Morgunblaðið - 28.08.2009, Qupperneq 18
18 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
NÚ þegar Edward Kennedy öldungadeild-
arþingmaður er látinn virðist Kennedy-fjöl-
skyldan vera án arftaka sem geti haldið uppi
merki hennar í bandarískum stjórnmálum.
„Þetta eru á margan hátt endalok sögulegs
tímabils,“ segir Norman Ornstein, fræðimaður við
hugveituna American Enterprise Institute, um
stöðu Kennedy-ættarinnar nú þegar síðasti Ken-
nedy-bróðirinn er látinn. „Það hefur ekki komið
fram neinn ungur Kennedy sem kemst nálægt því
að vera jafn öflugur og John, Bobby eða Ted.“
Hugsanlegt er að Joseph Kennedy, 56 ára og
elsti sonur Roberts, verði skipaður í sæti Edwards
í öldungadeildinni fram að næstu kosningum, en
hann er ekki talinn líklegur til að halda uppi merki
fjölskyldunnar vegna vandamála í einkalífinu.
Kathleen Kennedy Townsend, 58 ára og elsta
barn Roberts, beið auðmýkjandi ósigur í rík-
isstjórakosningum í Maryland árið 2002.
Margir af afkomendum Edwards og systkina
hans hafa þó haldið uppi merki fjölskyldunnar á
öðrum sviðum með ýmsum störfum í þágu þjóð-
arinnar – m.a. góðgerðarstarfsemi, baráttu fyrir
umhverfisvernd og í þágu fatlaðra – án þess að
gegna opinberum embættum.
Í HNOTSKURN
» Barnabörn Josephs ogRose Kennedy hafa ekki
öll verið gæfusöm í lífinu. Til
að mynda var dóttursonur
þeirra, William Kennedy
Smith, ákærður fyrir nauðgun
en sýknaður árið 1991.
» Eitt ellefu barna Roberts,David Anthony Kennedy,
dó af völdum of stórs skammts
af heróíni árið 1984, 29 ára að
aldri.
Enginn augljós arftaki í sjónmáli
Enginn afkomandi Kennedy-bræðranna talinn líklegur til að feta í fótspor þeirra
en margir halda uppi merki fjölskyldunnar án þess að gegna opinberu embætti
Patrick Kennedy, 42 ára og
yngstur þriggja barna Ed-
wards, situr í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings en er ekki
álitinn þungavigtarmaður í
stjórnmálunum líkt og faðir
hans.
Caroline Kennedy, sem er 51
árs og eina eftirlifandi barn
Johns F., sóttist eftir því að fá
sæti Hillary Clinton í öld-
ungadeildinni en dró sig í hlé eftir að hafa verið
gagnrýnd fyrir að standa sig ekki nógu vel í orra-
hríð stjórnmálanna.
Patrick Kennedy
INDÍÁNAR djúpt inni í myrkviðum Amazon-frumskóg-
arins hafa ekki minni áhyggjur af því en aðrir að smit-
ast af svínaflensunni. Þess vegna setja þeir upp grisju
þegar farið er á mannamót eins og þessi tvö, sem tóku
þátt í handverkssýningu í bænum Manaus. Heilbrigð-
isyfirvöld í Brasilíu segja að þar í landi hafi flensan lagt
að velli 557 manns og eru dauðsföllin af hennar völdum
því fleiri þar en annars staðar. svs@mbl.is
Reuters
ALLUR ER VARINN GÓÐUR
ÞÓTT oft sé bent á Grænland sem
dæmi um alvarlegar afleiðingar
loftslagsbreytinga, þá virðast Græn-
lendingar sjálfir ekki hafa af því
sömu áhyggjur og margir aðrir. Þeir
eru til dæmis ekki sáttir við að lúta
sömu takmörkunum í mengunar-
málum og Danir og nú er rætt um
það innan grænlensku landsstjórn-
arinnar, að danska ríkisstjórnin
verði ekki fulltrúi Grænlendinga á
loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í Kaupmannahöfn í desember.
Grænland er ekki sjálfstætt ríki
og Danmörk á því að vera fulltrúi
þess í alþjóðlegum samningum.
Mörgum Grænlendingum finnst
hins vegar sem Danir taki ekki
nægilegt tillit til hagsmuna þeirra
og eru því að velta fyrir sér að slást í
hóp með G77-ríkjunum svokölluðu á
loftslagsráðstefnunni, ríkjum eins
og Súdan, Súrínam og Samóa.
G77-ríkin eru fátæk lönd, sem
menga yfirleitt lítið en vilja fá að
menga meira á meðan þau eru að
þróast og bæta lífskjörin.
Ein álbræðsla, 75% aukning
Koltvísýringsmengun í Grænlandi
er nú næstum sú sama og í Dan-
mörk miðuð við íbúa en þegar farið
verður að nýta auðlindir landsins
fyrir alvöru, mun hún aukast veru-
lega. Sem dæmi má nefna, að álfyr-
irtækið Alcoa er með á prjónunum
álbræðslu í Grænlandi og gæti hún
aukið koltvísýringsmengunina um
75%.
Grænlenska landsstjórnin og
danska ríkisstjórnin sömdu um það
2001, að dregið yrði úr koltvísýr-
ingsmengun í Grænlandi um 8% á
árunum 2008-2012 og er þá miðað
við mengunina 1990. Það kom hins
vegar skýrt fram hjá Kuupik Kleist,
formanni landsstjórnarinnar, á lofts-
lagsráðstefnu í Nuuk á dögunum, að
Grænlendingar áskildu sér rétt til
að fara ekki eftir samningum, sem
stæðu í vegi fyrir efnahagslegri þró-
un samfélagsins.
Þetta er hið versta mál fyrir
dönsku stjórnina og ekki síst Connie
Hedegaard umhverfisráðherra. Hún
bendir oft á Grænland sem dæmi
um alvarlegar afleiðingar loftslags-
breytingar og hún hefur boðið þang-
að erlendum fyrirmönnum svo þeir
geti sjálfir kynnt sér ástandið af eig-
in raun. svs@mbl.is
Grænlendingar vilja
fá að menga meira
Ræða um að tengjast G77-ríkjunum á loftslagsráðstefnunni í
Kaupmannahöfn í stað þess að láta Dani fara með umboðið
Í HNOTSKURN
» Grænlendingar, sem erutæplega 60.000, fengu auk-
ið sjálfræði í eigin málum í
júní og er litið á það sem skref
í átt til fulls sjálfstæðis. Danir
fara áfram með utanríkis- og
varnarmál.
» Formaður landsstjórn-arinnar er Kuupik Kleist
en vinstriflokkur hans, Inuit
Ataqatigiit, vann góðan sigur í
kosningum til landsstjórnar-
innar fyrr á þess ári.
Morgunblaðið/Ómar
Ísinn bráðnar Miklar breytingar
eru að verða í grænlenskri náttúru.
BANDARÍSKA krabbameinsfélagið spáir því í nýrri skýrslu að sex millj-
ónir manna í heiminum öllum deyi á næsta ári af völdum sjúkdóma, sem
raktir eru til reykinga, og þar af verði 72% dauðsfallanna í fátækum eða
miðlungsríkum löndum. Krabbameinsfélagið segir að nú þegar dregið hef-
ur úr reykingum í auðugum löndum leggi tóbaksfyrirtæki mikið kapp á að
auka tóbakssöluna í fátækum þróunarlöndum. bogi@mbl.is
Áætlað er að tóbaksnotkun valdi dauða sex milljóna manna í heiminum á
næsta ári vegna krabbameins, hjartasjúkdóma, lungnaþembu og annarra
sjúkdóma sem reykingar geta valdið, samkvæmt nýrri skýrslu
TÓBAKSNOTKUN Í HEIMINUM
Heimild: Bandaríska krabbameinsfélagið
* Spá. Gert er ráð fyrir að notkunin verði 6.717-6.819 milljarðar árið 2020
REYKTAR SÍGARETTUR
Bandaríkin
357 milljarðar
Rússland
331 milljarður
Japan
259 milljarðar
Kína
2.163
milljarðar
Indónesía
239 milljarðar
Árleg sígarettunotkun á hvern landsmann
fimmtán ára og eldri, 2007
< 2.5001.500-
2.499
500 -
1.499
1 -
499
Upplýsingar vantar um
hvítlituðu löndin
Fimm
lönd þar
sem tóbaks-
notkunin er
mest og fjöldi
sígarettna sem
seldar voru 2007
Milljarðar sígarettna, í öllum heiminum
TÓBAKSNOTKUN EYKST
0
2.000
4.000
6.000
8.000
18
80
19
00
19
20
19
40
19
60
19
80
20
00
20
10
20
20
10 50 300
1.000
2.150
6
.8
1
9
*
6
.3
1
9
5
.7
1
1
4
.4
5
3
Milljarður karlmanna reykir — 35%
karlmanna í auðugum löndum og
50% karlmanna í þróunarlöndum
Um 250 milljónir kvenna reykja daglega —
22% í þróuðum iðnríkjum og 9% í
þróunarlöndum
EFTIR HEIMSHLUTUM
Asía og
Ástralía
57%
Mið-Austur-
lönd og Afríka
8%
Vestur-
Evrópa
9%
Ameríka
12%
Austur-Evrópa
og fyrrverand
sovétlýðveldi
14%
Á Íslandi
voru seldar um 1.300 sígarettur á hvern
landsmann 15 ára og eldri árið 2007
Herjað á fátæk lönd
BRÁTT munu reykingapásur heyra
sögunni til hjá 45.000 borgarstarfs-
mönnum í Stokkhólmi. Stendur til
að banna alveg reykingar í vinnutím-
anum frá og með 1. maí á næsta ári.
Tillaga um þetta verður tekin fyr-
ir í borgarstjórn Stokkhólms nú á
haustdögum og verður vafalaust
samþykkt þar sem hún nýtur mikils
stuðnings borgarfulltrúa og allra í
meirihlutanum. Bannið mun hins
vegar ekki taka til reykinga í hádeg-
isverðarhléi þar sem það er ekki inni
í greiddum vinnutíma.
Búist er við, að sams konar bann
verði ákveðið sums staðar í sveitar-
félaginu Gauta-
borg og jafnvel
víðar. Sænska
Lýðheilsustofn-
unin hefur reikn-
að út, að hver
reykingamaður
kosti atvinnurek-
endur næstum
564.000 ísl. kr. á
ári og er þá gert
ráð fyrir, að 30 mín. af vinnutím-
anum fari í reykingar. Þar að auki
eru veikindadagar hvers reykinga-
manns átta fleiri en þeirra, sem ekki
reykja. svs@mbl.is
Bannað verður að
reykja í vinnutíma
Ekki fleiri pásur.