Morgunblaðið - 28.08.2009, Side 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
Við höldum með
stelpunum okkar
Ítarleg umfjöllun um EM 2009 í Morgunblaðinu
SÆL Kolla, þetta
er Kalli.
Ég las greinina þína
um stjórnlausa vega-
gerð á hálendinu síð-
astliðinn laugardag.
Hún er ágætis áminn-
ing um þennan vanda
í náttúruvernd sem
utanvegaakstur og
önnur umferð manna
og dýra hefur í för
með sér. Það er alveg
óþarfi að draga einn þátt umferðar
út í þessum efnum, sérstaklega
með tilliti til þess hversu göngu-
hópar og hópreiðar eru orðnar al-
gengar og stórar og ekki má
gleyma því að umgjörðin um þessar
hópferðir er alltaf að verða meiri
og glæsilegri og fylgja þeim því
trússbílar sem hitta þá oft á dag,
hvaða leið fara þeir?
Mér finnst að þú hefðir mátt
grúska meira í kortunum, ekki
bara þessu eina sem þú varst með í
þessari ferð. Það er nefnilega þann-
ig að kortaútgáfa er orðin nokkuð
gömul hér á landi, með mismunandi
upplýsingum, endurskoðaðar út-
gáfur, nýrri framsetningu, ný atriði
sett inn, gömul atriði tekin út, póli-
tísk atriði tekin út – sett inn o.fl.,
o.fl. Ég kíkti því í morgun út í
minn fjallabíl þar sem ég hef bæði
GPS-tæki og urmul pappírskorta af
ýmsum gerðum og frá
ýmsum tímum. Það er
stutt frá því að segja
að títt nefndur slóði er
ýmist inni eða úti eftir
útgáfum og tegundum
korta.
Og bara vegna þess
að ritstjórn Moggans
var svo dugleg að af-
rita frétt síns frétta-
manns í ritstjóragrein,
að vísu með nokkrum
ártölum, hvernig sem
á því stendur, þá nefni
ég hér eitt mjög skil-
merkilegt kort: BLAÐ 65 HOFS-
JÖKULL 1:100 000 Á þessu korti
er ARNARFELLSVEGUR mjög
skýrt dreginn með brotalínu sem
skýrð er neðanmáls sem „Óviss
gata“. Kortið er mælt 1937-1938,
Endurskoðað af LÍ 1981, Vega og
örnefnaleiðrétting 1987, gefið út
1990.
Málið er bara það að öllum er
heimilt að nota gömul kort í hvaða
formi sem þau eru þar sem engin
stofnun hefur auglýst þau ógild og
kort hafa aldrei verið innkölluð og
þeim eytt.
Auðvitað eiga allir slóðar og veg-
ir að vera inni á kortum, bæði staf-
rænum og prentuðum til hægð-
arauka fyrir alla, ferðamenn,
veiðimenn, björgunarsveitir, lög-
reglu, upprekstrarfélög og fram-
kvæmdaraðila, annað væri hrein-
lega fásinna og eykur
utanvegaakstur því menn vita af
slóða en ekki hvar hann er ná-
kvæmlega. Það verður auðvitað að
berjast gegn utanvegaraski á ann-
an hátt og þá eru auðvitað orð og
auglýsingar frá réttum aðilum væn-
legust til árangurs. Einnig mætti
til dæmis loka vegum og slóðum
sem ekki þola umferð með hliðum
og skiltum á skýran hátt.
Að lokum vil ég segja frá því að
ég var svo heppinn að komast í
jeppaferð með ungu fjölskyldufólki
um hvítasunnuna, mjög ánægjuleg
ferð ekki síst vegna þess hvernig
þau gengu frá eftir sig. Þau urðu
fyrir því óláni að lenda út úr slóð
og skemmdu landið á um tveim til
þrem bíllengdum. Orðalaust og án
nokkurs múðurs fór hópurinn í það
að laga sárið. Þetta gladdi mitt
gamla hjarta. Almennilegt fólk og
góðir jeppakallar.
Með von um að þessi skrif okkar
leiði til betri umgengni í nátt-
úrunni, Kolla mín.
Stjórnlaus vegagerð
eða rétt kort?
Eftir Sigmund Karl
Ríkarðsson » Það er stutt frá því
að segja að títt-
nefndur slóði er ýmist
inni eða úti eftir út-
gáfum og tegundum
korta.
Sigmundur
Karl Ríkarðsson
Höfundur er fyrrverandi starfsmaður
R. Sigmundssonar ehf.
NÝLEGA birtist
grein í Morgunblaðinu
eftir Önnu Sigríði
blaðakonu, sem hún
byggir á viðtölum við
Stefán Ólafson pró-
fessor, formann nefnd-
ar um endurskoðun á
vinnureglum Trygg-
ingastofnunar ríkisins,
og Árna Pál Árnason,
ráðherra félagsmála.
Ég má til að leggja orð í belginn
þann. Það er hlutverk stofnunar-
innar nr. 1. að tryggja öldruðum og
öryrkjum mannsæmandi lífskjör. Að
enginn aldraður né öryrki búi við
lakari afkomu en þarf til að sjá sér
farborða á mannsæmandi hátt.
Þegar við komumst í hóp þeirra
sem stofnuninni er ætlað að ábyrgj-
ast að ekki líði skort, þá höfum við
býsna misjafnan kost meðferðis.
Sum höfum við komist vel áfram í líf-
inu, verið iðin, útsjónarsöm og hepp-
in, eigum nokkrar eignir bæði í múr
og sparisjóðum, inneignir í stönd-
ugum lífeyrissjóðum, njótum góðra
eftirlauna eða erum jafnvel enn við
störf. Þeim sem vel hefur vegnað ber
auðvitað fullur réttur til að njóta
stöðu sinnar og eigna án þess að
Tryggingastofnun ríkisins fari að
kroppa í réttmætar eigur þeirra eða
tekjurnar af þeim. Það má aldrei
verða að stofnunin skerði rétt manna
til eigna sinna. Það er ekki hlutverk
hennar að jafna kjör aldraðra og ör-
yrkja með þeim hætti, en það er í
fullu samræmi við hlutverk hennar
að draga úr aðstoð sinni til fram-
færslu skjólstæðinga sinna, eftir því
hve vel þeir eru staddir af eigin laun-
um og arði.
Það hefur alllengi verið sátt um að
skipta greiðslum Tryggingastofn-
unarinnar í þrjá meginþætti, grunn-
lífeyri, tekjutryggingu og sértækar
bætur til þeirra sem meiri aðstoð
þurfa. Grunnlífeyrinum hefur ekki
til þessa verið ætlað að taka mið af
öðrum tekjum skjólstæðinganna og
má orðið líta á hann sem eins konar
þakklætisvott samfélagsins til þeirra
allra fyrir framlag
þeirra til framfara í
þágu lands og þjóðar.
Tekjutryggingin og sér-
tæku bæturnar eru hins
vegar þeir þættir sem
ætlað er sérstaklega að
tryggja afkomu þeirra
sem höllum fæti standa.
Nýlega hafa bæst við
nýir þættir, hugsaðir til
að mýkja áhrif lækk-
andi tekjutryggingar.
Þar kom til frí-
tekjumark handa þeim
sem enn sinna launuðum störfum, og
í kjölfarið frítekjumark vegna fjár-
magnstekna. Frítekjumark atvinnu-
tekna varð fyrir skömmu fyrir þeim
mikla niðurskurði sem nú skekur
samfélagið. Í viðtalinu við Stefán
Ólafsson, sem getið var í upphafi,
kemur fram að nefndin sem hann
veitir forustu hefur uppi tillögur um
einfaldari og skilvirkari vinnureglur.
Þær sem hann þó sérstaklega nefnir
eru að auka þurfi í, og fjölga frítekju-
mörkum, sérmerktum ákveðnum
tekjupóstum svo sem greiðslum frá
lífeyrissjóðum. Hér er á ferðinni
stefnubreyting sem þarf að athuga
nánar.
Ef þessar hugmyndir kæmust í
framkvæmd bæru þær í sér eins
konar margfeldisáhrif sem varla
samrýmast tilgangi stofnunarinnar.
Dæmi: Jón er enn að vinna þótt sjö-
tugur sé, hann hefur nú frítekju-
mark atvinnutekna gagnvart skerð-
ingu tekjutryggingar, upp á nokkra
tugi þúsunda. Það er eins víst að Jón
hafi einnig nokkrar eignatekjur af
eigin sparnaði og nýtur þá einnig frí-
tekjumarks vegna þeirra. En staðan
hjá Páli er hins vegar sú að hann er
ekki í vinnu og hefur ekki eigna-
tekjur, en fær eins og flestir aðrir
greiðslur frá lífeyrissjóði. En vegna
þeirra er ekki til komið neitt frí-
tekjumark og þar með reiknast á
hann skerðing vegna hverrar krónu
(líka á krónurnar sem skatturinn
tekur til sín og Páll fær aldrei í hend-
ur því brúttóupphæðin á greiðslu-
seðli lífeyrissjóða er notuð við út-
reikning skerðinganna).
Svona er staðan í dag og þykir að
vonum óréttlát gagnvart Páli og því
er ég hjartanlega sammála. En skoð-
um betur dæmi Jóns. Það er einnig
næsta víst að Jón fær líka greiðslur
frá lífeyrissjóði og nyti þá frí-
tekjumarks vegna þeirra ef tillögur
nefndarinnar næðu fram að ganga
og er þá kominn með slík eyrna-
merkt frítekjumörk á alla sína þrjá
tekjupósta. Með því fyrirkomulagi
væri Tryggingastofnunin farin að
auka lífskjaramun skjólstæðinga
sinna, raunar farin að teygja lífs-
kjarakapphlaup vinnumarkaðs-
áranna fram á ævikvöldið. Það hefur
ekki verið og á ekki að verða hlut-
verk stofnunarinnar að nota fjár-
magn sitt til að breikka bilið milli
þeirra sem minnst hafa og hinna sem
betur eru sjálfbærir. Að veita fjár-
magn til kjarabóta yfir eða framhjá
þeim, sem á skör velferðargólfsins
sitja.
Það er til önnur leið ef á annað
borð verður samstaða um frí-
tekjumörk sem hluta kerfisins. Hún
felst í því að frítekjumarkið verði að-
eins eitt, ekki eyrnamerkt ákveðnum
tekjupósti, en með ákveðinni upp-
hæð sem ræðst af áætluðum efnum
stofnunarinnar fyrir hvert bótaár.
Þannig gætu þeir sem ekki hafa at-
vinnutekjur nýtt upphæðina vegna
þeirra tekna annarra sem þeir hafa.
Og svo mætti hugsa sér sem næsta
skref að ef tekjur einhverra væru
lægri en upphæð frítekjumarksins
fengju þeir mismuninn greiddan
sem uppbót á tekjutryggingu sína. Á
þann veg gæti sönn velferðarstjórn
„dúklagt velferðargólfið“.
Velferðargólfið
Eftir Jökul
Guðmundsson
» Þeim sem vel hefur
vegnað ber auðvitað
fullur réttur til að njóta
stöðu sinnar og eigna án
þess að Tryggingastofn-
un ríkisins fari að
kroppa í réttmætar eig-
ur þeirra eða tekjurnar
af þeim.
Jökull Guðmundsson
Höfundur er eldri borgari á Akureyri.
V i n n i n g a s k r á
17. útdráttur 27. ágúst 2009
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
7 1 9 8 6
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
4 4 6 1 4 7 5 2 0 6 6 1 9 4 6 7 6 4 5
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
149 15648 22360 37470 56354 72541
12117 18358 34733 44270 66186 79663
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
3 2 7 1 1 5 4 1 2 0 2 2 2 3 6 9 2 3 4 3 2 9 8 4 9 5 9 7 5 9 7 0 1 7 2 0 2 5
5 3 8 1 1 6 6 5 2 3 3 2 3 3 6 9 7 2 4 3 4 7 2 4 9 6 3 5 6 1 2 1 1 7 3 1 4 9
1 0 9 0 1 2 5 0 4 2 4 4 9 8 3 7 7 4 9 4 4 1 0 3 4 9 6 7 6 6 2 9 1 8 7 3 2 2 6
1 3 0 9 1 5 0 1 5 2 5 9 5 5 3 8 1 2 5 4 4 2 9 4 5 2 5 7 0 6 3 1 9 4 7 3 7 1 3
2 7 7 9 1 5 5 4 4 2 7 1 8 0 3 8 7 1 7 4 5 3 9 0 5 2 8 2 6 6 3 2 7 5 7 3 8 7 7
2 9 4 4 1 5 6 5 2 2 7 4 3 3 3 8 8 0 7 4 6 0 7 0 5 3 3 9 2 6 3 9 4 4 7 4 2 0 8
5 0 5 7 1 5 9 3 1 2 7 7 9 2 3 8 9 9 7 4 6 3 7 2 5 3 7 9 4 6 5 6 6 5 7 7 2 4 2
5 5 4 0 1 7 1 5 2 3 1 1 1 0 3 9 0 9 2 4 6 7 2 1 5 4 0 0 8 6 7 2 3 8 7 7 7 2 4
5 6 4 7 1 8 4 2 1 3 4 0 1 8 3 9 6 1 1 4 8 0 5 4 5 4 7 9 0 7 0 2 2 0 7 8 8 1 2
6 5 0 9 1 8 4 5 9 3 6 4 5 5 3 9 6 6 7 4 8 7 2 1 5 5 5 6 3 7 0 5 1 6
7 4 1 9 1 8 5 7 5 3 6 5 3 0 4 2 3 8 1 4 8 7 8 2 5 5 9 1 7 7 1 0 2 7
9 9 7 1 1 9 4 7 6 3 6 5 9 9 4 2 9 8 2 4 8 8 4 2 5 7 6 8 1 7 1 3 9 1
1 0 0 0 9 1 9 6 9 8 3 6 6 1 7 4 3 1 4 4 4 8 8 4 3 5 8 3 5 9 7 1 8 8 8
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
75 8734 15502 23651 30983 39614 47296 55417 63718 70467
125 8742 15752 23658 31006 39741 47372 55472 64032 70822
209 8908 15789 23819 31026 40169 47482 55779 64452 70939
697 9079 15850 23971 31032 40195 47596 56066 64461 71113
784 9424 15923 24356 31449 40219 47715 56205 64552 71118
1025 9476 15967 24792 31497 40489 47888 56758 64581 71343
1102 9631 16114 25043 31761 40567 48452 56800 64704 71386
1119 9659 16381 25201 31828 40809 48490 56828 64850 71499
1191 10273 16478 25250 31837 41234 48742 56940 65096 71532
1451 10472 16936 25294 32716 41650 48956 56996 65211 71615
1851 10549 17127 25318 33108 41659 49236 57189 65456 72236
1978 10697 17169 25436 33361 41691 49312 57358 65659 72535
2305 10699 17357 25706 33545 41865 49515 57574 65862 72626
2541 11148 17463 25873 33829 41906 49561 58125 65870 72674
3232 11525 17548 26030 34016 42126 49699 58318 66077 72936
3749 11587 17733 26211 34244 42550 49794 58426 66081 73083
3966 11678 17820 26269 34260 42575 49921 58471 66195 73788
4053 11735 18401 26310 34335 42738 50003 58511 66599 73959
4595 11765 18453 26372 34677 42885 50027 59666 66670 74022
4598 11985 18799 26439 34681 43140 50397 59694 66780 74168
4974 12053 18966 26777 34747 43181 50495 60001 67072 74782
5199 12126 19317 26901 34789 43308 50621 60583 67093 74868
5420 12165 19391 27608 35054 43434 51189 60621 67523 74900
6103 12323 19504 27836 35107 43525 51266 60712 67630 75389
6188 12433 19752 28265 35166 43660 51273 61060 67847 76238
6192 12479 20067 28291 35202 43808 51597 61076 67880 76456
6416 12641 20841 28344 35214 43972 51870 61259 67918 76633
6572 12871 20911 28839 35344 43973 52103 61264 68035 76836
6705 13070 20991 29311 35574 44099 52261 61408 68454 77255
6718 13256 21280 29510 35810 44148 52339 61704 68611 77408
6813 13311 21393 29818 35923 44224 53247 61878 68703 77494
6910 13971 21510 30073 36403 44311 53326 62150 68875 77608
6968 14003 21616 30339 36641 44519 53840 62293 68893 77930
7178 14305 21702 30449 37038 45274 54183 62381 68951 78182
7189 14698 21788 30498 37157 46045 54529 62526 69349 78272
7795 14771 21875 30518 38001 46338 54622 62676 69593 78441
8103 14795 22513 30571 38009 46360 54707 62981 69617 79473
8437 14801 22709 30739 38064 46415 55097 63401 69748 79732
8541 15102 23573 30774 38795 46993 55171 63510 69756 79749
8629 15133 23645 30809 39160 47002 55330 63545 70287 80000
Næstu útdrættir fara fram 3. sept, 10. sept, 17. sept, 24. sept & 1. okt 2009
Heimasíða á Interneti: www.das.is