Morgunblaðið - 28.08.2009, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
– meira fyrir áskrifendur
Fjármál
heimilanna og
einstaklinga
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Nú hefur aldrei sem fyrr þurft
að huga að fjármálum heimilanna og
einstaklinga, hvað er til ráða, hvað
á að gera og hvað hentar. Þessum
spurningum reynum við að varpa ljósi
á í þessu sérblaði.
Viðskiptablaðs Morgunblaðsins
sem tekur á þessu málefni
í veglegu sérblaði 10. september
næstkomandi
• Hvaða úrræði standa venjulegum heimilum til boða
til að rétta úr kútnum?
• Hvaða leiðir eru færar til að spara í útgjöldum
heimilisins án þess að draga úr lífsgæðum?
• Kunna Íslendingar að fara með peninga
eða kunna þeir ekki að varast gildrurnar?
• Hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem vilja geyma
spariféð sitt?
• Hvaða kostir og gallar eru við það
að lengja í lánum?
Þetta sérblað Viðskiptablaðs Morgunblaðsins er
líklegt til að vera mikið lesið utan síns venjulega
markhóps vegna efnis síns.
Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Hvönn Karlsdóttir
569 1134 - 692 1010 - sigridurh@mbl.is
Auglýsendur!
Auglýsingapantarnir eru í síma 569 1134
eða sigridurh@mbl.is til 7. september.
ÁRIÐ 2003 seldi
ríkissjóður Sements-
verksmiðjuna hæst-
bjóðanda fyrir 68
milljónir króna. Kaup-
endur voru þrír með
jafnan hlut, BM Vallá,
Björgun og hið norska
Norcem, sem er í eigu
eins stærsta sements-
framleiðanda heims,
Heidelberg Cement.
Áður en til kom að
kaupverðið væri reitt af hendi
keypti ríkið til baka lítinn hlut í
verksmiðjunni fyrir ríflega 500
milljónir króna! Þetta var auðvitað
afar sérkennilegur gjörningur.
Nettó söluverð Sementsverkmiðj-
unnar var því vel innan við mínus –
segi og skrifa – 450 milljónir króna.
Ríkið sumsé greiddi tæplega hálf-
an milljarð með verksmiðjunni, auk
þess að taka á sig ýmsar aðrar
skuldbindingar, þar á meðal lífeyr-
isréttindi. Þetta var sú forgjöf sem
hið nýstofnaða fyrirtæki, Íslenskt
sement – Sementsverksmiðjan,
fékk til að geta stundað samkeppni
gagnvart hinu danska Aalborg
Portland á Íslandi. Þá var gerður
samningur um sérkjör á raforku-
kaupum, auk þess sem verk-
smiðjan þarf ekki að greiða um-
hverfisskatt vegna útblásturs á
CO2, þrátt fyrir að sements-
framleiðendur í flestum löndum
Evrópu þurfi að gera slíkt.
Hallarekstur
sementsverksmiðju í gósentíð
Hið nýja félag fékk sum sé ríf-
legt ríkisframlag til þess að leggja
upp í samkeppni við Aalborg Port-
land á Íslandi. Íslenskt sement
þurfti í upphafi ekki að kvarta, því
rífandi þensla var á markaði vegna
húsnæðisbólunnar og Kára-
hnjúkavirkjunar. Markaður fyrir
sement var allt að 300.000 þúsund
tonn árlega á tímabilinu 2004-2008,
um það bil þrefalt magn venjulegs
árferðis. Sementsverksmiðjan ann-
aði ekki eftirspurn og þurfti að
flytja inn gjall og sement. Þessi
mikla þensla og gósentíð kom þó
ekki í veg fyrir að
verksmiðjan væri rek-
in með tapi á árunum
2004-2008 utan að eitt
árið náði reksturinn
að hanga í járnum.
Verksmiðjan var rekin
með tapi í mesta góð-
æri Íslandssögunnar –
einstakri gósentíð á
sementsmarkaði.
Leit að blóraböggli
Nú hefur bygg-
ingamarkaður hrunið,
árleg sementsnotkun
er um eitt hundrað þúsund tonn.
Miðað við afleita afkomu í þensl-
unni er ekki skrítið að Sements-
verksmiðjunni gangi illa nú um
stundir og vilji hlaupa í faðm rík-
isins. Nú er leitað að blóraböggli
og auðvitað er hinu danska félagi
kennt um afleita afkomu og vænt-
anlega lokun verksmiðjunnar. For-
svarsmenn Íslensks sements,
Verkslýðsfélags Akraness og Sam-
taka iðnaðarins vilja koma í veg
fyrir samkeppni á markaði frá hinu
danska Aalborg-Portland. Það er
heimtað að fyrirtæki og stofnanir
kaupi sement af Akranesi.
Það stendur ekki til frekar en
fyrri daginn að líta í eigin barm og
kanna hvað í reynd valdi lélegri af-
komu. Að sjálfsögðu er kannski
rétt, áður en íslenska ríkið fer aft-
ur að dæla ríkispeningum aftur inn
í Sementsverksmiðjuna, að eft-
irfarandi spurningum verði svarað:
1. Af hverju var ekki hægt að
reka Sementsverksmiðjuna með
viðunandi afkomu á árunum 2004-
2008 þegar sala var svo mikil að
erfitt var að anna eftirspurn?
2. Af hverju þurfti Sementsverk-
smiðjan milljónir evra að láni í gós-
entíðinni, stuttu eftir að íslenska
ríkið hafði lagt verksmiðjunni til
hundruð milljóna króna þegar hún
var seld? Í frægri lánabók Kaup-
þings kemur fram að Sementsverk-
smiðjan fékk hundruð milljónir að
láni.
Krafa um að
stöðva samkeppni
Undirritaður hefur sem og
margir aðrir forsvarsmenn fyr-
irtækja þurft að hagræða í krepp-
unni og því miður þurft að grípa til
uppsagna og skerða starfshlutföll
starfsmanna. Slíkt er alltaf erfitt
og leiðigjarnt. Því miður þá hafa
þúsundir góðra starfsmanna á Ís-
landi þurft að búa við slíkt. Þegar
kemur að skertu starfshlutfalli
starfsmanna Sementsverksmiðj-
unnar virðist sem allt önnur lögmál
gildi en um tugþúsundir annarra
Íslendinga. Af hverju? Þess er
krafist að ríkið beiti valdi og beini
fyrirtækjum, sem fallið hafa í eigu
ríkisins, og stofnunum í viðskipti
við Sementsverkmiðjuna á Akra-
nesi. Einkafyrirtæki, sem meðal
annars er í eigu norskra aðila,
krefst þess að íslenska ríkið kippi
samkeppni á sementsmarkaði úr
sambandi og ráðherra tekur undir
þessa kröfu. Stendur til að hverfa
aftur til ríkiseinokunar á sements-
markaði? Stendur til að flæma úr
landi fyrirtæki sem hefur fjárfest
fyrir hundruð milljónir króna og
komið á samkeppni á sements-
markaði?
Uppi eru slagorð um að íslensk
einokun sé betri en dönsk einokun.
Slíkt orðagjálfur er vitnisburður
um rökþrot manna með slæman
málstað. Þess er krafist að ríkið,
sem flest á í landinu, mismuni
fyrirtækjum á sementsmarkaði.
Það er ávísun á fátækt, einangrun
og heimóttarskap.
Aalborg Portland á Íslandi fer
hvorki fram á ívilnanir né styrki;
aðeins heiðarlega samkeppni á
sementsmarkaði og virðingu fyrir
leikreglum.
Heilbrigð samkeppni
á sementsmarkaði
Eftir Bjarna Óskar
Halldórsson » Af hverju var ekki
hægt að reka Sem-
entsverksmiðjuna með
viðunandi afkomu á ár-
unum 2004-2008 þegar
sala var svo mikil að erf-
itt var að anna eft-
irspurn?
Bjarni Óskar
Halldórsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Aalborg Portland á Íslandi.
Mánuðum saman
hefur stór hópur
landsmanna talað
fyrir almennri leið-
réttingu skulda og
fer sá hópur stækk-
andi. Við sem til-
heyrum þessum hópi
höfum bent á að
skuldarar eigi rétt á
að komið sé til móts
við eignabruna
þeirra rétt eins og
gert var gagnvart þeim sem áttu
fjármagn á sparireikningum eða í
peningamarkaðssjóðum bankanna
sl. haust.
Það var því ánægjulegt að sjá
yfirlýsingar formanns félags-
málanefndar Alþingis og félags-
málaráðherra um nauðsyn þess
að leiðrétta skuldastöðu almenn-
ings. Formaðurinn bætti því
reyndar við að stjórnmálamenn
hefðu forðast að taka á skulda-
vanda heimilanna. Því get ég ekki
verið sammála enda lögðu fram-
sóknarmenn fram róttækar til-
lögur í þeim efnum þegar í febr-
úar sl.
Af orðum ráðherrans að dæma
mun hann vera að
íhuga að leggja fram
tillögur um að af-
skrifa skuldir sem
eru umfram greiðslu-
getu og verðmæti
eigna. Slíkar tillögur
eru ógagnsæjar. Til-
lögur um ógagnsæjar
afskriftir hluta
skulda útvaldra við-
skiptavina fjár-
málastofnana eru til
þess fallnar að valda
enn meiri tortryggni
og óróa í samfélaginu
en við höfum séð til þessa. Skuld-
ari A mun eiga erfitt með að
sætta sig við að skuldari B fái
felldar niður skuldir en ekki hann
sjálfur þó svo að lánin þeirra hafi
hækkað hlutfallslega jafn mikið.
Slíkar tillögur draga einnig úr
greiðsluvilja viðskiptavina bank-
anna og munu verða hvati til þess
að fólk sýni fram á sem versta
stöðu gagnvart sínum viðskipta-
banka. Aðeins þannig passar það
inn í hið sérhannaða box sem fé-
lagsmálaráðherra hyggst búa til
utan um þá sem hjálp fá. Þar að
auki má draga í efa að tími gefist
til þess að meta greiðslugetu
hvers og eins viðskiptavinar svo
vel sé, a.m.k. er veruleg hætta á
að tíminn vinni ekki með mörgum
skuldurum verði þessi leið farin.
Almenn leiðrétting líkt og
Framsóknarflokkurinn hefur lagt
til mun gagnast öllum en ekki
síst þeim sem verst eru staddir.
Sú leiðrétting á að auki að geta
gengið hratt fyrir sig. Stærstur
hluti þess hóps mun fyrir vikið
geta borgað af skuldum sínum.
Aðrir sem hafa nú þegar ráð á að
borga af skuldum sínum munu
hafa meira fé aflögu til neyslu í
samfélaginu, örva efnahagslífið
eða leggja féð inn á bankareikn-
ing. Hvernig sem fer mun féð
skila sér út í hagkerfið enda mun
bankinn geta lánað það áfram.
Almenn skuldaleiðrétting
kemur öllum til góða
Eftir Eggert Sól-
berg Jónsson » Almenn leiðrétting
skulda líkt og
Framsóknarflokkurinn
hefur lagt til mun
gagnast öllum en ekki
síst þeim sem verst eru
staddir.
Eggert
Sólberg Jónsson
Höfundur er varaformaður Sam-
bands ungra framsóknarmanna.