Morgunblaðið - 28.08.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
EFTIR harðar deilur allt frá því
Icesave-lánasamningarnir við Hol-
lendinga og Breta voru undirritaðir
í júní verður ríkisábyrgð á lána-
samningunum afgreidd frá Alþingi
í dag með fyrirvörum. Vinna
fjárlaganefndar, sem hefur verið að
störfum í nánast allt sumar vegna
málsins, hefur öðru fremur miðast
við að ná sáttum um fyrirvara á
ríkisábyrgðinni. Frá því Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra mælti fyrst fyrir frumvarp-
inu hefur tekið miklum
breytingum.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks,
Borgarahreyfingar og Framsókn-
arflokks voru frá upphafi ekki til-
búnir til þess að styðja frumvarpið
nema með miklum fyrirvörum. Það
sama átti raunar við um hluta þing-
manna Vinstri grænna og Samfylk-
ingarinnar. Meirihluti var því ekki
fyrir málinu eins og það kom til
þingsins, að lokinni undirritun
samningsins.
Í fjárlaganefnd var lagt upp með
að reyna að tryggja að endur-
greiðslur á lánunum til Breta og
Hollendinga, sem í versta falli geta
numið hundruðum milljarða, gætu
ekki ógnað efnahag landsins.
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, lagði til við upphaf
vinnunnar á Alþingi að fyrirvar-
arnir við ríkisábyrgðina yrðu alltaf
miðaðir við greiðslugetu landsins
en ekki þær skyldur sem á okkur
voru lagðar samkvæmt samn-
ingnum. „Þetta er róttæk nálgun í
sjálfu sér, en hin eina rétta að mínu
mati. Um þetta náðist þverpólitísk
sátt og svo voru hagfræðingar á Al-
þingi í því að útfæra þetta, þar á
meðal Tryggvi Þór Herbertsson,
Þór Saari og Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir, ásamt auðvitað fleirum,
m.a. framsóknarmönnum.“
Ekki verður byrjað að greiða
Icesave-lánin til baka fyrr en 2016,
en samkvæmt fyrirvörum við frum-
varpið, sem greitt verður atkvæði
um í dag, er ekki gert ráð fyrir að
ríkisábyrgðin nái til lengri tíma en
til ársins 2024. Það þýðir að endur-
greiðslutímabilið á lánunum er ein-
angrað við átta ár. Þá er auk þess
miðað við að hagvöxtur stýri því
hversu mikið er greitt af lánunum.
„Ef það er hagvöxtur í landinu þá
greiðum við í samræmi við skuld-
bindingar og fyrirvara. Ef hann er
enginn þá greiðum við ekki til
baka, enda liggur fyrir að þá er
engin geta til þess. Hollendingar
og Bretar hafa því beinan hag af
því að okkur gangi vel að end-
urreisa efnahaginn, sem ég tel
einna mikilvægast við þá fyrirvara
sem ríkisábyrgðin mun hvíla á,“
segir Pétur.
Icesave-fyrirvarar sem
tryggja hag landsins
Morgunblaðið/Eggert
Við upphaf vinnu Það var þétt setið á fundum fjárlaganefndar þegar Icesave-ríkisábyrgðin var til umfjöllunar. Atkvæði verða greidd um hana í dag.
Efnahagslegir fyrirvarar gera ráð
fyrir að greitt sé í samræmi við
getu landsins til þess að greiða
lánin til baka. Fólk úr öllum flokk-
um lagðist á eitt.
! "
! "
"$% &
'!
(
)
&
'!
!"
*
+
*$ % ,-
#
&
'!
!"
*
+
*$ % ,-
#
(
' . / 0
Icesave-skuldir verða greiddar af ríkinu í samræmi við gang efnahagsmála
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„ÞEIR sem stóðu að þessu máli höfðu ekki
tryggt meirihluta fyrir því á þinginu, hvað þá
samstöðu í stjórninni,“ sagði Bjarni Bene-
diktsson þingmaður og formaður Sjálfstæðis-
flokksins í þriðju og síðustu umræðu Alþingis í
gær um frumvarp um ríkisábyrgð vegna Ice-
save-lánasamninganna við Breta og Hollend-
inga. Bjarni sagði þá samstöðu sem myndast
hefði um málið ekki til komna vegna vilja yf-
irvalda til samvinnu. „Nei, hún verður til
vegna þess að í þinginu myndaðist nýr meiri-
hluti sem tók völdin af ríkisstjórninni í málinu,
breytti frumvarpinu og setti girðingar, setti
öryggisnet í þetta mál, sem breyta öllum
grundvallarforsendum þess og koma til móts
við, eins og hægt er, hagsmuni Íslendinga til
lengri tíma,“ sagði Bjarni. Meirihluti fjárlaga-
nefndar lagði fram nýjar breytingartillögur
við frumvarpið en verulegar breytingar voru
gerðar á frumvarpinu í annarri umræðu.
Verulegar breytingar á málinu
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaga-
nefndar, sagði í umræðunni að þeir fyrirvarar,
sem settir hafa verið við ríkisábyrgðina sam-
kvæmt frumvarpinu, séu afar mikilvægir og
verulegar breytingar hafi orðið á málinu í með-
förum fjárlaganefndar.
Samstaða hefur verið meðal allra flokka á
þingi um Icesave-málið utan Framsóknar-
flokksins. „Icesave-málið er ekki aðeins eitt
stærsta mál sem Alþingi Íslendinga hefur
þurft að ræða heldur um leið eitt mesta
hneykslismál, hugsanlega mesta hneyksli, sem
við höfum horft upp á í íslenskum stjórnmál-
um,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
þingmaður og formaður Framsóknarflokksins.
Hann sagði stjórnvöld hafa brugðist grund-
vallarskyldu sinni í málinu og ekki varið þjóð
sína. „Þvert á móti hafa þau varið mjög hart
málstað andstæðinga okkar í þessu máli,“
sagði Sigmundur.
Atkvæði um breytingartillögur um Icesave-
samninginn verða greiddar í dag og síðan
verða greidd atkvæði um frumvarpið í heild.
Nýr meirihluti tók völdin
Samstaða ekki vegna vilja stjórnvalda, segir formaður Sjálfstæðisflokksins
„Hneykslismál“, segir formaður Framsóknar um Icesave-samninginn
Morgunblaðið/Ómar
Hlé Þingi verður frestað til 1. október.
„VERULEG
hækkun vaxta-
bóta gæti skilað
meiri árangri en
margt annað,“
segir Gylfi Arn-
björnsson forseti
ASÍ um hugsan-
legar lausnir á
greiðsluvanda
heimilanna. „Það
þarf fjölbreytt úrræði sem m.a. fela í
sér afskriftir skulda sem eru komn-
ar langt fram yfir verðmæti eigna
og greiðslugetu. En krafan er fyrst
og fremst sú að finna úrræði sem
tryggi réttarstöðu einstaklinganna
þannig að þeir séu ekki háðir duttl-
ungum og jafnvel eignarhaldi lána-
stofnana.“
Viljum borgaraleg réttindi
Gylfi segir tillögur sem ASÍ hafi
sett fram um greiðsluaðlögun hafa
verið eyðilagðar í meðförum Alþing-
is í vor. „Málið var tekið út úr far-
vegi velferðarmála og sett inn sem
kafli í gjaldþrotalöggjöfinni með
ýmsum fyrirvörum og girðingum.
Útkoman er flækja og óskapnaður
og málin meðhöndluð eins og gjald-
þrotamál. Þetta er ekki það úrræði
sem við kölluðum eftir. Það á ekki
að leysa þetta á forsendu bankanna.
Við viljum borgarleg réttindi sem
kveða á um að tekið verði af um-
hyggju og hlýju á vanda fólks sem
varð til af hruninu.“
Greiðsluverkfall ekki leiðin
Aðspurður um greiðsluverkfall
sem Hagsmunasamtök heimilanna
hafa boðað segir Gylfi að það beri
með sér að verið sé að búa til nýtt
réttlæti til að mæta óréttlæti og það
sé ekki raunhæft. „Ef á að finna
lausn á því óréttlæti að lán lands-
manna hafi hækkað þá er sú lausn
ekki til. Persónulegt stríð við lána-
stofnun er ekki skynsamleg. Ég ótt-
ast að fólk sem fari þessa leið lendi í
enn meiri vanda. Það þarf breytta
löggjöf sem veitir fólk rétt á aðstoð
og úrræðum.“
Gylfi segir að það verði að setja í
þetta meiri kraft og skilgreina vand-
ann sem á að leysa. „Það er dapur-
legt til þess að hugsa að Alþingi hafi
karpað um eitt málefni vikum sam-
an og ekkert af þessum málum kom-
ist að. Af hverju vann Félagsmála-
nefnd ekki að málinu á meðan
fjárlaganefnd sinnti Icesave? Og
sem viðbrögð við gagnrýni okkar
segir félagsmálaráðherra að það eigi
að undirbúa tillögur fyrir 1. október.
Þingið er að störfum núna. Félags-
málanefnd hlýtur að geta eytt einni
nóttinni í þetta. Það verður að
breyta lögunum með réttarstöðu
fólks í huga.“ svanbjorg@mbl.is
Úrræði
en ekki
óskapnað!
Gylfi Arnbjörnsson