir að vekja meiri áhuga á handavinnu hjá nemendunum og að einhverjir sjái þess vegna sína framtíð í faginu. „Draumurinn er samt sá að komast að því einn daginn að mín eigin hönn- un og framleiðsla standi undir bæði sér og mér og að ég hafi kost á því að þróa lítið rassvasafyrirtæki yfir í eigin verslun með vinnustofu.“ Handavinnuáhuginn erfðist frá ömmunum TENGLAR .............................................. www.katy.is Úr ýmsum áttum Á sýningu Katýar í Safnahúsinu í Borgarnesi kennir ýmissa grasa. Sýningin er nokkurs konar uppskeruhátíð og sýnir hand- verk frá ýmsum tímabilum í hönnun Katýar. Þar má m.a. finna skírnar- kjól sem systir Katýar saumaði en Katý bróderaði í nöfn allra þeirra barna sem skírð hafa verið í honum. Hannyrðasýningin „Þá er það frá…“ hefur verið í Safnahúsinu í sumar en þar sýnir Katrín Jóhannesdóttir ýmis- konar handverk. Útlærð Katrín Jó- hannesdóttir, Katý, hefur menntað sig í handverki í mörg ár. Sýning Katýar í Safnahúsinu í Borgarnesi var uppistandandi í allt sumar og svo framlengd vegna mikillar aðsóknar. „Það var mjög gaman, en ég vissi að margir voru forvitnir að vita hver uppskeran hjá mér væri eftir tæp fimm ár í Dan- mörku. Hugmyndin var þess vegna að sýna Borgnesingum afraksturinn. Ég safnaði sam- an handavinnunni minni frá því í Hússtjórnarskólanum og frá Danmörku. Þetta var því mjög fjölbreytt sýning þar sem útsaumur í gömlum stíl var innan um nýjustu prjóna- línuna mína, hekluð barna- teppi eða handsaumaða leð- urhanska.“ Katý er búin að halda þrjár einkasýningar frá því hún út- skrifaðist úr skólanum um áramótin síðustu. Sú fyrsta var á Skörinni hjá Handverki og hönnun í Reykjavík í mars. Þar sýndi hún útskriftarverk- efnið sitt sem kallast „frá Vi- borg til www“ en þar tók hún það sem hún lærði frá Viborg og gerði það sýnilegt öðrum á www.katy.is. Þetta eru vélprjónaðar kvenflíkur og fylgihlutir með innblæstri frá íslenska þjóðbúningnum. Aðra sýninguna hélt hún í Slátur- húsinu á Egilsstöðum, sem er búið að gera að menningar- húsi. Uppskera undanfarinna ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.